Morgunblaðið - 06.09.2001, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 06.09.2001, Blaðsíða 44
MINNINGAR 44 FIMMTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Hilmar Haf-steinn Grímsson fæddist í Reykjavík 5. apríl 1913. Hann andaðist á Landspít- ala í Fossvogi 28. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans voru Hólmfríður Jóns- dóttir, ættuð úr Akraneshreppi, f. 19.1. 1891, d. 9.6. 1964, og Grímur Theodór Grímsson, ættaður frá Hegra- nesi í Skagafirði, f. 1890, d. 1964. Þau slitu samvistum. Hinn 1. nóvem- ber 1917 giftist Hólmfríður Þor- finni Júlíussyni, f. 19.3. 1884, ætt- uðum frá Meiðastöðum í Garði en hann lést 8. ágúst 1931. Þau eign- uðust níu börn og eru þau: Hjalti, f. 1919; Hulda, f. 1920, d. 1991; Hólmfríður, f. 1921, d. 1980; Lilja (eldri), f. 1923, d. 1997 (hún var ættleidd); tvíburasystur, Júlíana og Sólveig f. 1924, Sólveig d. 1976; Lilja (yngri), f. 1925; Ás- laug, f. 1927, og Jóna Ólafía, f. 1929, d. 2000. f. 1968, sambýlismaður hennar er Pálmi Dungal, f. 1965. 2) Svan- hildur, f. 1939, maki Ólafur Frið- steinsson, f. 1938. Börn þeirra eru: a) Hanna, f. 1961, maki Birgir Guðjónsson, f. 1962. Dóttir þeirra er Hildur Birna, f. 1992. b) Hauk- ur Þór, f. 1965, maki Olga Hrund Sverrisdóttir, f. 1971. Börn þeirra eru: Elvar, f. 1996, og Mekkín, f. 1999. c) Helgi Björn, f. 1968, sam- býliskona hans er Elísabet Axels- dóttir, f. 1966. Hennar börn eru Magnús Helgi Sigurðsson, f. 1988, og Katrín Sigurðardóttir, f. 1992. 3) Ósk Guðrún, f. 1951, maki Gunnar Harrysson, f. 1950. Sonur þeirra er: Bjarki Már, f. 1978. Fyrir átti Ósk dótturina Sigríði Lindu, f. 1968. Faðir hennar er Kristján Friðþjófsson, f. 1951. Synir Sigríðar Lindu eru: Dagur Snær Sævarsson, f. 1986, og Dan- íel Freyr Sævarsson, f. 1993. Hilmar hóf ungur störf hjá Raf- magnsveitu Reykjavíkur og starf- aði þar í tæp 50 ár, lengst af sem innheimtugjaldkeri. Auk þess starfaði hann um 20 ára skeið í varaliði Slökkviliðs Reykjavíkur samhliða skrifstofustarfinu. Einn- ig starfaði hann í nokkur ár við dyravörslu hjá Leikfélagi Reykja- víkur í Iðnó. Útför Hilmars fer fram frá Bú- staðakirkju í dag, og hefst athöfn- in klukkan 15. Hálfsystkini sam- feðra voru fjögur. Hilmar kvæntist 11.maí 1934 eftirlif- andi eiginkonu sinni Jóhönnu Sigurjóns- dóttur, f. 29. júlí 1911, ættaðri frá Kirkju- skógi í Miðdölum í Dalasýslu. Foreldrar hennar voru Sigurjón Jónsson, f. 1875, d. 1956, og Jóna Kristín Ásgeirsdóttir, f. 1878, d. 1971. Dætur Hilm- ars og Jóhönnu eru: 1) Ása Sigríður, f. 1935, maki Hans Kristinsson, f. 1937. Börn þeirra eru: a) Hilmar, f. 1959, maki Bryndís Magnús- dóttir, f. 1958. Synir þeirra eru Hans Jakob, f. 1987, og Kristinn Már, f. 1994. Fyrir átti Bryndís dótturina Margréti Heiðu Guð- brandsdóttur, f. 1978. Sambýlis- maður hennar er Gunnar Ingi Traustason, f. 1976. b) Anna, f. 1962, sambýlismaður hennar var Sigurður B. Sigurðsson. Börn þeirra eru Ása Sigríður, f. 1991, og Emil Jóhann, f. 1996. c) Hafdís, Tengdafaðir minn Hilmar H. Grímsson er látinn. Ég kynntist Hilmari þegar við Ása dóttir hans giftum okkur 1958 og er því sú sam- leið okkar orðin 43 ár, sem er langur tími, en stuttur þegar litið er til baka. Hilmar tók mér strax eins og ég væri sonur hans og var okkar samband ávallt gott. Hans miklu mannkostir eru manni minnisstæðir. Hann var alltaf reiðubúinn að hjálpa öðrum og ekki síst börnum og barna- börnum, því þegar átti að fara að mála var Hilmar fyrstur að mæta með málningarrúllu og pensil í poka