Morgunblaðið - 06.09.2001, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 06.09.2001, Blaðsíða 32
LISTIR 32 FIMMTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ U PPSKERA ballettsumarsins í London hefur verið ríkuleg og hafa hópar eins og La Scala- ballettinn og Kirov-ballettinn dansað í Covent Garden. Samt ályktaði Sunday Times um daginn að heim- sókn San Francisco-ballettsins undir stjórn Helga Tómassonar, síðasta ballettheimsókn sumarsins, hefði verið hámark gestasýning- anna í Covent Garden. Þegar Helgi Tómas- son vann silfurverðlaun í ballettkeppninni í Moskvu árið 1969 vann Mikhaíl Bar- yshnikov gullið. Nú snerist dæmið eiginlega við. Í umfjöllun Sunday Times um framlag hóps Baryshnikovs, The White Oak Dance Project, á Edinborgarhátíðinni nýlega og gestasýningu San Francisco-ballettsins var það síðarnefndi hópurinn sem hlaut há- stemmdu hrósyrðin. Sýningarferðir eru örvandi viðfangsefni fyrir ballettinn en líka þolraun og þá ekki síst fyrir ballettstjórann, sem eyðir öllum deginum í balletthúsinu meðan á æfingum stendur og er svo mættur aftur síðdegis til að fylgjast með upptaktinum að sýningunni og sýningunni sjálfri. Daginn sem Helgi var tekinn tali hafði dansari slasast á æfingu og verður því frá næstu mánuðina. Þá þurfti strax að finna staðgengil fyrir sýningu kvöldsins og skipuleggja komandi sýningar með tilliti til þess. Slíkt getur auðvitað alltaf gerst en á ferðalögum er þetta erfiðara við- ureignar. Í sumar eru sextán ár síðan Helgi tók við stjórn San Francisco-ballettsins. Ballettinn hefur á sér kraftmikið yfirbragð, dansgleðin geislar af dönsurunum og þá ekki síst sköpunargleðin því að innan hans hafa komið fram mjög áhugaverðir danshöfundar. Það sást á dagskránni í London, þar sem tveir hrífandi og mjög ólík- ir ballettar eftir tvo dansara flokks- ins, þau Juliu Adam og Yuri Poss- okhov drógu að sér athygli. En Helgi hefur sjálfur einnig getið sér gott orð sem danshöfundur, semur bæði fyrir flokkinn sinn og aðra ballettflokka og tveir balletta hans voru á dagskrá í þetta sinn. Helgi og Marlene Vöxt og viðgang flokksins, dans- gleðina og blómstrandi hæfileika innan San Francisco-ballettsins getur ballettstjórinn talið sér til tekna. En Helgi er ekki einn af þeim, sem miklast af velgengninni. „Hóp- urinn hefur aldrei dansað betur en núna,“ segir Helgi af hlýju og stolti. Það besta er að gagnrýnendur eru sammála. Í allri umfjöll- un um flokkinn kemur það skýrlega fram að á undanförnum sextán árum hefur hópurinn þokast frá að vera góður heimaballett upp í að vera ballettflokkur með alþjóðlegan orðs- tír og er nú í hópi bestu ballettflokka heims. Það er án efa með þessari hlýju sinni og metnaði til góðra verka sem Helgi hefur drifið flokkinn áfram þau sextán ár sem hann hefur stjórnað honum. Hægt og bít- andi hefur uppbyggingin farið fram. Við hlið hans stendur svo Marlene, kona hans, lág- vaxin og fínleg, með fallegar hreyfingar ballerínunnar, því hún var sjálf dansari. Nú þegar synir þeirra, Eric og Kris, eru fluttir að heiman er hún alltaf með Helga, líka á ferðalögunum. Eric er iðnhönnuður og Kris kvikmyndatökumaður. „Við njótum þess að vera saman,“ segir Helgi þegar talinu víkur að samstarfi þeirra og Marlene tekur í sama streng. Hún þekkir ekki síður til innviða ballettlífsins en Helgi og enginn efi að samstarf þeirra er veiga- mikill þáttur í góðu gengi ballettstjórans. Tengslin við Ísland eru ræktuð, Eric og Kris voru nýlega á Íslandi og bæði Helga og öllum hópnum er Íslandsferðin í fyrra of- arlega í huga. „Samanlagt búum við Marlene yfir mikilli reynslu og þekkingu og vitum hvað er gott fyrir flokkinn,“ segir Helgi. Reynsla hans af því að vera leiðandi dansari í góðum flokki og reynsla þeirra beggja af dansheiminum hefur verið mikilvægur þáttur í að byggja upp þann samstæða flokk sem San Franc- isco-ballettinn er. Erfitt að komast á toppinn, enn erfiðara að tolla þar Þegar flokkurinn er kominn á toppinn og Helgi orðinn þekktur danshöfundur, hvar liggur þá áskorunin? Helgi brosir að spurn- ingunni. „Áskorunin er að halda áfram, halda áfram að vera á toppnum. Það er erf- itt að komast á toppinn, en það er enn erf- iðara að halda sér þar. Hópurinn hefur aldr- ei dansað jafnvel og nú og markmiðið er að halda sér á því stigi. Það er áskorun að finna ný verk og setja saman verkefnaskrána, svo að hún dragi fram það besta í flokknum. Það er ekkert annað að gera en þreifa sig áfram. Sumt gengur upp, annað ekki.