Morgunblaðið - 04.09.2001, Page 53

Morgunblaðið - 04.09.2001, Page 53
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. SEPTEMBER 2001 53 DAGBÓK Árnað heilla STJÖRNUSPÁ eft ir Frances Drake MEYJA Afmælisbarn dagsins: Þú ert skjótur til og skipulagður, en átt líka auðvelt með að aðlaga þig breyttum aðstæðum. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þótt þér finnist þú ekki mega slaka á í neinu, skaltu samt taka þér tíma til þess að lyfta þér aðeins upp. Slík tilbreyting auðgar lífið. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þú verður að taka þér tak og sýna áhuga á umhverfi þínu, einkum heima við. Það geng- ur ekki að láta aðra um alla skapaða hluti á því sviði. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Nú er upplagt að koma lagi á samband þitt við vini og samstarfsmenn. Það gengur ekki lengur að þú látir ein- hverja smámuni skemma þar fyrir. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Það er engin minnkun að því að skipta um skoðun, þegar aðrir geta leitt fram sláandi rök fyrir máli sínu. Sýndu öðrum stórhug og skilning. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Láttu ekki löngunina eftir hlutum heltaka þig. Þótt ver- aldleg verðmæti séu mikils virði eru þau andlegu það ekki síður. Þjálfaðu huga þinn. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Nú verður þú að bretta upp ermarnar og kippa þeim mörgu hlutum í liðinn sem þú hefur látið dankast alltof lengi. Hálfnað er verk þá hafið er. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Hikaðu ekki við að segja hug þinn, hver sem í hlut á. Menn kunna að meta hreinskilni og munu virða hana við þig. Hina geturðu látið róa. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Berðu framtíðaráform þín undir vini og vandamenn. Undirtektir þeirra munu gefa þér vísbendingu um framhaldið og hjálpa þér að taka ákvörðun þar um. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Vertu jákvæður, þegar leitað verður til þín um að axla meiri ábyrgð í starfi. Þú hef- ur alla burði til þess að leysa þau verkefni farsællega. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Láttu ekki aðra kaffæra hugmyndir þínar í fánýtu hjali. Þú skalt verja þær af staðfestu og sækja fram af djörfung. Réttur málstaður mun sigra. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Mitt í öllum önnum þínum ættir þú að velta því fyrir þér, hvort ekki er tímabært að þú takir þér frí til þess að endurnýja þinn innri mann. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þú þarft ekki að bregðast illa við, þótt menn samþykki ekki allt sem þú segir. Sýndu skoðunum annarra þá virð- ingu sem þú vilt mæta sjálf- ur. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. MIKILLAR íhaldssemi gætir í notkun á útspils- reglum í bridsheiminum. Nægir að nefna 11-regluna, að spila út fjórða hæsta frá langlit, sem margir líta á sem trúaratriði. Helsta frá- vikið frá þeirri reglu er að spila út þriðja eða fimmta hæsta, eða þá lægsta frá góðum lit (Journalist). Eng- in af þessum reglum hefði dugað í þessu spili frá sum- arbrids á fimmtudaginn: Suður gefur; AV á hættu. Norður ♠ ÁG5 ♥ G4 ♦ D62 ♣ ÁD764 Vestur Austur ♠ K1064 ♠ 9832 ♥ Á9863 ♥ D52 ♦ 108 ♦ 73 ♣G9 ♣K1053 Suður ♠ D7 ♥ K107 ♦ ÁKG954 ♣82 Vestur Norður Austur Suður -- -- -- 1 tígull Pass 2 lauf Pass 2 grönd Pass 3 grönd Allir pass Þrjú grönd er hinn eðlilegi samningur í NS og þar sem suður var sagnhafi kom vest- ur iðulega út með hjarta, oft- ast sexuna, eða fjórða hæsta. Sagnhafi lét lítið hjarta úr borði og austur var í vondum málum. Ef hann lætur smátt hjarta fær suður slaginn á sjöuna og síðar annan með því að svína fyrir hjarta- drottningu. Og ekki er betra að láta drottninguna, eins og flestir gerðu. Suður tók með kóng og auk þess að eiga tvo slagi á hjarta var nú óhætt að svína í báðum svörtu lit- unum. Þetta gaf ellefu slagi. En sjáum hvað gerist með hjartaníunni út (eða átt- unni). Suður fær fyrsta slag- inn á tíuna og er vís með að hirða sína níu slagi. Hann getur að vísu svínað í spað- anum og náð þar í aukaslag, en misheppnuð laufsvíning kostar hann samninginn því að þá gleypir austur hjarta- gosann með drottningu og vestur bíður á eftir K7 með Á8. Spil af þessum toga benda eindregið til þess að kominn sé tími til þess að hrista upp í hefðinni og endurskoða út- spilsreglurnar. