Morgunblaðið - 08.09.2001, Side 55
LISTASAFN ÁRNESINGA, Tryggvagötu 23, Selfossi:
Opið eftir samkomulagi. S. 482 2703.
LISTASAFN EINARS JÓNSSONAR: Opið alla daga
nema mánudaga, kl. 14-17. Inngangur frá Eiríksgötu
og Freyjugötu. Höggmyndagarðurinn við Freyjugötu
er alltaf opinn.
LISTASAFN ÍSLANDS, Fríkirkjuvegi. Sýningarsalir,
kaffistofa og safnbúð: Opið daglega kl. 11–17, lokað
mán. Skrifstofa safnsins og upplýsingar um leiðsögn:
Opið alla virka daga kl. 8–16. Bókasafn: Opið þri.–fös.
kl. 13–16. Aðgangur er ókeypis á mið. Uppl. um dag-
skrá á internetinu: http//www.natgall.is
LISTASAFN REYKJAVÍKUR
THE REYKJAVÍK ART MUSEUM
Lisatsafn Reykjavíkur – Kjarvalsstaðir Flókagötu – 105
ReykjavíkSími/Tel: (354) 552 6131 Fax: (354) 562 6191
Netfang/E-mail: listasafn@reykjavik.is mailto:lista-
safn@reykjavik.is www.reykjavik.is/listasafn Opið
fimmtudaga–þriðjudaga 10–17 miðvikudaga 10–19
Listasafn Reykjavíkur – Hafnarhúsið Tryggvagötu 17 –
101 Reykjavík Sími/Tel: 511 5155 Fax: 562 6191 Net-
fang/E-mail: listasafn@reykjavik.is mailto:listasafn-
@reykjavik.is www.reykjavik.is/listasafn Opið föstu-
daga–miðvikudaga 11–18 Fimmtudaga 11–19
Listasafn Reykjavíkur – Ásmundarsafn Sigtúni – 105
Reykjavík Sími553 2155 Fax: 562 6191 Netfang: lista-
safn@reykjavik.is www.reykjavik.is/listasafn Opið
maí–september kl. 10–16 alla daga október–apríl kl.
13–16 alla daga
LISTASAFN KÓPAVOGS – GERÐARSAFN: Opið dag-
lega kl. 12–17 nema mán.
LISTASAFN SIGURJÓNS ÓLAFSSONAR: Safnið er op-
ið alla daga nema mánudag kl. 14-17. Upplýsingar í s.
553 2906.
LISTASALUR Korpúlfsstöðum við Thorsveg er opinn
alla mið. kl. 12-18.
LJÓSMYNDASAFN REYKJAVÍKUR: Grófarhús,
Tryggvagata 15, Reykjavík. Sími 563 1790. Fax:
563 1799. reykjavik.is/ljosmyndasafn - Opið mán.–föst.
kl. 10-16.
LYFJAFRÆÐISAFNIÐ: Neströð, Seltjarnarnesi. Safnið
er opið á sun., þri., fim og laug. kl. 13-17.
MENNINGAMIÐSTÖÐIN GERÐUBERG: Sýningatími í
sumar er kl. 12-19 virka daga. Lokað um helgar. Sími
575-7700.
MINJASAFN AKUREYRAR, Minjasafnið á Akureyri,
Aðalstræti 58, Akureyri. S. 462 4162. Opið alla daga frá
1. júní til 15. sept. kl. 11-17.
MINJASAFN AUSTURLANDS, Safnahúsinu Laufskóg-
um 1, Egilsstöðum er opið alla daga nema mán. kl. 11–
17 til 1. september. Alla sun. frá kl. 14–17 má reyna sig
við gamalt handbragð í tóvinnu undir leiðsögn eldri
borgara. Safnbúð með minjagripum og handverksmun-
um. Kaffi, kandís og kleinur. S. 471 1412, netfang
minaust@eldhorn.is.
