Morgunblaðið - 08.09.2001, Page 47
geirs var rafmagn ekki komið í Lax-
árdal. Þeir hófust þá handa bræður
um að virkja bæjarlækinn og fengu
þannig rafmagn til ljósa. Á þessum
árum voru allir bæir í byggð í Lax-
árdal og gott mannlíf þar. Laxárdal-
ur er með fegurstu sveitum landsins
þar sem Laxá fellur um dalinn á leið
sinni frá Mývatni til strandar. Í ánni
á þessu svæði er góður silungur og
urriðinn þar oft á stærð við meðal
lax. Halldórsstaðamenn stunduðu
stangveiði og veiddu sér til matar.
Áin var þá ekki leigð enda ekkert
veiðifélag til staðar svo hver jörð
hafði afgang að ánni að þeim hluta
sem hún rann meðfram landareign-
inni. Ásgeir var lunkinn veiðimaður
þótt ekki væri hann haldinn veiði-
ástríðu.
Þannig var umhverfið sem Ásgeir
ólst upp í, menntandi og góður skóli
fyrir lífið. Hjálpsemi manna og sam-
staða þegar eitthvað bjátaði á var
mikil. Slægjufundur sem var eins
konar uppskeruhátíð var haldinn ár
hvert og oftar en ekki kom það í hlut
Ásgeirs að leika á harmonikuna við
slík tækifæri. Ásgeir var mikill hófs-
maður á hvað sem var og hélt jafn-
vægi þótt aðrir þeyttust upp vegna
einhverra nýmæla eða dyttu á kaf í
einhverja delluna. Hann hafði hins
vegar lifandi áhuga fyrir þjóðmálum
og í samræðulist var hann snjall og á
stundum alveg óborganlegur. Hann
átti mjög létt með að segja frá enda
minnið gott og maðurinn vel lesinn.
Frásagnir hans af mörgum samtíð-
armanninum voru oft óviðjafnanleg-
ar, bæði hvað snerti listfengi og
húmor, en hann átti Ásgeir í ríkum
mæli.
Ásgeir hafði bundið tryggð við
sveit sína og stefndi að því að taka
við búi á Halldórsstöðum. Hann sótti
því um skólavist á Hvanneyri og lauk
þaðan námi sem búfræðingur og að
því loknu settist hann að á Halldórs-
stöðum. Skömmu síðar datt hann
heldur betur í lukkupott þegar hann
kynntist eftirlifandi konu sinni
Hrafnhildi Ólafsdóttur frá Húsavík.
Þau hófust svo handa um að byggja
upp á Halldórsstöðum og reistu sér
þar gott íbúðarhús. Þótt Ásgeir tal-
aði ekki mikið um sína einkahagi
fannst það oft á hve hann mat konu
sína mikils og stóð dyggan vörð um
sína fjölskyldu. Búskaparárin á Hall-
dórsstöðum urðu tíu. Upp kom sú
staða að mjög hagkvæmt væri að
stækka Laxárvirkjun sem er í mynni
Laxárdals. Umræður urðu um bygg-
ingu á hárri stíflu sem færa myndi í
kaf stóran hluta af dalbotninum og
þar með hluta af Halldórsstaðalandi.
Þetta voru ekki góðar fréttir fyrir
fólk sem ætlaði að lifa af búskap og
átti allt undir því komið að geta auk-
ið við bú sitt. Ásgeir og Hrafnhildur
tóku því þá ákvörðun að selja Lands-
virkjun jörð sína og flytja úr dalnum.
Þetta var ekki sársaukalaust en
framtíð virtist ekki vera fyrir áfram-
haldandi búskap á Halldórsstöðum.
Úr þessum stífluáformum varð
reyndar ekki vegna mikillar and-
stöðu en það lá ekki ljóst fyrir fyrr
en þau hjón seldu.