“ Í viðbót við þetta er flokknum lífsnauð- synlegt að ferðast, undirstrikar Helgi. „Það er nauðsynlegt að finna fjármagn til ferða- laganna. Já, það er sannarlega áskorun að finna ferðaféð,“ segir hann með glettni. „Þetta hefur verið stórfenglegt ár. Við döns- uðum í Parísaróperunni í maí við frábærar móttökur, sama hefur verið hér í London og nú liggur leiðin til æfinga í Madrid og síðan sýninga í Barcelona og víðar á Spáni. Við er- um fimm og hálfa viku á sýningarferðalagi í þetta skiptið.“ Sýningarferðalög eru hópnum lífsnauð- synleg, því flokkurinn deilir The War Memorial Opera House með óperunni. Ball- ettinn hefur húsið frá því að hann sýnir Hnotubrjótinn í desember, hefð sem ballett- inn var sá fyrsti í Bandaríkjunum til að taka upp um jólaleytið 1944 þegar flokkurinn sýndi þennan vinsæla ballett í fyrsta sinn í fullri lengd í Bandaríkjunum. Síðan eru sýn- ingar fram í fyrstu vikuna í maí, sem er síð- an venjulega sumarleyfistími flokksins, nema þegar ferðir eins og Parísarferðin koma upp. Sýningarferðirnar eru að hluta fastir liðir eins og reglulegar heimsóknir til New York og til Washington, en í fyrra dansaði hóp- urinn í fyrsta skipti í London og svo aftur núna. „Nú vilja allir fá okkur,“ segir Helgi glaðlega, „en það er alltaf vandamál að fjár- magna ferðirnar. Það er mjög dýrt að ferðast með 70 dansara og 40 manna fylgd- arlið. Við fáum styrki héðan og þaðan. Við njótum núna styrkja frá Visa í San Franc- isco, en einnig frá velunnurum, sem vilja ekki láta nafns síns getið.“ „Það er mjög erfitt að samræma stjórn- unarstörf og að semja dans,“ segir Helgi þegar talinu víkur að starfi hans annars veg- ar sem ballettstjóra og hins vegar sem dans- höfundar. „Einhvern veginn vill sköpunin alltaf lenda í öðru sæti. Sem stjórnandi þarf ég að takast á við vandamál, sem koma upp hér og nú og þola enga bið og krefjast skjótra ákvarðana.“ Flokkurinn hefur ungað út nýjum dans- höfundum undanfarin ár, sem Helgi segir einkar ánægjulegt. „Það gildir að hafa aug- un opin fyrir þessum hæfileikum og gefa þeim tækifæri í þeirri von að það beri árang- ur. Það er líka kostur að hafa starfandi danshöfunda með flokknum. Það felst í því ákveðin fullnæging fyrir dansarana að vera hluti af sköpunarferlinu og finna að þeir hafa áhrif á danshöfundinn. Það gefur þeim tilfinningu fyrir að vera sérstakir, þótt þeir geti líka haft mikla ánægju af að dansa hlut- verk sem eru skrifuð fyrir aðra dansara. Það eru mörg dæmi um dansara, sem hafa gert hlutverk að sínum, þótt þau séu ekki skrifuð fyrir þá.“ Það hefur verið sagt um Helga að í döns- um sínum sýni hann sérstakan skilning á hlutverki karldansara og skrifi fjarska vel fyrir þá. Það er vísast mikið til í þessu en þetta er ekki rétt ef þar með er átt við að kvenhlutverk Helga séu karlhlut- verkunum síðri, þar sem því fer fjarri. Í Chaconne fyrir píanó og tvo dansara fer hann öfugt að við það sem tíðkast. Í stað þess að láta ballerínuna dansa adagio, hæga kaflann, fær karldansarinn þann hluta meðan hún fær hraða hlut- ann. „Ég veit hvernig tilfinning það er fyrir karldansara að koma á eftir hægum eindansi ballerínunnar og taka til við stökkin svo hér datt mér í hug að snúa þessu við. Ég hef al- mennt fjarska mikla ánægju af að semja.“ Chaconne er skrifuð við tónlist Händels, en Prism, hitt verk Helga sem flokkurinn dansaði í ferðinni, er við tónlist Beethovens. Hann hefur sagt að erfitt sé að semja við tónlist Beethovens því að það sé engu við hana að bæta, hún sé til að hlusta á. En í 1. píanókons- erti hans fann hann verk, sem hæfði dansi og hugsun hans. „Tón- listin segir svo mikið, en ég vona að ég komist á stig tónlistarinnar.