Morgunblaðið - 08.09.2001, Qupperneq 2
FRÉTTIR
2 LAUGARDAGUR 8. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Fylgstu
með
nýjustu
fréttum
www.mbl.isKvennalandsliðið mætir
því ítalska/B1
Róbert laus mála
hjá Bayer/B1
4 SÍÐUR16 SÍÐUR
Sérblöð í dag
Á LAUGARDÖGUM L a u g a r d a g u r8.
s e p t e m b e r ˜ 2 0 0 1
BÆNHÚS í anda 12. aldar verður
vígt á bænum Efri-Brú í Grímsnesi
klukkan 13 í dag. Sr. Anna Sigríð-
ur Pálsdóttir, prestur í Grafarvogi,
mun helga húsið, en á Efri-Brú, þar
sem rekin er ferðaþjónusta, fer
fram þing 37 norrænna kvenpresta
um þessa helgi.
Böðvar Guðmundsson, bóndi á
Efri-Brú, segir að í kaþólsku hafi
verið bænhús á staðnum og að síð-
asta sumar hafi sér dottið í hug að
reisa bænhús við bæinn eftir göml-
um teikningum. Hann segir að í
Jarðabók Árna Magnússonar og
Páls Vídalín segi að á Efri-Brú hafi
verið bænhús svo lengi sem menn
muni og að þar hafi heimilisfólk
fengið sakramenti. Bænhúsið hafi
verið aflagt hálfri öld áður en þeir
Árni og Páll rituðu bókina árið
1708.
Hafist var handa við byggingu
bænhússins í vor og var unnið fram
á kvöld í gærkvöldi til að leggja
lokahönd á húsið. Hann segir að
teikningarnar sem húsið er byggt
eftir hafi einnig verið notaðar í
Brattahlíð á Grænlandi. „Ég hef
alla tíð haft áhuga á sögu þjóð-
arinnar og lífinu í landinu og
hvernig fólk komst af, á hverju það
lifði og hvernig húsakynni þess
voru. Mér hefur alltaf fundist torf-
bærinn skemmtilegur og falla vel
að landslagi, það gerði það að verk-
um að ég ákvað að prófa að byggja
eitt stykki bænhús, eins og það hef-
ur væntanlega litið út til forna.
Það má náttúrlega kalla þetta
dellu, en ég hef sagt við kunningja
mína, sem hafa kannski það mark-
mið að kaupa stóran og dýran
jeppa, að þetta sé minn Patrol eða
Pajero,“ segir Böðvar.
Hann segir það mikla tilviljun að
norrænir kvenprestar hafi valið að
halda þing sitt á Efri-Brú. Hóp-
urinn hafi pantað tímanlega og
hann hafi stefnt að því að bænhúsið
yrði tilbúið þegar þær kæmu.
Böðvar segist ekki gera sér neinar
hugmyndir um hvort bænhúsið
muni nýtast í ferðaþjónustunni.
„En þetta er fallegt og svolítið
sérstakt og stendur hérna við
heimreiðina,“ segir hann. Böðvar
segir bænhúsið öllum opið til
skírna og brúðkaupa, það eina sem
ekki sé hægt að framkvæma þarna
sé að taka fólk til altaris. Einnig
segir hann að erfitt yrði að koma
líkkistu inn í bænhúsið, en gólfflöt-
urinn er sex fermetrar. Bekkir eru
með hvorri hlið og tekur bænhúsið
um 15 manns í sæti, að sögn Böðv-
ars.
Bænhús með 12. aldar sniði verður vígt á Efri-Brú í Grímsnesi í dag
„Þetta er
minn
Patrol eða
Pajero“
Morgunblaðið/Þorkell
Iðnaðarmenn voru að leggja lokahönd á bænhúsið síðdegis í gær. Byrjað var á smíði hússins í vor.
ALÞÝÐUSAMBÖND Vestfjarða og
Austurlands standa sameiginlega að
útgáfu bæklings á pólsku, sérstaks
vegvísis á vinnumarkaði á Íslandi
fyrir pólskt verkafólk.
