Morgunblaðið - 06.09.2001, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 06.09.2001, Qupperneq 39
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2001 39 VERSLUNARMANNAFÉLAG Reykjavíkur tekur virkan þátt í viku símenntunar, sem haldin verður í byrjun september, eins og félagið gerði í fyrra. VR verður með bás á fræðsluhátíð Kringlunnar, VR-blaðið er helgað fræðslumálum að þessu sinni og áfram verður boðið upp á ókeypis starfs- og námsráðgjöf fyrir félagsmenn. VR bryddar einnig upp á ýmsum nýjungum, m.a. verður boðið upp á nokkur ný starfstengd nám- skeið í vetur, trúnaðarmannaskóla VR og námskeið til að styrkja konur í jafnréttisbaráttunni. Rúsínan í pylsu- endanum er nýtt netnámskeið um starfsmannaviðtal sem félagsmenn og aðrir geta nálgast á heimasíðu VR, www.vr.is. Ókeypis netnámskeið Markmiðið með netnámskeiðinu er að undirbúa launþega fyrir hið árlega starfsmannaviðtal sem samið var um í síðustu kjarasamningum VR. Það er ekki sjálfgefið að starfsmenn fái launahækkun í starfsmannaviðtalinu og því mikilvægt fyrir þá að meta stöðu sína og taka ábyrgð á sinni eig- in starfsþróun. Lykilatriði er að und- irbúa sig vel fyrir viðtalið og er net- námskeið góður kostur til þess. VR bauð félagsmönnum sínum námskeið síðasta vetur til að búa þá undir þetta viðtal. Það námskeið, sem haldið var í húsakynnum VR, verður aftur í boði í ár. Netnámskeiðið er góð viðbót við það þótt það sé í raun hugsað sem sjálfstætt námskeið. Netnámskeiðið hentar einnig fólki sem á erfitt með að sækja hefðbundin námskeið, t.d. vegna vinnutíma eða fjölskylduað- stæðna. Netnámskeið sem þetta gagnast öllum á vinnumarkaði, sama hvaða starfi þeir gegna. Gylfi Dal- mann Aðalsteinsson, lektor í við- skiptafræði við Háskóla Íslands, sá um námsefnisgerð og fyrirtækið Opnar gáttir, sem sérhæfir sig í vef- bundnu námi, sá um hönnun og gerð námskeiðsins. Námskeiðið var styrkt af Starfsmenntasjóði félagsmála- ráðuneytisins og er öllum að kostn- aðarlausu. Það er mjög auðvelt í upp- setningu og krefst ekki mikillar tölvukunnáttu. Á heimasíðu VR, www.vr.is eru ítarlegar upplýsingar um námskeiðið. Ný námskeið fyrir konur Stjórn VR samþykkti fyrr á þessu ári jafnréttisstefnu þar sem áhersla er lögð á jafnrétti á vinnumarkaði óháð kyni. Í stefnunni segir að sér- staklega þurfi að efla menntun kvenna, m.a. að bjóða sértæk nám- skeið fyrir konur. Í samræmi við þetta markmið mun VR í vetur hafa á boðstól- um tvö ný námskeið sérstaklega ætluð konum, annars vegar stjórnunarnámskeið sem Þekkingarsmiðj- an-IMG hefur hannað og nefnist Konur til forystu og hins vegar sjálfsstyrkingarnám- skeið sem Skref fyrir skref hefur hannað og kallast Tjáning og tækifæri. Nokkur ný starfs- tengd námskeið fara af stað í haust, m.a. fyrir starfsfólk í bóka- og rit- fangaverslunum, starfsfólk í bygg- ingavöruverslunum og starfsfólk í ferðaþjónustu. Starfs- greinanámskeiðin eru eins og önnur námskeið ókeypis fyrir félagsmenn og geta fyrirtæki óskað eftir sérstökum nám- skeiðum fyrir sitt starfs- fólk sé nægjanleg þátt- taka. Trúnaðarmanna- skóli VR VR hefur undanfarin ár boðið upp á námskeið fyrir trúnaðarmenn félagsins um skyldur og verksvið trúnaðarmanns- ins sem og starfsemi félagsins. Trúnaðarmenn gegna æ mikilvægara hlutverki í starfi félags- ins og því verður lögð enn meiri áhersla á að efla trúnaðarmenn í starfi og einkalífi. Í vetur verður boð- ið upp á svokallaðan Trúnaðar- mannaskóla VR sem er námskeiða- röð sem fyrirtækið Skref fyrir skref hefur hannað sérstaklega fyrir trún- aðarmenn VR. Meðal annars er fjallað um samskipti á vinnustöðum, hvernig á að leysa ágreining, fund- arstjórnun og fundarsköp og margt fleira. Margt fleira en hér hefur verið tal- ið upp verður í boði í vetur og því mik- ilvægt fyrir félagsmenn VR að fylgj- ast vel með á heimasíðu félagsins www.vr.is og í VR-blaðinu. Starfs- menn VR verða á fræðsluhátíðinni í Kringlunni 8. september sem verður haldin í tilefni viku símenntunar og þar verður m.a. netnámskeiðið um starfsmannaviðtalið kynnt. Nýtt á nám- skeiðamarkaði Símenntunar Alda Sigurðardóttir Verzlunarmannafélag Rúsínan í pylsuend- anum, segir Alda Sigurðardóttir, er nýtt netnámskeið um starfsmannaviðtal. Höfundur er fræðslustjóri VR. FLYÐRUGRANDI - VESTURBÆR! Vorum að fá á skrá sérlega rúm- góða 3ja herb. tæpl. 70 fm íbúð á 2. hæð (ein hæð upp) á þessum vinsæla stað í vesturbænum. Stór og rúmgóð stofa (sem einnig rúmar borðstofu) og svefnher- bergi. Þvottaherb. á hæðinni, góð sameign. Verð 9,8 millj. Hafðu samband!
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.