Morgunblaðið - 08.09.2001, Blaðsíða 28
GETA 10 GRÖMM
BREYTT LÍFI ÞÍNU?
Átt þú í erfiðleikum með að fylgjast með
samræðum í fjölmenni, hefurðu sleppt matarboði,
leikhúsferð eða veislu vegna þessa? Ekki láta
heyrnarskerðingu valda þér
félagslegri einangrun!
DigiFocus II heyrnartækið er:
• 100% stafrænt
• Eykur talskilning
• Sjálfvirkt
• Forritanlegt
• Afgreitt á 3-4 vikum
Heyrnartækni,
Lágmúla 5, Rvík,
sími 568 6880.
28 LAUGARDAGUR 8. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
HEILSA
Spurning: Ég er 18 ára gömul
stelpa og viss um að ég er með
gyllinæð (útvortis). Þetta veldur
mér ekki neinum líkamlegum
óþægindum en hinsvegar miklu
hugarangri. Ég vil síður leita
læknis fyrr en ég hef reynt eitt-
hvað annað áður. Eru til einhver
ólyfseðilsskyld lyf sem hægt er
að nota gegn þessu og ef ekki,
hvað ætti ég að gera? Er þetta
algengt hjá fólki á mínum aldri?
Með fyrirfram þökk.
Svar: Gyllinæð (eða gylliniæð) er
einn af algengustu kvillum sem
hrjá mannkynið og er sannarlega
ekkert til að skammast sín fyrir.
Talið er að meira en helmingur
alls fólks fái gyllinæð, flestir ekki
fyrr en eftir þrítugt en hjá tals-
vert mörgum byrjar þetta fyrir
tvítugt eða á unglingsárum. Gyll-
inæð er útvíkkaðar bláæðar í
endaþarmsopi, í raun svipað fyr-
irbæri og æðahnútar, t.d. á fót-
leggjum. Til er innri og ytri gyll-
inæð, sú innri er innan við
endaþarmsopið og klædd með
slímhúð en sú ytri er í enda-
þarmsopinu og þakin húð. Ým-
islegt annað getur valdið svip-
uðum einkennum og gyllinæð og
má þar nefna sprungur í húð,
ígerðir og exem. Algengasta ein-
kenni innri gyllinæðar eru blæð-
ingar, hún getur einnig staðið út
úr endaþarminum og valdið ert-
ingu og verk. Ytri gyllinæð er oft
einkennalaus en ef blóðstorka
myndast í æðinni myndast harð-
ur hnútur sem veldur verk og
öðrum óþægindum í nokkra
daga. Stundum veldur gyllinæð
því að smávegis slím lekur úr
endaþarminum og því fylgir ert-
ing og kláði. Ekki er vitað ná-
kvæmlega hvað veldur gyllinæð
en þættir sem vitað er að auka
hættuna eru langvarandi hægða-
tregða eða niðurgangur, með-
ganga, erfðir og hár aldur. Allt
sem hækkar þrýstinginn neðst í
kviðarholi eykur hættuna á gyll-
inæð og má þar nefna þegar fólk
rembist við að hafa hægðir. Á
meðgöngu veldur fóstrið hækk-
uðum þrýstingi í kviðarholi sem
ásamt þeim hormónabreytingum
sem verða eykur líkur á gyll-
inæð. Í flestum tilfellum lagast
gyllinæðin eftir fæðingu.
Í flestum tilvikum er einungis
þörf á einfaldri meðferð. Ef sjúk-
lingur fær kast, með hnút og
verkjum eins og lýst var, er oft-
ast nægjanlegt að meðhöndla
með volgum setböðum, gyllinæð-
arkremi eða stílum í stuttan tíma
og e.t.v. ísbökstrum fyrsta dag-
inn. Lyf við gyllinæð má fá án
lyfseðils. Það mikilvægasta af
öllu er að hafa góða reglu á
hægðum með því að neyta trefja-
ríkrar fæðu (gróft korn, græn-
meti, ávextir, sveskjur), drekka
mikið vatn og stunda hæfilega
hreyfingu. Stöku sinnum þarf að
gera aðgerð og koma þá fjöl-
margar aðferðir til greina. Tekið
skal fram að gyllinæð eykur ekki
hættuna á krabbameini.
Mikilvægt er að fá örugga
sjúkdómsgreiningu hjá lækni.