„Við vonum að þetta komi fólki að
gagni og vísi á eitthvað meira í fram-
tíðinni, á meiri þjónustu við þetta
fólk sem kemur hingað að vinna fyrir
okkur,“ sagði Helgi Ólafsson, starfs-
maður á skrifstofu verkalýðsfélag-
anna á Ísafirði og formaður Verka-
lýðsfélags Hólmavíkur.
Töluvert mikið er af pólsku verka-
fólki bæði á Vestfjörðum og á Aust-
urlandi. Að sögn Helga hleypur
fjöldinn á hundruðum og hafa starfs-
menn verkalýðsfélaga fundið fyrir
því að þörf sé fyrir bækling af þessu
tagi.
Í bæklingnum, sem er alls 40 blað-
síður, er að finna upplýsingar um
réttindi verkafólks á pólsku. „Við
höfum nú grun um að á öðrum stöð-
um sé skyldunum meira haldið að
þeim en réttindunum þannig að við
einbeitum okkur að þeim,“ sagði
Helgi.
Í bæklingnum er m.a. að finna
kafla um lífeyrissjóði, skatta, trún-
aðarmenn, öryggismál, atvinnu- og
dvalarleyfi, húsnæðismál, skóla og
orlof. „Það er líka lögð áhersla á að
vísa fólki á hvar það getur náð sér í
frekari upplýsingar um þessa hluti,“
sagði Helgi.
Aftast í bæklingnum er ennfremur
nokkurra síðna íslensk-pólskur orða-
og hugtakalisti þar sem farið er yfir
ýmis orð sem tengjast efni bæklings-
ins. „Farið er yfir algeng orð í frysti-
húsavinnu, starfsmannaheiti, heiti á
fisktegundum, töluorð, daga og svo
framvegis,“ sagði Helgi.
Bæklingur
um réttindi
verkafólks
gefinn út á
pólsku
ÚTGJÖLD um það bil helmings
framhaldsskóla landsins og fjöl-
margra sjúkrastofnana voru um-
fram fjárheimildir fjárlaga á sein-
asta ári samkvæmt ríkisreikningi
ársins 2000. Þá kemur fram í
reikningnum að kostnaður vegna
heimssýningarinnar í Hannover
fór 198 millj. kr. fram úr fjárheim-
ild fjárlaga á síðasta ári.
Hæstu umframgjöld í fram-
haldsskólum voru hjá Menntaskól-
anum í Kópavogi eða 122 milljónir
umfram fjárheimildir ársins og í
Fjölbrautaskólanum í Breiðholti
þar sem rekstrargjöldin voru 98
millj. kr. umfram heimildir fjár-
laga 2000.
Fram kemur í nýbirtum ríkis-
reikningi fyrir árið 2000 að gjöld
flestra skóla á framhaldsskólastigi
hefðu lækkað á milli ára og rekja
megi það til áhrifa af verkfalli
framhaldsskólakennara. Rekstrar-
gjöld margra framhaldsskóla voru
engu að síður umfram fjárheim-
ildir á síðasta ári. Gjöld Myndlista-
og handíðaskólans fóru 56 millj. kr.
umfram fjárheimild, Fjölbrauta-
skóla Norðurlands vestra 38 millj.
kr., Borgarholtsskóla 36 millj. kr.,
Fjölbrautaskólans í Ármúla 36
millj. kr., Listdansskólans 38 millj.
kr., Fjölbrautaskóla Vesturlands
37 millj. kr., Flensborgarskóla 23
millj. kr., Verkmenntaskólans á
Akureyri 28 millj. kr. og Mennta-
skólans við Sund 21 millj. kr. um-
fram fjárheimildir fjárlaga á síð-
asta ári, skv. ríkisreikningi ársins.
Gjöld Tækniskólans 102 millj.
umfram fjárheimildir
Heildargjöld Tækniskóla Íslands
námu samtals 334 millj. kr. í fyrra,
hækkuðu um 38 millj. kr. milli ára
og fóru 102 millj. kr. fram úr fjár-
heimildum síðasta árs.
Á árinu 1999 fóru rekstrargjöld
Tækniskólans 12 millj. kr. umfram
fjárheimild fjárlaga. Ríkisendur-
skoðun gerði á síðasta ári, við end-
urskoðun ríkisreiknings 1999, at-
hugasemdir við fjárhagsstöðu
skólans. Taldi stofnunin stöðu á
eigin fé hans óviðunandi og að
gera yrði róttækar ráðstafanir til
að laga fjárhagsstöðu skólans.
