Morgunblaðið - 06.09.2001, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 06.09.2001, Blaðsíða 18
LANDIÐ 18 FIMMTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTÁN unglingar ásamt tveimur umsjónarmönnum úr ung- lingadeild Slysavarnarfélagsins Bjargar á Hellissandi eru nýkomn- ir heim úr góðri heimsókn til Ír- lands. Unglingadeildin heitir Drek- inn og eru félagarnir frá Hellissandi og Rifi. Þessi deild hef- ur starfað vel undanfarin ár. Krakkarnir úr elstu bekkjum grunnskólans gerast flestir félagar og er með því vel séð fyrir end- urnýjun starfskrafta og öflugri starfsemi. Starf deildarinnar mið- ast við að þjálfa upp björgunar- sveitarfólk framtíðarinnar. Tilefnið að þessari ferð var að fyrir tveimur árum heimsóttu þrettán ungmenni frá Athlone á Ír- landi Hellissand. Unglingadeildin Drekinn tók á móti þeim og kynnti þeim starfsemi sína og Björgunar- sveitarinnar Bjargar. Þau skoðuðu sig um á Snæfellsnesi og farið á Landsmót unglingadeilda sem var haldið í Skálavík á Vestfjörðum. Írarnir komu til Íslands á vegum ungmennaskipta Ungs fólks í Evr- ópu. Nú kom það í hlut ungmenna í Athlone að taka á móti félögum úr Drekanum á Hellissandi. Ferða- lagið til Athlone tók um sólahring. Mótttökurnar voru mjög góðar. Næstu fjórtán dagar voru svo dag- ar með fræðslu- og skemmtileg- heitum, farið var á kanóum í þriggja daga ferð niður Shannon og blakti íslenski fáninn í fremsta bátnum. Krakkarnir urðu þreyttir við róðurinn og gripu til þess ráðs í lokin á hrópa RÓ RÓ eins og þau væru í kappróðri heima á Rifi á sjómannadaginn. Gestgjafarnir fóru með hópinn til ýmissa áhuga- verðra staða. Umsjónarmenn og fararstjórar hópsins voru þau Guð- rún H. Elíasdóttir og Hlynur Haf- steinsson. Morgunblaðið/Hrefna MagnúsdóttirUpphaf ferðar á kanóunum. Vel heppnuð ferð til Írlands Hellissandur SÍLDARVINNSLAN hf. hefur tekið togarann Hjalteyri EA sem er í eigu Samherja hf. á leigu. Hjalteyrin mun afla hráefnis fyrir landvinnslu fyrirtækisins og kemur í stað Bjarts NK en eins og kunnugt er urðu töluverðar skemmdir á Bjarti er eldur kom upp í vélarrúmi hans nú á dögunum og verður hann frá veiðum í nokkrar vikur. Áhöfn Bjarts verður á Hjalteyrinni sem er þegar farin til veiða. Morgunblaðið/Ágúst Hjalteyrin EA við bryggju í Neskaupstað. Hjalteyri EA í stað Bjarts Neskaupstaður ÖRN Hauksson á Stiklum í Mý- vatnssveit var að búast á vatn í haustblíðu mánudagsins, hann sagðist ætla rétt að prófa að leggja nokkur net og sjá til hvort eitthvað fengist. Frekar lítil veiði hefur ver- ið að undanförnu. Ýtt úr vör Mývatnssveit UNDANFARIÐ eitt og hálft ár hafa margar eignir skipt um eigendur og mikil eftirspurn verið eftir sumar- húsalóðum undir sunnanverðum Snæfellsjökli. Eins og áður hefur komið fram í fjölmiðlum keypti Sig- urjón Sighvatsson kvikmyndafram- leiðandi jörðina Laugarbrekku á Hellnum á síðasta ári. Sama ár keypti Verslunarmannafélag Reykjavíkur jörðina Stóra-Kamb í Breiðuvík. Fyrir skömmu keypti Kristján Tómas Ragnarsson, bækl- unarlæknir í New York, jörðina Hnausa í Breiðuvík og alveg nýlega urðu eigendaskipti á einu húsanna í Snæfellsássamfélaginu á Brekku- bæjarlandi. Á síðasta ári úthlutaði Snæfells- bær ellefu nýjum sumarhúsalóðum á svokallaðri Sölvaslóð á Arnarstapa. Ólafur Guðmundsson byggingar- fulltrúi sagði að þótt búið væri að út- hluta öllum lóðunum væri ekki búið að ganga frá öllum lóðasamningum og því væru byggingaframkvæmdir aðeins hafnar við tvær lóðir. Nokkur eigendaskipti hafa einnig verið á sumarhúsum í eldri sumarhúsa- hverfum á Stapa en þau eru tvö og kallast Jaðarmóar og Lækjarbakk- ar. Því má með sanni segja að mikil eftirspurn sé eftir frístundahúsnæði á ekki stærra svæði. Morgunblaðið/Guðrún Bergmann Séð yfir Jaðarmóahverfið á Arnarstapa. Blómleg fast- eignaviðskipti Hellnar/Snæfellsbær
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.