Morgunblaðið - 08.09.2001, Page 10
FRÉTTIR
10 LAUGARDAGUR 8. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
PÁLL Pétursson félagsmálaráðherra er undr-
andi á málflutningi Ingibjargar Sólrúnar
Gísladóttur borgarstjóra í sambandi við fé-
lagslegar íbúðir í Reykjavík. Hún segir m.a.
að ástandið hvað þær varðar sé algerlega óvið-
unandi og gera verði þá kröfu til ríkisvaldsins
að það efni fyrirheit um úrbætur í þessum efn-
um í formi stofnstyrkja vegna byggingar fé-
lagslegra leiguíbúða og hækkunar húsaleigu-
bóta.
Félagsmálaráðherra segir að málflutningur
borgarstjóra sé ekki rökstuddur. Það sé tví-
mælalaus skylda sveitarfélaganna að sjá þeim
fyrir húsnæði sem ekki geti það með öðrum
hætti, þ.e. vegna fátæktar, fötlunar eða ann-
arra þvílíkra þátta. Ríkið standi ekki í og eigi
ekki að standa í því að reka leiguhúsnæði. Það
sé hlutverk sveitarfélaga. Hins vegar vilji rík-
ið auðvelda sveitarfélögum að koma upp leigu-
íbúðum og að breyta innlausnaríbúðum í
leiguíbúðir og ýmislegt hafi verið gert í því
efni. Reykjavíkurborg hafi alltaf fengið já-
kvæð svör frá Íbúðalánasjóði, lánsloforð sam-
kvæmt framlögðum umsóknum, en um hafi
verið að ræða 100 íbúðir á ári.
Að sögn Páls Péturssonar hefur verið
ákveðið að breyta ekki lánum á innlausnar-
íbúðum til sveitarfélaga. Það þýði að innleysi
sveitarfélag félagslega eignaríbúð, sem sveit-
arfélög séu í mörgum tilfellum skyldug til að
gera, geti það yfirtekið lánið, hvort sem það sé
á 1% eða 2,4% vöxtum, og greitt af því á sömu
kjörum út lánstímann en fengið auk þess við-
bót á hærri vöxtum þannig að lánstíminn verði
50 ár.
Í öðru lagi segir hann að ákveðið hafi verið
að breyta ekki vöxtum á þegar teknum lánum.
Í skuldabréfunum standi að þau séu með
breytilegum vöxtum og hægt sé að taka
ákvörðun um að hækka vextina eins og fyrir-
rennarinn í ráðherrastól, Jóhanna Sigurðar-
dóttir, hafi gert á sumum lánaflokkum.
Í þriðja lagi hefur verið ákveðið að halda
áfram að niðurgreiða vexti á ákveðnum fjölda
íbúða, sem sveitarfélögin muni byggja eða
kaupa. Páll segir að árlega verði 400 íbúðir
með niðurgreiddum vöxtum eða 3,5%, en þess-
ar íbúðir séu handa fólki sem er innan skil-
greindra tekju- og eignamarka. Við það borð
sitji sveitarfélögin, hússjóður Öryrkjabanda-
lagsins og til dæmis námsmenn.
Páll Pétursson segir ljóst að mikill skortur
sé á leiguhúsnæði í Reykjavík og leigan of há í
mörgum tilfellum. Því hafi verið ákveðið að
ríkið hafi forgöngu um sérstakt átak til að
fjölga leiguíbúðum handa fólki án tillits til
tekna, því almenningur þurfi að eiga þess kost
að komast í leiguhúsnæði. Verið sé að reyna
að koma þessu í gang í samstarfi við lífeyr-
issjóðina. Þeir hafi lengi aðstoðað fólk við að
koma sér í eigið húsnæði og með þessu móti
geti þeir líka hjálpað fólki að komast í leigu-
húsnæði. Samið hafi verið um að Búseti ríði á
vaðið í þessu efni og komi upp og reki 300
leiguíbúðir í fyrsta áfanga, en á lánum til þess-
ara íbúða verði niðurgreiddir vextir eða 4,5%
vextir.
Að sögn ráðherra er hér um að ræða 550
íbúða fjölgun á leigumarkaðnum á ári en átak-
ið á að standa næstu fjögur árin. Verði spurn
eftir lánum til leiguíbúða meiri verði lánað út
á þær en á þeim kjörum sem Íbúðalánasjóður
geti lánað á hverjum tíma. „Það er því ekki
hægt að segja annað en að ríkisvaldið geri sitt
til að laga stöðuna á leigumarkaðnum og það
eru engin rök fyrir þessu tali borgarstjóra.
