Morgunblaðið - 08.09.2001, Page 40
UMRÆÐAN
40 LAUGARDAGUR 8. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Í Flærðarsennu Hallgríms Pét-
urssonar er næstfyrsta erindið
svo:
Slíkt eru hyggindi haldin,
höfðingsskapur og menntin prúð.
Veröldin falsi faldin
fóðrar sinn kjól með skollahúð,
lærð er á lymsku beglur,
leynt sér hjá fann þær reglur
sem köttur sá, er kreppir að
hvassar neglur.
Falsi faldin merkir sama og
földuð svikum, því að sögnin að
falda gat beygst sterkt. En það
var orðið fals sem ég ætlaði svo-
lítið að minnast á. Það er tökuorð
úr latínu, falsum, mjög gamalt. F-
ið hefur haldist óbreytt, annars
hefði það orðið b eftir hljóðlög-
málunum gömlu, sbr. frater og
bróðir; fero, bera og flos, blóm.
Merking orðsins hjá okkur er
svik, óhreinlyndi, fölsun og í mjög
gömlum textum villa.
Fjöldi samsettra orða er til af
fals, svo sem falsbréf, falslaus og
falsari. Hið síðasttalda er að vísu
ekki samsett í ströngum skilningi,
heldur myndað með viðskeytinu
-ari. Þá höfum við líka lýsing-
arorðið falskur, svipað í mörgum
frændmálum okkar, svo og faux í
frönsku, og valsch í lágþýsku,
falso í ítölsku. Þaðan höfum við
líka fengið orðið falsetta sem í
orðabókum heitir hálstónn, en
bókstafleg merking er falskur
tónn.
Falsus í latínu er upphaflega
lýsingarháttur þátíðar af sögninni
fallere = svíkja. Gefum svo snill-
ingnum Hallgrími Péturssyni orð-
ið aftur.
Sjá hér hvað illan enda
ótryggð og svikin fá.
Júdasar líkar lenda
leiksbróður sínum hjá.
Andskotinn illskuflár
enn hefur snöru snúna
snögglega þeim til búna
sem fara með fals og dár.
(Ps. 16,5.)
Áslákur austan kvað:
Að veiðum var Vilhjálmur sloppinn,
en var eitthvað skakkur og loppinn,
og heiðagæs fann
hvað í huga ’ans brann
og hjó bara af ’onum toppinn.
Endurtekið efni
Enska orðasambandið to take
over sækir gríðarlega á okkur um
þessar mundir. Engin ástæða er
til þess að hörfa undan þeirri
sókn. Menn „taka ekki stjórnina
yfir“ í félaginu. Menn taka við
stjórninni. Menn „taka ekki landið
yfir“. Menn taka völdin í landinu.
Menn semja ekki um að „taka
eignir félagsins yfir“. Menn semja
um að taka við eignum félagsins.
Þetta er afskaplega einfalt og
„taka yfir“ með öllu óþörf sletta.
Leiðinleg þar að auki. Yfir hvað
taka menn til dæmis félagið? Yfir
borðið? Yfir húsið? Yfir fjallið?
Nano í Albaníu tekur ekki
stjórn landsins yfir eitt eða neitt.
En hann kynni að taka við stjórn
landsins, taka við stjórnartaum-
unum, og hefur nú gert það.
Menn greinir á um beygingu
kvenheitisins Björk sem nú er á
margra vörum. Mér er eiginlegt
að beygja Björk, Björk, Björk,
Bjarkar, og svo gera bæði próf.
Baldur Jónsson og dr. Guðrún
Kvaran, og þykir mér þá sem ég
sé í bærilegum félagsskap, svo að
ekki sé meira sagt. Í limruliði
þessa þáttar gátu ekki allir orðið
á einu máli.
Hlymrekur handan kvað:
Það er bjarglegt að búa í Cirk,
segir Björn sem er kenndur við Örk;
þar gengur allt skafið,
fullt af hákörlum hafið,
og menn heyra nær aldrei í Björk.
En stuttu síðar sendir Inghild-
ur austan aðra limru og vill
greinilega beygja Björk eins og
Björg, og því til staðfestingar
kom þetta:
Kristóbert skorti ekki kjark,
mjög kræfur við fótboltaspark,
hugsaði um Björku,
barðist af hörku
og hitti hárfínt í vitlaust mark.
