Morgunblaðið - 06.09.2001, Blaðsíða 47
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2001 47
intýradaga, hjá frænku minni meðan
mamma var að eignast barn, og nú
vorum við á leiðinni til að sjá ný-
fædda barnið, sem var systir, sú
fjórða í röð okkar systkinanna. Allir
eru samankomnir og ánægjan er
óskipt yfir yndislegu barni. Skyndi-
lega er hátíðleiki dagsins rofinn,um
sig grípur órói og óvissa. Litla barn-
ið er tekið upp úr vöggunni, því hafði
svelgst á, það náði ekki andanum.
Næst man ég að ég horfði upp og sá
Duddu, þar sem hún hélt á litla
barninu, saug upp úr því og hætti
ekki fyrr en óhuggulegur bláminn
hvarf af andliti barnsins. Síðan heitir
systir okkar Guðríður. Minningarn-
ar hrannast upp bjartar og hlýjar.
Þegar við systkinin uxum úr grasi
og leið okkar fór að liggja til höf-
uðborgarinnar stóð heimilið á
Reynimelnum ætíð opið, þar mætti
manni gestrisni og hlýja, sem Duddu
og Steina var einum lagið að gefa.
Árin líða og fyrr en varir eru náms-
árin liðin og við tekur vinna og upp-
eldi barna.
Það varð svo úr að við settumst að
vestur í bæ. Amma og afi voru í
Hveragerði og norður í Ólafsfirði og
fyrir dætur okkar tvær voru þau
alltof langt í burtu. Þá var stundum
gott að vita af frændfólkinu á Reyni-
melnum, Duddu frænku sem geisl-
aði af gjafmildi og hlýju, og lét sér
ávallt svo annt um okkur.
Þakklát er ég fyrir þær spjall-
stundir sem ég hef átt síðari árin,
hvort sem er í eldhúsinu eða í stof-
unni á Reynimelnum, yfir kaffi eða
te og bakkelsi.
Auk þess að láta sig varða um
hvernig okkur gekk í lífinu bjó
frænka mín yfir hafsjó af minning-
um og frásögnum frá gömlum dög-
um. Duddu lét sérstaklega vel að
lýsa atburðum og andrúmslofti
þessa liðna tíma vegna þess hve hún
var vel máli farin.
Móðir mín og systkini hennar
urðu fyrir þeirri erfiðu reynslu að
missa föður sinn í bernsku en hann
afi okkar, Steindór Sigurbergsson,
lézt fyrir aldur fram, árið 1930, að-
eins 40 ára, en þá var mamma okkar,
sem er yngst, aðeins þriggja ára.
Sveinn, elstur systkinanna, dó líka
langt um aldur fram, var aðeins um
þrítugt er hann fórst í eldsvoða. Árið
1945 lézt svo amma, Þorkelína Sig-
urbjörg Þorkelsdóttir. Það má ljóst
vera að missirinn var sár og mikill.
Ég veit að Dudda bar yngri systkini
sín sérstaklega fyrir brjósti, hún
hugsaði mjög vel um litlu systur sína
þegar erfitt var og reyndist henni
eins og besta móðir og svo hefur ver-
ið alla tíð. Þetta hefur móðir mín oft
rifjað upp og er óumræðilega þakk-
lát fyrir. Það hefur verið ómetanlegt
að hafa Duddu frænku til að svara
spurningum sem hafa leitað á, hún
gat sagt manni frá dögunum þegar
allir voru til staðar. Sérstaklega var
gott að heyra hana segja frá afa,
þessum hlýja og sterka manni og
harðduglega bónda sem er svo fal-
legur á myndinni og ekki eru þau
síðri, amma og Sveinn, á myndunum
sem við erum svo oft búin að virða
fyrir okkur og ég er þakklát henni
frænku minni fyrir hafa fært okkur
nær þeim, það hefur verið mér og
fjölskyldu minni mikils virði.
Guðríður Steindórsdóttir var
glæsileg kona með mikla og sterka
nærveru, gædd blíðu og festu sem
við fengum öll að njóta og erum svo
innilega þakklát fyrir. Eftir lifa góð-
ar minningar og hlýjar tilfinningar.
Það var tómlegra að aka vestur
Hringbrautina seinnipart sunnu-
dagsins 26. ágúst, hugurinn dvaldi
hjá Ellu, Sveinbjörgu, Denna, Eika
og eiginkonum þeirra, sem hafa vak-
að yfir móður sinni, gætt hennar og
sinnt af mikilli umhyggju og ást.
