Morgunblaðið - 06.09.2001, Síða 23

Morgunblaðið - 06.09.2001, Síða 23
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2001 23 BRESKIR vísindamenn hófu í gær óvenjulega rannsókn, með það að markmiði að finna fyndn- asta brandarann í Bretlandi. Hóp- ur vísindamanna undir forystu sálfræðingsins Richards Wise- mans hyggst verja nokkrum mán- uðum í að athuga þúsundir brandara sem safnað verður um Netið og prófa síðan þá fyndn- ustu á sjálfboðaliða sem tengdur verður við heilalínurita. Tilgangurinn með þessari óvenjulegu rannsókn – sem minn- ir um margt á brandara Monty Python-hópsins breska um „fyndnasta brandara í heimi“ – er að útskýra hvers vegna hláturinn lengir lífið. „Þetta er tilraun til að kanna sálræna þætti húmors. Það þarf mikla vitsmuni til að skilja brand- ara og finnast hann fyndinn. Þess vegna hafa sálfræðingar lengi rannsakað húmor,“ sagði Wise- man í gær, þegar verkefninu var hleypt af stokkunum á vís- indasýningu í Glasgow. „Hæfileik- inn til að hlæja gegnir lykilhlut- verki í að auka líkamlega og andlega heilsu.“ Wiseman er lektor við Háskól- ann í Hertfordshire, skammt frá London. Kveðst hann vona að al- menningur sendi þúsundir brand- ara til vefseturs síns, sem nefnist Hláturstofan (www.laughlab.- co.uk). Innsendir brandarar verða síðan athugaðir með tilliti til ald- urs, kyns og heimabæjar send- anda, til þess að finna út hvort þessir þættir hafa ráðandi áhrif á húmorinn. Þeir sem heimsækja vefsetrið geta ennfremur sagt álit sitt á bröndurunum og þannig hjálpað vísindamönnunum að velja fyndn- asta brandarann. Brandari Monty Python-hópsins fjallar um grínista sem segir óvart svo fyndinn brandara að hann deyr úr hlátri. Brandarinn er síðan þýddur yfir á málleysuna „Wenn ist das Nunstruck git und Slotermeyer? Ja! ... Beiherhund das Oder die Flipperwaldt gers- put,“ og beitt af banvænni ná- kvæmni gegn þýskum hersveitum. En brandararnir sem Wiseman og félagar velja verða notaðir á öllu meinlausari hátt. Sjálf- boðaliði fær að heyra þá og fylgst verður með viðbrögðum fremsta hluta heila hans við þeim. „Ef maður ætlar að rannsaka áhrif húmors á heilann þá er skárra að nota fyndna brandara,“ sagði Wiseman. En breski grínistinn Jimmy Carr segir að greining á brönd- urum með þessum hætti líti fram hjá mikilvægum þætti í húmor. „Í 80% tilvika er [húmorinn] óorð- aður. Mikið af honum felst í radd- beitingu, svipbrigðum, tímasetn- ingu og bara hvernig brandari er sagður.“ Fyndnasti brandarinn verður sagður opinberlega í september á næsta ári. Leita að fyndnasta brandaranum London. AP. Scharping kann að segja af sér Berlín. AFP. RUDOLF Scharping, varnarmála- ráðherra Þýskalands, kann að segja af sér embætti, að því er þýska fréttastofan Deutsche Presse Agentur (DPA), hafði í gær eftir heimildamönnum er sagðir eru hafa náin tengsl við ríkisstjórnina. Scharping hefur undanfarið sætt harðri gagnrýni fyr- ir að hafa notað flugvél í eigu þýska hersins til að fara á fund kærustu sinnar á sólarströnd. DPA greindi ennfremur frá því að Gerhard Schröder, kanslari Þýska- lands, hefði lagt til við varnarmála- ráðherrann að hann léti af störfum. Ekki höfðu borist fregnir af við- brögðum Scharpings við tillögu for- sætisráðherrans. Talsmaður þýsku stjórnarinnar sagði aftur á móti í gær að fregn DPA væri villandi. Kanslarinn væri enn þeirrar skoðunar að Scharping ætti að sitja áfram og hefði hvorki lagt til né krafist þess af varnarmála- ráðherranum að hann segði af sér. Þýska stjórnarandstaðan hefur fengið í gegn að haldinn verði auka- fundur varnarmálanefndar þingsins um málið og stendur til að hann verði á mánudaginn kemur. Vilja stjórn- arandstæðingar að allar flugferðir sem Scharping hefur farið í flugvél- um hersins verði athugaðar. Scharping

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.