Boðun Maríu hefst á orðum
Gabríels erkiengils: „Ave Maria,
gratia plena, Dominus tecum;
benedicta tu in mulieribus.“ En
það er svo að skilja: Heill þér
María, full náðar. Guð er með þér,
blessuð ertu meðal kvenna. Róm-
verjar hinir fornu áttu til að hafa
upphafsorðið Have í stað Ave, og
hinir hálærðu í hópi málfræðinga
segja að það sé upphaflega komið
úr fönikísku/púnversku Hawe,
sama sem: þú skalt lifa. Þeir í
Róm heilsuðust að morgni með
ave/have en kvöddust að kvöldi
með vale, í fleirtölu valete, sbr.
Skipafregn sr. Gunnlaugs Snorra-
sonar:
Valete!
virðist til góða
skáldmæli
skemmtunar ljóða!
Ekkert spé
ætlum að bjóða,
heldur gaman græskulaust...
Rómverskur sagnaritari, Gaius
Suetonius Tranquillus, uppi
skömmu eftir Krists burð, sagði
að skylmingaþrælarnir (gladíator-
arnir) hefðu gengið fram fyrir
keisarann og sagt: „Ave Impera-
tor, morituri te salutant“ = Heill
þér keisari. Þeir, sem eiga að
deyja, heilsa þér.
ÍSLENSKT MÁL
Umsjónarmaður Gísli Jónsson
1.124. þáttur
ishamlandi pólitískrar verndar?
Þola þeir samkeppnina sjálfir, sem
mest lofa hana eins og Ólaf kóng?
Háeff frá vöggu til grafar
Þjóðin er búin að byggja upp
dreifikerfi fjarskipta í hundrað ár
frá dögum afa míns. Af hverju má
hún núna ekki eiga það lengur?
Hvaðan kemur þrýstingurinn á að
selja þetta allt þessum fáu mönn-
um úti í bæ sem geta keypt? Af
hverju verður allt betra ef ein-
hverjir frostjónar setjast við stýrið
hjá háeffuðum Símanum? Verður
þá hægt að að bjóða út nýtt
hlutafé með innbyggðri afkomu-
viðvörun og sjálfvirku aflátsbréfi á
verðbréfaþingi ef einhver yrði með
milljarðsmúður? Eru hlutafélög
líka ekki með takmarkaðri ábyrgð
og skyldur en þjóðin sjálf?
Og hvað eiga vesalings næstu
fjármálaráðherrar að selja, þegar
sá núverandi tapaði hálfu sölu-
verðmæti símans á síðasta ári að-
eins og ef til vill hinum helm-
ingnum á þessu ári? Fíleas Fogg
ÉG á að trúa því
pólitískt, að Síminn sé
trénuð ríkisstofnun,
sem eigi að einkavæða
hið snarasta. Fyrir
þessu á ég að húrra í
haust á landsfundi
Sjálfstæðisflokksins.
Þetta hlutafélag borgar
þó tekjuskatt meðan
sum önnur símafélög
bulltapa. Og þjóðin er
eini hluthafinn ennþá
og fær allan skattinn af
tekjunum.
Mér finnst ekkert að
því, að öll þjóðin eigi
jafnan hlut í svona fyr-
irtæki eins og til dæmis
í fiskiauðlindinni (sic!). Mér finnst
nefnilega innst inni að RÚV sé
besta varpið og Landssíminn besta
símafyrirtækið. Og að ég borgi af-
notagjaldið til RÚV með mun
meiri ánægju en til Stöðvar 2, –
gamall og lummó auðvitað.
Af hverju skyldi eitthvað endi-
lega vera bogið við Landssíma
þjóðarinnar frekar en ennþá óhá-
effaðar stofnanir eins og Landspít-
alann eða Lögregluna? Fjarskipta-
kostnaður hefur snarlækkað í
heiminum með nýrri tækni og við
njótum þess í daglegu lífi. Ef bíla-
brautir Vegagerðarinnar eiga að
vera frjáls sameign þjóðarinnar,
því ekki þá fjarskiptabrautirnar,
sem þjóðin er búin að byggja upp í
hundrað ár? Getur einkaframtakið
ekki bara búið til sitt eigið í stað
þess að heimta mínar?
Þakkir til Símans
Það slitnaði fjölsímastrengur hjá
mér um daginn. Sem
góður einkafram-
takssinni hringdi ég
í vin minn sem rekur
einkasímafyrirtæki.