Þeirra missir og söknuður hlýtur að
vera mikill. Við biðjum góðan Guð að
styrkja þau, einnig ömmu og lang-
ömmubörnin, þau sem áttu heimsins
bestu ömmu.
Með þakklæti og samúðarkveðj-
um.
Sigrún Valgerður Gestsdóttir.
Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert
bresta.
Á grænum grundum lætur hann mig
hvílast,
leiðir mig að vötnum,
þar sem ég má næðis njóta.
Hann hressir sál mína,
leiðir mig um rétta vegu
fyrir sakir nafns síns.
Jafnvel þótt ég fari um dimman dal,
óttast ég ekkert illt,
því að þú ert hjá mér,
sproti þinn og stafur hugga mig.
(23. Davíðssálmur.)
Þegar ég frétti andlát Guðríðar
olli það mér sárum trega. Ég átti þá
ánægju að kynnast henni vel í gegn-
um árin og á margar góðar minn-
ingar um hana. Dóttir hennar, Elín
og ég, höfum verið vinkonur yfir 40
ár og kom ég því oft á Reynimel 24 á
mínum unglingsárum. Guðríður átti
fyrirmyndar heimili og var ákaflega
gestrisin, það fylgdi henni mikil virð-
ing, var hrókur alls fagnaðar, frá-
sagnargóð og hafði góða kímnigáfu.
Guðríður missti eiginmann sinn,
Steinþór Eiríksson, 1994 eftir tæp-
lega 50 ára farsælt hjónaband. Á
heimili þeirra ríkti mikill kærleikur
og var hagur fjölskyldunnar ætíð í
fyrirrúmi.
Ég flutti til Bandaríkjanna fyrir
meira en 30 árum og margar heim-
sóknir hef ég farið til Íslands síðan.
Man ég sérstaklega eftir einni af
þessum heimsóknum mínum, að ég
varð þeirrar ánægju njótandi að þau
hjónin buðu mér að gista hjá sér
ásamt 3ja ára dóttur minni á heimili
sínu. Nutum við alúðar og gestrisni
þeirra, sem ég mun alltaf meta mik-
ils, þá fann ég innilega hvað gott er
að eiga kærleiksríka vini og mikið á
ég eftir að sakna þeirra skemmti-
legu samverustunda, sem við áttum í
fallegu stofunni þeirra. Ég er æv-
inlega þakklát fyrir þann kærleik og
vináttu, sem Guðríður og hennar
heimilisfólk sýndu systur minni
Guðrúnu, og var heimilið á Reyni-
melnum henni ætíð opið, þar þótti
henni gott að koma.
Elsku Ella mín og systkini, ég veit
að söknuðurinn er mikill og kveðju-
stundin erfið. Ég er ævinlega þakk-
lát fyrir að hafa kynnst móður ykk-
ar, hún var heilsteypt og göfug kona.
Að leiðarlokum sendum við hjónin
innilegar samúðarkveðjur yfir hafið
til fjölskyldunnar og biðjum Guðríði
Guðs blessunar á nýju tilverustigi.
Elísabet Dinsmore,
Albany, Oregon.
Ég valdi fallegt ljóð úr einni af
þeim ljóðabókum sem þú gafst mér,
dýrmætar eignir. Við tvær áttum
það sameiginlegt að hafa mikla
ánægju af ljóðlist og voru þar í upp-
áhaldi hin eldri, hefðbundnu skáld
þjóðarinnar.
Þessar fallegu línur eiga vel við
kveðjustundina þegar þú fékkst
hvíldina og friðinn sem þú varst far-
in að þrá svo mikið:
Að lokum eftir langan, þungan dag,
er leið þín öll. Þú sest á stein við veginn
og horfir skyggndum augum yfir sviðið,
eitt andartak.
Og þú munt minnast þess,
að eitt sinn, eitt sinn, endur fyrir löngu
lagðir þú upp frá þessum sama stað.
(Steinn Steinarr.)
Elsku amma mín, einnig langar
mig til að láta fylgja hér þá bæn sem
þú kenndir mér þegar ég var lítil
stelpa og gisti hjá þér og afa á Hof-
inu góða. Aldrei leið mér eins vel og
þegar við horfðum saman á sjón-
varpið, ég lá á beddanum og á meðan
straukstu alltaf hönd mína.
