Morgunblaðið - 06.09.2001, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 06.09.2001, Blaðsíða 19
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2001 19 Húðsjúkdómalæknar staðfesta einstaka virkni Retinols gegn hrukkum, fínum línum, ójöfnum litarhætti og töpuðum húðljóma…Í Power A er notuð einstök tækni til að varðveita óskertan hreinleika Retinols og skapa 100 % ferskt hreint Retinol á húðinni. Einstök samsetning tryggir hámarks þolgæði. Nú fæst einnig Power A krem fyrir augun. Íslenskir bæklingar. DREGUR ÚR HRUKKUM HÚÐIN FYLLIST NÝJU LÍFI POWER A ww w. he le na ru bi ns te in .c om Kynning fimmtud., föstud. og laugard. Kynning fimmtud. og föstud. Bankastræti 8 sími 551 3140 Þönglabakka 6, sími 587 0203 TILBOÐ Nú bjóðum við glæsilega stóra svarta tösku* í kaupbæti þegar keypt er Power A 50 ml krem. * Meðan birgðir endast VIÐBYGGING við Grunnskóla Borg- arness var tekin í notkun þegar skól- inn byrjaði í haust. Markmiðið með byggingunni var að verða viðkröfum um einsetningu skólans og mæta nú allir nemendur á sama tíma til náms. Það var byggingarfyrirtækið Sól- fell sem byggði og hófust fram- kvæmdir við verkið um síðustu ára- mót og var byggingin tilbúin á rúmum átta mánuðum. Und- irverktakar Sól- fells voru Loft- orka, sem sá um uppsteypu húss- ins, Glitnir hf., sem sá um raf- lagnir, og Sig- mar Gunnarson sá um pípulagnir. Um málun sá Híbýlamálun Garðars og ýmsir smærri undirverktakar sáu um afmarkaða þætti. VST sá um hönnun burðarvirkis og lagna. Bygg- ingarnefnd hafði umsjón með hönnun og byggingu ásamt Kristjáni Gísla- syni skólastjóra, Sigurði Páli Harð- arsyni bæjarverkfræðingi og Einari Ingimarssyni arkitekt. Auk þess var skipaður hliðarhópur við byggingar- nefndina, svo kallaður þarfagrein- ingahópur sem var nefndinni og hönnuði til ráðgjafar. Í þeim hópi voru fulltrúar kennara og starfs- manna skólans, fulltrúar foreldra- félagsins og fulltrúar Tónlistarskóla Borgarfjarðar. Með bættri aðstöðu vex og dafnar starfið Þar sem þrisvar áður hafði verið byggt við grunnskólann var ljóst að ef vel ætti til að takast við stækkun hans þyrfti að skoða allan skólann sem eina heild og ennfremur að gera ráð fyrir frekari stækkun síðar. Það var því eitt af fyrstu verkefnum nefndarinnar og hönnuða að fara yfir viðmiðunartölur um húsrými grunnskóla og bera sam- an við það sem fyrir var. Ýmsir mögu- leikar voru skoðaðir þegar verið var að ákveða hvar skyldi byggt við. Fyrir valinu varðað byggja við austurenda skólabyggingarinnar og unnið út frá þeim hugmyndum að skólastigin mynduðu heild hvert fyrir sig. Stækkun og endurbótum við skól- ann var skipt í áfanga. Áður en fram- kvæmdir við bygginguna hófust var vinnuaðstaða kennara lagfærð, skrif- stofuhluti skólans endurnýjaður, sett upp lyfta milli hæða og anddyri í vesturenda skól- ans lagfært. Ann- ar áfangi var sá að fjölga kennslustof- um um sex og eru þar af tvær opnar sem gefa færi á samkennslu bekkja, samnýt- ingu gagna o.þ.h. Þriðji áfangi end- urbóta er lagfæring á skólalóðinni og stendur vinna við hönnun þeirra framkvæmda nú yfir. Kostnaðaráætl- un fyrsta og annars áfanga hljóðaði upp á 120 milljónir og er verkiðvel innan áætlunar. Í þessari upphæð fel- ast m.a. húsgagnakaup, hluti af hönn- unarkostnaði við lóð, símalagnir, verðbætur á byggingartímanum o.fl. Kristmar Ólafsson, formaður bygginganefndar, afhenti Stefáni Kalmanssyni bæjarstjóra lyklana að skólabyggingunni við athöfn sem haldin var í skólanum skömmu fyrir skólabyrjun. Kristmar lét þess getið ,,að bygging sem þessi væri nauðsyn- legur hluti þess að halda úti öflugu og árangursríku skólastarfi. Byggingar og steinsteypa eru hins vegar aðeins rammi utan um það starf sem unnið er í skólanum. Forsenda fyrir öflugu starfi er starfsfólk skólans, kennarar og aðrir starfsmenn. Flestir eru sam- mála um að skólastarf hafi staðið með miklum blóma í þessum skóla hingað til. Með bættri aðstöðu vex og dafnar það starf enn frekar,“ sagði Kristmar. Stefán bæjarstjóri afhenti síðan skólastjóra lyklana á skólasetning- unni. Morgunblaðið/Guðrún Vala Kristinn Ólafsson tekur í hönd- ina á Sigurði Guðmundssyni. Viðbygging grunnskólans tekin í notkun Borgarnes
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.