Morgunblaðið - 06.09.2001, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 06.09.2001, Blaðsíða 14
AKUREYRI 14 FIMMTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ TILBOÐ í endurbætur á Hafnar- stræti/göngugötu á Akureyri, sem opnuð voru í gær, voru enn vel yfir kostnaðaráætlun. Verkið var boðið út í annað sinn, nú í lokuðu útboði milli þeirra tveggja aðila sem buðu í verkið í byrjun síðasta mánaðar. G. Hjálmarsson hf. átti enn lægra tilboðið í verkið, bauð sömu tölu og síðast, tæpar 49 milljónir króna, eða 133% af kostnaðaráætlun. GV-gröfur ehf. lækkuðu sitt fyrra tilboð um tvær milljónir, í rúmar 62 milljónir króna, sem er um 168% af kostnaðaráætlun en fyrra tilboð fyr- irtækisins var um 175% af kostnað- aráætlun. GV-gröfur sendu nú einn- ig inn þrjú frávikstilboð, sem voru frá rúmum 43 milljónum króna, upp í tæpar 48 milljónir króna. Með ólíkindum hvernig að málinu hefur verið staðið Guðmundur Hjálmarsson verk- taki sagðist hafa farið yfir sitt fyrra tilboð og ekki séð ástæðu til að breyta því nú. „Ég vil standa við mitt tilboð og kem til með að gera það. Menn verða að vera trúverðugir og ég ætla ekki að vera að flökta með tölur. Það er hins vegar með ólík- indum hvernig að þessu máli hefur verið staðið,“ sagði Guðmundur. Framkvæmdaráð Akureyrarbæj- ar hafnaði báðum tilboðunum, sem bárust í verkið, á fundi sínum 13. ágúst sl. Þá var jafnframt ákveðið að fara yfir hönnun götunnar á nýjaleik og bjóða verkið út aftur. Hálfum mánuði síðar samþykkti fram- kvæmdaráð að leggja til við bæjar- ráð að gengið yrði til samninga við lægstbjóðanda, G. Hjálmarsson hf., á grundvelli tilboðs fyrirtækisins og þá með tilliti til þeirra breytinga sem nauðsynlegt væri að gera á hönnun verksins. Málið fyrir bæjarráð í dag Þessu hafnaði bæjarráð á fundi sínum í síðustu viku og samþykkti að bjóða verkið út að nýju í lokuðu út- boði milli þeirra tveggja aðila sem buðu í verkið. Ármann Jóhannesson sviðsstjóri á tækni- og umhverfissviði sagði að mál þetta yrði á dagskrá bæjarráðs í dag, fimmtudag, og að stefnt væri að því hefja framkvæmdir við götuna nú í haust. Endurtekið útboð í Hafnarstræti/ göngugötu á Akureyri G. Hjálmars- son enn með lægra tilboðið „ÞETTA var svolítið áfall, svona rétt eftir sumarfrí. Þetta kom mér á óvart, ég átti ekki von á þessu,“ sagði Bára Waag Rúnarsdóttir einn þeirra starfsmanna Skinnaiðn- aðar hf. á Akureyri sem sagt var upp störfum um nýliðin mánaðamót. Alls var 37 starfs- mönnum fyrirtækisins sagt upp störfum en þeir voru í 34 stöðugildum. Þá hefur verklagi verið breytt á þann veg að sem mest er unnið á dagvakt, en kvöldvaktin hefur þó ekki að öllu leyti verið lögð niður. Uppsagnarfrestur er frá einum og upp í þrjá mánuði. Til uppsagna var gripið vegna óvissu sem ríkir á helstu mörkuðum fyrir fullunnin skinn sem og einnig óvissu um hráefnisöflun nú á haustdögum. Sér eftir að hafa ekki farið í skóla í haust Halldór Ásmundsson hefur unnið hjá Skinnaiðnaði í þrjú og hálft ár, en fékk uppsagnarbréf nú. „Mér hefur líkað vel að vinna hérna, andinn er góður og starfið fínt, þannig að maður hættir hér með nokkurri eftirsjá,“ sagði Halldór. Hann sagðist hafa orðið var við samdrátt fyrir sumarfrí og grunaði hvað í vændum var. „Ég veit ekki hvað tekur nú við, ætli maður skoði ekki byggingarvinnu eða eitthvað svoleiðis, en langbest væri að komast á sjó,“ sagði Halldór. Hann kvaðst hafa velt því fyrir sér í haust að hefja nám að nýju í framhaldsskóla þar sem hann hefur lokið tveimur árum, en hætti við. „Ég sé eftir því núna að hafa ekki látið slag standa og byrjað í skólanum, en við því er ekkert að gera.