Morgunblaðið - 06.09.2001, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 06.09.2001, Blaðsíða 28
LISTIR 28 FIMMTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ FASTEIGNA MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4. SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17. Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/ Jón Guðmundsson, sölustjóri, lögg. fasteigna- og skipasali. Til sölu 119 fm timbureiningahús (heilsárshús) auk 42 fm riss og 35 fm bíl- skúrs í landi Grundar, Skorradal. Húsið sem skiptist í stofu, 3 svefnherb., eldhús, þvottaherb., baðherb., o.fl. afhendist frágengið að utan en tæplega tilb. til innréttina að innan en efni í milliveggi og innréttingar fylgja, óuppsett- ar. Falleg staðsetning í kjarri vöxnu landi við Andakílsá. Nánari uppl. á skrif- stofu. Tilboð óskast. Einbýlishús í Skorradalshreppi FORSÆTISRÁÐHERRAManitoba, Gary Doer,færði Íslendingum 20 mál-verk eftir G.N. Louise Jon- asson að gjöf við opnun sýningar á verkum hennar á Kjarvalsstöðum 27. ágúst sl. Verkin mynda röð sem kall- ast „Island souvenir“ eða minningar um ey“, sem jafnframt er heiti sýn- ingarinnar. Gilda Nadia Louise Jonasson er af íslensku bergi brotin í föðurætt en af úkraínsku í móðurætt, dóttir dr. Harold David Jonasson og Nadia Novak Jonasson. Fyrir utan list- sköpun sína hefur hún komið að ýms- um störfum, tengdum listum, í Mani- toba. Hún hefur verið listaritstjóri bókmenntatímaritsins „Prairie Fire“ síðan 1986, unnið á listabókasafni, haldið fyrirlestra og setið í dóm- nefndum, svo fátt eitt sé nefnt. Þrátt fyrir að Louise hafi ekki komið til Ís- lands fyrr, þá sést þegar á myndum hennar að hún hefur orðið fyrir áhrif- um af Íslandi, og þó að hún hafi haft eyjar almennt í huga, er hún vann að „Minningar um ey“ (verkið kallast „Island souvenir“ en ekki „Iceland souvenir“), þá eru spor íslensks veru- leika í verkum hennar Íslendingnum augljós við fyrstu sýn. Louise segir að það sé sér mikill heiður og ein- stakt tækifæri að geta sýnt verk sín í heimalandi forfeðra sinna. Það geri þetta enn áhrifameira, að það sé ekki fyrir hennar eigin forgöngu. Hún segir, að það sé væntanlega nánast óhjákvæmilegt að hún hafi haft Ísland á einhvern hátt í huga á meðan hún gerði myndirnar, jafnvel ómeðvitað, þar sem hún væri að hálfu íslensk, og mætti ekki vanmeta áhrif bókmenningar. En meginhugmynd- in, sem hún hafi gengið út frá, hafi verið hugmyndin um einsemd eyja almennt séð, hvernig eyjan myndar sjálfstæða heild, til dæmis þegar hluti af meginlandi brotnar frá því og verður við það ein sjálfstæð heild, sem hefur gildi og er áhugaverð í sjálfri sér. Nafnið „Minningar um ey“ er, að sögn Louise, meðal annars komið til af því, að verkið „Island“ eða „Ey“, sem einnig er á sýning- unni, sé nokkurs konar listrænn und- anfari þessa verks. Grunnurinn í „Minningar um ey“ sé þar fyrir utan fimm myndir, sem virkuðu eins og „loftmyndir af eyjum, myndir, sem mynda, sem eru grunnurinn að „Minningu um Ey“, eru tengdar ákveðnu þema. Louise hafði það, sem einkennir eyjar almennt í huga þegar hún byrjaði á verkinu. „Upphaflega var ég að hugsa um eyjar og eyja- menningu og í upphafi var tilvísunin í eyjar mjög almenn. Flestar eyjar búa við fiskveiðimenningu, það ligg- ur í eðli landgerðarinnar. Og annað sem er talsvert algengt fyrir eylönd er sauðfénaður.