MINJASAFN ORKUVEITU Reykjavíkur v/rafstöðina v/
Elliðaár. Opið á sun. kl. 15–17 og eftir samkomulagi. S.
567 9009.
MINJASAFN SLYSAVARNAFÉLAGS ÍSLANDS Þor-
steinsbúð við Gerðaveg, Garði. Opið alla daga í sumar
frá kl. 13–17. Hægt er að panta á öðrum tímum í s.
422 7253.
IÐNAÐARSAFNIÐ Á AKUREYRI, Dalsbraut 1 er opið
frá 1. júní til 31. ágúst kl. 14–18, en lokað á mán. S.
462 3550 og 897 0206.
MYNTSAFN SEÐLABANKA/ÞJÓÐMINJASAFNS, Ein-
holti 4, s. 569 9964. Opið virka daga kl. 9–17 og á öðrum
tíma eftir samkomulagi.
NÁTTÚRUFRÆÐISTOFA KÓPAVOGS, Digranesvegi
12. Opið mið. og lau. 13–18. S. 554 0630.
NÁTTÚRUGRIPASAFNIÐ, sýningarsalir Hverfisgötu
116 eru opnir sun. þri. fim. og lau. kl. 13.30–16.
NESSTOFUSAFN. Opið laugardaga , sunnudaga, þriðju-
daga og fimmtudaga frá kl. 13-17.
NORRÆNA HÚSIÐ. Bókasafnið opið mán.–sun. 12–17.
Sýningarsalur opinn þri.–sun. kl. 12–17, lokað mán.
Kaffistofan opin mán.–laug. kl. 8–17, sun. kl. 12–17.
Skrifstofan opin mán.–föst. kl. 9–16. Sími 551–7030,
bréfas: 552 6476. Tölvupóstur: nh@nordice.is – heima-
síða: hhtp://www.nordice.is.
PÓST- OG SÍMAMINJASAFNIÐ: Austurgötu 11, Hafn-
arfirði. Opið þri. og sun. 15–18. S. 555 4321.
RJÓMABÚIÐ á Baugsstöðum. Safnið er opið lau. og sun.
til ágústloka frá l. 13–18. S. 486 3369.
SAFN ÁSGRÍMS JÓNSSONAR, Bergstaðastræti 74, s.
551 3644. Sýning á uppstillingum og landslagsmyndum.
Stendur til marsloka. Opin lau. og sun. kl. 13.30–16.
SJÓMINJASAFN ÍSLANDS, Vesturgötu 8, Hafnarfirði,
er opið alla daga frá kl. 13-17 fram til 30. september.
Sími sýningar 565 4242. Skrifstofa, Lyngási 7, 210
Garðabær, sími 530 2200. Netfang: sjominjasafn@nat-
mus.is.
SJÓMINJA- OG SMIÐJUSAFN JÓSAFATS HINRIKS-
SONAR, Súðarvogi 4. Opið þri. – lau. frá kl. 13–17. S.
581 4677.
SJÓMINJASAFNIÐ Á EYRARBAKKA: Hópar skv.
samkl. Uppl. í s: 483 1165, 483 1443.
SNORRASTOFA, Reykholti: Sýningar alla daga kl. 10–
18. S. 435 1490.
STOFNUN ÁRNA MAGNÚSSONAR, Árnagarði v/Suð-
urgötu. Handritasýning opin kl. 14-16 þri.-föst. til 15.
maí.
STEINARÍKI ÍSLANDS, Görðum Akranesi: Opið alla
daga kl. 13–18 nema mánud. er lokað. Opnað fyrir hópa
utan þess tíma eftir samkomulagi. Maríukaffi býður
upp á gómsætar veitingar á opnunartíma. Til sölu
steinar, minjagripir og íslenskt handverk. S. 431 5566.
