Morgunblaðið - 08.09.2001, Side 48

Morgunblaðið - 08.09.2001, Side 48
ALDARMINNING 48 LAUGARDAGUR 8. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Í DAG, 8. september, eru 100 ár liðin frá fæð- ingu Guðmundar Karls Péturssonar yfirlæknis á Akureyri. Hann lést 11. maí 1970. Guðmundur Karl var fæddur á Hallgilsstöð- um í Hörgárdal 1901, sonur hjónanna Sigríð- ar Manassesdóttur, f. 2. okt. 1878, d. 15. júní 1928, og Péturs Frið- björns Jóhannssonar bónda, f. 22. maí 1868, d. 17. des. 1972. Pétur fylgdi Guðmundi syni sínum til grafar tveimur dögum fyrir 102 ára afmæli sitt. Guðmundur Karl mun hafa verið skírður í höfuðið á Guðmundi Hann- essyni lækni og Karitas konu hans en sá ágæti læknir bjargaði bæði móður og barni þegar Guðmundur Karl fæddist. Hvort nafnið hefur fært með sér þá gæfu sem fylgdi honum í ævistarfi hans skal ósagt látið en eitthvað fékk þessi drengur í vöggugjöf sem gerði hann að þeim atorkusama, ósérhlífna og farsæla lækni sem nú er minnst. Guðmundur Karl ólst upp hjá foreldrum sínum og systkinum, hálfbróðurnum Stein- ari St. Stefánssyni og Steindóri, Þór- dísi, Lovísu og Snorra Pétursbörn- um á Hallgilsstöðum, Bægisá og síðast á Blómsturvöllum. Var hann kenndur við þann bæ er hann hóf nám í Gagnfræðaskólanum á Akur- eyri og kallaður Kalli á Blómstur- völlum. Ekki munu hafa verið nokk- ur tök á að kosta hann til náms en Guðmundur Karl lét það ekki aftra sér, var alltaf hörkuduglegur að vinna og fékk því auðveldlega sum- arvinnu og fór þar að auki sparlega með fjármuni. Það eru til gamlar minnisbækur sem geymst hafa frá þessum tíma og fróðlegt að sjá hvað tíundað var af fátækum skólapilti á öndverðri tuttugustu öld. Það þurfti m.a. aðgerð á skóm, skóreimar, flibba og hnappa, blekbyttu, dúsín af pennum, steinolíu og lampaglös og eldsneyti til að kynda með ofninn, bæði mó og tað. „Óþarfinn“ var líka samviskusamlega skráður: Gráfíkj- ur, límonaði og tertusneið, epli, stúlku boðið á dansleik, tombólumið- ar, sjónleikur og fyrirlestur Sig. Hlíðar svo eitthvað sé nefnt. Er aug- ljóst að allt þurfti að spara og fara vel með. Ekki varð óregla honum heldur að fótakefli. Hann var alla tíð stakur reglumaður á vín og tóbak og hélt oft eftirminnilegar og krassandi bind- indisræður sem óhætt er að segja að nemendur í MA gleyma að minnsta kosti seint. Að loknu gagnfræðaprófi á Akur- eyri þar sem hann hafði staðið sig mjög vel meðal annars unnið það af- rek að fá „slöngu sex“ í náttúrufræði, en sex var það hæsta sem var gefið, var haldið suður í Menntaskólann til að ljúka stúdentsprófi. Hann varð stúdent 24. júní 1925 með fyrstu ein- kunn og hóf síðan háskólanám. Er nokkuð víst að helst stóð hugurinn til náttúruvísinda en læknisfræðin þótti skynsamlegri kostur og varð hann cand. med. 1931 með fyrstu ágæt- iseinkunn, þeirri hæstu sem tekin hafði verið í Háskóla Íslands. Hélt hann síðan til Svíþjóðar til að stunda framhaldsnám í skurð- og kvensjúk- dómalækningum og fæðingarhjálp en gerðist að því loknu aðstoðar- læknir á Landspítalanum árið 1934 til 1936 að honum bauðst starf við Akureyrarspítala. Þá var þar yfir- læknir Steingrímur Matthíasson og tók Guðmundur við starfi hans sem sjúkrahúslæknir á gamla spítalan- um. Það varð fljótlega ljóst að að- stæður til skurðaðgerða þurftu að batna til muna og var því bætt