Morgunblaðið - 08.09.2001, Side 45

Morgunblaðið - 08.09.2001, Side 45
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. SEPTEMBER 2001 45 ✝ Bryndís Jóns-dóttir fæddist á Flateyri hinn 14. febrúar 1932. Hún lést á sjúkrahúsinu á Ísafirði hinn 27. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar hétu Guðrún Arn- bjarnardóttir, kenn- ari, frá Fellskoti í Biskupstungum, f. 20. okt. 1892, d. 20. nóv. 1983, og Jón Eyjólfsson frá Kirkjubóli í Val- þjófsdal, kaupmaður á Flateyri, f. 28. apríl 1880, d. 22. apríl 1950. Systkini Bryndísar eru: 1) Eyjólfur, f. 2. ág. 1917, d. 2. ág. 2000, sonur hans og Lilju M.H. Jónsdóttur, f. 11. maí 1919, d. 14. okt. 1999, er Jón, f. 1959. Dóttir Eyjólfs og Helgu G. K. Hermundardóttur, f. 6. júlí 1923, er Guðrún, f. 1962. 2) Kristín, f. 17. apríl 1920, d. 2. sept. síðast- liðinn, gift Björgvin Guðmunds- syni, f. 20. nóv. 1923, d. 21. júní 1994. Börn þeirra eru Greta, f. 1946, og Jón, f. 1954. 3) Þórir, f. 11. apríl 1923, d. 10. okt. 1964. Sonur hans og Guðrúnar Jónu Jónsdóttur, f. 24. mars 1923, er Jón Gunnar, f. 1946. 4) Steinunn, f. 21. júní 1928, gift Guðmundi Jónssyni, f. 7. sept. 1924, d. 16. ágúst 1983. Börn þeirra eru Guðrún Nanna, f. 1953, Jón, f. 1955, Ágústa, f. 1957, Eyjólfur, f. 1958, Greta Sigríður, f. 1961, og Svanhildur, f. 1964. Bryndís ól allan sinn aldur á Flateyri. Seinustu árin bjó hún á hjúkrunarheimilinu Sólborg. Hún var ógift og barnlaus. Útför Bryndísar fer fram frá Flateyrarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Nú er hún Dísa okkar farin. Hún var yngst í systkinahópnum og alla tíð litla telpan hennar ömmu. Dísa fæddist með hjartagalla og allt hennar líf var markað veikindum. Þó að þrekleysi hennar kæmi í veg fyrir að hún stundaði almenna vinnu, hafði hún samt alltaf nóg fyr- ir stafni og átti sér ótalmörg áhuga- mál. Hún hafði mikið yndi af tónlist og spilaði á gítar á sínum yngri ár- um og svo átti hún dálaglegt safn af hljómplötum og segulbandsspólum sem geymdu uppáhaldstónlist henn- ar. Þegar við vorum litlar þótti okk- ur spennandi að fá að hlýða á tón- listina af plötum Dísu frænku. Hún var líka mikil hannyrðakona og við nutum sannarlega góðs af því. Hún prjónaði fallegar peysur og kjóla og gaf okkur heklaða dúka og ísaum- aðar myndir. Þegar börnin okkar komu í heiminn þótti okkur vænt um að fá peysurnar og sokkana upp úr jólapökkunum sem hún sendi þeim. Dísa las reiðinnar ósköp, hún bjó í herberginu við hliðina á okkar her- bergi og þegar leið að háttatíma okkar og skarkalinn hjá okkur var helst til of mikill að hennar áliti, gaf hún sterklega til kynna að hún vildi fá ró og næði við bókalesturinn. Seinna þegar við unnum í bókabúð- inni hennar ömmu, sá Dísa um kaffið handa okkur og kaffið var stundvíslega klukkan þrjú, hvorki fyrr né seinna og ef við mættum ekki á réttum tíma kom hún og sótti okkur. Hún vildi hafa reglu á hlut- unum og það einkenndi hennar líf. Síðustu ár ævi sinnar dvaldist Dísa á hjúkrunarheimilinu Sólborg á Flateyri og við sendum starfsfólkinu þakkir fyrir góða umönnun öll árin hennar þar. Nú er ævi Dísu á enda, ævi sem var henni ekki alltaf auð- veld þótt ekki heyrðist hún sýta hlutskipti sitt. Nú er hún komin heim til mömmu sinnar. Nanna og Ágústa. Einn hinn fegursti Davíðssálma, sá 131. í röðinni, lætur svo lítið yfir sér, að margir taka kannski ekki eft- ir honum. Drottinn, hjarta mitt er eigi dramblátt né augu mín hrokafull. Ég fæst eigi við mikil málefni, né þau sem mér eru ofvaxin. Sjá, ég hefi sefað sál mína og þaggað niður í henni. Eins og barn, sem lætur huggast við móðurbrjóstið, svo