Morgunblaðið - 06.09.2001, Blaðsíða 39
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2001 39
VERSLUNARMANNAFÉLAG
Reykjavíkur tekur virkan þátt í viku
símenntunar, sem haldin verður í
byrjun september, eins og félagið
gerði í fyrra. VR verður með bás á
fræðsluhátíð Kringlunnar, VR-blaðið
er helgað fræðslumálum að þessu
sinni og áfram verður boðið upp á
ókeypis starfs- og námsráðgjöf fyrir
félagsmenn. VR bryddar einnig upp á
ýmsum nýjungum, m.a. verður boðið
upp á nokkur ný starfstengd nám-
skeið í vetur, trúnaðarmannaskóla
VR og námskeið til að styrkja konur í
jafnréttisbaráttunni. Rúsínan í pylsu-
endanum er nýtt netnámskeið um
starfsmannaviðtal sem félagsmenn
og aðrir geta nálgast á heimasíðu VR,
www.vr.is.
Ókeypis netnámskeið
Markmiðið með netnámskeiðinu er
að undirbúa launþega fyrir hið árlega
starfsmannaviðtal sem samið var um
í síðustu kjarasamningum VR. Það er
ekki sjálfgefið að starfsmenn fái
launahækkun í starfsmannaviðtalinu
og því mikilvægt fyrir þá að meta
stöðu sína og taka ábyrgð á sinni eig-
in starfsþróun. Lykilatriði er að und-
irbúa sig vel fyrir viðtalið og er net-
námskeið góður kostur til þess. VR
bauð félagsmönnum sínum námskeið
síðasta vetur til að búa þá undir þetta
viðtal. Það námskeið, sem haldið var í
húsakynnum VR, verður aftur í boði í
ár. Netnámskeiðið er góð viðbót við
það þótt það sé í raun hugsað sem
sjálfstætt námskeið. Netnámskeiðið
hentar einnig fólki sem á erfitt með
að sækja hefðbundin námskeið, t.d.
vegna vinnutíma eða fjölskylduað-
stæðna. Netnámskeið sem þetta
gagnast öllum á vinnumarkaði, sama
hvaða starfi þeir gegna. Gylfi Dal-
mann Aðalsteinsson, lektor í við-
skiptafræði við Háskóla Íslands, sá
um námsefnisgerð og fyrirtækið
Opnar gáttir, sem sérhæfir sig í vef-
bundnu námi, sá um hönnun og gerð
námskeiðsins. Námskeiðið var styrkt
af Starfsmenntasjóði félagsmála-
ráðuneytisins og er öllum að kostn-
aðarlausu. Það er mjög auðvelt í upp-
setningu og krefst ekki mikillar
tölvukunnáttu. Á heimasíðu VR,
www.vr.is eru ítarlegar upplýsingar
um námskeiðið.
Ný námskeið fyrir konur
Stjórn VR samþykkti fyrr á þessu
ári jafnréttisstefnu þar sem áhersla
er lögð á jafnrétti á vinnumarkaði
óháð kyni. Í stefnunni segir að sér-
staklega þurfi að efla menntun
kvenna, m.a. að bjóða sértæk nám-
skeið fyrir konur. Í
samræmi við þetta
markmið mun VR í
vetur hafa á boðstól-
um tvö ný námskeið
sérstaklega ætluð
konum, annars vegar
stjórnunarnámskeið
sem Þekkingarsmiðj-
an-IMG hefur hannað
og nefnist Konur til
forystu og hins vegar
sjálfsstyrkingarnám-
skeið sem Skref fyrir
skref hefur hannað og
kallast Tjáning og
tækifæri.
Nokkur ný starfs-
tengd námskeið fara af stað í haust,
m.a. fyrir starfsfólk í bóka- og rit-
fangaverslunum, starfsfólk í bygg-
ingavöruverslunum og starfsfólk í
ferðaþjónustu. Starfs-
greinanámskeiðin eru
eins og önnur námskeið
ókeypis fyrir félagsmenn
og geta fyrirtæki óskað
eftir sérstökum nám-
skeiðum fyrir sitt starfs-
fólk sé nægjanleg þátt-
taka.
Trúnaðarmanna-
skóli VR
VR hefur undanfarin
ár boðið upp á námskeið
fyrir trúnaðarmenn
félagsins um skyldur og
verksvið trúnaðarmanns-
ins sem og starfsemi
félagsins. Trúnaðarmenn gegna æ
mikilvægara hlutverki í starfi félags-
ins og því verður lögð enn meiri
áhersla á að efla trúnaðarmenn í
starfi og einkalífi. Í vetur verður boð-
ið upp á svokallaðan Trúnaðar-
mannaskóla VR sem er námskeiða-
röð sem fyrirtækið Skref fyrir skref
hefur hannað sérstaklega fyrir trún-
aðarmenn VR. Meðal annars er
fjallað um samskipti á vinnustöðum,
hvernig á að leysa ágreining, fund-
arstjórnun og fundarsköp og margt
fleira.
Margt fleira en hér hefur verið tal-
ið upp verður í boði í vetur og því mik-
ilvægt fyrir félagsmenn VR að fylgj-
ast vel með á heimasíðu félagsins
www.vr.is og í VR-blaðinu. Starfs-
menn VR verða á fræðsluhátíðinni í
Kringlunni 8. september sem verður
haldin í tilefni viku símenntunar og
þar verður m.a. netnámskeiðið um
starfsmannaviðtalið kynnt.
Nýtt á nám-
skeiðamarkaði
Símenntunar
Alda Sigurðardóttir
Verzlunarmannafélag
Rúsínan í pylsuend-
anum, segir Alda
Sigurðardóttir, er
nýtt netnámskeið
um starfsmannaviðtal.
Höfundur er fræðslustjóri VR.
FLYÐRUGRANDI -
VESTURBÆR!
Vorum að fá á skrá sérlega rúm-
góða 3ja herb. tæpl. 70 fm íbúð á
2. hæð (ein hæð upp) á þessum
vinsæla stað í vesturbænum.
Stór og rúmgóð stofa (sem einnig
rúmar borðstofu) og svefnher-
bergi. Þvottaherb. á hæðinni, góð
sameign. Verð 9,8 millj. Hafðu
samband!