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson. 50 ÁRA afmæli. Í gær,mánudaginn 3. sept- ember, varð fimmtug Unnur Guðjónsdóttir, Suðurgötu 24, Sandgerði. Af því tilefni taka hún og eiginmaður hennar, Sverrir Jónsson, á móti ættingjum og vinum, laugardaginn 8. september kl. 20 í samkomuhúsinu Sandgerði. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 28. júlí sl. í Glerár- kirkju af sr. Gunnlaugi Garðarssyni Anna Berglind Pálmadóttir og Helgi Rún- ar Pálsson. Heimili þeirra er á Akureyri. Ljósmynd/Myndrún ehf., FM LJÓÐABROT HITT Ég elska þig, logn, er við ylríka sól hið ilmandi blóm prýðir grænkandi hól, þegar speglandi sjórinn er spenntur og þaninn og spóinn í heiðinni talar við svaninn. Ég hata þig, stormur, því hvað er þitt vald? Að hrekja til skýin um sólarheims tjald, að brjóta og öskra og hrista og hræða og hugsunarlaust yfir jörðina’ að æða. Ég elska þig, logn, er í döggvuðum dal draumnjórunn vekur upp fornaldar tal og lækurinn dreymandi leikur við steina, er langt burtu fossar við hamra sig reyna. Ég hata þig, stormur, sem hristir og ber, ég hef ekki virðingar ögn fyrir þér, þó drembinn þú öxlunum ypptir og keisir og úfinn til skýjanna hvirfilinn reisir. Ég elska þig, logn, og ég óska, að þú ætíð mér tækir í hjartanu bú; þar er oftast nær stormur og feiknstafa fjöldi, sem fer ekki burt, nema lygni með kvöldi. Benedikt Gröndal. STAÐAN kom upp á heimsmeistaramóti 20 ára og yngri er lauk nýverið í Aþenu í Grikklandi. Sigur- vegarinn, Ungverjinn Pet- er Acs (2514), hafði hvítt gegn Kalin Karakehajov (2316). 21. Hxg7! De8 21... Bxg7 hefði einnig leitt til gjöreyðingar svörtu stöð- unnar eftir 22. Hxg7 De8 23. Dxa7. 22. Dxa7 Be7 23. Db6+ Kd7 24. Rb5 og svartur gafst upp enda fátt sem getur komið í veg fyrir mát. Skákin tefldist í heild sinni: 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Rc3 Rf6 4. Bb5 Rd4 5. Ba4 c6 6. Rxe5 d6 7. Rf3 Bg4 8. d3 Rd7 9. Be3 Rxf3+ 10. gxf3 Bh5 11. d4 Df6 12. Hg1 Bxf3 13. Dd3 Dh4 14. Hg3 Dxh2 15. Kd2 Dh5 16. d5 c5 17. Hag1 f6 18. Bxd7+ Kxd7 19. Db5+ Kd8 20. Dxb7 Hc8 o.s.frv. Lokastaða efstu manna varð þessi: 1. Peter Acs (2514) 10 vinn- inga af 13 mögulegum 2.-3. Merab Gagunashvili (2444) og Levon Aronjan (2562) 9½ v. 4. Hua Ni (2568) 9 v. 5.-12. Sergei Azarov (2461), Xiangzhi Bu (2553), Zviad Izoria (2486), Evgeny Shaposhnikov (2519), Kam- il Miton (2516), Michael Roiz (2511), Adam Horvath (2504) og Gabriel Sarg- issjan (2514). 5. umferð Skákþings Íslands, lands- liðsflokki, fer fram 4. sept- ember kl. 17:00 í íþrótta- húsinu við Strandgötu. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sínum að kostnaðarlausu. Tilkynning- ar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrir- vara fyrir sunnudagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælistil- kynningum og/eða nafn ábyrgðarmanns og síma- númer. Fólk getur hringt í síma 569-1100, sent í bréf- síma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík        Mamma, hvað tekur það langan tíma að selja hús- ið okkar? Með morgunkaffinu Frá nemendasýningu í Borgarleikhúsinu Allir aldurshópar frá 4 ára. Innritun í síma 553 8360 frá kl. 15–18. Íbúar í Grafarvogi og nágrenni ATHUGIÐ: Kennt verður í Hamraskóla, Dyrhömrum 9! KENNSLA HEFST UM MIÐJAN SEPTEMBER Tilboð Barnamyndatökur verð frá kr. 5.000 Innifalið 1 stækkun 30x40 cm í ramma, aðrar stækkanir að eigin vali, með allt að 50% afslætti Ljósmyndastofan Mynd, sími: 565 4207 Ljósmyndastofa Kópavogs, sími: 554 3020 Eiðistorgi 13, 2. hæð yfir torginu, sími 552 3970. Lagerútsala Allt á að seljast Mikil verðlækkun Síðasti dagur 8. september. Opið 12-18 virka daga, 12-16 á laugardag.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.