er sál mín í mér. Vona, Ísrael, á Drottin, héðan í frá og að eilífu. Mér kom í hug þessi sálmur, þeg- ar ég frétti andlát kærrar vinkonu okkar á Flateyri, Bryndísar Jóns- dóttur. Sálmaskáldið yrkir um blessaða auðmýkt, mildi og ró, sem sprettur af því að hafa hlotið nægju sína, og þá líka fullnægju; hér er ferð næm tilfinning fyrir því að enginn dimm- ur dalur, sem þú hefur nokkurn tíma farið um, og ekkert myrkur, sem framundan kann að vera, geti nokkru sinni spillt þessum friði, sem nú ríkir; einhvern veginn þannig er þetta hljóðláta, huggunarríka, sem nú hefur verið gefið og höndlað. Og sá Drottinn, sem veitt hefur þennan frið, er sem móðir okkar allra. Einn- ig þú hefur teygað við brjóst hennar og sál þín eignast frið. Á prestskaparárum mínum í Ön- undarfirði hafði ég þann ófrávíkj- anlega sið að koma einu sinni í viku hverri á Sólborgu, elliheimilið á Flateyri. Stundum núna, milli svefns og vöku, sækir á mig sú hugsun, að þarna væri trúlega óvitlaust að leggjast í kör við tækifæri. Ég var vanur að setjast hjá vistfólkinu við borðstofuborðið í síðdegiskaffinu og hafa svolitla helgistund eftir seinni bollann. Þetta er hlýleg dagstofa, þar sem tíminn líður miklu hægar en úti í þorpinu og gegnum gluggann blasir við kórgaflinn á henni Flateyrarkirkju, flóðlýstri. Ekki að vita nema á gestinn leiti heimspekilegar hugsanir um Guð og þá dularfullu persónu sálina, lífið og dauðann, tímann og eilífðina með öllum sínum gátum og þó umfram allt það ótrúlega, og í raun óskilj- anlega kraftaverk, sem er hin fagra veröld Skaparans – og tilvist okkar mannanna. Við þessa vistarveru lét atgerv- ismaðurinn Guðmundur heitinn Val- geir Jóhannesson, af þeirri óþreyt- andi elju sem honum var lagin, byggja sólstofu mót suðri, með hita- lögn í gólfinu, þá níræður. Stúlkan kveikti á kerti og dró nið- ur í útvarpinu, við rauluðum saman eins og einn sálm, ég las úr Ritning- unni og bað bænir. Allir tóku upp- hátt undir Faðir vor. Úr herberginu við hliðina mátti heyra páfagaukinn hans Gumma Valla skríkja í háum dískant eins og glaðleg spurning. En köttinn hafði gamli maðurinn orðið að skilja eftir heima. Mér þóttu þetta góðar guðsþjónustustundir og var þakklátur fyrir þær og alúðlegt viðmót starfsliðsins, sem var sam- valinn hópur af ágætisfólki. Öll þessi ár var Bryndís til heim- ilis á öldrunarstofnuninni og ekki leið á löngu áður en hún var orðin nokkurs konar ómissandi tengiliður á milli mín og hins vistfólksins og ekki aldeilis ónýtt fyrir prestinn, af ýmsum ástæðum, að eiga slíkan hauk í horni. Þegar svo bar við, að ég þurfti að bregða mér að heiman ellegar það hafði af öðrum sökum lent í útideyfu um hríð að ég vísiter- aði, hringdi Bryndís mig einlægt upp í símanum, áður en langt um leið, og spurði hvort ég færi nú ekki bráðum að reka inn nefið. Mér fannst mikið til um þessar hring- ingar hennar og þótti vænt um áhugann og umhyggjuna og þá þörfu áminningu og holla aðhald, sem í þessu fólst. Þannig var Bryndís helgihaldinu á Sólborgu það, sem þær Jakobína heitin Jakobsdóttir og Lilja Guð- mundsdóttir reyndust starfinu í kirkjunni, með sinni regluföstu og óbrigðulu messusókn. Aldrei kom það fyrir nokkurn tíma, ekki í eitt einasta skipti, undir neinum kring- umstæðum, ef á annað borð var komið við klukku og farið með gott orð á Flateyri, að þær væru fjar- staddar, alveg aldrei. Þær sóttu ekki einasta almennar guðsþjónustur, heldur einnig og ekki síður barna- guðsþjónusturnar og höfðu auk heldur sín eigin, föstu sæti í kirkj- unni (þó hvor í sínum bekknum), þangað sem þær höfðu komið með bródéraða púða heiman