Ég mun ávallt minnast þessa tíma
og bænarinnar sem mun ávallt til-
heyra minningunni um yndislega
persónu, þig amma mín.
Ég veit að nú líður þér vel. Þú ert
á þeim stað sem þú varst farin að
þrá svo mikið að komast til, nú ertu
hjá afa í hvíldinni saman. Ég sam-
gleðst þér, elsku amma mín.
Vertu, guð faðir, faðir minn,
í frelsarans Jesú nafni,
hönd þín leiði mig út og inn,
svo allri synd ég hafni.
(Hallgr. Pét.)
Með ástarkveðju.
Þín
Margrét Lind.
Guð komi sjálfur nú með náð,
nú sjái Guð mitt efni og ráð,
nú er mér Jesú, þörf á þér,
þér hef ég treyst í heimi hér.
Ástkæra þá ég eftir skil,
afhenda sjálfum Guði vil,
andvarpið sér hann sárt og heitt,
segja þarf honum ekki neitt.
Láttu mig, Drottinn, lofa þig,
með lofi þínu hvíla mig,
ljósið í þínu ljósi sjá,
lofa þig strax sem vakna má.
(Hallgr. Pét.)
Þegar við kveðjum Guðríði Stein-
dórsdóttur eða Duddu eins og hún
var kölluð af vinum og vandamönn-
um, rifjast upp minningar liðinna
áratuga. Ég kynntist Duddu fyrir
þrjátíu og fjórum árum þegar ég
trúlofaðist systursyni hennar.
Dudda var stórbrotin persóna,
virðuleg í fasi en jafnframt svo
hjartahlý, hún fylgdist vel með fjöl-
skyldunni hvort sem það voru henn-
ar afkomendur eða systkini og
þeirra niðjar. Hún hafði þetta allt á
hreinu. Jólagjafir hennar til systk-
inabarna og síðar systkinabarna-
barna yljuðu og veittu ánægju þeim
er við tóku.
Það er vart hægt að hugsa sér
Duddu nema að hugsa um Steina
manninn hennar um leið, svo sam-
hent voru þau hjón og höfðingjar
heim að sækja hvort heldur var á
Reynimelinn eða í Hof í Hveragerði
þar sem þau áttu sumarbústað.
Dudda rifjaði þá gjarnan upp liðna
tíma, hún hafði góða frásagnarhæfi-
leika og maður lifði sig inn í frásagn-
ir af barnæsku hennar í Ósgerði í
Ölfusi og unglingsár hennar þegar
hún vann í Hótel Hveragerði og nóg
var að gera við að leggja á borð,
baka og ganga frá við töluvert aðrar
aðstæður en eru í dag.
Dudda og Steini höfðu oft leigj-
endur á veturna í forstofuherberg-
inu á Reynimelnum og í sumarbú-
staðnum í Hveragerði. Var þetta
oftast skólafólk og með mörgu af
þessu fólki tókst ævarandi vinátta
við þau og þegar bárust til þeirra
myndir af börnum þessa fólks eða
fjölskyldu skein gleði úr augum
Duddu eins og um fjölskyldu hennar
væri að ræða.
Nú þegar komið er að leiðarlokum
viljum við þakka henni, þakka henni
fyrir að vera sú frænka sem hún var
og biðjum henni Guðs blessunar í
nýjum heimkynnum.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(V. Briem)
Börnum hennar, tengdabörnum,
barnabörnum, barnabarnabörnum
og systkinum sendum við innilegar
samúðarkveðjur.
Magnea Ásdís og fjölskylda.
✝ Heba Stefáns-dóttir fæddist á
Akureyri hinn 24.
janúar 1938. Hún
lést á Landspítalan-
um hinn 29. ágúst
síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
Agnes Lísbet Stef-
ánsdóttir, f. 29.11.
1908, d. 27.6. 1999,
og Stefán Stefáns-
son, f. 11.10. 1879,
d. 1966. Heba flutt-
ist til Hríseyjar um
tveggja ára aldur og
ólst þar upp. Árið
1956 fluttist hún á Akranes og
bjó þar til ársins 1990 en fluttist
þá til Reykjavíkur ásamt manni
sínum og bjuggu þau þar síðan.
Hinn 25. júlí 1958 giftist Heba
eftirlifandi eigin-
manni sínum Sig-
urði Þorleifssyni, f.