“ Innblástur sinn sækir Helgi víða að. „Allt sem þú sérð á sviðinu er líf mitt. Það er það sem ég hef fram að færa. Að semja dans er mér eðlilegt ferli.“ „Í mínum heimi finnst mér ég ekki vera útlendingur“ Helgi hefur búið erlendis öll sín fullorð- insár, en er þó ekki framandi í þeim heimi, sem hann lifir í. „Ég veit ekki hvernig ég á að skýra þetta. Þegar ég flutti til Danmerk- ur sem unglingur var ég mér meðvitandi um að ég væri ekki Dani. Þegar ég kom til Bandaríkjanna vissi ég að ég var fæddur í útlöndum en var fljótur að gleyma því. Dansinn er svo alþjóðleg listgrein, er án orða. Sem dansari nær maður sambandi við áhorfendur frá sviðinu án þess að nota orð, við dönsum bara.“ Helgi hefur orð á hvað það sé mikil gróska í íslensku listalífi. Hann og Marlene eru hrifin af mörgum íslenskum myndlist- armönnum og hafa ánægju af myndum þeirra. Útlendingar hafa gjarnan á orði að það sé eitthvað sérstakt við Íslendinga, krafturinn sé svo mikill. Helgi nefnir að þau Marlene undrist oft hvernig allt virðist hægt á Íslandi, alltaf hægt að redda málunum. „Já, kannski við séum ögn sérstök,“ segir hann glettnislega. „Ég er bæði fjarska glað- ur og stoltur að vera Íslendingur. Ég ber ef- laust uppvöxt minn með mér og hann hefur mótað mig en í mínum heimi finnst mér ég ekki vera útlendingur.“ „Allt sem þú sérð á sviðinu er líf mitt“ Morgunblaðið/Sigrún Davíðsdóttir Helgi Tómasson ballettstjóri. Helgi Tómasson var nýlega í heimsókn í London með San Francisco-ballettinn þar sem Sigrún Davíðsdóttir tók hann tali í Covent Garden. HEILMIKIL hárgreiðslukeppni er haldin í litlum bæ í Yorkshire og þangað safnast allir þeir sem snjallastir eru með greiðu og skæri. Að auki fá hárgreiðslu- meistarar bæjarins að taka þátt og svo vill til að í bænum leynist gam- all meistari hársins, leikinn af Al- an Rickman. En hann er fúll, hef- ur heitið því að taka aldrei framar þátt í keppni þessari. Ástæðan: Eiginkona hans og samherji (Nat- asha Richardson) reyndist sam- kynhneigð og fór að búa með hár- módelinu hans (Rachel Griffiths) fyrir eins og tíu árum. Hann hefur enn ekki náð sér af því. En tíu ár eru langur tími í hár- greiðslu og þegar í ljós kemur að fyrrverandi eiginkona hans þráir ekkert meira en að taka þátt í keppninni í síðasta sinn því hún er með ólæknandi krabbamein, verð- ur hann að endurskoða fúllyndi sitt. Ekki síst vegna þess að þau eiga son saman sem líka er klókur með greiðu og skæri og gæti lært eitthvað af gamla settinu. Þannig er gamanmyndin „Blow Dry“, sem sýnd er í Stjörnubíói, ansi harmrænn gamanleikur án þess þó að verða nokkurn tíma verulega væminn. Til þess eru per- sónurnar of raunsæjar í meðförum góðs leikarahóps og handritið býð- ur eiginlega ekki upp á annað en keppnishörku. Yfir öllu saman liggur svo köld bresk írónía, sem heldur tilfinningaseminni einnig í skefjum. Skopið er mikið til fengið úr lýs- ingu á keppendum sem eru ýktir og furðulegir karakterar með ótrú- lega fíflalega hárgreiðslu margir hverjir. Rickman er sem fyrr með báða fætur á jörðinni, Richardson er ágæt sem hin útskúfaða móðir, einnig Griffiths, sem leikur kær- ustuna hennar, unga fólkið, Hartn- ett og Cook, bæta við flóruna og yfir öllu saman trónir bæjarstjór- inn Warren Clarke, grófur og óslípaður sem fyrr og alveg til í að breyta um lífsstíl. Úr þessu liði öllu og spennandi hárgreiðslukeppni gerir leikstjór- inn, Paddy Breathach, dægilega kómedíu sem nær að vísu aldrei að rista djúpt en greiðir úr flækjum. Greitt úr flækjumKVIKMYNDIRS t j ö r n u b í ó Leikstjóri: Paddy Breathnach. Handrit: Simon Beaufog. Aðal- hlutverk: Alan Rickman, Natasha Richardson, Rachel Griffiths, Rachael Leigh Cook, Josh Hartnett, Warren Clarke. Bretland/ Bandaríkin 2000. 100 mínútur. „BLOW DRY“ 1 ⁄2 Arnaldur Indriðason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.