frá sér að hafa til þæginda við bakið. Eftir að Jakobína var öll hélt púðinn hennar áfram að vera á sínum stað í kirkju- bekknum; þar var hann enn, síðast þegar ég vissi, og ég vona að hann verði þar áfram. Árið 1997 þurfti Bryndís að liggja á Ísafjarðarspítala yfir jólin og þá samdi hún um það við mig áður en hún fór norður, að ég skryppi þang- að til hennar um jarðgöngin á að- fangadaginn sem snöggvast og syngi fyrir hana jólasálminn um nóttina, sem var sú ágæt ein, eftir blessunina hann síra Einar í Eydöl- um. Síðustu dagana í aðventu þetta árið var fátt, sem mér var ofar í huga en einmitt það að gæta þess sem best ég kynni, að ekkert kæmi í veg fyrir að ég fengi efnt þetta lof- orð við Bryndísi mína. Við Skutuls- fjörð verða fagrar kyrrur með tungl- skini á haffletinum, og nú var bráðum orðið heilagt, og þegar ég gekk inn í sjúkrastofuna heilsaði hún mér jafnglöð í bragði og hennar var ávallt vandi, og ég settist við rúmstokkinn hjá henni, las frásögu Lúkasar guðspjallamanns af fæð- ingu fátæka drengsins í jötunni og fór svo að bera mig að syngja sálm- inn góða. Þegar þessari stuttu einkahelgistund var lokið fann ég glöggt, að nú fór sem jafnan, að andráin hafði ekki síður gert mér gott en henni. Á sjómannadaginn 1999 var hún svo brött, að hún gat sótt messu í sinni kæru sóknarkirkju, ásamt systrum sínum tveimur, Steinunni og Kristínu. Bryndís var að upplagi vel gefin og glaðlynd og hún unni fegurðinni og það var fallegt í kringum hana, þar sem hún lá hálfpartinn út af of- an á rúmteppinu sínu með eitthvert margflókið fínerí fyrir framan hend- urnar. Þegar við bjuggum á Selfossi einn vetur sendi Bryndís okkur lag og saknaðarkveðju um jólaleytið í óska- lagaþætti útvarpsins; það var „Ó, dýrðarnótt, er Drottinn kom af hæð- um“, sungið af Jussi Björling, hið sama og vinur okkar, Björgin ten- órsöngvari Þórðarson, flutti svo listilega við aftansöng í Flateyrar- kirkju á aðfangadagskvöldið árum saman við húsfylli. Já, það voru góð- ar stundir. Eftir að við fluttum suður hingað að Bergþórshvoli kom ósjaldan fyr- ir, að Bryndís bað Gerði Bjarklind hjá útvarpinu fyrir hlýjar kveðjur til okkar með skemmtilegu lagi, enda var hún aðdáandi tónlistar og spilaði oft dillandi músík á grammófóninn inni á herbergi hjá sér. Hún lét fjar- lægðina á milli okkar ekki hindra sig í því að halda áfram að hringja mig upp öðru hvoru, alltaf með góðum óskum til Ágústu, í síðasta skipti fáum dögum áður en hún dó. Við þökkum Bryndísi góða vin- áttu og ógleymanleg kynni. Á útfar- ardegi hennar dvelur hugur okkar hjá góðum vinum í haustblíðunni fyrir vestan. Ættingjum hennar sendum við okkar innilegustu sam- úðarkveðjur og biðjum þeim og Ön- firðingum allrar Guðs blessunar. Gunnar Björnsson. Mér brá sannarlega í brún þegar ég las og heyrði óvænt andlát henn- ar Bryndísar minnar á Flateyri, því hún hafði haft samband fyrir skömmu og látið allvel af sér miðað við allt og allt og eins og löngum áð- ur bað hún um bréf sem var í tölv- unni hjá mér þegar mér barst and- látsfregn hennar, köld og óvægin eins og alltaf þegar fólk hefur lagt upp í ferðina hinztu. Og góðar minn- ingar sóttu heim hugans borg. Þá verða þau ekki fleiri bréfin mín til hennar Bryndísar, oftast með glettnum undirtón og smástökum eins og hún vildi helzt hafa þau og ekki hringir hún aftur til mín eða sendir mér hlýja kveðju í óskalaga- þáttum, sem hún svo gjarnan gjörði. Tryggð hennar var mikil og entist alla tíð frá fyrstu kynnum, en fyrir meira en tveim áratugum lágu leiðir okkar saman á Reykjalundi þar sem við tókum oftlega tal saman og allt frá því