30.9. 1931. Synir
þeirra eru: 1) Stef-
án Þór, f. 9.11.
1958. Dætur hans
eru: A) Heba Ag-
neta, sonur hennar
er Stefán Bjarki; 2)
Eygló Hlín; 3) Ína
Rut. 2) Sigurður
Maríus, f. 29.9.
1961. 3) Þorleifur
Geir, f. 4.9. 1962.
Kona hans er Ást-
hildur Benedikts-
dóttir, f. 31.7. 1962. Börn þeirra
eru: A) Anna María; B) Sigurður
Már.
Úför Hebu fór fram í kyrrþey
að ósk hinnar látnu.
Þegar við fréttum að þú værir að
fara frá okkur var okkur mikið
brugðið. Amma svona ung. Þegar við
komum upp á sjúkrahús til þín síð-
asta daginn trúðum við því ekki að þú
værir að fara. Við kysstum þig, héld-
um í hönd þína og spjölluðum við þig
án þess að átta okkur á því að þú vær-
ir að fara. Við trúum því að þú hafir
verið að bíða eftir að við kæmum og
kysstum þig bless. Takk, elsku
amma. Þegar við hugsum til baka eru
eingöngu góðar minningar um þig.
Þegar við komum á Þangbakkann
máttum við aldrei fara án þess að
borða. Kári var alltaf í uppáhaldi og
alltaf var gaman að koma og leika
með hann, fara í Bingó og sækja
Subway kafbáta eða KFC kjúkling og
fara með heim. Það var endalaust
hægt að spjalla við þig þegar þú
hringdir bara til að spjalla. Ekkert
símtal var styttra en 20 mín. og var
bara talað um allt og ekkert. Alltaf
var gaman að koma með Akraborg-
inni og vera hjá þér og afa heilan
laugardag og fara svo heim með stút-
fullan maga af sælgæti.
Elsku amma, við söknum þín meira
en orð fá lýst en við vitum að þér líður
vel þar sem þú ert nú og gerir það
okkur ánægðar. Takk fyrir allt.
Elsku afi, við skulum öll hjálpast að í
gegnum þennan erfiða tíma. Og vit-
um við að amma passar okkur þegar
þörf er á.
Ykkar ömmu- og afastelpur
Eygló Hlín og Ína Rut
Stefánsdætur.
Elsku amma mín.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
Þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þótt svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um huga minn fer.
Þó þú sért horfin úr heimi
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sig.)
Þessar fallegu línur segja aðeins
brot af því sem mig langar að segja
en allar yndislegu minningarnar mín-
ar um þig geymi ég í hjarta mínu um
ókomna tíð. Ég kveð þig með trega,
elsku amma, en allt sem við áttum
saman, ég og þú og síðar ég, þú og
Stefán Bjarki, langömmustrákurinn
þinn, varðveiti ég sem gersemi. Ég vil
bara þakka þér fyrir allt og fyrst og
fremst þau forréttindi sem fylgja því
að eiga þig fyrir ömmu. Elska þig.
Elsku afi, pabbi, Sigurður, Þorleif-
ur, Ásthildur, Eygló, Ína, Anna
María og Sigurður Már, megi góður
Guð styrkja okkur á þessum erfiðu
tímum.
Er sárasta sorg okkur mætir
og söknuður huga vorn grætir
þá líður sem leiftur af skýjum
ljósgeisli af minningum hlýjum.
(Hallgr. J. Hallgr.)
Þín alltaf
Heba Agneta.
Elsku Heba langamma, allar
stundir þínar hér er svo ljúft að
muna.
Fyllstu þakkir flyt ég þér fyrir
samveruna.
Þinn langömmustrákur,
Stefán Bjarki.
HEBA
STEFÁNSDÓTTIR *
#+
3 4 5 0! 62
+
,
! "# " -
.
)
/ # ! & '! ( ')
(4!&7
! !
"(
! !
)"!
!&"
(4!&
! !
1 )"3!!
! !
!
!&"
!.
!&"
(!!(
! !
20! "&"
!& !&'
0
)#8
(989)+*+,,
3
::
# 1 '
, . ! ! ! !
0!5&"
+ - ! !
-! &"
! !&"
!
. !&"
- !! !&"
$5 !
2!2.!
2!2!2.!
2!2!2!2.!'