Jafnframt kennir hún því um að þessi spenna
sem myndast núna og langur biðlisti sé vegna
breytinga á húsnæðislöggjöfinni en það er nú
aldeilis ekki, því aldrei hefur annað eins bæst
við af félagslegu húsnæði og aldrei hefur verið
meiri félagsleg hjálp í húsnæðismálum handa
tekjulitlu fólki en síðustu tvö ár.“
Páll Pétursson segir að gamla félagslega
eignaríbúðakerfið hafi verið lagt niður í fyrra
en í staðinn tekið upp nýtt kerfi með viðbótar-
lánum en þeir sem taki þau lán eigi rétt á sam-
tímagreiddum vaxtabótum. Kjörin séu því
mjög góð á þessum lánum. „Það er mjög
ósanngjarnt og ómaklegt að kenna nýju lög-
unum um þessa stöðu sem upp er komin,“ seg-
ir ráðherra og bætir við að það sé mikil fjar-
stæða að sveitarstjórnarmenn skuli láta slíkt
sér um munn fara vegna þess að löggjöfin hafi
verið sett í sérstöku samráði við sveitarfélögin
í landinu.
Páll Pétursson félagsmálaráðherra vísar ummælum borgarstjóra á bug
Sveitarfélögum
auðveldað að koma
upp leiguíbúðum
FJÖLDI fyrirtækja og stofnana
hér á landi hefur að undanförnu
fengið sent bréf á íslensku þar
sem óskað er eftir því að fyr-
irtækið sendi dauðveikum dreng
í Belgíu nafnspjald frá fyrirtæk-
inu og sendi svo bréfið áfram til
tíu annarra fyrirtækja. Á vef
netfyrirtækisins Snerpu segir
að drengurinn sé orðinn heill
heilsu, og valdi það honum og
fjölskyldu miklum vandkvæð-
um, að hann fær hundruð bréfa
á degi hverjum.
Á heimasíðu Snerpu segir að
starfsmönnum fyrirtækisins
hafi tekist að hafa uppi á kunn-
ingja fjölskyldunnar og fengið
frá honum bréf þar sem hann
biður þá um að aðstoða sig við að
stöðva keðjubréfið. Þá segir í
svarbréfi kunningjans, sem ekki
vill láta nafns síns getið, að faðir
drengsins hafi beðið hann um að
gera allt sem í hans valdi stæði
til að stöðva keðjubréfið.
Haft er eftir föður drengsins
að nágranni fjölskyldunnar hafi
komið keðjubréfinu af stað í jan-
úar 1998. Fjölskyldan þurfi að
opna hundruð bréfa á hverjum
degi til að fullvissa sig um að þau
séu ekki að henda öðrum bréf-
um en þeim sem innihalda nafn-
spjöld. Þá segir í bréfi kunningj-
ans að drengurinn hafi aldrei
verið haldinn ólæknandi sjúk-
dómi.
Einnig kemur fram á vef
Snerpu að fyrirtækinu hafi bor-
ist keðjubréfið um Steve frá
Póst- og fjarskiptastofnun, og
því hafi fylgt áskorun frá Rauða
krossi Íslands. Á vefnum segir
að samgönguráðuneytið, Lands-
bankinn og Eimskip séu meðal
þeirra fyrirtækja sem hafi sent
bréfið áfram.
Þórir Guðmundsson, upplýs-
ingafulltrúi Rauða kross Ís-
lands, staðfestir að bréfið hafi
verið sent til tíu íslenskra fyr-
irtækja og stofnana 13. ágúst.
Hann segir það ekki vera venju
RKÍ að svara bréfum af þessu
tagi en þar sem einungis hafi
verið beðið um eitt nafnspjald
hafi það verið gert. Þá segir Þór-
ir að bréfinu hafi fylgt listi yfir
þau fyrirtæki sem þegar hafi
verið sent bréfið og fjöldi þeirra
hafi verið vel yfir eitt hundrað.
Þórir segir að bréfið hafi verið
á íslensku þegar það barst.
Fyrirtæki
og stofn-
anir dreifa
keðjubréfi ALLS hófu 38 nemendur sl. mánu-
dag nám í viðskiptalögfræði við nýja
lögfræðideild Viðskiptaháskólans á
Bifröst. Nemendurnir voru valdir úr
stórum hópi umsækjenda en 2,3 um-
sóknir voru um hvert laust pláss í
deildinni. Á haustmisseri leggja þeir
stund á námsgreinarnar samninga-
rétt, lögfræði og lögfræðilega upp-
lýsingaleit, lög og rétt, rekstrarhag-
fræði, rannsóknaraðferðir og
samskipti og tjáningu.
Nám í viðskiptalögfræði sam-
þættir fjármál, viðskipti og lögfræði
með það að markmiði að mennta
stjórnendur með sérþekkingu á
lagalegum þáttum viðskipta og
rekstrar fyrir atvinnulíf og sam-
félag.
Lögfræðilegur hluti námsins felur
í sér þau réttarsvið er lúta almennt
að rekstri fyrirtækja, rekstrarformi
og rekstrarumhverfi í víðu sam-
hengi. Sérstök áhersla er lögð á
fjármálamarkaðinn og alþjóðleg við-
skipti í því samhengi. Viðskipta-
fræðilegi hlutinn tekur á grunnþátt-
um hagfræði, stjórnunar og
reikningshalds auk sérstakrar
áherslu á fjármál og alþjóðavið-
skipti.