hafði hún reglulegt samband eins og við fleiri sem þar dvöldum þá og hún kynntist nokkuð vel. Heilsa hennar var þá eins og víst alla ævitíð ekki sterk, en hún var hress í bragði og lét sem allt væri í lagi. Hún var greindarkona sem kunni á ýmsu hin ágætustu skil og um það báru bréfin hennar gott vitni, en þeim fækkaði eftir því sem árin liðu og sýndi það betur en annað dvín- andi þrek hennar, svo og það að hún var alveg hætt að ferðast, en ferða- lögum um okkar fagra land unni hún mjög og fór í slík þegar framast var kostur. Samt lét hún allvel af sér í síðustu samtölum, sló á létta strengi eins og svo oft áður og minnti mig á í léttu spjalli okkar að hún yrði nú sjötug á næsta ári og þótt ég segðist nú vera orðinn gamall og gleyminn þá sagðist hún ekki trúa öðru en ég myndi eftir sér. „Þú skrifar þá bara um mig minningargrein, ef ég skyldi ekki hafa það af að verða sjötug, sagði hún og hló við. Ekki flaug það mér í hug að nú svo skömmu eftir þetta samtal okkar yrði sú raunin að ég yrði að kveðja hana þannig hinztu kveðju. Bryndís unni tónanna fögru töfrum, lék sjálf dável á píanó og hafði einstaklega gaman af söng og hljóðfæraslætti, sannkölluð smekkmanneskja á tónlist. Hún átti létta lund, átti auðvelt með að gjöra að gamni sínu og gat komizt einkar vel að orði, hittin í orði og hnyttin um leið, var jafnan létt í máli þrátt fyrir sína völtu heilsu alla tíð, lagði gott eitt til allra og einstaklega vel bar hún öllum á Sólborg söguna, en þar dvaldi hún mörg undangengin ár og sagðist una hag sínum mjög vel. Þar fór góð kona sem átti ærna hlýju í huga til að gefa samferðafólki sínu. Ég sendi systrum hennar sem voru henni svo undur góðar og þeirra fólki einlægar samúðarkveðj- ur og veit þau eiga marga mæta minning til að ylja sér við frá ævi- ferli Bryndísar. Þakklátum huga þakka ég kynni kær og vermandi vináttu alla tíð. Megi bjargföst trú hennar á guð- lega forsjón og framhaldslíf bera ríkulegan ávöxt nú þegar hún er horfin á huldar lendur eilífðarinnar. Blessuð sé hennar heiðbjarta minn- ing. Helgi Seljan. BRYNDÍS JÓNSDÓTTIR Anna frænka, eins og þú varst alltaf kölluð á okkar heimili, í minn- ingu okkar muntu alltaf lifa. Þær kræsingar og veisluborð sem þú hélst okkar fjölskyldu öll þau sumur sem við komum austur á Nes- kaupstað. Við strákarnir ólátuðumst þá oft eins og stráka er siður og þú reyndir að stjórna okkur en eftir á að hyggja held ég að þú hafir aðallega haft gaman af. Eins og gengur og gerist þá rofn- ANNA SIGURBORG FINNSDÓTTIR ✝ Anna SigurborgFinnsdóttir fædd- ist á Sandbrekku (Melagötu 15) í Nes- kaupstað 21. febrúar 1918. Hún lést á sjúkrahúsinu í Nes- kaupstað 27. ágúst síðastliðinn og fór út- för hennar fram frá Norðfjarðarkirkju 4. september. uðu tengslin á tímabili en þegar ég hóf fjar- nám við Verkmennta- skólann á Neskaupstað lágu leiðir okkar saman á ný. Þú vitnaðir þá oft í hin margvíslegu atvik sem hentu okkur strák- ana og hafðir gaman af. Þá fékk ég líka aftur að njóta gestrisni þinnar og sá tími mun fylgja mér um ókomin ár. Hvert sem skýið skugga ber skelfast það ekki megum vér. Aftur mun birtan björt og skær bera oss drottins faðmi nær. Þetta sem bar svo brátt hér að buga mun lengi þennan stað. Átta þeir gengu á guðsins fund, gerðist það mjög á skammri stund. (Aðalsteinn Aðalst.) Við þökkum fyrir allt og allt. Jón Finnsson og fjölskylda. Minningarkort Hjartaverndar 535 1825 Gíró- og greiðslukortaþjónusta Sérfræðingar í blómaskreytingum við öll tækifæri Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 551 9090.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.