Meðan Ásgeir hafði verið heima á
Halldórsstöðum var hann farinn að
skera út ýmsa muni í tré og selja frá
sér. Fljólega eftir að hann kom til
Reykjavíkur gerði hann útskurð að
sínu aðalstarfi og náði þar frábærum
árangri. Hann setti upp eigið verk-
stæði og rak það ásamt verslun um
áratugaskeið. Margir eiga smíðis-
gripi eftir Ásgeir enda sannast sagna
að hann hafði sjaldan undan eftir-
spurn, svo fagrir þóttu þessir munir
og vel gerðir. Nafn hans mun því lifa
í verkum hans. Ásgeir naut sín vel í
þessari listiðn enda hugmyndaríkur
bæði hvað snerti form og handbragð.
Lengst af var hann með sína vinnu-
aðstöðu við Laugaveginn og margir
kunningjar litu inn hjá honum þegar
þeir áttu leið um bæinn. Sérstaka
ánægju hafði hann af því þegar menn
að norðan litu til hans og færðu hon-
um fréttir heiman úr héraði. Það eru
aðeins fáar vikur síðan ég hitti hann
við rennibekkinn og var hann þá að
vanda hinn skrafhreifasti. Hann
sagði mér þá þær fréttir að hann
væri farinn að stunda golf og hefði af
því mikla ánægju, ekki síst af útivist-
inni. Hann var einmitt staddur á
golfvellinum þegar kallið kom. Hann
hafði ekki gengið heill til skógar
nokkurn tíma þótt hann væri ekki
gjarn á að tala um slíkt. Ég hygg að
Ásgeir hafi verið sáttur við sitt hlut-
skipti. Sem tréskurðarmeistari var
hann eins og í búskapnum sinn eigin
herra. Hann eignaðist afbragðs lífs-
förunaut og indæla fjölskyldu sem
vissulega hefur misst mikið við frá-
fall hans. Hann var mikill heimilis-
maður og naut þess að lesa og hlýða
á tónlist auk þess sem harmonikan
var aldrei langt undan.
Um leið og ég færi honum þakkir
fyrir góða vináttu í áratugi langar
mig til að enda þessi orð með erindi
úr erfiljóði sem Sigurður á Arnar-
vatni orti um Magnús afa Ásgeirs og
eiga hér vel við:
Ég man og geymi svo marga stund
við mættumst á ýmsri leið;
á alvöru, gráts og gleðifund
og glöð var þín brá og heið.
Ég fann þar andlega efldan mann
við öllu búinn, sem mæta kann.
Elsku Hrafnhildur mín, við Ingi-
björg sendum þér og fjölskyldu þinni
innilegar samúðarkveðjur svo og
systkinum Ásgeirs og öðru vensla-
fólki.
Kári Arnórsson.
Við lát góðs vinar vill hugurinn
hvarfla til liðins tíma og gamlar end-
urminningar rifjast upp.
Mágur minn Ásgeir Ragnar
Torfason var sonur hjónanna Kol-
finnu Magnúsdóttur og Torfa
Hjálmarssonar bónda á Halldórs-
stöðum í Laxárdal í Suður-Þingeyj-
arsýslu. Halldórsstaðaheimilið var
sérstakt á margan hátt, mikið menn-
ingarheimili og gestkvæmt. Þar var
þríbýli þegar Ásgeir var að alast
upp. Þá bjuggu á Halldórsstöðum
auk foreldra hans og fimm systkina,
móðursystir hans Bergþóra, maður
hennar Hallgrímur Þorbergsson og
dóttir þeirra Þóra og Páll Þórarins-
son afabróðir Ásgeirs, Lizzie kona
hans og synir þeirra William og Þór.
Það var afskaplega skemmtilegur
andi yfir öllu á Halldórsstöðum þeg-
ar ég kom þangað fyrst með Magn-
úsi. Þeir bræður Ásgeir og Hjálmar
æfðu sig af kappi í alls konar íþrótt-
um og á veturna voru þeir mikið á
skíðum. Kvöldin á Halldórsstöðum
eru mér líka ógleymanleg, oft var
mannmargt í stofunni í bænum og
kátt á hjalla. Þá settist Kolfinna oft
við orgelið, en hún var organisti í
Þverárkirkju, og Lizzie söng. Ásgeir
eða Hjálmar spiluðu á harmoniku og
það gat komið fyrir að Torfi tæki nið-
ur fiðluna og spilaði fyrir okkur og
stundum spiluðu þær systur Áslaug,
Guðrún og Sigríður á gítar.