Gyllinæð al-
gengur kvilli
MAGNÚS JÓHANNSSON LÆKNIR SVARAR
SPURNINGUM LESENDA
Ekki er vitað
nákvæmlega
hvað veldur
gyllinæð
Lesendur Morgunblaðsins geta spurt
lækninn um það sem þeim liggur á
hjarta. Tekið er á móti spurningum á
virkum dögum milli klukkan 10 og 17 í
síma 5691100 og bréfum eða símbréfum
merkt: Vikulok. Fax 5691222. Einnig
geta lesendur sent fyrirspurnir sínar
með tölvupósti á netfang Magnúsar
Jóhannssonar: elmag@hotmail.com.
AUGLÝSINGAHERFERÐIR til að
hvetja ungmenni til að kaupa far-
síma um leið og þau kaupa skóla-
dótið hafa verið gagnrýndar í
Bretlandi undanfarnar vikur. Tals-
maður gagnrýninnar er Sir Will-
iam Stewart sem hefur stýrt nefnd
sem kannað hefur hættuna fylgj-
andi notkun farsíma.
Á ráðstefnu um þessi mál í
Glasgow nýlega sagði hann að það
ætti að letja ungt fólk til að nota
farsíma með því að hafa þá dýra.
Í viðtali við BBC sagði hann að
40 milljónir farsíma væru í umferð
í Bretlandi. „En ég myndi aldrei
leyfa barnabörnum mínum að nota
farsíma. Það er viðurkennd stað-
reynd að börn og unglingar eru
móttækilegri fyrir skaðlegum
geislum sem koma frá farsímum,“
segir hann.
Stewart sagði að draga myndi
úr lágtíðnigeislum með uppsetn-
ingu nýrra loftneta með þriðju
kynslóð farsíma. „Því fleiri móð-
urstöðvar sem við höfum því minni
geislun frá farsímunum í nánd við
höfuðið.“
Það kom fram í máli Stewarts að
farsímar ættu ekki eftir að hverfa
en loftnet væru það sem koma
skyldi. Við ættum að venja okkur
við þá hugsun að loftnet væru
nauðsynleg en þau yrðu smærri og
minna áberandi.
Alisdair Philips, formaður
þrýstihópsins Powerwatch í Bret-
landi, segir þriðju kynslóðar síma
öruggari vegna þess að þeir gefa
stöðugt frá sér merki. Hann telur
þó að gera þurfi langtímarannsókn
á áhrifum farsímanotkunar.
Sænsk rannsókn hefur sýnt
fram á aukningu krabbameins í
heila hjá hópi fólks sem hefur not-
að farsíma í tvo klukkutíma á dag í
fimm ár eða lengur.
Farsímar
hættulegri
ungmennum
Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson
Sænsk rannsókn hefur sýnt fram á aukningu krabbameins í heila hjá
hópi fólks sem notaði farsíma til lengri tíma.
MARAÞONHLAUP getur sannar-
lega reynt á þolrifin. Nýleg athugun
sem gerð var í Hong Kong bendir til
þess að þeir sem hlaupa maraþon
ættu að íhuga vel áður hvort þeir eru
nógu vel undirbúnir. Þetta kemur
fram í grein í tímaritinu Journal of
Sports Medicine and Physical Fit-
ness á þessu ári.
Þeir sem tóku þátt í athuguninni í
Hong Kong voru 55 manns sem
höfðu lokið maraþonhlaupi og 58 sem
höfðu hætt í hlaupinu. Rannsakend-
urnir fundu út að flestir sem hættu
hlaupinu höfðu ekki undirbúið sig
nógu vel fyrir þessa þolraun. Í athug-
uninni kom í ljós að þeir sem hættu
hlaupinu höfðu hlaupið að meðaltali
færri en 9 kílómetra vegalengd á
viku fyrir maraþonið.
Þeir sem luku maraþonhlaupinu
höfðu aftur á móti hlaupið næstum 52
kílómetra á viku.
Dr. S.S. Yeung við Tækniháskól-
ann í Hong Kong og samstarfsmenn
hans komust að því að þeir sem hlupu
lengst á undirbúningstímanum voru
líklegastir til að ljúka hlaupinu.