Gera við streng, nei
það gerir Landssím-
inn. Mér þótti þetta
kyndugt og hringdi í
Íslandssíma, þar
sem ég er vesæll
hlutbjálfi. Nei það er
Landssíminn sem
gerir við alla
strengi. Hvað gerið
þið þá? Við rekum
gsm- og símakerfi. Í
gegnum strengi
Landssímans? Já.
Til hvers þarf ég ykkur þá? Við er-
um ódýrari.
Landssíminn gamli brást ekki
og var búinn að gera við allt sam-
an eftir klukkutíma. Þjónustan þar
á bæ er úrvals góð og langar mig
til þess að hrósa þeim fyrir auð-
sýnda lipurð og fagmennsku.
Öll mín skipti við Landssímann í
gegnum tíðina eru í rauninni ágæt
þegar ég lít til baka. Afi minn var í
hópi fyrstu símritaranna í byrjun
síðustu aldar, vann hjá Landssím-
anum alla sína ævi og var stoltur
af því. Heiðblár sjálfstæðismaður.
Af hverju skyldu allir nývitrir
einkavæðingarsinnar og skjánar
nútildags vita allt betur í síma-
málum en hann afi minn vissi?
Hvers vegna skyldi Landssíminn
ekki geta keppt við gorkúlur á
símamarkaði? Er hann með aðra
höndina bundna fyrir aftan bak?
Njóta einkafyrirtækin á fjar-
skiptasviði einhverrar samkeppn-
brenndi skipið undan sér til þess
að ná til hafnar með sjálfan sig. Ís-
lenzkir bændur fyrri tíma hefðu
seint skorið bestu kýrnar sínar
fyrstar. Er hægt að benda á aðra
ríkiseign verðmætari en Símann?
Hvers vegna veit stjórnarformað-
ur Baugs best hvað Síminn kostar?
Ætlar hann að kaupa? Hvað með
andrúmsloftið? Er ekki hægt að
háeffa og kvótasetja það líka?
Mig grunar, að það sé einhver
sem borgar fyrir þennan stórgróða
þeirra sem nú hafa farið hæst. Ef
til vill eru það þú og ég. Það læð-
ast að mér grunsemdir um að
margir hagræddir samrunar og
einkavæðingareinokun sé mér,
litla manninum, ekki endilega fyrir
bestu.
Ég held því að ég vilji bara eiga
minn Síma og RÚV áfram í sam-
eign með þjóðinni. Mér finnst talið
um kjölfestufjárfestinn óþekkta
vera í ætt við lofið um Ólaf kóng.
Og þegar ég hugsa um það, þá er
ég ekki viss um að mér muni líða
neitt betur í ellinni hjá einhverjum
frumlyfjasölujóum háeff en á
Hrafnistu eða Grund.
Verður niðurstaða háeffunar
Símans öðruvísi en kvótakerfisins
margblessaða?
Líf og dauði háeff.
Líf og dauði háeff
Halldór
Jónsson
Einkarekstur
Til hvers þarf ég
ykkur þá? spurði
Halldór Jónsson,
er hann leitaði
aðstoðar hjá símafyr-
irtækjum, sem öll
vísuðu á Símann.
Höfundur er verkfræðingur.
Í SAMTÖLUM
Morgunblaðsins við
starfsfólk Félagsþjón-
ustunnar í Reykjavík
fyrr í sumar kemur
fram að það telur hús-
næðiseklu og háa
húsaleigu á höfuð-
borgarsvæðinu vera
eina aðalástæðu þess
að fólk sækir um fjár-
hagsaðstoð hjá stofn-
uninni. Biðlistar eftir
félagslegu leiguhús-
næði hjá Félagsþjón-
ustunni lengjast dag
frá degi og nú er svo
komið að rúmlega 600
manns eru á biðlistan-
um. Húsaleiga á almennum mark-
aði hefur hækkað gríðarlega á síð-
ustu tveimur árum, eða um
70–100% eftir íbúðastærð, og mik-
ill skortur er á 2ja til 3ja her-
bergja íbúðum.
Lóðaskortur og lóðauppboð
helsta orsökin
Þessa þróun má að verulegu
leyti rekja til lóðaskortsins og í
framhaldinu lóðauppboðs R-listans
á þeim lóðum sem borgaryfirvöld
ráðstafa. Ekki síst vegna lóða-
skortsins hefur lóðauppboð borg-
arinnar leitt til þess að lóðaverð
hækkar um 140% og afleiðingin er
sú að meðalstór 2ja herbergja íbúð
í fjölbýlishúsi hækkar um 30% eða
um það bil tvær milljónir króna.