“ Halldór hefur farið á nokkra staði í atvinnuleit, en ekkert er enn komið út úr því. „Það er möguleiki á Strýtu, en ekkert að hafa í slippnum eða hjá Vik- ing og svo vantar bara kvenfólk hjá ÚA. Ég er nú samt vongóður og geri ráð fyrir að fá eitthvað að gera,“ sagði Halldór. Byrjuð að leita að annarri vinnu Bára hefur unnið hjá Skinnaiðnaði í eitt og hálft ár, hún hefur gengið í flest öll störf í verksmiðjunni og sagði að sér hefði líkað vel. „Það er gott að vinna hérna, fólkið ágætt og andinn góður, en vissulega er vinnan erfið og maður er lúinn eftir vinnudaginn,“ sagði Bára. Hún á 5 ára gamlan son og sagði að uppsögnin kæmi sér illa. „En ég vona að ég fái aðra vinnu og er þegar byrj- uð að leita,“ sagði Bára en uppsagn- arfrestur hennar er tveir mánuðir. „Þeir sem ég hef þegar talað við um atvinnu hafa verið jákvæðir, þannig að ég er alls ekki svartsýn. Maður er ungur og hlýtur að finna eitthvað,“ sagði Bára. „Bjartsýn þó ég sé í eldri kantinum“ Guðbjörg Kortsdóttir hefur unnið hjá Skinnaiðnaði í eitt ár og er upp- sagnarfrestur hennar einn mánuður. Hún hefur aðallega unnið við að pressa mokkaskinn. „Mér hefur líkað vel að vinna hérna, þetta er hlýr og notalegur vinnustaður og fólkið er ágætt,“ sagði Guðbjörg. „Það er svo- lítið dapurt yfir okkur núna eftir þess- ar uppsagnir, menn eru slegnir, ekki bara þeir sem fengu uppsagnarbréfið, hinir líka,“ sagði hún. Guðbjörg sagðist ekki hafa ógur- legar áhyggjur af því að fá ekki vinnu. „Ég fæ eitthvað, ég er auðvitað í eldri kantinum, það eru ekki mörg ár þang- að til ég fer í úreldingu. Ég er samt bjartsýn og er farin að leita að ein- hverju öðru,“ sagði Guðbjörg. Uppsagnir hjá Skinnaiðnaði vegna óvissu á mörkuðum Áfall að fá upp- sögn en bjart- sýni á aðra vinnu Morgunblaðið/Kristján Bára Rúnarsdóttir við vinnu sína hjá Skinnaiðnaði. Halldór Ásmundsson Guðbjörg Kortsdóttir GUÐRÚN Inga Hannesdóttir er hress og kraftmikil ung kona sem lauk vélgæslumannsprófi í vor en hún lét ekki þar við sitja. Frá því í byrjun júní hefur hún stýrt og stjórnað smábátnum Trausta sem er í eigu „Ólanna“ í Grímsey og er fyrsta konan í áratugi ef ekki sú fyrsta hér sem tekur að sér skip- stjórn. Guðrún Inga sagði að sjó- mennskan hefði verið strembin í sumar en aflinn fínn. Um fram- haldið sagði hún og brosti: „Ég fer að hætta næstu daga eins og hinir.“ Trausti er dagróðrabátur með 40 daga og 30 tonn. Morgunblaðið/Helga Mattína Guðrún Inga stjórnar Trausta UMDÆMISÞING 13. umdæmis Zonta International verður haldið á Hótel KEA á Akureyri dagana 6. til 9. september. Zontaklúbbur Ak- ureyrar og Zontaklúbburinn Þór- unn hyrna sjá um þingið, sem um 150 konur sækja en þær koma frá Íslandi, Noregi, Danmörku, Lithá- en, Svíþjóð, Englandi, Frakklandi og Bandaríkjunum. Á Íslandi eru starfandi 6 Zontaklúbbar með um 200 félaga, tveir á Akureyri, tveir í Reykjavík og þá eru einnig starf- andi klúbbar á Selfossi og Ísafirði. Meginmarkmið Zontaklúbbanna er að efla stöðu kvenna. Á síðustu árum hafa þeir lagt aukna áhersla á að fyrirbyggja