til að drífa málningarvinnu áfram. Hann lét sér mjög annt um barna- börnin og sagði þeim hvernig um- horfs var í Reykjavík þegar hann var ungur en hann fæddist og ól allan sinn aldur í Reykjavík. Á sunnudög- um fór hann stundum með þau til að sýna þeim gamla bæinn en þar þekkti hann flestöll hús. Við munum minnast hans með hlýjum hug og þökkum honum öll góðu árin. Ég bið Guð að styrkja tengdamóð- ur mína í sorg hennar. Hans Kristinsson. Elskulegur afi minn hefur endað sitt æviskeið. Saddur lífdaga, sáttur, skilaði sínu með sóma og eftir standa minningar um einstakan persónuleika og mik- inn mannvin. Hann var þessi ekta gamli góði afi, strangheiðarlegur, ráðvandur og tryggur og hafði til að bera mikla umhyggjusemi sem náði langt út fyr- ir fjölskylduna. Hann var alinn upp af einstæðri móður sinni og ömmu fyrstu árin. Af föður sínum hafði hann lítið að segja enda ekki komnar á pabbahelgar á þeim tíma. Fimm ára eignaðist hann góðan stjúpföður og eignaðist níu systkini á tíu árum. Var hann farinn að passa þau sjö ára gamall á milli þess sem hann hljóp út á Eyri með kaffi handa fóstra sínum, seldi blöð um leið og hann hafði aldur til og lék sér við fjöruna við Skúlagötu og á Skólavörðuholtinu. Oft hefur afi sagt mér frá þeim húsakynnum er þau bjuggu við og á ég enn erfitt með að trúa því hvernig tíu manna fjölskyldur í Reykjavík bjuggu í einu til tveimur herbergjum með aðgang að eldhúsi og þvottahúsi ásamt öðrum. Honum fannst við barnabörnin hafa gott af að heyra það hvernig fólk þurfti að búa hér áður fyrr, enda þótti honum nóg um lífsgæðakapphlaupið og fannst frjálshyggjan vera að taka öll völd. Hann vildi sjá meiri jöfnuð í þjóð- félaginu og studdi alla tíð þann mál- stað er hafði heildarhagsmuni í fyr- irrúmi. En alltaf fylgdi sögunum hans afa upptalning á öllu því góða fólki sem á vegi hans hafði orðið um dagana og stóð það upp úr í endurminningun- um, sem sýnir best hvað eftir situr þótt hin veraldlegu lífsgæði hafi ver- ið af skornum skammti. Var hann Reykvíkingur í húð og hár en naut sín þó mjög vel í sveit tvö sumur sem drengur, því alltaf varð svo gott fólk á vegi hans. Það sem hæst bar á unglingsárunum var er hann gerðist messadrengur á Gull- fossi sextán ára. Var það mikil upp- lifun og átti hann góðar endurminn- ingar frá þeim tíma er hann fór að skoða heiminn. Er hann var átján ára dó stjúpfað- ir hans og var þá móðir hans ein með hópinn, tíu börn. Það varð úr að afi fékk starf hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur og gerðist nú fyrirvinna fjölskyldunnar næstu tvö árin. 18–20 ára menn hafa eflaust eitthvað annað í huga, en þetta var í þá daga að ekki var alltaf spurt: Hvað langar mig að gera? heldur: Hvað ber mér að gera? Hjá Rafmagnsveitunni starfaði hann í 48½ ár og vann yfirleitt yf- irvinnu með, m.a. í Slökkviliðinu og hjá Leikfélagi Reykjavíkur sem dyravörður og unni hann leikhúsi mikið alla tíð. Afi var mikill gæfumaður í einka- lífi og kvæntist yndislegri ömmu minni árið 1934, eftir að hafa m.a. þurft að eltast við hana á hjóli alla leið vestur í Dali, en hún var þess virði, betri konu hefði hann ekki get- að fengið. Eignuðust þau þrjár ynd- islegar dætur og hefur alla tíð ríkt mikill einhugur um velferð allrar fjölskyldunnar og sagði afi þau ömmu hafa verið í gjörgæslu hjá dætrunum nú síðustu ár er heilsunni var farið að hraka. Hafði afi einnig mikið dálæti á tengdasonum sínum og var val dætr- anna eins og hann hefði sjálfur séð um ráðahaginn. Erum við alls átta barnabörnin