Morgunblaðið - 06.09.2001, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 06.09.2001, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 FIMMTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ VEGAGERÐIN hefur auglýst út- boð nýs vegar frá Bangastöðum á Tjörnesi um Fjallahöfn að Víkinga- vatni í Kelduhverfi og er vegarlagn- ingin áfangi í endurbótum á vegi fyr- ir Tjörnes og liður í bættum vegasamgöngum í Norður-Þingeyj- arsýslu, að því er fram kemur í Framkvæmdafréttum Vegagerðar- innar. Nýja veglínan mun liggja mun austar en núverandi vegur og er 2,5 km styttri. Vegurinn mun liggja lægra í landi og brekkur verða styttri og umferðaröryggi mun betra en á núverandi vegi. Veður- skilyrði eru talin hagstæðari og snjóflóðahætta á fyrirhuguðum vegi engin. Eitt af meginmarkmiðum með byggingu vegarins er að tryggja öruggar samgöngur við byggðirnar austan Húsavíkur allt árið. Auð- bjargarstaðabrekka hefur alla tíð verið helsti farartálminn á leiðinni en með tilkomu nýja vegarins færist leiðin nær sjó á sléttlendi og brekk- an því ekki lengur farartálmi vegfar- enda. Skipulagsstofnun féllst á lagningu vegarins í desember á síðasta ári en umhverfisáhrif fyrirhugaðs vegar- stæðis lúta einkum að því að raska ósnortnu landi. Skorið verður í hamra og það ásamt fyllingum og brú yfir Lónsós munu breyta veru- lega ásýnd og yfirbragði strand- svæðisins. Í umsögn Náttúruvernd- ar ríksins kemur fram að stofnunin telji að náttúruspjöll verði umtals- verð vegna áhrifa á landslag. Ekki verið sýnt fram á aðra viðunandi kosti Að mati Skipulagsstofnunar hefur þó ekki verið sýnt fram á að aðrir viðunandi kostir séu á vegstæðum á svæðinu sem uppfylla kröfur um vegtæknileg atriði umferðaröryggis, m.a. með tilliti til snjóflóðahættu. Uppbyggingu vegarins austan Lónsóss á að vera lokið 1. apríl 2002, 1. nóvember 2002 á allur vegurinn að vera orðinn vetrarfær og 1. ágúst 2003 á að allri slitlagslögn að vera lokið. Verkinu á öllu að ljúka fyrir 1. október 2003. Steypt verður 100 metra löng brú yfir Lónsós og á hún að vera tilbúin fyrir umferð 1. ágúst á næsta ári. Ljósmynd/Helga Aðalgeirsdóttir. Yfirlitsmynd yfir strandsvæðið sem nýr vegur frá Bangastöðum að Víkingavatni við Öxarfjörð mun liggja yfir. Fyrir innan sandfjörurnar er Lónið og fjær sést Lónsós en byggð verður 100 metra löng brú yfir ósinn. Vegagerðin auglýsir útboð í nýtt vegarstæði í Öxarfirði Nýr vegur lagður yfir ósnortið land                            Ráðstefna um ESB og evruna Áform og reynsla nágrannaþjóða HINN 10. septembernk. verður haldinráðstefna um ESB og evruaðild á vegum Sam- taka iðnaðarins á Grand Hóteli í Reykjavík. Ráð- stefnan hefst kl. 8.30 ár- degis. Þorsteinn Þorgeirs- son, hagfræðingur hjá Samtökum iðnaðarins, er skipuleggjandi ráðstefn- unnar og fundarstjóri. Hann var spurður hvert væri meginþema ráðstefn- unnar. „Við ætlum að fjalla um reynslu og áform Breta og Norðurlandaþjóðanna í málefnum varðandi ESB og evruaðild.“ – Verður fjallað um þetta efni fyrst og fremst út frá sjónarhóli Íslendinga? „Samtök iðnaðarins tóku þá ákvörðun í sumar að halda ráð- stefnu um þetta efni til þess að bæta úr tilfinnanlegum skorti á upplýstri umræðu um þessi mál. Það er fyrirsjáanlegt að aðild að ESB og upptaka evrunar eru mál sem eiga sér langan aðdraganda og því mikilvægt að undirbúa alla val- kosti tímanlega ef við viljum eiga raunverulegan kost á þeim. Erfið efnahagsstjórn hefur sett þrýsting á fyrirtæki í alþjóðlegri samkeppni og þeim finnst mikilvægt að skoða aðrar leiðir til að starfsskilyrði þeirra séu jafngóð og þeirra fyr- irtækja sem þau keppa mest við.“ – Yrði upptaka evrunnar ís- lenskum fyrirtækjum erfið? „Þegar við fjöllum um evruna verðum við að horfa til langs tíma. Það er ótvírætt að upptaka evr- unnar hér á landi mundi auka hag- vöxt umtalsvert og fyrir því eru margvíslegar ástæður. Fjár- magnskostnaður yrði varanlega minni fyrir fyrirtæki, heimili og hið opinbera. Verðsamanburður við Evrópu yrði skýrari, gengiskostn- aður og áhætta hyrfu í evruvið- skiptum, hæfileiki fyrirtækja til að laða erlent fjármagn í starfsemi sína myndi stórbatna og að lokum; með því að stuðla að fjölbreyttari og samkeppnishæfari atvinnu- starfsemi myndi tilkoma evrunnar jafna viðskiptasveifluna hérlendis enn frekar. Það eru því miklir hagsmunir í húfi.