við spítalann byggingu sem hýsti skurð- stofu og röntgen, en brátt kom að því að huga þurfti að nýrri sjúkrahús- byggingu fyrir þennan landsfjórð- ung. Gekk Guðmundur Karl fremst- ur í flokki við að koma því verki áfram. Það var erfitt að koma upp stórum og fullkomnum spítala á þeim árum enda tók það sjö ár. Má geta nærri að miklum og langþráðum áfanga var náð 15. desember 1953 þegar sjúklingarnir voru loks fluttir í þetta háreista, vel búna og glæsilega hús á brekkubrúninni fyrir sunnan Lystigarðinn. Í Morgunblaðið skrifaði Vignir Guðm. af þessu tilefni: „Guðmundur Karl Pétursson yfir- læknir hefur að öllum öðrum ólöstuðum, ver- ið hinn ötuli kyndilberi og hollvættur þessa framfaramáls. Munu Akureyr- ingar og Norðlendingar seint fá full- þakkað hans giftudrjúga starf.“ Berklaveikin hafði verið um langt árabil mesti ógnvaldur á landinu og lagt marga að velli. Guðmundur Karl gerði brjóstaðgerðir á berklasjúk- lingum, svokallaðar höggningar og bjargaði lífi þeirra fjölmargra. Til að kynna sér þessar lækningar fór hann til Bandaríkjanna árið 1943. Hann yfirgaf konu og tvær dætur, sú yngri var nýfædd, til að fara fljúgandi með herflutningavél í miðju stríðinu yfir Atlantshaf. Það urðu allir harla fegn- ir þegar læknirinn og heimilisfaðir- inn kom heill heim aftur hálfu ári síð- ar, og tók til starfa á ný, reynslu og þekkingu ríkari. Guðmundur sótti oft læknanámskeið og þing víða í Evrópu og var duglegur að fylgjast með og lesa sér til um allar nýjungar. Auk skurðlækninganna stundaði hann líka sjúkrasamlagssjúklinga bæði á stofu og fór í vitjanir innan bæjar og í sveitunum og varð vinnu- dagurinn oftast ógnarlangur og næt- ursvefninn oftar en ekki truflaður hvenær sem var. Það má því nærri geta að heimilið fékk ekki að njóta nærveru hans eins og æskilegt hefði verið. Nú mætti ætla að svo önnum kaf- inn maður hefði ekki mikinn tíma til að stunda félagslíf eða tómstundir en það var öðru nær. Hugðarefnin voru mörg og hann var ólatur við að leggja sitt af mörkum. Hann var íþróttamaður góður og iðkaði á skólaárum sínum einkum þolhlaup og glímu, var fararstjóri íslenskra glímumanna til Þýskalands 1929. Hann unni íslenskri náttúru og var ötull skógræktarmaður. Hann var formaður Skógræktarfélags Akur- eyrar frá 1937 til dauðadags og þarf ekki annað en horfa yfir í Vaðlaheið- ina til að minnast skóganna sem nú eru vaxnir og hann dreif fólk í að gróðursetja. Fugla á Íslandi þekkti hann alla með tölu og var ævinlega með kíki til reiðu í bílnum. Hann merkti unga og gæsir í sárum og stökk út úr bílnum nánast á ferð ef hann sá útundan sér fugla sem hann vildi skoða nánar eða merkja.Hann fór á gæsaskyttirí á haustin og lagði þá stundum á sig að fara eldsnemma að morgni áður en hann mætti á skurðstofuna kl. átta. Hann hafði líka gaman af að renna fyrir lax og silung, klifra á fjöll og ganga skíðum. Guðmundur Karl hafði veg og vanda af stofnun Rótaryklúbbs Akureyrar og var forseti hans í fjögur ár og lét sig helst ekki vanta á einn einasta fund eða samkomu svo lengi sem ald- ur entist. Hann var formaður Rauða kross deildar Akureyrar frá 1937 og í stjórn Rauða kross Íslands frá 1938. Öskudagur var árlegur merkjasöludagur Rauða krossins. Ef honum fannst ekki hafa gengið nóg á merkin fór hann gjarnan í bæinn og hengdi merki á menn jafnvel