Morgunblaðið - 08.09.2001, Síða 6

Morgunblaðið - 08.09.2001, Síða 6
FRÉTTIR 6 LAUGARDAGUR 8. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÍSLENSKA kvennalandsliðið í knattspyrnu notaði heldur óhefð- bundna leið til að vekja athygli á landsleik á móti Ítölum sem fram fer í Laugardalnum klukkan 11 í dag, en á heilsíðuauglýsingu sem birtist í Morgunblaðinu í gær var mynd af stelpunum í liðinu í bik- iníum undir orðinu „stelpuslagur“. Valgerður Bjarnadóttir, fram- kvæmdastýra Jafnréttisstofu, segir auglýsinguna með kynferðislegum undirtóni og segir sorglegt að stúlkurnar hafi látið undan kröfum markaðsaflanna, að ekkert sé spennandi nema í því sé ofbeldi og kynlíf, þar sem kvennaknattspyrna snúist um allt annað. Hugmyndin að auglýsingunni kviknaði hjá liðinu sjálfu og söfn- uðu þær styrkjum til að fjármagna auglýsinguna. Ásthildur Helgadótt- ir fyrirliði segir að þeim hafi fund- ist nauðsynlegt að vekja athygli á leikjum liðsins og liðinu sjálfu. „Það hefur farið svolítið lítið fyrir okkar leikjum og ekki margir mætt á völl- inn. Þannig að þetta var tilraun til að vekja athygli á okkur og það tókst greinlega,“ segir Ásthildur. Hún segir að liðið hafi fengið mjög góð viðbrögð við auglýsing- unni. Hún segir að allar í liðinu hafi viljað fara þessa leið en á fundi fyr- ir síðasta leik var rætt hvað liðið gæti gert til að auka áhuga á kvennaknattspyrnu. „Við erum all- ar tilbúnar að leggja mikið á okkur til að standa okkur vel og breyta því hve lítill áhugi er á kvennabolt- anum.“ Ásthildur segir að reynt hafi verið að stilla liðinu þannig upp að öllum hafi liðið vel, einnig hafi þær getað valið sér bikiníin sjálfar. Orðið „stelpuslagur“ gefur kynferðislegan undirtón Valgerður segir að henni finnist auglýsingin sorgleg. „Mér finnst þessar stelpur, sem ég ber heil- mikla virðingu fyrir, vera að gefa eftir fyrir markaðsöflunum og segja að ekkert sé neins virði nema það sé ofbeldi í því og einhver kyn- lífssala,“ segir Valgerður. „Þegar orðið „stelpuslagur“ og íþróttastelpur í bikiníi, sem tengist þeirra íþrótt ekki á neinn hátt, fer saman í auglýsingu er leðjuslagur það fyrsta sem kemur upp í hug- ann, ekki bara hjá mér heldur fleir- um, stelpur að slást, æsandi og spennandi. Mér finnst þetta sorg- legt, ég vildi að þær gætu bara staðið fyrir það sem þær eru að gera með fullri virðingu og fengið athygli út á það, krefjast þess að fá athygli út á það, en ekki það sem heimurinn veitir sjálfkrafa athygli.“ Hún telur að með því að taka orðið „stelpuslagur“ út hefði mátt breyta miklu. Ekki stelpur með stóran rass og læri Ásthildur segir að starfsmaður auglýsingastofu hafi átt hugmynd- ina að því að nota orðið „stelpuslag- ur“. „Það var ágætishugmynd og vakti eiginlega meiri athygli á þessu,“ segir hún. Aðspurð segir Ásthildur að það geti verið að fólk túlki auglýsinguna með kynferðis- legum undirtóni. „Ég held að það sé bara allt í lagi að vekja þetta umtal, það var eiginlega það sem við vorum að sækjast eftir.