“ – Hvað mælir á móti því að við tökum upp evruna? „Það er orðið deginum ljósara að til þess að fá evruna er eina raun- hæfa leiðin full aðild að ESB. Þess vegna held ég að það sé mikilvægt að Íslendingar kynni sér eins vel og kostur er hvað slík aðild felur í sér. Því evran er jú einn stærsti kosturinn við aðild. Við höfum núna fengið mjög virta sérfræð- inga frá Bretlandi og Norðurlönd- um til að koma til Íslands og miðla af reynslu sinni, hvort sem er utan ESB eða innan – sem og utan og innan evrusamstarfs. Þessir ræðu- menn munu jafnframt leggja sitt mat á líklega þróun í sínum löndum en það vegur mjög þungt fyrir okk- ur hvað þessar þjóðir munu gera í þessum málum. Allir þessir aðilar hafa langa og djúpstæða þekkingu á þessu málefni. Þeir sem tala eru Johnny Akerholm, aðstoðar- ráðuneytisstjóri hjá finnska fjármálaráðu- neytinu, Arne Jon Is- akchen, hagfræðiprófessor í Nor- egi, Ulf Jacobsson, forstöðumaður Efnahagsstofnunar iðnaðarins í Svíþjóð, og Graham Bishop, ráð- gjafi um EMU-málefni í bresku viðskiptalífi. Að auki höfum við fengið Sixten Korkman, fram- kvæmdastjóra um EMU-málefni hjá Ráðherraráði ESB, til að segja okkur frá þeirri reynslu sem komin er af efnahags- og myntbandalagi Evrópu og sérstaklega hvað varð- ar minni þjóðirnar sem taka þátt, svo sem Írland, Holland, Lúxem- borg, Finnland, Belgíu og Portú- gal. Við getum örugglega dregið lærdóm af reynslu þeirra. Síðan verður reifað hvernig gengissam- starfi ESB verður háttað við þau lönd sem sækja um aðild í framtíð- inni.“ – Verða íslenskir fyrirlesarar? „Vilmundur Jósefsson, formað- ur stjórnar Samtaka iðnaðarins, mun reifa niðurstöður í nýrri könn- un Gallup um viðhorf Íslendinga til aðildar að ESB og upptöku evr- unnar.“ – Er notkun íslensku krónunnar mikill áhrifavaldur í gengi fyrir- tækja okkar? „Já vissulega er hún það. Ég held að það sé viðurkennt að á meðan við byggjum okkar efna- hagsstarfssemi á henni þá eigum við tvo valkosti – hærri verðbólgu en annars staðar eða hærri vexti. Á slíkum grundvelli getur fjölbreytt atvinnustarfsemi ekki þrifist til langframa. Við getum ímyndað okkur að það að taka upp evruna sé nokkuð áþekkt því að nota Netið á grundvelli enskunnar. Það sæi hver maður hvernig færi ef við ætluðum að nota íslenskuna.“ – Hvað þarf langan tíma til undirbúnings upptöku evrunnar hér? „Þetta er spurning sem ætti að koma fram á ráðstefnunni þar sem þessir sérfræðingar geta gefið sitt álit, en líklega er um að ræða nokk- uð mörg ár. Vissulega þurfum við að kynna okkur alla þessa valkosti vel til þess að geta nýtt okkur þá ef það reynist það sem við viljum. Við telum að upplýst umræða sé nauð- synleg.“ Þorsteinn Þorgeirsson  Þorsteinn Þorgeirsson fæddist í Reykjavík 17. september 1955. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð 1976 og fór svo til náms í Banda- ríkjunum og lauk BA-prófi í hag- fræði frá The American Univers- ity í Washington D.C. og mastersprófi frá Vanderbilt Uni- versity í Nashville í hagfræði. Hann er nú að vinna að dokt- orsritgerð um sama efni við New School for Social Reseach í New York. Hann hefur starfað sem hagfræðingur víða, m.a. hjá DRI/McGraw-Hill í San Franc- isco í Kaliforníu, hjá EFTA í Genf og OECD í París. Nú er hann hagfræðingur Samtaka iðnaðarins. Þorsteinn er kvænt- ur Ástu Karen Rafnsdóttur kenn- ara og eiga þau þrjú börn. Tilkoma evrunnar mun jafna við- skiptasveiflur hérlendis enn frekar HARALDUR Örn Ólafsson og þrír félagar hans komust í gær í 4.600 metra hæð í hlíðum Kilimanjaro, hæsta fjalls Afríku, en þeir hyggj- ast ná tindi fjallsins í 5.895 metra hæð á morgun, föstudag. Þeir komu á svokallaðan Hraun- tind upp úr hádegi að íslenskum tíma eftir fimm tíma göngu og eftir að hafa hækkað sig um 660 metra. Leiðangursmennirnir fjórir, Har- aldur, Garðar Forberg, Ingþór Bjarnason og Steinar Þór Sveins- son, eru við góða heilsu, en þó sum- ir með smáhöfuðverk í þunna loft- inu. Komust í 4.600 m hæð á Kili- manjaro FLUGVALLARDEILD Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins var kölluð að Hótel Loftleiðum um klukkan 11 í gærmorgun vegna elds í kjallara hússins. Upptök eldsins voru í rafmagns- töflu í húsinu og var hann slökktur með kolsýrutæki á skömmum tíma. Ekki urðu meiðsl á fólki. Eldur í raf- magnstöflu ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.