mörg á hvern og borguðu flestir með glöðu geði. Hann var formaður lækna- félags Akureyrar í 16 ár samfleytt og naut bæði trausts og virðingar koll- ega sinna í læknastétt. Guðmundur var áhugasamur um flugsamgöngur og gerðist einn af stofnendum Flug- félags Akureyrar 1937 síðar Flug- félags Íslands og átti sæti í stjórn þess. Nú mætti ætla að ekki gæfist mikill tími eða tækifæri til að lyfta sér upp fyrir svo önnum kafinn mann. En það var öðru nær. Guð- mundur Karl var samkvæmismaður mikill. Hvar sem hann tók þátt söng hann hæst og dansaði mest og virtist óþreytandi, kannski af því að hann notaði engin vímuefni nema sína eig- in lífsgleði. Hann hélt snjallar og skörulegar ræður hvort heldur hann var að hvetja menn til dáða eða halda tækifærisræður.Hann var kirkju- rækinn og trúaður og sótti stundum margar messur sama daginn á hátíð- um því alltaf var líka messað á spít- alanum. Hann talaði kjarnyrta klingjandi norðlensku, vandaði mál sitt og þoldi illa hvers kyns slettur og rassbögur. Guðmundur Karl var skapmaður og oft nokkuð óþolinmóður, en mikill húmoristi og sá gjarnan spaugilegar hliðar á hinum alvarlegustu málum. Velferð sjúklinga hans var þó ætíð í fyrirrúmi. Þeir kunnu líka að meta hann og allir dýrkuðu hann dáðu enda var hann hressandi og uppörv- andi en um leið hinn trausti og öruggi læknir sem kunni að leggja líkn með þraut. Guðmundur var grannur og spengilegur, skarpleitur, hvass- brýnn og dökkbrýnn, kvikur á fæti og hljóp gjarnan við fót ef hann var ekki akandi á A-100. Hann raulaði gjarnan fyrir munni sér eða blístr- aði, tók alltaf tvær tröppur í einu upp stiga og hlífði sér aldrei. Kannski einmitt þess vegna varð hann ekki langlífur. Hann lést úr kransæða- stíflu á sjúkrahúsinu þar sem hann hafði unnið mestallan sinn starfsald- ur. Hann var kvaddur þaðan af sam- starfsólki sínu og Ólafur Sigurðsson læknir sagði m.a. við það tækifæri: „Guðmundur Karl var rammaukinn maður, hann var hetja. Ef nöfn vorra garpa og greppa eru nefnd brenna geislar hátt af hans kumli. Og hann féll eins og hetja í stríði áður en bar- dögum er lokið. Hann féll nokkuð fyrir aldur fram en þó er það huggun harmi gegn að honum var hlíft við hrörnuninni sem þeirra bíður er lengur lifa.“ Guðmundur Karl kvæntist 1937 Ingu Jónu Karlsdóttur hjúkrunar- konu, f. 21.11. 1905, ættaðri af Sel- tjarnarnesi. Hún lést í hárri elli á Akureyri 29. júní 1999. Dæturnar urðu fjórar og börn þeirra og afkom- endur eru nú 17 talsins. Fjölskyldan bjó á Eyrarlandsvegi 22 í stílhreinu, reisulegu húsi, þar sem húsmóðirin vakti yfir velferð manns síns og studdi hann með ráðum og dáð. Ármann Dalmannsson skógrækt- armaður og skáld, vinur Guðmund- ar, orti ljóð að honum látnum og fylgir hér síðasta erindi þess, mælt fyrir munn okkar allra sem áttum Guðmund Karl að: Þeir eru svo margir, sem minnast hans og mannkostaauðugs vinar sakna, ötula, fjörmikla félagans, sem fékk hvern ónytjung til að vakna. Hans störfum má líkja við ástaróð ortan til landsins sagnaríka. Ég ber fram þær óskir, að vor þjóð eignist sem flesta honum líka. Guð blessi minningu Guðmundar Karls. Sigríður Guðmundsdóttir. GUÐMUNDUR KARL PÉTURSSON MINNINGAR ✝ Jóhanna Sigríð-ur J. Kjerúlf fæddist í Brekku- gerði í Fljótsdal 14. sept. 1911. Hún lést á hjúkrunarheimilinu á Egilsstöðum 31. ágúst síðastliðinn. Jóhanna var eitt af tólf börnum Jörgens Kjerúlf frá Húsum og Elísabetar Jóns- dóttir frá Brekku- gerði. Fyrri maður Jóhönnu var Stefán Sveinsson, f. á Glúm- stöðum í Fljótsdal 1.11. 