Ásgeir fór í Bændaskólann á
Hvanneyri til að mennta sig fyrir
lífsstarfið. Gaman þótti okkur Magn-
úsi að fá hann í heimsókn í helgarfrí-
um því skemmtilegri gest var ekki
hægt að fá. Ásgeir fór síðan að búa
með foreldrum sínum á Halldórs-
stöðum fyrst einn en síðar ásamt
sinni yndislegu konu Hrafnhildi
Snædal Ólafsdóttur. Þau byggðu sér
afar fallegt hús á Halldórsstöðum.
Ásgeir og Hrafnhildur eignuðust
fjögur börn, synina Ólaf, Torfa og
Hallgrím og dótturina Hönnu. Það
var gaman að sjá þau með fallega
barnahópinn sinn.
Oft þegar ég hugsa heim að Hall-
dórsstöðum sé ég Ásgeir fyrir mér
með barnahópinn í kringum sig. Þar
voru mín börn, börn hinna systkin-
anna, synir Þóru og barnahópurinn
hans. Allir sóttust eftir að vera ná-
lægt Ásgeiri bæði eldri sem yngri.
Árið 1969 fluttu Ásgeir og Hrafn-
hildur til Reykjavíkur. Ásgeir var
mikill fjölskyldumaður og heimakær
og hann gladdist yfir velgengni
barna sinna og barnabarna. Það hef-
ur verið gaman að koma í Bólstað-
arhlíðina á þeirra myndarlega heim-
ili og fá að fylgjast með systkinunum
og fallega barnahópnum þeirra.
Ásgeir hafði verið að skera út
ýmsa hluti þegar þau voru fyrir
norðan en þegar suður kom gerði
hann það að atvinnu sinni. Hann var
mjög listrænn í sér og vandvirkur og
það hefur verið gaman að sjá mörg
þessara frábæru listaverka sem
hann skapaði hvert af öðru.
Ásgeir var fallegur maður með
mikla útgeislun. Hann hafði mikla
frásagnarhæfileika enda greindur
vel og mikið unni hann sveitinni
sinni. Hann skilur eftir sig stórt
skarð í fjölskyldu- og vinahópnum.
Nú eru Hjálmar Jón og Guðrún
Bríet ein eftir af þessum myndarlega
systkinahópi frá Halldórsstöðum.
Aðeins örfáir mánuðir eru síðan Sig-
ríður Ragnheiður dó, Áslaug Guðrún
dó árið 1978 og Magnús Þórarinn
maðurinn minn dó árið 1993.
Elsku Hrafnhildur, ég og fjöl-
skylda mín sendum þér, Ólafi, Torfa,
Hallgrími, Hönnu og fjölskyldum
ykkar, okkar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Mikið þótti okkur öllum vænt um
Ásgeir, hann var okkur mikill gleði-
gjafi.
Guð blessi þig.
Sigríður Þórðardóttir.
Ég er staddur í Boston, og opna
tölvupóstinn minn. Í þetta skiptið er
það sorgarfregn sem bíður mín. Ás-
geir afabróðir er dáinn. Þegar mér
bárust fréttirnar helltust yfir mig
minningar um hann Ásgeir frænda.
Fyrir stuttu hittist fjölskyldan í
sumarbústaðnum hennar ömmu á
Þingvöllum. Þá talaði ég talsvert við
Ásgeir. Hann tók í hönd mína fast og
horfði í augu mín, fast og innilega.
Svona heilsaði Ásgeir fólki. Við fórum
að spjalla og hann gaf mér ýmis ráð
fyrir framtíðina. Hann talaði svo fal-
lega til mín og ég minntist á það
seinna við Siggu kærustuna mína.