“ Síðan leiddi hún hugann að því, hvernig tæknin í háþróaðra formi ýmissa hluta og verkfæra úr járni hefur áhrif á menn- inguna. „Þaðan í frá fór ég að verða óræðnari, en það sem gerðist var, að Ísland fór að læða sér inn í meira mæli.“ Í fjórðu og fimmtu myndröð- inni hættir Louise að vera eins bund- in af ákveðnu viðfangsefni í þemavali. Í fjórðu röðinni beinir hún sjónum sínum að ólíkum landslagsmyndum. Hér fara að koma fyrir myndir, sem hafa bæði beina og óbeina skírskotun til Íslands; á einni sést hluti af Hall- grímskirkju, á annarri hluti af torfbæ. Vírgirðing, sem skilur að tún og haga, minnir óneitanlega á ís- lenska sveit. Í fimmtu og síðustu myndröðinni er þemað tákn ýmiss konar. Einnig þar er skírskotunin til Íslands greinileg en einnig óbein. Á einni myndinni er örlítil eftirmynd af torfbæ skorin út, sem líkist líkani af torfbæ, eins og svo margir hafa í garðinum hjá sér. Á annarri er DNA- keðja, sem að sögn Louise getur t.d. vísað til þeirrar skrásetningar á erfðamengi þjóðarinnar, sem stend- ur yfir, eða til þess að íslenska þjóðin tilheyrir tiltölulega lokuðu gena- mengi. Dularfull tákn á einni mynd- inni líkjast helst egypsku myndletri en eru það ekki. Þau eru ekki heldur rúnir, virðast ekki geta tengst Ís- landi á nokkurn hátt. En samt gera þau það. Þetta eru veðurtákn, sem bandaríski flugherinn notaði um það bil er varnarliðið nam land á Íslandi. Þannig fer myndverkaröð, sem upphaflega átti að hafa eyjar al- mennt að viðfangsefni, smátt og smátt að fjalla sérstaklega um Ís- land, þar sem rætur listamannsins liggja að hluta. Það er því vel við hæfi að ríkisstjórn Manitoba skyldi heiðra Íslendinga með því að gefa þeim ein- mitt þetta verk. Sýningin „Minning- ar um ey“ mun standa yfir á Kjar- valsstöðum til 9. september. Minningar um ey Listamaðurinn G.N. Louise Jonasson er ís- lensk í aðra ættina. Stjórnvöld í Manitoba ákváðu að gefa íslensku þjóðinni 20 myndverk eftir hana á dögunum. Jón Ásgeir Sigurvins- son spallaði við Louise og fræddist um lista- verkin sem þjóðinni áskotnuðust. Morgunblaðið/Jim Smart G.N. Louise Jonasson við eitt verka sinna. Manitoba-búar færðu Íslendingum tuttugu málverk að gjöf jonsigur@mbl.is minnkuðu eitthvað stórt, eða öfugt, stækkuðu eitthvað örsmátt“. Louise skipti síðan hverri mynd í fjóra hluta. Afraksturinn varð 20 myndir, sem hver sýnir fjórðung af eyju. Hverja þessara mynda setti Louise síðan á viðargrunn, sem er útskorinn og mál- aður og myndar eins og ramma um málverksfjórðunginn á tvo vegu. Auk þessa segist Louise alltaf mála eftir minni, hún taki til dæmis aldrei ljós- myndir af hlutum og máli þá síðan á vinnustofunni eftir ljósmyndinni, heldur fari hún og skoði viðkomandi hlut og máli hann síðan eftir minni á vinnustofunni. Orðið „minningar“ í heiti sýningarinnar geti því einnig tengst þessum sið sínum. Þessi niðurhlutun einnar myndar í fjórar á sér upphaf í verkinu „Ey“. Louise setti tilraunastriga, sem hún hafði notað í mörg ár, málað á og skrapað ótal