1911, d. 15.5. 1943. Seinni maður Jóhönnu var Andrés M. Kjerúlf frá Hrafnkelsstöðum í Fljótsdal, f. 21.1. 1921, d. 21.1. 1979. Börn Jóhönnu og Stefáns eru Sveinn, f. 22.10. 1934, d. 20.1. 1999, Jörgen, f. 17.4. 1936, d, 6.7. 1984, Þorvarður, f. 18.11. 1937, d. 6.8. 1939, og Þorvarður bóndi í Brekku- gerði, f. 29.9. 1939, nú búsettur á Egils- stöðum. Jóhanna og Andrés eignuðust stúlkubarn, f. 26.1. 1946, d. 9.5. 1946. Útför Jóhönnu fer fram frá Valþjófsstað í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Jóhanna í Brekkugerði var föður- systir mín, sérstæð og léttlynd kona sem ekki lét sér allt fyrir brjósti brenna. Þéttvaxin, rösk og hafði stjórn á því sem í kringum hana var. Fyrsta minning mín um hana er lík- lega frá sumrinu 1948 en þá var ég staddur í Brekkugerði einu sinni sem oftar og var í slæmum málum, hafði flúið organdi af hræðslu upp í trjágrein inni á bala undan heim- alningnum mannýgum og grimmum hvolpi. Húsmóðirin stikaði þá út, tók undirritaðan undir handlegginn og hélt á honum inn í bæ en sendi yngsta syni sínum tóninn í leiðinni fyrir að hafa hrætt þennan aumingja með hundi og heimalningi og talaði þá enga tæpitungu fremur en endra- nær. Þegar í bæinn kom var ég sett- ur á bekk í eldhúsinu og látinn fara að mala kaffi, en húsmóðirin tók til við eldamennsku og söng fyrir mig lagið um hana Dísu í dalakofanum, en Jóhanna hafði fagra söngrödd og ágæta músíkgáfu. Smám saman hætti svo vesalingurinn að hrína og veröldin fékk aftur sinn fyrri lit. Jó- hanna var ein af þeim fágætu mann- eskjum sem strá í kringum sig birtu og sérstæður húmor hennar var þess eðlis að hann hjálpaði mönnum til að greina á milli þess sem skiptir máli og þess sem skiptir engu máli og mætti nútíminn af því nokkurn lær- dóm draga. Á fyrri tíð var fjölmennt í Brekkugerði. Við frændsystkinin sem áttum heima í Reykjavík riðum þar húsum sumar eftir sumar og þá reyndi verulega á húsmóðurina, en ekki minnist ég annars en það hár- fína jafnvægi herstjórnarlistar og diplomatíu sem hún beitti virkaði og það alveg út í æsar. Raunar gerði ég mér grein fyrir því löngu seinna hvað mig varðaði að Jóhönnu fannst líklega að hjá mér skorti nokkuð á um móðurlegt uppeldi og aga og vildi bæta þar nokkuð um og hafði þar mikið til síns máls. Ég minnist þess nú að eitt sinn er ég var kominn á sextánda ár bauð hún mér upp á flengingu af ærnum ástæðum, en því góða boði var ekki tekið. Seinna svo þegar árin liðu og við börnin sem höfum haft þau forrétt- indi að fá að vera samvistum við Jó- hönnu og Andrés vorum komin nokkuð til manns og höfðum yfir brúklegum farartækjum að ráða var rennt í Brekkugerði og húsmóður- inni boðið í bíltúr en húsbóndinn fór sjaldan af bæ, og svo var keyrt um allar trissur, stoppað og talað við fólk, drukkið mikið kaffi og ekki spillti að hafa svo sem einn vodka- pela með í ferðinni og þá var nú völl- ur á minni, hún reytti af sér brand- arana og sagði okkur frá skrýtnum körlum og kerlingum og merkilegum atburðum sem höfðu orðið á ýmsum merkilegum stöðum. Í svona leið- angri var hún alltaf sjálfkjörinn far- arstjóri, bæði vel staðkunnug, þekkti