Auk áfanga á sviði lögfræði og
viðskipta er leitast við að samþætta
þessi svið í blönduðum framhalds-
kúrsum en einnig eru kennd grunn-
fög á sviði stærðfræði, upplýsinga-
tækni, rannsóknaraðferða og sam-
skipta.
Gert er ráð fyrir að kennsla á síð-
asta ári fari að mestu fram á ensku
og möguleiki verður einnig að taka
árið að hluta til erlendis í sam-
starfsháskólum Bifrastar.
Námið veitir víðtæka möguleika
til framhaldsnáms, m.a. til meistara-
gráðu á sviði viðskiptalögfræði
(cand. merc. jur.) og viðskiptafræða
(cand. merc.) í Skandinavíu og MBA
eða meistaragráðu í viðskiptum og
lögum frá Bretlandi eða Bandaríkj-
unum.
Nám í viðskiptalögfræði er víða
kennt við erlenda viðskiptaháskóla
við mikla aðsókn og þykir hafa gef-
ist vel, t.a.m. í Þýskalandi og Dan-
mörku.
Í frétt frá skólanum segir að mið-
að við reynslu erlendis megi gera
ráð fyrir að útskrifaðir viðskiptalög-
fræðingar starfi m.a. sem stjórn-
endur hjá fjármálafyrirtækjum,
upplýsingatæknifyrirtækjum og
fyrirtækjum er vinna á alþjóðlegum
mörkuðum.
Þriggja ára BS-nám í viðskiptalögfræði við Viðskiptaháskólann á Bifröst
38 nemar í lögfræði
Nemendur í lögfræðideild Viðskiptaháskólans á Bifröst í tíma í kennslugreininni Lögfræði og lögfræðileg upp-
lýsingaleit. Allir nemendur eru með fartölvur en Netið og lögfræðileg gagnasöfn eru nýtt í kennslu og námi.
PÁLL Sigurðsson, forseti laga-
deildar Háskóla Íslands, fagnar
samkeppni í lögfræðikennslu og
segir að hún sé holl. Eins og
Morgunblaðið greindi frá í gær
stefnir Háskólinn í Reykjavík að
stofnun lagadeildar sem á að
taka til starfa næsta haust.
Páll Sigurðsson segist telja að
kenna megi lögfræði í ýmsum
menntastofnunum og gott sé að
það sé gert. Sérstaklega sé
áhugavert að menntastofnanir
setji upp mismunandi áhersluleið-
ir en viðbúið sé að Háskólinn í
Reykjavík ætli að byggja mikið á
viðskiptalögfræði. Það sé reyndar
líka gert í lagadeild HÍ. „Ef um
samkeppni er að ræða þá er hún
holl,“ segir hann.
Að sögn Páls er ekki fyr-
irsjáanleg þörf á breytingum í
lagadeild HÍ vegna samkeppn-
innar og á hann því ekki von á
slíku. Hann segir að skuldbind-
ingar lagadeildarinnar séu allt
öðruvísi. Um sé að ræða mjög
breitt námsval sem þurfi að halda
uppi og ekki sé hægt að einbeita
sér að einhverju ákveðnu sviði.
Þó hafi meðal annars verið
brugðist við þörfum viðskiptalífs-
ins með því að setja upp mjög öfl-
ugar greinar í viðskiptarétti og
því sé boðið upp á mjög góða
kosti í þeim efnum í kjörnámi
auk þess sem samstarf sé við við-
skiptadeild. Nemendur geti tekið
greinar í viðskiptadeild og fengið
þær metnar sem hluta af embætt-
isprófi í lögfræði. „En engu að
síður fagna ég því ef aðrir eru að
þreifa fyrir sér í þessu en aðal-
atriðið, þegar stofnað er til lög-
fræðikennslu í ýmsum mennta-
stofnunum, er að það sé
undirbúið mjög vel í upphafi og
vel að því staðið.“
Ekki einkaréttur
Háskóla Íslands
Háskólanám á háskólastigi
heyrir undir almenna háskólalög-
gjöf og er undir eftirliti mennta-
málaráðuneytisins. Björn Bjarna-
son, menntamálaráðherra, segir
að semja þurfi við ráðuneytið um
fjölda nemenda og annað slíks
eðlis, en ráðuneytið líti ekki til
inntaks námsins. Þetta sé spurn-
ing um hvað viðkomandi skóli
ákveði að gera við það fé sem
hann fái samkvæmt samningum
við menntamálaráðuneytið. Það
sé ekkert sem segi að Háskóli Ís-
lands eigi að hafa einkarétt á því
að kenna lögfræði, en í þessu
sambandi má nefna að í vikunni
hóf Viðskiptaháskólinn á Bifröst
kennslu í viðskiptalögfræði við
nýja lögfræðideild skólans.
Páll Sigurðsson segir að beri
umrædd ákvörðun Háskólans í
Reykjavík vott um það að lög-
fræði hafi aukið vægi í þjóðfélag-
inu og lögð verði meiri áhersla á
lögfræði en verið hefur sé það
góðs viti því full þörf sé á því.
Forseti lagadeildar
HÍ fagnar samkeppni