Morgunblaðið - 06.09.2001, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 06.09.2001, Blaðsíða 23
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2001 23 BRESKIR vísindamenn hófu í gær óvenjulega rannsókn, með það að markmiði að finna fyndn- asta brandarann í Bretlandi. Hóp- ur vísindamanna undir forystu sálfræðingsins Richards Wise- mans hyggst verja nokkrum mán- uðum í að athuga þúsundir brandara sem safnað verður um Netið og prófa síðan þá fyndn- ustu á sjálfboðaliða sem tengdur verður við heilalínurita. Tilgangurinn með þessari óvenjulegu rannsókn – sem minn- ir um margt á brandara Monty Python-hópsins breska um „fyndnasta brandara í heimi“ – er að útskýra hvers vegna hláturinn lengir lífið. „Þetta er tilraun til að kanna sálræna þætti húmors. Það þarf mikla vitsmuni til að skilja brand- ara og finnast hann fyndinn. Þess vegna hafa sálfræðingar lengi rannsakað húmor,“ sagði Wise- man í gær, þegar verkefninu var hleypt af stokkunum á vís- indasýningu í Glasgow. „Hæfileik- inn til að hlæja gegnir lykilhlut- verki í að auka líkamlega og andlega heilsu.“ Wiseman er lektor við Háskól- ann í Hertfordshire, skammt frá London. Kveðst hann vona að al- menningur sendi þúsundir brand- ara til vefseturs síns, sem nefnist Hláturstofan (www.laughlab.- co.uk). Innsendir brandarar verða síðan athugaðir með tilliti til ald- urs, kyns og heimabæjar send- anda, til þess að finna út hvort þessir þættir hafa ráðandi áhrif á húmorinn. Þeir sem heimsækja vefsetrið geta ennfremur sagt álit sitt á bröndurunum og þannig hjálpað vísindamönnunum að velja fyndn- asta brandarann. Brandari Monty Python-hópsins fjallar um grínista sem segir óvart svo fyndinn brandara að hann deyr úr hlátri. Brandarinn er síðan þýddur yfir á málleysuna „Wenn ist das Nunstruck git und Slotermeyer? Ja! ... Beiherhund das Oder die Flipperwaldt gers- put,“ og beitt af banvænni ná- kvæmni gegn þýskum hersveitum. En brandararnir sem Wiseman og félagar velja verða notaðir á öllu meinlausari hátt. Sjálf- boðaliði fær að heyra þá og fylgst verður með viðbrögðum fremsta hluta heila hans við þeim. „Ef maður ætlar að rannsaka áhrif húmors á heilann þá er skárra að nota fyndna brandara,“ sagði Wiseman. En breski grínistinn Jimmy Carr segir að greining á brönd- urum með þessum hætti líti fram hjá mikilvægum þætti í húmor. „Í 80% tilvika er [húmorinn] óorð- aður. Mikið af honum felst í radd- beitingu, svipbrigðum, tímasetn- ingu og bara hvernig brandari er sagður.“ Fyndnasti brandarinn verður sagður opinberlega í september á næsta ári. Leita að fyndnasta brandaranum London. AP. Scharping kann að segja af sér Berlín. AFP. RUDOLF Scharping, varnarmála- ráðherra Þýskalands, kann að segja af sér embætti, að því er þýska fréttastofan Deutsche Presse Agentur (DPA), hafði í gær eftir heimildamönnum er sagðir eru hafa náin tengsl við ríkisstjórnina. Scharping hefur undanfarið sætt harðri gagnrýni fyr- ir að hafa notað flugvél í eigu þýska hersins til að fara á fund kærustu sinnar á sólarströnd. DPA greindi ennfremur frá því að Gerhard Schröder, kanslari Þýska- lands, hefði lagt til við varnarmála- ráðherrann að hann léti af störfum. Ekki höfðu borist fregnir af við- brögðum Scharpings við tillögu for- sætisráðherrans. Talsmaður þýsku stjórnarinnar sagði aftur á móti í gær að fregn DPA væri villandi. Kanslarinn væri enn þeirrar skoðunar að Scharping ætti að sitja áfram og hefði hvorki lagt til né krafist þess af varnarmála- ráðherranum að hann segði af sér. Þýska stjórnarandstaðan hefur fengið í gegn að haldinn verði auka- fundur varnarmálanefndar þingsins um málið og stendur til að hann verði á mánudaginn kemur. Vilja stjórn- arandstæðingar að allar flugferðir sem Scharping hefur farið í flugvél- um hersins verði athugaðar. Scharping
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.