Morgunblaðið - 06.09.2001, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 06.09.2001, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2001 53 OD DI HF G4 21 7 Nóatúni 4 • 105 Reykjavík • Sími 520 3000 • www.sminor.is Smith & Norland vill ráða rafeindavirkja til starfa í þjónustudeild fyrirtækisins sem fyrst. Starfið felur í sér viðgerðir og þjónustu á símabúnaði sem og öðrum veikstraumsbúnaði, afgreiðslu varahluta, símsvörun og ýmis önnur störf á þjónustuverkstæði okkar. Leitað er að röskum rafeindavirkja eða manni með sambærilega menntun með mikinn áhuga á þjónustu og mannlegum samskiptum. Góð framkoma, snyrtimennska og reglusemi eru algjört skilyrði. Um er að ræða gott framtíðarstarf hjá traustu og framsæknu fyrirtæki á rafmagnssviði sem selur gæðavörur, m.a. frá Siemens. Þeir sem áhuga hafa á þessu starfi eru vinsamlega beðnir að senda okkur umsókn með upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf fyrir miðviku- daginn 12. september. Farið verður með allar umsóknir og fyrirspurnir sem algjört trúnaðarmál. Rafeindavirki SLÖKKVILIÐS- OG SJÚKRAFLUTNINGAMAÐUR HJÁ SLÖKKVILIÐI HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS ERU NOKKRAR STÖÐUR LAUSAR TIL UMSÓKNAR STARFIÐ Um er að ræða 100% starfshlutfall. Í starfinu felst m.a. eftirfarandi: Sjúkraflutningar úr heimahúsum, milli sjúkrahúsa o.s.frv. Almennt slökkvistarf og reykköfun. Björgun fólks og neyðarflutningar. Reglulegar þrek- og starfsæfingar, starfsmenntun og -þjálfun. Þrekpróf og læknisskoðun einu sinni á ári. Vaktavinna. Möguleiki á starfsmenntun og starfsþjálfun erlendis. Umhirða tækjabúnaðar slökkviliðsins. Hægt er að sækja um í björgunarköfunarhóp og landflokk eftir 2-3 ára þjónustualdur. Umsækjandi þarf að skila læknis- og sakavottorðum með umsókn. Umsækjendur mega búast við að vera kallaðir í próf, viðtöl og læknisskoðun trúnaðarlæknis. Ráðning er áætluð frá 1. október og verður þá um reynsluráðningu að ræða fyrst um sinn. Laun eru samkvæmt kjarasamningi LSS og LS en nánari upplýsingar um byrjunarlaun er að finna á heimasíðu Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins, www.shs.is. Nær eingöngu karlar starfa í Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins og hvetjum við því konur sérstaklega til að sækja um. Upplýsingar gefa starfsmannastjóri (halldor.halldorsson@shs.is) og deildarstjóri útkallsdeildar (birgir.finnsson@shs.is) í síma 570 2040 eða í tölvupósti, en umsóknareyðublöð er að finna á skrifstofu slökkviliðsins, Skógarhlíð 14, 105 Reykjavík. Umsóknum ásamt afritum prófskírteina skal skila þangað í seinasta lagi 20. september nk. Öllum umsóknum verður svarað. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins er byggðasamlag í eigu sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu. Tilgangur SHS er að veita fyrstu viðbrögð til að vernda líf, heilsu fólks, umhverfi og eignir. Liðið annast sjúkraflutninga, bruna- og forvarnir og hefur viðbúnað vegna umhverfisóhappa á þjónustusvæði sínu. Starfsmenn SHS gegna einnig mikilvægu hlutverki í skipulagi Almannavarna ríkisins. GRUNNKRÖFUR Umsækjendur þurfa m.a. að: Vera reglusamir og háttvísir, hafa