ofbeldi á konum og börnum. Meðal annars hafa þeir styrkt verkefni í Afríkuríkinu Burkina Faso og sendu þangað eina milljón króna síðasta vor og aðra til Kvennaathvarfsins í Reykjavík. Vigdís heiðruð Vigdís Finnbogadóttir verður heiðursgestur umdæmisþingsins á Akureyri en þar verður henni formlega veitt heiðursviðurkenn- ing Zonta International. Vigdís var tilnefndur heiðurfélagi hreyfingar- innar árið 1999. Þema þingsins er sjálfsstyrking kvenna og munu þær Valgerður Bjarnadóttir fram- kvæmdastjóri Jafnréttisstofu og Karólína Stefánsdóttir fjölskyldu- ráðgjafi flytja erindi sem þær nefna: Styrkur kvenna: Að láta drauminn rætast. Um 150 konur á Zonta-þingi GUÐNI Ágústsson landbúnaðar- ráðherra segir að forsvarsmenn Verkalýðsfélags Húsavíkur hefðu ef til vill átt að byrja á því að óska eftir fundi með sér áður en þeir sendu frá sér kveðju í formi álykt- unar um framtíð Skógræktar rík- isins á Vöglum í Fnjóskadal. Verkalýðsfélagið mótmælti fyrr í vikunni ákvörðun landbúnaðarráðu- neytisins um að hætta skógar- plöntuframleiðslu hjá Skógrækt ríkisins á Vöglum, en ákveðið hefur verið að henni verði hætt 1. október næstkomandi. Guðni sagði málið afar einfalt. Al- þingi Íslendinga hefði samþykkt ár- ið 1994 að ríkið ætti ekki að stunda framleiðslu sem væri í samkeppni við einstaklinga. Þó svo að liðin væru 7 ár frá samþykktinni væri ekki búið að breyta rekstrarformi á skógarplöntuframleiðslunni. „Það er óheimilt lögum samkvæmt að framleiða skógarplöntur fyrir fé ríkisins, okkur er óheimilt að taka þátt í samkeppni á þessu sviði við einstaklinga eða félagasamtök,“ sagði Guðni. Hann sagði að sér væri skylt að fylgja eftir því sem ákveðið væri á Alþingi og það væri hann að gera með umræddri ákvörðun. Ákvörð- unin hefði legið fyrir í 7 ár og Sam- keppnisstofnun hefði oftar en einu sinni krafið Skógrækt ríkisins um að breyta rekstrarformi sínu á þessu sviði. „Mín hugsjón er sú að áfram verði á Vöglum og Tumastöðum metnaðarfullur rekstur til hagsbóta fyrir skógræktina í landinu. Menn verða svo að gera upp við sig hvort það verða einstaklingar eða hluta- félög sem stofnuð verða til þess að halda skógarplöntuframleiðslunni áfram,“ sagði landbúnaðarráð- herra. Hann vísaði því á bug að með þessu væri hann að koma atvinnu á landsbyggðinni í uppnám, svo sem Verkalýðsfélag Húsavíkur hélt fram. Óheimilt að fram- leiða skógarplöntur fyrir fé ríkisins Landbúnaðarráðherra um ályktun Verkalýðsfélags Húsavíkur EISTNESKUR djass mun hljóma í Deiglunni í kvöld, fimmtudagskvöld- ið 6. september, og hefst hann kl. 21.30. Tafenau & Vind Dou leika en það eru Raivo Tafenau á barítón- saxófón og Meelis Vind á bassa- klarínett sem leika. Eistneskur djass FULLTRÚAR á aðalfundi Eyþings, samtaka sveitarfélaga í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum tóku undir erindi Svalbarðshrepps um að stytta rjúpnaveiðitímabilið um tvær vikur. Lagt er til að veiðitímabilið hefjist 1. nóvember í stað 15. október. Þá má búast við að landið þoli frekar ágang veiðimanna eftir að frysta tek- ur og veiðin verði meiri íþrótt vegna þess að möguleiki rjúpunnar til lífs eykst. Á aðalfundinum sem haldinn var í Hrísey nýlega var því beint til stjórnar samtakanna að vinna áfram að málinu. Veiðitíminn styttist um tvær vikur ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.