íslenska flóru betur en flestir aðrir og var tilbúin að miðla öðrum af þekkingu sinni. Síðustu tuttugu árin var svo töluvert langt á milli okkar, en aldrei fór svo að við hittumst ekki nokkrum sinnum á ári, ég á mínu hefðbundna flakki á Austurlandi, en hún í sínum Reykjavíkurferðum, því ferðalög og ferðalög voru hennar líf og yndi og sú ánægja sem hún hafði af að hitta sitt fólk var ósvikin. Ég minnist einnar ferðar þar sem við renndum austur í Holt undir Eyja- fjöllum að heimsækja vina- og frændfólk okkar þar. Gamla konan var í góðu stuði, það var ökumað- urinn líka og ökutækið var af bestu sort. Sól skein í heiði og ökuhraðinn var töluvert ofan við það norm sem lög mæla fyrir um. Eitt sinn þegar ekið var fram úr bíl reis gamla konan upp í sætinu, veifaði til bílsins og kallaði háum rómi „vertu blessaður vinur“, leit svo til mín og sagði kank- vís „þetta er sá fjórði sem við skiljum eftir hér á heiðinni“. Þar hafði ekki neitt breyst, hún hafði lúmskt gaman af hraðskreiðum bílum og flugvélar voru hennar uppáhaldsfarartæki. Jóhanna eyddi ævikvöldinu á Eg- ilsstöðum á heimili sonar síns, en kona hans, Sigríður Bergþórsdóttir frá Hjarðarhlíð í Skriðdal, reyndist henni frábærlega vel. Jóhanna frá Brekkugerði var með stórt hjarta og næm á mannlegar tilfinningar. Ég heyrði hana aldrei minnast á að lífið hefði ekki verið henni svo gott sem skyldi og hafði hún þó staðið yfir moldum tveggja eiginmanna sinna og fjögurra barna. Það hvernig hún reyndist mér og systrum mínum þegar við vorum lítil, og eins seinna þegar við áttum að vera komin til vits og ára, bæði í sorg og gleði, verður aldrei full- þakkað. Síðustu árin var Jóhanna á sjúkrahúsinu á Egilsstöðum og undi sér þar bærilega við gott atlæti og góða aðbúð frá starfsfólki og hafi það þökk fyrir. Ég var á ferð á Eg- ilsstöðum hálfum mánuði áður en Jó- hanna kvaddi, fór upp á spítala eins og ég gerði altaf þegar ég var á ferð. Þetta var rétt eftir hádegi, gamla konan hafði lagt sig og svaf fast og hafði dregið lak yfir andlitið. Ég dró lakið frá og dáðist að því hvað hárið hennar var vel til haft og hvað hún svaf vært. Ég kyssti hana á kinnina, dró lakið yfir aftur og kvaddi. Sölvi Kjerúlf. JÓHANNA J. KJERÚLF EIGI minningargrein að birt- ast á útfarardegi (eða í sunnu- dagsblaði ef útför er á mánu- degi), er skilafrestur sem hér segir: Í sunnudags- og þriðju- dagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. Í mið- vikudags-, fimmtudags-, föstu- dags- og laugardagsblað þarf greinin að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Berist grein eftir að skilafrestur er útrunninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna skilafrests. Skilafrestur minning- argreinaMIKIL áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vél- rituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk- lingur fylgi útprentuninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning @mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höfundar/sendanda fylgi. Um hvern látinn einstak- ling birtist formáli, ein uppi- stöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama ein- stakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksenti- metra í blaðinu). Frágangur af- mælis- og minn- ingargreina

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.