Morgunblaðið - 08.09.2001, Síða 1
204. TBL. 89. ÁRG. LAUGARDAGUR 8. SEPTEMBER 2001 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
STOFNAÐ 1913
MORGUNBLAÐIÐ 8. SEPTEMBER 2001
SAMNINGAMENN á alþjóðlegu ráðstefnunni í
Suður-Afríku um kynþáttafordóma reyndu til
þrautar í gærkvöldi að koma í veg fyrir að hún færi
algerlega út um þúfur vegna deilna um átökin í
Miðausturlöndum og kröfu Afríkuríkja um að vest-
ræn ríki bæðust afsökunar á þrælasölu og nýlendu-
kúgun og greiddu skaðabætur.
Ráðstefnunni átti að ljúka í gærkvöldi en ákveðið
var að halda henni áfram í dag þar sem ekki hafði
náðst samkomulag um lokaályktun. Louis Michel,
utanríkisráðherra Belgíu og aðalsamningamaður
Evrópusambandsins, kvaðst hafa orðið fyrir von-
brigðum með hversu hægt hefði miðað í samninga-
viðræðunum. „Þetta hefur verið mjög erfitt í dag.
Ég veit ekki hvort samkomulag næst.“
Fyrr í gær samþykktu fulltrúar Evrópusam-
bandsins málamiðlunartillögu þar sem skorað er á
ríki, sem báru ábyrgð á þrælasölunni, að leita leiða
til að „endurvekja reisn fórnarlambanna“. Tals-
maður sendinefndar ESB sagði að málamiðlunin
jafngilti afsökunarbeiðni en yrði ekki til þess að
hægt yrði að höfða skaðabótamál.
Afríkuríki kröfðust þess að þrælasölunni og ný-
lendukúguninni yrði lýst sem „glæpum gegn mann-
kyni“ og að vestræn ríki greiddu skaðabætur. Tals-
maður sendinefndar Evrópusambandsins sagði að
hún hefði hafnað þessum kröfum. „Samkomulag
náðist um hugmyndina um afsökunarbeiðni,“ sagði
hann. „Orðalagið er nú þannig að það getur ekki
haft lagalegar afleiðingar.“
Patrick Chinamasa, dómsmálaráðherra Zimb-
abwe, sagði þó að deilurnar um skaðabætur og
kröfuna um að þrælaviðskiptunum yrði lýst sem
glæpi gegn mannkyninu hefðu ekki enn verið leyst-
ar.
Mary Robinson, mannréttindafulltrúi Samein-
uðu þjóðanna, sem stjórnaði ráðstefnunni, sagði að
lokaályktunin yrði „ekkert til að verða uppveðraður
af“ vegna þeirra málamiðlana sem þyrfti til að ná
samkomulagi.
Arabaríki hafna málamiðlunartillögu
Hart var einnig tekist á um kröfu múslímaríkja
um að Ísraelar yrðu gagnrýndir harðlega fyrir kyn-
þáttafordóma. Fulltrúar múslímaríkjanna íhuguðu
í gær að ganga af fundi þar sem þeir töldu orðalag
málamiðlunartillögu um átökin í Miðausturlöndum
vera of veikt.
Arabaríkin höfnuðu sáttatillögu Suður-Afríku-
manna en Evrópusambandið, sem hafði hafnað því
að tekin yrði afstaða í deilum Ísraela og araba, sam-
þykkti hana.
„Við höfum ítrekað sagt að textinn sé óaðgengi-
legur,“ sagði Nasser al-Kidwa, fulltrúi Palestínu-
manna hjá Sameinuðu þjóðunum í New York. Hann
bætti þó við að enn væri hægt að ná samkomulagi
og að viðræðunum yrði líklega haldið áfram í dag.
Deilt um þrælasölu og málefni Miðausturlanda á fundi um kynþáttafordóma
Reynt til þrautar að
semja um tilslakanir
Durban. AP, AFP.
AÐ minnsta kosti 30 karlmenn
hafa dáið í Þýskalandi eftir að
hafa tekið inn getuleysislyfið
Viagra frá því að notkun þess
var heimiluð í ríkjum Evrópu-
sambandsins í september 1998,
að sögn þýska heilbrigðisráðu-
neytisins í gær.
Ráðuneytið greindi ennfrem-
ur frá því að í 60 löndum heims,
þeirra á meðal ríkjum Evrópu-
sambandsins, Noregi og Ís-
landi, hefðu 616 manns dáið
vegna hugsanlegra aukaverk-
ana Viagra.