Lóðaskortur hefur í för með sér
að lóðaverð hækkar, byggingar-
kostnaður hækkar og íbúðaverð
hækkar. Í beinu framhaldi hækkar
fasteignamat og fasteignaskattur,
holræsagjald og eignaskattur, sem
reiknast ákveðin prósenta af fast-
eignamatinu, hækkar. En þar með
er ekki öll sagan sögð því stór-
hækkað söluverð íbúða og skortur
á minni íbúðum hefur átt stærstan
þátt í gífurlegri hækkun húsaleigu
á almennum markaði. Samtímis
verðhækkun á nýju húsnæði hefur
verð á eldra íbúðar- og atvinnu-
húsnæði hækkað nánast sambæri-
lega.
Biðlistar eftir félagslegu
leiguhúsnæði lengjast
Ein alvarlegasta afleiðing þess-
arar þróunar er sú að ungt fólk
sem er að kaupa sína fyrstu íbúð
þarf nú að greiða nokkrum millj-
ónum króna meira en fyrir tæp-
lega tveimur árum. Sá hópur ungs
fólks, sem er að festa sér húsnæði
í fyrsta sinn, neyðist því til að
skuldsetja sig langt umfram það
sem eðlilegt er. Margt ungt fólk
ræður ekki við íbúðarkaup undir
þessum kringumstæðum og heldur
ekki við að leigja á almennum
markaði. Vegna þessara stað-
reynda hefur biðlisti eftir fé-
lagslegu leiguhúsnæði hjá Fé-
lagsþjónustunni í Reykjavík lengst
verulega að undanförnu. Sem
dæmi má nefna að meðalleiguverð
á 3ja herbergja íbúð
hjá Félagsbústöðum
er um 30 þús. kr. á
sama tíma og leigu-
verð á almenna mark-
aðnum fyrir sambæri-
lega íbúð er 70–80
þús. kr.
Ný stefnumörkun
nauðsyn
Leiguíbúðum fjölg-
aði um 200 á tíma-
bilinu 1989–1994 og á
árunum 1995–2000
fjölgaði þeim um 240,
þar af 84 innlausnar-
íbúðir úr félagslega
eignaríbúðakerfinu,
sem breytt var í leiguíbúðir. Þann-
ig hafa breytingar á húsnæðislög-
gjöfinni auðveldað borgaryfirvöld-
um að fjölga félagslegum
leiguíbúðum. Í dag rekur borgin
tæplega 1.400 leiguíbúðir, þar með
taldar leiguíbúðir fyrir 67 ára og
eldri, sem eru 3,2% af heildar-
íbúðafjölda í Reykjavík. Lausn
húsnæðisvandans í borginni felst
ekki eingöngu í því að fjölga fé-
lagslegum leiguíbúðum heldur
einnig í því að skapa þær aðstæður
sem gera fólki kleift að eignast og
reka sína eigin íbúð. Eðlilegt fram-
boð á lóðum í stað langvarandi
lóðaskorts, lægri gatnagerðargjöld
(söluverð byggingarréttar) og
vextir, sem lækkaði byggingar-
kostnað, er forsenda þess að slíkt
markmið náist.
Borgarfulltrúar Sjálfstæðis-
flokksins hafa gagnrýnt stefnu eða
réttara sagt stefnuleysi R-listans í
lóða- og skipulagsmálum harka-
lega. Vinnubrögð R-listans í þeim
efnum eru fjandsamleg ungu fólki
sem vill byggja eða kaupa íbúðar-
húsnæði í Reykjavík. Eitt helsta
stefnumál sjálfstæðismanna í
næstu borgarstjórnarkosningum
verður að tryggja nægt lóðafram-
boð, afnema lóðauppboð og lækka
gatnagerðargjöld eða söluverð lóða
til samræmis kostnaði borgarinnar
við gerð nýrra byggingarsvæða.
Húsnæðismál
í uppnámi
Vilhjálmur Þ.
Vilhjálmsson
Húsnæðismál
Vinnubrögð R-listans
í þeim efnum, segir
Vilhjálmur Þ.
Vilhjálmsson, eru
fjandsamleg ungu
fólki sem vill byggja eða
kaupa íbúðarhúsnæði
í Reykjavík.
Höfundur er borgarfulltrúi.