Þegar ég var að fara prófaði ég í gríni
að slá nokkrar golfkúlur. Ásgeir kom
til mín, hló aðeins að mér og kenndi
mér svo hvernig ætti að slá. Þegar ég
var minni kenndi Ásgeir mér að
heilsa, „maður á að taka fast í höndina
á viðkomandi og horfa innilega í aug-
un á honum“. Oft þegar ég var minni
kreisti hann höndina mína svo fast að
ég meiddi mig örlítið en ég sagði aldr-
ei neitt. Ég reyndi bara að kreista
fastar á móti. Ásgeir meinti það inni-
lega þegar hann heilsaði manni.
Ásgeir var mikil félagsvera og var
ávallt með bros á vör og skemmti-
lega rjóður í kinnum, þannig man ég
eftir honum. Í boðum tók hann
stundum upp harmonikuna eða sett-
ist við píanóið. Sumir menn eru
þannig að allir hlæja að bröndurun-
um þeirra. Þessir menn eru sjald-
gæfir en Ásgeir var einn þeirra. Í
boðum á Bergstaðastræti heilsaði ég
ekki öllum því það voru svo margir,
en ég heilsaði alltaf þeim bræðrum,
Ásgeiri og Hjálmari. Það var gaman
að heilsa þeim, þeir voru svo einlæg-
ir og brosandi. Það að hitta þá var
alltaf eitthvað svo spennandi. Ein-
hvern veginn hugsa ég alltaf um þá
saman, og svo um Dúnu og Búllu.
Þeir tveir fóru oft saman í golf. Fyrir
stuttu mætti ég og bróðir minn þeim
bræðrum á leið á völlinn. Við gátum
ekki annað en hlegið að þeim, þeir
voru eins og smástrákar að fara sam-
an út að leika sér. Það er einmitt
þess vegna sem mér finnst svo skrít-
ið að Ásgeir hverfi svo snöggt frá
okkur. Hann var svo ungur í sér.
Undanfarið þegar ég hitti Ásgeir
hugsaði ég að hann væri alltaf að líkj-
ast afa Magnúsi meir og meir. Í raun-
inni fannst mér ég alltaf finna fyrir
ákveðinni nærveru afa Magnúsar
þegar Ásgeir var á staðnum. Það var
svipuð lykt af honum og afa, þessi
lykt er góð, þegar maður finnur hana
þá finnur maður fyrir hlýju og ró.
Ásgeir var mikill listamaður, hann
var tréskurðarmaður eða trélista-
maður. Listaverk hans eru á mörg-
um heimilum, askar, spænir og ekki
má gleyma brauðplattanum sem á
stendur: Guð blessi brauð vort. Ég
hef oft skoðað vel þessi verk og ég
skil ekki hvernig hægt er að gera
svona fallega hluti bara með hönd-
unum, áferðin er svo mjúk, fínleg og
hárnákvæm.
Ég er heppinn að hafa fengið að
kynnast Ásgeiri afabróður. Ég sam-
hryggist ekkju hans, Hrafnhildi,
börnum hans og fjölskyldum þeirra,
Hjálmari, Dúnu og öllum öðrum sem
voru svo heppnir að fá að kynnast
Ásgeiri Torfasyni.
Jón Gunnar Þórðarson.
Fleiri minningargreinar um Ás-
geir Ragnar Torfason bíða birt-
ingar og munu birtast í blaðinu
næstu daga.
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. SEPTEMBER 2001 47
+ .
1
&
1 .
.
!
&
1 ;+8
%
2#0
#0 ?
1 2
")
-
* 5 ) 5 .
1 /)
:1 1 0
"
1 " /,
:$ 1 " )$
! $ 5 ( ' (
1 /, ' ,
1 " 1 / /)
2 .
1 &
1 .
!
& !
+8&,
+&,
%
)' /# (#
7 @;% #
/ !#/1 :A
"
)
$ / "
7/ 0# ,"
: "
5 : "
! 1 "
1 / , : "
"' '( )
"
#
+
+
5&
-,.. 0*
!,& -, #
0 / / )
$" ' (
' '( "' ' '( )
"
.=
* &,
-,.. B( 3C
%
.
,
!*
+
! %#
$$%
4
. ,
! 2! & . %
"
2!
; 2!
60& !")
(
; +=D6; -,.. CE
%
! ) /.
.
7
1
/ ,
/60# )