Morgunblaðið - 06.09.2001, Síða 18

Morgunblaðið - 06.09.2001, Síða 18
LANDIÐ 18 FIMMTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTÁN unglingar ásamt tveimur umsjónarmönnum úr ung- lingadeild Slysavarnarfélagsins Bjargar á Hellissandi eru nýkomn- ir heim úr góðri heimsókn til Ír- lands. Unglingadeildin heitir Drek- inn og eru félagarnir frá Hellissandi og Rifi. Þessi deild hef- ur starfað vel undanfarin ár. Krakkarnir úr elstu bekkjum grunnskólans gerast flestir félagar og er með því vel séð fyrir end- urnýjun starfskrafta og öflugri starfsemi. Starf deildarinnar mið- ast við að þjálfa upp björgunar- sveitarfólk framtíðarinnar. Tilefnið að þessari ferð var að fyrir tveimur árum heimsóttu þrettán ungmenni frá Athlone á Ír- landi Hellissand. Unglingadeildin Drekinn tók á móti þeim og kynnti þeim starfsemi sína og Björgunar- sveitarinnar Bjargar. Þau skoðuðu sig um á Snæfellsnesi og farið á Landsmót unglingadeilda sem var haldið í Skálavík á Vestfjörðum. Írarnir komu til Íslands á vegum ungmennaskipta Ungs fólks í Evr- ópu. Nú kom það í hlut ungmenna í Athlone að taka á móti félögum úr Drekanum á Hellissandi. Ferða- lagið til Athlone tók um sólahring. Mótttökurnar voru mjög góðar. Næstu fjórtán dagar voru svo dag- ar með fræðslu- og skemmtileg- heitum, farið var á kanóum í þriggja daga ferð niður Shannon og blakti íslenski fáninn í fremsta bátnum. Krakkarnir urðu þreyttir við róðurinn og gripu til þess ráðs í lokin á hrópa RÓ RÓ eins og þau væru í kappróðri heima á Rifi á sjómannadaginn. Gestgjafarnir fóru með hópinn til ýmissa áhuga- verðra staða. Umsjónarmenn og fararstjórar hópsins voru þau Guð- rún H. Elíasdóttir og Hlynur Haf- steinsson. Morgunblaðið/Hrefna MagnúsdóttirUpphaf ferðar á kanóunum. Vel heppnuð ferð til Írlands Hellissandur SÍLDARVINNSLAN hf. hefur tekið togarann Hjalteyri EA sem er í eigu Samherja hf. á leigu. Hjalteyrin mun afla hráefnis fyrir landvinnslu fyrirtækisins og kemur í stað Bjarts NK en eins og kunnugt er urðu töluverðar skemmdir á Bjarti er eldur kom upp í vélarrúmi hans nú á dögunum og verður hann frá veiðum í nokkrar vikur. Áhöfn Bjarts verður á Hjalteyrinni sem er þegar farin til veiða. Morgunblaðið/Ágúst Hjalteyrin EA við bryggju í Neskaupstað. Hjalteyri EA í stað Bjarts Neskaupstaður ÖRN Hauksson á Stiklum í Mý- vatnssveit var að búast á vatn í haustblíðu mánudagsins, hann sagðist ætla rétt að prófa að leggja nokkur net og sjá til hvort eitthvað fengist. Frekar lítil veiði hefur ver- ið að undanförnu. Ýtt úr vör Mývatnssveit UNDANFARIÐ eitt og hálft ár hafa margar eignir skipt um eigendur og mikil eftirspurn verið eftir sumar- húsalóðum undir sunnanverðum Snæfellsjökli. Eins og áður hefur komið fram í fjölmiðlum keypti Sig- urjón Sighvatsson kvikmyndafram- leiðandi jörðina Laugarbrekku á Hellnum á síðasta ári. Sama ár keypti Verslunarmannafélag Reykjavíkur jörðina Stóra-Kamb í Breiðuvík. Fyrir skömmu keypti Kristján Tómas Ragnarsson, bækl- unarlæknir í New York, jörðina Hnausa í Breiðuvík og alveg nýlega urðu eigendaskipti á einu húsanna í Snæfellsássamfélaginu á Brekku- bæjarlandi. Á síðasta ári úthlutaði Snæfells- bær ellefu nýjum sumarhúsalóðum á svokallaðri Sölvaslóð á Arnarstapa. Ólafur Guðmundsson byggingar- fulltrúi sagði að þótt búið væri að út- hluta öllum lóðunum væri ekki búið að ganga frá öllum lóðasamningum og því væru byggingaframkvæmdir aðeins hafnar við tvær lóðir. Nokkur eigendaskipti hafa einnig verið á sumarhúsum í eldri sumarhúsa- hverfum á Stapa en þau eru tvö og kallast Jaðarmóar og Lækjarbakk- ar. Því má með sanni segja að mikil eftirspurn sé eftir frístundahúsnæði á ekki stærra svæði. Morgunblaðið/Guðrún Bergmann Séð yfir Jaðarmóahverfið á Arnarstapa. Blómleg fast- eignaviðskipti Hellnar/Snæfellsbær

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.