Ráðuneytið sagði að sam-
kvæmt opinberum skýrslum
hefðu 104 Viagra-notendur í
Þýskalandi orðið fyrir „meint-
um aukaverkunum“ lyfsins, þar
af hefðu 30 dáið, m.a. vegna
hjarta- eða blóðrásarvanda-
mála. Að sögn ráðuneytisins
var ekki hægt að ganga úr
skugga um hvort læknar hefðu
mælt með notkun lyfsins í öll-
um þessum tilvikum.
Lyfjafyrirtækið Pfizer, sem
framleiðir Viagra, neitaði því að
lyfið væri hættulegt. „Það eru
engin orsakatengsl milli dauðs-
fallanna í Þýskalandi og notk-
unar Viagra þar sem notkunar-
ráðleggingum hefur verið
fylgt,“ sagði í yfirlýsingu frá
fyrirtækinu. „Margar rann-
sóknir og almenn notkun hafa
sýnt að Viagra er öruggt lyf
þegar það er notað rétt.“
Frá því í janúar í fyrra hafa
þýsk heilbrigðisyfirvöld ráðlagt
fólki með hjarta- og blóðrásar-
vandamál að nota ekki Viagra.
Yfir 600
dauðsföll
rakin til
Viagra
Berlín. AFP.
AFVOPNUN albanskra skæruliða í
Makedóníu hófst að nýju í gær þegar
þeir afhentu hermönnum Atlants-
hafsbandalagsins um 160 vopn á
knattspyrnuvelli í þorpinu Radusa.
Stefnt er að því að hermennirnir
taki við 3.300 vopnum af skærulið-
unum fyrir 26. þessa mánaðar og
rúmlega 1.200 vopn voru afhent í
vikunni sem leið. Afvopnunin er lið-
ur í friðarsamkomulagi sem á að
binda enda á sjö mánaða uppreisn
skæruliðanna.
Skæruliðar ganga hér fylktu liði í
gegnum Radusa. Nokkrir þeirra
sögðu eftir afvopnunina að þeir
myndu halda uppreisninni áfram ef
þörf krefði og kaupa ný vopn.
Hundruð Makedóníumanna söfn-
uðust saman við þinghúsið í Skopje í
gær til að mótmæla aðgerðum
NATO og gerðu gys að afvopnuninni
með því að afhenda „vopn“ eins og
leikfangabyssur, eldhúsáhöld og
ávexti. Þeir sögðu að skæruliðarnir
ættu miklu fleiri vopn en NATO
gerði ráð fyrir og lýstu aðgerðum
bandalagsins sem skollaleik.
Skæruliðar afvopnast
Reuters
UM milljón breskra barna tók í gær
þátt í tilraun sem fólst í því að nem-
endur þúsunda skóla út um allt
Bretland hoppuðu upp í loftið sam-
tímis til að kanna hvort það myndi
valda hræringum sem greindust á
jarðskjálftamælum. Jarðskjálfta-
fræðingar eru nú að mæla áhrifin
og búist er við að niðurstaðan liggi
fyrir eftir hálfan mánuð. Börnin
hoppuðu í eina mínútu og áætlað er
að orkan sem losnaði úr læðingi
hafi verið allt að því jafnmikil og í
skjálfta sem mælist tæp þrjú stig á
Richters-kvarða. Var tilrauninni
lýst sem fjölmennustu vísinda-
tilraun sögunnar og skipuleggjend-
urnir vona að hún verði skráð í
heimsmetabók Guinness. Skólabörn
í Kent taka hér þátt í tilrauninni.
AP
Reynt að
valda
skjálfta
Um 700.000
eldislöxum
slátrað
Portland í Maine. AP.
ALLS hefur verið slátrað um
700.000 eldislöxum í Maine í Banda-
ríkjunum það sem af er árinu til að
reyna að stöðva útbreiðslu hættu-
legs og bráðsmitandi veirusjúkdóms,
ISA. Hann veldur innvortis blæðing-
um og loks dauða en er ekki hættu-
legur mönnum.
ISA hefur valdið miklu tjóni í lax-
eldisstöðvum víða í Evrópu og Kan-
ada undanfarin ár. Hann fannst fyrst
í Maine í mars og hefur síðan breiðst
út. Gert var ráð fyrir að um 130.000
fiskum að auki yrði slátrað í gær.
Svæðið sem heitir Cobscook-flói og
er austarlega í Maine var sett í
sóttkví. Laxinn sem slátrað er hefur
verið notaður í mjöl eða urðaður.
Að sögn dagblaðsins The Boston
Globe er aðgerðunum líkt við ráð-
stafanir sem gripið hefur verið til í
Evrópulöndum gegn gin- og klaufa-
veiki. Þar hefur mörg hundruð þús-
und dýrum verið slátrað til að reyna
að fyrirbyggja útbreiðsluna.
Laxasjúkdómur í
Bandaríkjunum