góða líkamsburði, gott andlegt og líkamlegt heilbrigði, hafa góða sjón og heyrn, rétta litaskynjun og vera ekki haldnir lofthræðslu eða inni- lokunarkennd. Hafa aukin réttindi til að stjórna: a) vörubifreið og b) leigubifreið. Nóg er að umsækjandi hafi öðlast aukin ökuréttindi við lok reynsluráðningar ef til hennar kemur. Hafa iðnmenntun sem nýtist í starfi slökkviliðsmanna eða sambærilega menntun og reynslu. Með iðnmenntun er átt við sveinspróf eða vélstjórapróf en stúdentspróf telst sambærileg menntun. R A Ð A U G L Ý S I N G A R ATVINNUHÚSNÆÐI Skrifstofuhúsnæði Skrifstofuhúsnæði í glæsilegri nýrri byggingu á góðum stað í borginni er laust til útleigu. Um er að ræða samtals um 500 fm sem leigðir verða til eins eða fleiri aðila. Öll aðstaða er fyrsta flokks, auk þess sem aðgengi er að ráðstefnusal og mötuneyti. Lysthafendur vinsamlegast hafi samband við Bjarka A. Brynjarsson í síma 569 7576. Til leigu 1.500 fm húsnæði í litlum einingum. Skrifstofur til leigu fyrir: ● Tæknimenn, arkitekta og aðra hönnuði á sviði byggingar- og véliðnaðar, stóriðju og orkuiðnaði. ● Menn í tölvuþjónustu. ● Verktaka. ● Sérhæfða söluaðila í véla- og byggingar- iðnaði. í boði er: ● Góð staðsetning á stór-Reykjavíkursvæðinu. ● Gott húsnæði. ● Næg bílastæði. ● Hagstæð leigukjör. Hugmyndin er að tengja saman nokkra góða aðila sem vinna í tækniþjónustu, verktöku og sölu. Upplýsingar veitir Erling Auðunsson í símum 898 2761 og 565 8822. ÞJÓNUSTA Heimaþrif Get bætt við mig þrifum í heimahúsum. Nánari upplýsingar í símum 557 4224 eða 821 4224. UPPBOÐ Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum sem hér segir: Gagnheiði 20, sérhæfð bygging, Selfossi, fastanr. 218-6123, þingl. eig. Prentsel ehf., gerðarbeiðendur Hljómtækni ehf., skrifst./ rafeindaþj., Íslandsbanki-FBA hf., Landsbanki Íslands hf., aðalbanki, Prentsmiðjan Oddi hf. og sýslumaðurinn á Selfossi, fimmtudaginn 13. september 2001 kl. 9.30. Gagnheiði 47, trésmíðaverkstæði, Selfossi, fastanr. 222-5322, þingl. eig. G-Verk ehf., gerðarbeiðandi Sameinaði lífeyrissjóðurinn, fimmtu- daginn 13. september 2001 kl. 10.00. Jörðin Brautartunga (Syðsti Kökkur) — spildur, Stokkseyri, ehl. gþ., þingl. eig. Hörður Jóelsson, gerðarbeiðandi Ríkisútvarpið, fimmtu- daginn 13. september 2001 kl. 11.00. Lóð úr Stóra-Fljóti, Biskupstungnahr., „Víðigerði“, m/1 sekl. af heitu vatni, þingl. eig. Ásrún Björgvinsdóttir og Ólafur Ásbjörnsson, gerð- arbeiðendur Lánasjóður landbúnaðarins og sýslumaðurinn á Selfossi, fimmtudaginn 13. september 2001 kl. 16.00. Þórisstaðir, lóð 169864, sumarhús, Grímsness- og Grafningshreppi, fastanr. 220-8443, þingl. eig. þb. Ólafur Ágúst Ægisson, gerðarbeið- andi Íslandsbanki-FBA hf., fimmtudaginn 13. september 2001 kl. 15.00. Sýslumaðurinn á Selfossi, 5. september 2001. SMÁAUGLÝSINGAR FÉLAGSLÍF Í kvöld kl. 20.00 Kvöldvaka í Herkastalanum, Kirkjustræti 2, í umsjón systranna. Almenn samkoma í Þríbúðum, Hverfisgötu 42, í kvöld kl. 20.00. Vitnisburðir. Ræðumaður: Kristinn Birgisson. Fjölbreyttur söngur. Kaffi að lokinni samkomu. Allir velkomnir. www.samhjalp.is .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.