sem hafa notið umhyggju hans og hefur Melgerði 6 alltaf verið fastur punktur í tilverunni. Þangað hefur alltaf verið gott að koma, amma að baka og afi að mála, alltaf allt fínt málað til dauðadags, eða úti í skúr að smíða hillur og hús. Afi á leiðinni í sund eða göngutúr og líka til dauða- dags, holl hreyfing er nokkuð sem afi tamdi sér fyrir löngu og hætti því ekki þótt það kæmist í tísku. Afi að skammast yfir óréttlætinu og mis- muninum í þjóðfélaginu eða afi að dæla mjólk í barnabarnabörnin því hann var hræddur um að það gleymdist í gosdrykkjaþambi nú- tímans. Það er svo gott að eiga þessar minningar og eins og segir í einu af uppáhaldslaginu okkar afa: „sælt er að sjást og kyssa – en sárt að þjást og missa“, þá er lífið gleði og sorg og þeir missa sem elska. Lítið fannst mér fara fyrir guðs- óttanum hjá afa mínum þótt kristna hegðun hefði hann í hvívetna og bar þar kærleikann hæst, vitnaði hann jafnvel í boðskapinn og oftar en einu sinni minnti hann mig á eftir heitar umræður um menn og málefni að maður skyldi nú „eigi dæma aðra svo maður yrði eigi sjálfur dæmdur“. Ef einhver dómari er þarna ein- hvers staðar veit ég hvorum megin elskulegur afi minn lendir. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Blessuð sé minning þín. Anna Hansdóttir. Nú seinni árin vildi afi síður fara í langferðir, taldi sig oft ekki hafa heilsu í það. Ég minnist eins atviks er ég bauð afa og ömmu að keyra þau í Dalina, að vitja æskuslóða ömmu og heimsækja skyldfólkið. Daginn áður ætlaði afi alls ekki að fara með, þannig að það leit út fyrir að við amma færum ein. Þegar ferða- morgunninn rann upp og ég mætti í Melgerðið stóð afi ferðbúinn á tröpp- unum, léttur og kátur, eins og hann hefði alltaf ætlað að fara með. Ekki veit ég hvað sneri honum, en ég hugsaði að þetta væri afa líkt. Svona gat hann verið skemmtilegur. Elsku amma, það hlýtur að vera sárt að kveðja slíkan mann sem afi var, en það hefur líka verið gæfa að kynnast slíkum manni og fyrir það erum við öll þakklát. Hans æviverk er okkur öllum til eftirbreytni. Guð varðveiti minninguna um góðan mann. Helgi Björn. Elsku afi minn er dáinn. Afi var orðinn 88 ára gamall og því ekki að undra að tími hans á þessu tilveru- stigi sé liðinn. Það er samt svo skrýt- ið þegar einhver sem hefur verið hluti af lífi manns alla tíð er farinn. Ég veit samt að hann er sjálfur sátt- ur við að vera farinn, búinn að lifa góðu lífi og jafnan haft ágæta heilsu. Síðustu ár var þó farið að draga verulega af honum. Mér fannst að undanförnu eins og hann væri að nota síðustu lífsdropana til að halda uppi sínu lífsmynstri sem fólst m.a. í daglegum sundferðum. Afi var líka hluti af mínu lífsmynstri frá því ég kom í heiminn. Afi og amma í Mel- gerði hafa verið fjölskyldunni kjöl- festa í lífsins ólgusjó. Stundum hefur þessi kjölfesta verið svo föst fyrir að fjölskyldunni hefur þótt nóg um. En þær leiðbeiningar sem afi gaf af ákveðni voru sprottnar af takmarka- lausri væntumþykju fyrir afkomend- um sínum. Að sjá á eftir öðrum helm- ingnum af kjölfestunni er vissulega sárt. Efst er mér samt í huga þakk- læti fyrir að hafa átt þennan dásam- lega afa og fengið að njóta umhyggju hans í svona mörg ár. Í gegnum árin hefur hann verið virkur þátttakandi í lífi fjölskyldumeðlimanna. Ef þurfti að dytta að húsnæði mætti hann með málningarrúlluna og ef hann frétti af húsgagnaskorti bauð hann fram bókahillur og aðra hluti sem hann hafði smíðað eða orðið sér úti um og endurbætt! Heimili mitt ber ennþá svip af