Morgunblaðið - 04.09.2001, Qupperneq 54

Morgunblaðið - 04.09.2001, Qupperneq 54
FÓLK Í FRÉTTUM 54 ÞRIÐJUDAGUR 4. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ HANNIBAL tekst ekki að narta í Mel Gibson og kvennaráð hans þessa vikuna, sem á sér þá eðlilegu skýringu að mannætan matvanda birtist ekki á myndbandaleigum fyrr en seint í síðustu viku. Því má búast fastlega við því að Hannibal rífi Gibson í sig með kjafti og klóm á næsta lista. Hannibal nær þó alla leið í fjórða sæti listans þrátt fyrir stutta líf- daga en þrjár aðrar myndir af þeim átta sem komu út í síðustu viku ná inn á listann; Kúbudeilutryllirinn Thirteen Days, hormónafarsinn Tomcats og rómaninn Bounce með þeim Ben Affleck og Söndru Bul- lock. Þrátt fyrir að hafa slegið ræki- lega í gegn eru skoðanir fólks skipt- ar á ágæti Hannibal, þriðju mynd- arinnar, sem gerð er eftir sögum Thomasar Harris um dr. Lecter og óvenjulegt mataræði hans. Önnur myndin, The Silence of The Lambs, sló rækilega í gegn árið 1991 og hirti öll helstu Óskarsverðlaunin ári síðar en færri þekkja fyrstu mynd- ina, Manhunter, sem hinn snjalli leikstjóri Michael Mann reið á vað- ið með árið 1986. Sú mynd var gerð eftir fyrstu bókinni um Lecter, Red Dragon. Fregnir frá Hollywood herma að eigandi kvikmyndarétt- arins á bókunum, hinn gamalreyndi framleiðandi Dino de Laurentiis, undirbúi nú gerð annarrar myndar eftir þeirri sömu bók. Ted Tally, handritshöfundur The Silence of The Lambs, hefur skrifað handrit- ið, Edward Norton leikur hlutverk leynilögreglumannsins Wills Gra- ham og Brett Ratner, sem á að baki The Family Man og Rush Hour- myndirnar, mun leikstýra, eins og málin standa í dag.                                                            ! "# $%&'( "'  ! "#  )  ! "# *   )    ! "# $%&'( "'  ! "#    ! "#    ) *   ! "#  ! "#   +  , , , +  - , +  +  - +  , - - - , , , - ,                        ! " !#$         %   &  &  '(      ! $  )         Mjúkir menn og mann- ætur „Ertu að segja að ég sé andfúll, fröken Starling?“ ÓVIÐURKENND þjóð meðal þjóðar getur verið af- ar viðkvæmt mál. Eins og brúsi fylltur nítróglýseríni sem enginn þorir að hrista. Þetta þekkjum við úr mannkynssögunni, þegar skilningur og umburðar- lyndi milli tveggja ólíkra menningarhópa er þrotið geta hræðilegir atburðir átt sér stað. Það er synd að við þurfum slík for- dæmi úr sögunni til þess að kenna okkur þá einföldu lexíu að virðing við náungann, um- burðarlyndi og góðvild í garð ann- arra er það eina sem getur skapað okkur umhverfi sem við getum búið við sátt. Um leið og fólk gleymir því, eða gengur að því vísu að sitt þjóð- félag sé það „eina rétta“, er voðinn vís. Það eru líklega svipaðar hugleið- ingar sem hafa þjakað höfundinn Frank Miller í lok níunda áratugar- ins. Þá var kalda stríðinu nýlokið, ekkert stórveldi að rífast við Banda- ríkin lengur og nánast sú tilfinning í loftinu að „alvöru“ óvin vantaði. Mill- er kom því með ágætis ábendingu og umhugsunarefni. Hvað ef versti óvinur Bandaríkjanna væru Banda- ríkin sjálf? Nú, hvað eru Bandaríkin annað en margmenningarlegur hræri- grautur komið fyrir undir einum hatti? Þetta fyrir- komulag gæti alveg eins brotnað upp í einingar sínar, alveg eins og í Júgó- slavíu, Sovétríkjunum eða bara eins og gerðist í Bandaríkjunum á tímum borgarastyrjaldarinnar. Þetta gerist í bókinni Give Me Liberty, Banda- ríkin skiptast í nokkra hluta. Miller er ekkert feim- inn við að skiptinguna, og bendir oft harkalega á hverj- ir það eru í raun og veru sem hafa völd innan þjóðfélagsins. Hér er að finna nokkrar framúr- skarandi hugmyndir. Skæruliðaher indíána sem er staðráðinn í því að vinna landið sem hirt var af þeim fyr- ir svo mörgum árum aftur, með valdi. Her í eigu einnar stærstu skyndi- bitakeðju Bandaríkjanna, sem er staðráðinn í því að verja sína hags- muni fyrir ólíkum skoðunum valda- manna þjóðarinnar. Þjóð kven- manna, stofnuð af fyrrverandi forsetafrú sem er staðráðin í því að brjóta kvenþjóðina frá oki karlpen- ingsins í eitt skipti fyrir öll. Helstu rök þeirra er að öll verstu mistök mannkynssögunnar hafa verið ákvarð- anir teknar af karl- mönnum, nú skuli skynsemin ráða og kvenmennirnir taka