“ Ásthildur segir einnig að þær hafi viljað breyta viðhorfinu til kvennaknattspyrnu. „Það hefur oft verið í umræðunni að stelpur verði bara feitar, með feit læri og stóran rass af að vera í fótbolta. Við vild- um kannski líka sýna að við erum í góðu formi og æfum vel.“ Valgerður segir auglýsinguna ekki gefa rétt skilaboð. „Þær eru ekki kyntákn á vellinum, þar eru þær konur sem eru að brjóta múra dálítið, að krefjast þess að fá að stunda sín áhugamál sem kunna að vera dálítið óhefðbundin enn þá. Það tekur tíma að vinna sér virð- ingu þegar við erum að fara inn á óhefðbundin svið,“ segir hún. Ástralska kvennalandsliðið í knattspyrnu sat fyrir á dagatali fyrir Ólympíuleikana í Sydney og voru þær þar kviknaktar. Valgerð- ur segir að Ástralir séu mjög aft- arlega hvað varðar jafnréttismál. Hún segir að hún hefði frekar vilj- að að stelpurnar hefðu verið í sín- um búningum, þótt þær hefðu ekki fengið jafnmikla athygli út á það, og að undir hefði t.d. staðið „Stolt- ar stelpur“ eða „Flottar stelpur“. „Það hefði verið auglýsing út á hvað þær standa fyrir.“ Ásthildur segir aftur á móti að stúlkurnar í liðinu hafi oft verið í viðtölum þar sem þær eru í keppn- isgallanum og á myndum. „En það er bara ekki nóg til að það sé tekið eftir því og geta okkar sé viður- kennd,“ segir hún. „Það virðist vera raunin að það þurfi að gera eitthvað róttækt, sérstaklega við stelpurnar.“ Þarf fleiri á völlinn Eggert Magnússon, formaður Knattspyrnusambands Íslands, segir að honum finnist auglýsingin vera mjög góð. Hann segist ekki sjá neitt athugavert við hana, hon- um finnist ekkert dónalegt við stúlkur á sundbol, það sé fyrst og fremst verið að vekja athygli á því hvað er að gerast í kvennaknatt- spyrnunni. „Mér finnst dónaskapur við stúlkurnar hvað mæta fáir á völl- inn, þær hafa staðið sig mjög vel og verið með mjög góðan árangur og eiga það hreinlega skilið að fólk styðji við bakið á þeim. Stundum er verið að fjalla um það í ræðu og riti að það sé ekki nóg gert í kvenna- knattspyrnunni, það ágæta fólk sem heldur því fram á að minnsta kosti að sýna þá stórmennsku að mæta á völlinn.“ Ásthildur segir að mest hafi liðið náð um 500 manns á völlinn, en al- gengt er að um 5.000 mæti á lands- leiki í karlaboltanum. Leikurinn í dag, sem er annar leikur Íslend- inga í undankeppni í heimsmeist- arakeppni kvenna, hefst klukkan 11. „Það er kannski ekki ákjósan- legasti tíminn til að spila, það náð- ist seint að semja um leikdag við Ítalina og búið var að setja á um- ferð í úrvalsdeild karla. Þetta er niðurstaðan og við tökum því bara eins og það er, við hefðum viljað spila leikinn klukkan 14 eða 16, það er líka betra upp á áhorfendur.“ Kvennalandsliðið í knattspyrnu vill fleiri áhorfendur Þurftu að gera eitthvað róttækt Hugmyndin að auglýsingunni, sem birtist í Morgunblaðinu í gær, kvikn- aði hjá liðinu sjálfu og söfnuðu stelpurnar styrkjum til að fjármagna auglýsinguna. Fyrirliði liðsins segir að eitthvað róttækt hafi þurft að gera til að vekja athygli á kvennaknattspyrnunni. Framkvæmda- stýra Jafnrétt- isstofu segir auglýsinguna sorglega MIKILL viðbúnaður var við höfnina í Vestmannaeyjum í gærmorgun vegna japanska túnfiskveiðiskipsins Hokem