greiðvikni og handlagni afa. Afi lét ekki bara að sér kveða í verki heldur líka í orði. Ófáar veislurnar hafa verið haldnar í fjölskyldunni þar sem afi kvaddi sér hljóðs. Hann hafði líka yndi af söng og það var síð- ast í níræðisafmæli eftirlifandi eig- inkonu sinnar sem hann stóð í hópi yngra fólks og söng af mikilli inn- lifun. Þessi dagur, 29. júlí sl., verður lengi í minnum hafður, að hann skyldi hafa verið með okkur á þess- um fallega degi þar sem fjölskyldan kom saman og gladdist yfir að eiga þau að, er ómetanlegt. Þó ræðu- mennskan hafi minnkað á síðustu ár- um þá stóð hann upp í veislunni og þakkaði ættingjunum fyrir allt sem þeir höfðu gert fyrir hann og eig- inkonuna í gegnum árin – síðan leit hann kankvís á ömmu og sagði að hann vissi að vinsældir þeirra ættu þau henni að þakka! En afi minn, þú átt líka þinn þátt í því að fjölskyldan hefur sótt í félagsskap ykkar og Mel- gerði verið tíður áningarstaður. Mér finnst eftirsóknarverður eiginleiki að vera óhræddur við að orða skoð- anir sínar og þú lást sko ekki á mein- ingum þínum. Ég man nú eftir stundum þar sem mig langaði að benda þér á hina hlið málsins en þú varst svo fylginn þér að ég lagði sjaldnast í það – þú varst einhvern veginn þannig að þú þurftir alltaf að eiga síðasta orðið. Og það áttirðu líka núna afi minn, þú sagðir alltaf að þú vildir ekki flytja úr Melgerðinu en vissir að sá tími sem þið amma gátuð verið þar tvö ein var að styttast – og á þinn sannfærandi hátt hefurðu náð að semja við æðri máttarvöld að ná í þig svo þú þyrftir ekki að flytja úr húsinu sem var þér svo kært. Þúsund þakkir fyrir allt, elsku afi minn, fjölskyldan hefur misst mikið en mest hún elsku amma sem bjó með þér í 67 ár og á erfitt með að horfast í augu við lífið án þín. Megi Guð gefa henni styrk til að takast á við komandi tíma. Mér þykir óend- anlega vænt um ykkur bæði. Hafdís Hansdóttir. Afi minn Grímsson hefur lokið sinni jarðvist, 88 ára að aldri. Að leiðarlokum vil ég kveðja þig með ör- fáum orðum afi minn. Minningabrotin streyma í gegn- um hugann: gönguferðirnar um borgina, sem þú þekktir svo vel, sundferðirnar, leikhúsferðirnar og heimsóknirnar í Safamýrina, stund- um með malta-súkkulaðikex og stundum með opal. Þegar ég komst sjálfur í fullorð- inna manna tölu og keypti mér þak yfir höfuðið var það vinnugleði þín með málningarpensilinn sem kom að góðum notum. Þegar ég keypti fok- helt í Álfholtinu léstu þér ekki nægja að sjá um mestalla málningarvinn- una, heldur keyptir þú líka alla máln- inguna sjálfur. Eitt af þeim atvikum sem standa upp úr í minningunni átti sér stað á vormánuðum 1989. Þá var ég að und- irbúa fluttning til Svíþjóðar. Þú tókst mig á eintal, eins og þú gerðir stundum. Erindið var væntanleg jarðarför þín. Þú lagðir á það ríka áherslu að ég ætti ekki að eyða stórfé í að mæta í hana frá Svíþjóð. Þá vissi hvorugur okkar að það voru rúm 12 ár í hana og ég löngu fluttur heim aftur. Þetta atvik hefur síðan oft komið upp í huga minn, því það sagði mér svo mikið um viðhorf þitt til peninga og annarra verðmæta. Þú lifðir tím- ana tvenna á langri ævi. Þú varst elstur í stórum systkinahópi, sem þú um tíma þurftir að sjá fyrir. Þessir erfiðleikar í æsku þinni og sú mikla ábyrgð sem á þig var lögð hafa ef- laust litað skoðanir þínar æ síðan. Þess vegna átti ég ekki að eyða pen- ingum í óþarfa ferðalag frá Svíþjóð. Unglingar í dag þurfa ekki að sjá systkinum sínum farborða, heldur er hætta á því að þeir týni sér í tölvu- leikjum eða öðrum hégóma. Þú varst