við. Herinn tek- ur upp þá nýju reglu að ef afbrota- menn skrái sig verði skráin sem geymir afbrotaferil þeirra þurrkuð út. Persónueiginleikar söguhetju okk- ar eru svo greinilega skapaðir sem sameiningartákn. Ung svört stúlka, sem alin upp í glæpahverfi sem þjóð- félagið hefur girt af og mönnum meinaður aðgangur inn eða út. Hún lendir í hræðilegri lífsreynslu tólf ára gömul, álagið verður of mikið og hún er send á geðveikrahæli. Kosturinn við það er sá að þá er hún komin út úr „fangelsinu“ sem þjóðfélagið hafði skapað henni. Hún jafnar sig fljót- lega, áttar sig á aðstæðum og notar ofbeldi sem leið til þess að flýja að- stæður sínar. Plöguð af samviskubiti skráir hún sig svo í herinn til þess að byrja líf sitt upp á nýtt. Hún verður fyrirmyndar hermaður en lendir fljótlega í undarlegri valdabaráttu við illan valdaníðing sem er staðráð- inn í því að komast til æðstu valda, sama hvað hann þurfi að gera til þess. Það er því eins gott að athyglisgáf- an sé til staðar við lestur þessarar bókar. Rammarnir eru stundum hlaðnir upplýsingum og sögufram- vindan mjög hröð. Miller hefur þó eitthvað að segja og vel þess virði að hlusta á manninn. Lifið heil og verið vakandi. biggi@mbl.is MYNDASAGA VIKUNNAR Bandaríkin leysast upp Give Me Liberty eftir Frank Miller. Teiknuð af Dave Gibbons. Bókin var upprunalega gefin út árið 1990, þá í fjórum hlutum. Þessi kilja var gefin út árið ’92 af Dell Graphics. Fæst í myndasöguverslun Nexus, Hverfisgötu 103. VÁKORT Eftirlýst kort nr. 4543-3700-0029-4648 4543-3700-0036-1934 4543-3700-0034-8865 4507-4100-0006-6325 4548-9000-0056-2480 4543-3700-0027-8278 4507-4500-0028-0625 4507-2800-0004-9377 4507-4500-0030-3021 4543-3700-0015-5815                                !  "# "$%& '    ()( )$$$ MEÐ VÍFIÐ Í LÚKUNUM e. Ray Cooney Fö 7. sept. kl. 20 - NOKKUR SÆTI Lau 8. sept. kl. 20 - LAUS SÆTI Fö 14. sept. kl. 20 - LAUS SÆTI Lau 22. sept. kl. 20 -LAUS SÆTI PÍKUSÖGUR e. Eva Ensler Sýningar hefjast að nýju að loknu sumarleyfi Lau 8. sept. kl. 20 - NOKKUR SÆTI Fö 14. sept. kl. 20 - LAUS SÆTI Lau 15. sept. kl. 20 - LAUS SÆTI Fi 20. sept kl. 20 - LAUS SÆTI Lau 22. sept kl. 20 - LAUS SÆTI ÖNDVEGISKONUR e. Werner Schwab SÝNINGAR HEFJAST AÐ NÝJU Fö. 14. sept kl. 20 - LAUS SÆTI Lau 22. sept kl. 20 - LAUS SÆTI ATH. AÐEINS VERÐA 6 SÝNINGAR Miðasala: 568 8000 Miðasalan er opin kl. 13-18 og fram að sýningu sýningardaga. Sími miðasölu opnar kl. 10 virka daga. Fax 5680383 midasala@borgarleikhus.is Stóra svið Litla svið 3. hæðin Fastagestir athugið: Sala áskriftarkorta stemdur yfir VERTU MEÐ Í VETUR!!! Lestur er undirstaða alls náms og mjög mikilvægur við flest störf. Því hraðar sem þú lest, þeim mun meiri verða afköstin. Er ekki kominn tími til að þú aukir afköstin? Lestrarhraði þátttakenda fjórfaldast að jafnaði á námskeiðunum. Við ábyrgjumst að þú nærð árangri. Næsta námskeið hefst 11. sept. Skráðu þig strax í síma 565-9500 Hraðlestrarnámskeið HRAÐLESTRARSKÓLINN w w w. h r a d l e s t r a r s k o l i n n . i s   &  -5  &  , -5 ,&  5 -5  ;&  ,7 -0 8&  6  -5   6&  0  -5 %     !    , ( <       -83-5        & & 3 :   -73-5      !"# $#%&'%( DISKÓPAKK e. Enda Walsh Í kvöld þri. 4.9 kl. 20.00 Mið. 5.9 kl. 20.00 — Fim. 6.9 kl. 20.00 Athugið: Síðustu sýningar ) *)+, + ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ sími 551 1200             -./012 .. 34567.67896  0=5 4=5 -;=5 -8=5 =5 ,=5 : 0$0 00 . /;3   -,=5 -6=5 7=5 -=5 #   +.<5=#66& , = )#>=#66&  =# &* <#66&#= *) =!*6># < =#6#,'&%<& )# ? "=#  #66&%, @?) +.<5=#66& !*6>#< =#6#, Miðasalan er opin frá kl. 13-18. Símapantanir frá kl. 10 virka daga www.leikhusid.is — midasala@leikhusid.is HEDWIG, Lofkastalinn, KL. 20.30 lau 8/9, lau 15/9, síðustu sýningar IRO Á ÍSLANDI, Loftkastalinn, KL. 20 mið 19/9 uppselt, fös 21/9, lau 22/9 sun 23/9, lau 29/9. Aðeins þessar sýningar. RÚM FYRIR EINN, Iðnó, KL. 12. Súpa og brauð innifalið fim. 6/9, fös 14/9 Miðasala fyrir sýningar Í Loftkastalanum og Iðnó er í síma 552 3000, virka daga kl. 10-16, um helgar frá kl. 16 og fram að sýn- ingu. Opið er í Loftkastalanum samkvæmt fyrrgreindum tíma og í Iðnó kl. 11-14 á föstudögum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.