Útgjöld ríkisins vegna sjúkra-
húsaþjónustu námu 35,3 milljörð-
um kr. í fyrra og hækkuðu þau
milli ára um 1.157 milljónir kr.
Fram kemur í ríkisreikningi að
gjöld Landspítala – háskólasjúkra-
húss (LSH) voru samtals 18,9
milljarðar kr. og fóru 371 milljón
kr. fram úr fjárheimildum ársins.
Gjöld Fjórðungssjúkrahússins á
Akureyri námu rúmum 2,2 millj-
örðum, hækkuðu um 157 millj. kr.
á milli ára og fóru 46 milljónir kr.
fram úr fjárheimildum í fyrra. Út-
gjöld St. Jósefsspítalans í Hafn-
arfirði fóru tæpar 44 millj. kr.
fram úr heimildum ársins, Heil-
brigðisstofnunin á Suðurnesjum
fór tæpar 60 millj. kr. fram úr fjár-
heimildum og gjöld Heilbrigðis-
stofnunarinnar á Akranesi voru 90
millj. kr. umfram heimild fjárlaga.
Þá kemur fram í ríkisreikningi
að gjöld Tryggingastofnunar rík-
isins námu alls 663 milljónum kr. í
fyrra, höfðu hækkað um 19 millj-
ónir á milli ára og voru 70 millj. kr.
umfram fjárheimild fjárlaga. Gjöld
Landlæknisembættisins jukust
einnig í fyrra eða um 31 millj. kr.
milli ára, námu samtals 161 millj.
kr. og fóru rúmlega 41 millj. kr.
fram úr fjárheimild ársins.
Útgjöld utanríkisráðuneytisins
sem færð eru undir liðinn ,,gjöld
vegna ýmissa verkefna“ í ríkisbók-
haldi hækkuðu um 230 millj. kr. á
síðasta ári frá árinu á undan. Í rík-
isreikningi kemur fram að rekja
megi hækkunina til kostnaðar við
þátttöku Íslendinga í heimssýning-
unni í Hannover.
Skv. ríkisreikningi námu útgjöld
vegna heimssýningarinnar í fyrra
342 millj. kr., sem er 198 millj. kr.
umfram fjárheimild fjárlaga ársins
2000. Kostnaður vegna heimssýn-
ingarinnar á árinu á undan nam
hins vegar 74 milljónum kr. Við
opnun sýningarinnar í Hannover í
maí árið 2000 var áætlað að kostn-
aður Íslendinga vegna hennar yrði
280–285 millj. kr. Heildarkostnað-
ur vegna sýningarinnar hefur hins
vegar orðið samtals um 417 millj.
kr. á síðustu tveimur árum eða 132
millj. kr. umfram áætlaðan kostn-
að.
Kostnaður vegna heimssýningar 198 millj. umfram fjárlagaheimild í fyrra
Margir skólar og sjúkrahús
fóru fram úr fjárheimildum
SJÖ mál eru enn til umfjöllunar hjá
ríkissáttasemjara. Þar af eru tvö
vegna kjarasamninga nokkuð stórra
hópa, þ.e. sjúkraliða annars vegar og
tónlistarkennara hins vegar, en hin
málin varða mun smærri hópa, sam-
kvæmt upplýsingum Þóris Einars-
sonar, ríkissáttasemjara.
Hann sagði að samningar við
sjúkraliða og tónlistarkennara hefðu
ekki mjakast svo neinu næmi lengi.
Staðan væri erfið og um hálfgert
þrátefli að ræða.
Fundur var með tónlistarkennur-
um og viðsemjendum þeirra á
þriðjudaginn var og er næsti fundur
boðaður 14. september næstkom-
andi. Sjúkraliðar og viðsemjendur
þeirra voru einnig á fundi nú í vik-
unni og er næsti fundur í kjaradeilu
þeirra boðaður á mánudaginn kem-
ur, 10. september.
Sjö mál hjá
ríkissátta-
semjara
♦ ♦ ♦