Sögðu þeir sem að athuguninni
stóðu að svo virtist sem fáfræði frem-
ur en oftrú á eigin getu útskýrði
hvers vegna fólk lauk ekki maraþon-
inu, sem leiddi til þess að menn þjálf-
uðu ekki nóg fyrir hlaupið. Töldu
þeir sem ekki luku hlaupinu að það
væri nóg að hlaupa 29 kílómetra á
viku þegar þeir voru að þjálfa fyrir
maraþonið. Þessi vegalengd er
óraunhæf fyrir þá sem ætla að
hlaupa heilt maraþon, segja rann-
sakendurnir. Þeir bentu á að 18
manns sem hættu hlaupinu hefðu
jafnvel talið að nóg væri að hlaupa
um 5 kílómetra á viku.
Yeung og félagar hans leggja það
til að þar eð vinsældir maraþon-
hlaupa fara vaxandi og sífellt fleiri
nýliðar bætast í hópinn ættu skipu-
leggjendur maraþonhlaupa og
læknar sem starfa við þau að íhuga
hvort ekki sé skynsamlegt að taka
upp skipulegan undirbúning fyrir
þátttakendur til þess að minnka lík-
urnar á alvarlegum meiðslum.
Morgunblaðið/Kristinn
Lagt er til að þeir sem standa að maraþonhlaupum taki upp skipulegan undirbúning þátttakenda fyrir hlaupin.
Maraþonhlauparar
eru oft illa undirbúnir
MARTIN Hocking, sem er prófess-
or við Háskólann í Viktoríu, segir
að farþegar í flugvélum eigi á
hættu að sýkjast og það jafnvel af
hættulegum sjúkdómum eins og
berklum. Þetta kemur fram á
heilsufréttavef BBC.
Prófessorinn sem hefur verið
ásakaður um hræðsluáróður hefur
útskýrt mál sitt á þann hátt að
vegna stöðugrar hringrásar loftsins
í farþegarýminu, en þetta loft segir
hann innihalda minna súrefni en sé
eðlilegt, séu farþegar berskjaldaðir
fyrir vírusum sem hverfa ekki úr
loftinu sem við öndum að okkur við
venjulega síun þess í flugvélunum.
Ásakanir hans hafa mætt and-
spyrnu bæði framleiðenda flugvéla
og sérfræðinga í heilbrigðismálum í
flugvélum sem segja ásakanir hans
ekki eiga við vísindaleg rök að
styðjast.
Sýkingarhættan ofmetin
Nýleg skýrsla vísinda- og tækni-
nefndar bresku lávarðadeildarinnar
samþykkti ekki rök Hockings.
Töldu nefndarmenn að súrefnið
sem er til staðar væri meira en nóg
fyrir flugfarþegana sem sætu mest-
allan tímann meðan á ferðinni
stæði.
Heilbrigðisstofnun flugmála í
Bretlandi styður aftur á móti sjón-
armið Hockings sem segir hættuna
á að verða fyrir sýkingum ekki of-
metna. Vírusar eins og venjulegt
kvef, inflúensa, hettusótt og hlaupa-
bóla breiðist auðveldlega út. Segir
hann jafnframt að það veki áhyggj-
ur að skýrslur sýni hættu á berkla-
smiti sem eru landlægir í mörgum
heimshlutum.
Sagði hann jafnframt að rann-
sóknir sýndu að vírusar sem eiga
upptök sín hjá einum farþega gætu
hugsanlega breiðst út til næstu 15
sætaraða.
Þrátt fyrir þessi rök Hockings þá
hefur Alþjóðaheilbrigðismálastofn-
unin gefið út þá yfirlýsingu að það
séu litlar sannanir fyrir því að
berklar geti auðveldlega smitast við
þær aðstæður sem er að finna í
flugvélum.
Hreinasta loft sem til er
Dr. Iain Perry, sem er óháður
ráðgjafi flugmálayfirvalda í lækn-
isfræðilegum máum hefur sagt að
það sé næstum ómögulegt fyrir vír-
usa að fara óskaddaða í gegnum
loftræstingarkerfi nútímaflugvéla.
„Í flugvélunum er að finna það
hreinasta loft sem til er. Fólk er
miklu líklegra til að verða fyrir sýk-
ingum á skurðstofum en í nútíma-
flugvélum vegna þess að loftræsti-
kerfið í flugvélunum er mjög gott.
Það fer ekkert í gegnum það,“ segir
hann.
Hann bætir við: „Prófessor
Hocking gerir athugasemdir eins
og þessar án þess að geta fært
sannanir fyrir þeim. Ásakanirnar
gera ekki annað en að hræða hinn
almenna flugfarþega.“
Er loftið í flugvélum
ekki nógu heilnæmt?