sinnum, á viðarplötu. Striginn líktist einna helst fornu landakorti og henni datt í hug að skera myndir af skrítnum verum út í jaðarinn á viðarplötunni. Hugmynd- ina fékk hún frá kortum landkönnuða af lítt könnuðum svæðum, sem gjarn- an voru skreytt með myndum af dýr- um og óvættum sem þeir héldu að kynnu að halda þar til. Þessu verki, sem hún kallaði „Ey“ eða „Island“, skipti hún síðan upp í fjóra hluta. Þegar hún var búin að því, sá hún að hver hluti var áhugaverður í sjálfum sér, myndaði eina sjálfstæða heild þrátt fyrir að vera aðeins hluti af stærri heild. Nú mynda hinir fjórir hlutar, hver aðeins rammaður inn á tvo vegu, eitt verk. Louise segir að verkið „Ey“ sé skilgetið afkvæmi eldri myndaraðar eftir sig, sem hét „Legend“ eða „Skýring“, en það voru myndir sem litu allar út fyrir að vera neðra hornið hægra megin á miklu stærra verki. Nafnið „Legend“ vísar til skýringartexta, sem oft er t.d. að finna í einu horni póstkorts og felur í sér lykilinn að myndinni á kortinu, en einnig til þjóð- og goðsagna. Ísland læðir sér inn Myndirnar fjórar, sem Louise skapaði úr hverri hinna fimm eyja- SAMÞYKKT var á fundi stjórnar Kvikmyndasjóðs Íslands nýverið að Þorfinnur Ómarsson framkvæmda- stjóri sjóðsins, tæki sæti í næstu úthlutunarnefnd sem tekur til starfa 1. október. Verður þetta í fyrsta sinn sem framkvæmda- stjóri sjóðsins sit- ur í úthlutunar- nefnd, en tveir aðrir fulltrúar verða skipaðir. Morgunblaðið náði tali af Ara Kristinssyni sem situr í stjórn Kvik- myndasjóðs, og innti eftir ástæðum þessarar ákvörðunar. Sagði hann skipunina vera fyrsta skrefið í að laga úthlutunarferlið að þeim breyt- ingum sem gert er ráð fyrir í frum- varpi að nýjum kvikmyndalögum sem nú liggur fyrir á Alþingi. Þá hefði á undanförnum árum komið fram aukin krafa um að aðili sem hefði víðtæka fagþekkingu á sviði kvikmyndamála sæti í úthlutunar- nefndinni. „Á síðustu fjórum árum hefur það fé sem sjóðurinn hefur til umráða allt að því þrefaldast og er fjármögnunarumhverfið nú orðið mun flóknara en áður. Í nýju lög- unum er gert ráð fyrir að raunveru- leg ábyrgð á úthlutun liggi á fram- kvæmdastjóra, sem tryggir í raun að niðurstöður úthlutunarnefndar séu faglegar og að fagþekking henn- ar haldist frá ári til árs. Þorfinnur hefur mikla reynslu á þessu sviði og höfum við ekki heyrt annað en al- menna sátt um þessa ráðstöfun inn- an kvikmyndageirans. Stjórnar- menn voru því sammála um að réttast væri að hefja aðlögun að breyttu fyrirkomulagi þegar í stað,“ segir Ari. Þorfinnur Ómarsson segist fús- lega hafa tekið sæti í nefndinni að tillögu stjórnarinnar. Hann minnir þó á að nýju kvikmyndalögin geri ráð fyrir skýrri reglugerð um til- högun á störfum úthlutunarnefnda og kvikmyndaráðgjafa við veitingu fjárstuðnings úr Kvikmyndasjóði. „Einhverjir hafa kannski túlkað þessar breytingar sem svo að fram- kvæmdastjórinn verði einvaldur í úthlutunarmálum. En í frumvarpinu sem tekið verður fyrir á Alþingi í haust, er mælt fyrir um að mótuð verði skýr reglugerð um starfssvið þeirra sem koma að úthlutuninni.“ Aukin ábyrgð Þorfinnur Ómarsson Framkvæmdastjóri Kvikmyndasjóðs
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.