lagður inn á Borgarspít- alann í ágúst sl. í smáaðgerð sem gekk vel. En þar sem minnið var að- eins farið að bila og þú aðeins farinn að rugla um heima og geima stóð til að öldrunarlæknir myndi gera á þér öldrunarmat hinn 28 ágúst. „Öldr- unarmat“ var örugglega nokkuð sem þú hafðir ekki áhuga á og þú varst stífur á þínum skoðunum. Ég hef því grun um að þú hafir gert samkomu- lag við almættið um að fá að yfirgefa sviðið. Þú varst ferðbúinn og tíma- setningin hjá þér var „cool“ eins og unglingarnir segja. Takk fyrir allt og allt, afi minn. Hilmar Hansson. Elsku afi minn Nú ertu kominn heim og allar þjáningar að baki. Ég naut þeirra forréttinda að fá að alast upp hjá þér og ömmu. Það er ein besta gjöf sem ég hef fengið að hafa alist upp í þeirri ást og hlýju sem þið amma gáfuð mér. Það verður aldrei frá mér tekið. Og allar minningarnar sem ég á um þig munu aldrei gleym- ast. Allt frá því þegar ég var lítil þá fræddir þú mig um lífið í gamla daga og ættingja okkar lífs sem liðna. All- ir göngutúrarnir sem við fórum sam- an í Reykjavík á hverjum sunnudegi og sýndir mér húsin sem þú hafðir búið í t.d. Bjarnaborg sem þú varst svo stoltur af, og að lokinni göngu þá beið amma með læri inni í ofni handa okkur. Þetta og margt fleira flýgur um hugann á þessari stund. Það er mikill söknuður og eftirsjá í mínu hjarta eftir þér, en jafnframt er ég líka glöð yfir því að þú hafir fengið þína ósk uppfyllta, hvíld og friður er það sem þú þráðir. Ég mun ætíð halda minningu þinni á lofti, elsku afi minn, og gæta þess að langafadreng- irnir þínir sem þér þótti svo vænt um, minnist þín líka ætíð því þeim þótti svo mikið vænt um þig . Elsku afi minn, takk fyrir allar stundirnar sem við áttum saman og það veganesti sem þú gafst mér. Megi góður Guð gefa ömmu minni styrk í þessari miklu sorg. Þá aftur lykjum augum vér, og úti lífs er stundin, þá heimsins leikur liðinn er, og loks vér festum blundinn, í gröf vér hljótum hvíldarstað, þar heimsins glaumur kemst ei að, þar loks er friður fundinn. Þá kristinn maður sofnar sætt, því sárt hann grátum eigi; þótt herrann nú oss hafi grætt, mun hann á efsta degi, vorn ástvin látáoss aftur sjá í æðri gleðı́en hugsast má. Guðs lofum vísdómsvegi. (Höf. ók.) Hvíl í friði. Þín afastelpa, Sigríður Linda. Elsku langafi. Það eru ekki allir jafn heppnir og ég. Ég hef haft þau forréttindi að eiga langafa eins og þig. Frá því að ég fæddist hefur þú verið mér eins og pabbi. Þú sagðir mér sögur frá því að þú varst yngri, eins og þegar þú varst sendill hjá smjörsölunni og lentir í árekstri við bíl. En þú jafnaðir þig og hélst áfram að gera góðverk. Þau eru ekki fá mannslífin sem þú hefur bjargað, bæði í slökkviliðinu, þar sem þú bjargaðir börnum og fleirum, og líka sem nágranni. Ég gleymi því aldrei langafa hetju, sem skrifað var um í blaðinu, eftir að hringtvar á bjöllunni hans um hánótt og maður alblóðugur var fyrir utan og langafi hetja hringdi á hjálp. Í næstum hvert sinn sem ég kom að heimsækja þig varst þú alltaf eitt- hvað að bralla, annað hvort að mála húsið þitt eða smíða lítil hús. Alls staðar þar sem einhverjar framkvæmdir voru varst þú alltaf verkstjórinn. En í dag þegar þú ert farinn, þá mun allt breytast. Nú er enginn langafi sem getur reddað málunum, nú er enginn langafi sem maður getur fylgst með koma úr búðinni eða úr laugunum. Ég áttaði mig ekki á því að þú myndir fara svona fljótt. En nú þegar þú ert ekki hér minn- HILMAR HAF- STEINN GRÍMSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.