Maru 8 sem var á leið til hafn- ar. Einn hásetinn hafði klifrað efst upp í mastur skipsins og síðan kastað sér í sjóinn. Ástæða þessa var talin sú, að er skipið kom til hafnar í Hafnarfirði fyrir þremur dögum frétti maðurinn af andláti móður sinnar auk þess sem upp komu óvæntir erfiðleikar í einka- lífi mannsins. Hokem Maru hefur verið á sjó í sjö til átta mánuði. Maðurinn klifraði upp í mastrið þegar skipið var statt um 200–300 mílur suður af Vestmannaeyjum. Siglingin til hafnar tók í kringum 20 tíma og var því talið að maðurinn hefði verið uppi í mastrinu í um sólar- hring. Í höfninni í Vestmannaeyjum var til taks körfubíll til þess að aðstoða við að ná manninum niður úr mastr- inu ef með þyrfi auk þess sem sjúkra- bíll og lögregla voru á staðnum. Var kaldur og þrekaður Lóðsbáturinn í Vestmannaeyjum sigldi á móti Hokem Maru en í ytri víkinni nálægt Bjarnarey henti mað- urinn sér í sjóinn. Skipverjar á lóðs- bátnum köstuðu línu til hans og náðu þeir honum um borð. Að sögn skip- stjórans, Ágústs Bergssonar, var maðurinn mjög kaldur og þrekaður en jafnframt mjög þakklátur fyrir að vera kominn um borð. Um 9.30 var maðurinn kominn í land og var hann fluttur á sjúkrahús í Vestmannaeyjum til frekari aðhlynn- ingar. Morgunblaðið/Sigurgeir Háseta bjargað eftir að hafa kast- að sér í sjóinn SAMKEPPNISSTOFNUN hefur ekki borist formlegt erindi frá Útvegsbændafélagi Vest- mannaeyja um opinbera rann- sókn á verðmyndun á gasolíu til fiskiskipa á Íslandi, að sögn Ás- geirs Einarssonar, lögfræðings stofnunarinnar. Hann segist þess vegna ekki geta sagt til um það hvortstofnunin muni verða við óskum útvegsbænda. Páll Magnússon, aðstoðar- maður iðnaðar- og viðskiptaráð- herra, segist líta svo á ráð- herrann muni ekki hafa afskipti af þessu máli í bili, enda beri Samkeppnisstofnun að taka á óskum aðila á markaði sem hafi áhyggjur af samkeppnisfor- sendum í verðlagningu. Verðmyndun á olíu Ekki bor- ist form- legt erindi VINNU við fjárlagagerð næsta árs miðar vel og er samkvæmt áætlun, að sögn Bolla Þórs Bollasonar, skrifstofustjóra efnahagsskrifstofu fjármálaráðuneytisins. Búið er að taka allar ákvarðanir og er nú unn- ið að því að skrifa og undirbúa fjár- lagafrumvarpið og ganga frá því til prentunar. Í fjármálaráðuneytinu er nú til skoðunar að taka upp notk- un svokallaðrar væntingavísitölu til að kanna hvert horfir í efnahagslíf- inu. Að sögn Bolla er slíkt mjög al- gengt erlendis og mikið notaður mælikvarði varðandi efnahagshorf- ur. Gerð slíkrar vísitölu felst í fram- kvæmd úrtakskannana, sem eru bæði gerðar hjá fyrirtækjum og einstaklingum, þar sem spurt er um hvernig viðkomandi meti verð- bólguhorfur eftir 12 mánuði, hvort ætlunin sé að kaupa bíl eða fjár- festa o.s.frv. Upplýsingunum er síð- an safnað saman og reynt að búa til eina eða fleiri vísitölur úr niður- stöðunum. „Þetta er hugsað sem al- mennt við mat á efnahagsstöðunni og tengist í sjálfu sér ekki fjárlög- unum eingöngu,“ segir Bolli. Fjárlagagerð samkvæmt áætlun Væntingarvísitala til skoðunar í ráðuneytinu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.