Vefsíða: www.islandia.is/steinariki
SVEINSHÚS, KRÍSUVÍK: Opið fyrsta sunnudag í mánuði
frá 3. júní til 2. sept. frá kl. 13-17. Áhugasamir geta
pantað leiðsögn fyrir hópa á öðrum tímum. Uppl. í sím-
um 861-0562 og 866-3456.
ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS: Sýningar við Suðurgötu
lokaðar vegna endurbóta á húsnæði.
ÞJÓÐMENNINGARHÚSIÐ: Menningarsögulegar sýn-
ingar. Fundarstofur til leigu. Veitingastofa. Opið alla
daga frá kl. 11–17. Sími 545 1400.
AMTSBÓKASAFNIÐ Á AKUREYRI: Mán. til fös. kl. 10–
19. Lau. 10–15.
LISTASAFNIÐ Á AKUREYRI: Opið alla daga frá kl. 14–
18. Lokað mán.
NONNAHÚS, Aðalstræti 54. Opið a.d. kl. 10–17 frá 1. júní
– 1. sept. Uppl. í s. 462 3555.
NORSKA HÚSIÐ Í STYKKISHÓLMI: Opið daglega í
sumar frá kl. 11–17.
ÞJÓNUSTA/FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. SEPTEMBER 2001 55
♦ ♦ ♦
LÖGREGLAN í Hafnarfirði lýsir
eftir vitnum að umferðaróhappi, sem
varð á gangbraut við gatnamót
Hringbrautar og Lækjargötu,
mánudaginn 3. september sl. kl.
16.50. Þarna varð stúlka á reiðhjóli
fyrir bifreið.
Vitni eru vinsamlega beðin um að
hafa samband við lögreglustöðina í
Hafnarfirði.
Lýst eftir
vitnum
Í TILEFNI af 10 ára afmæli
Fornalundar er þessa dagana
haldin fimm daga fræðslu- og
kynningarhátíð í söludeild BM-
Vallár í Fornalundi við Breiðhöfða
3 undir nafninu „5 dagar í para-
dís“.Hátíðin hófst miðvikudaginn
5. september og stendur til 9. sept-
ember.
Á hátíðinni verður opnaður nýr
og afmælisáfangi í Fornalundi þar
sem ólíkir straumar og stefnur í
garðhönnun mætast auk þess sem
ýmsar nýjungar frá BM-Vallá
verða kynntar, segir í frétta-
tilkynningu. Á boðstólum verður
fjöldi fyrirlestra um skipulag
garða og eru þeir opnir almenn-
ingi.
Opið verður frá kl. 10 til 14 á
laugardag og kl. 13 til 17 á sunnu-
dag.
10 ára afmæli Fornalundar
5 daga fræðslu- og
kynningarhátíð
UM þessar mundir eru Eldhestar í
Hveragerði 15 ára. Eldhestar hafa
frá byrjun boðið upp á hestaferðir
um landið og hefur starfsemin aukist
ár frá ári. „Næsta vor opna Eldhest-
ar nýtt sveitahótel. Með því verður
svarað auknum fyrirspurnum eftir
funda- og ráðstefnustað í friðsælu
umhverfi.
Eldhestar taka að sér skipulagn-
ingu á vinnufundum og ráðstefnum.
Á hótelinu verða 10 tveggja manna
herbergi búin öllum þægindum og
með nettengingum.
Í tilefni af afmælinu efna Eldhest-
ar til getraunar á hesta- og heim-
ilissýningunni í Laugardalshöll. Þeir
sem koma á sýninguna geta tekið
þátt í getraun þar sem í verðlaun
verður hestaferð fyrir 10 manns. Það
þýðir að sá sem vinnur getur boðið
með sér 9 félögum úr vinahópnum
eða af vinnustaðnum.
Svara þarf þremur spurningum og
skila í bás Eldhesta á sýningunni.
Dregið verður úr réttum svörum
þann 10. september og haft samband
við verðlaunahafa símleiðis,“ segir í
fréttatilkynningu.
Eldhestar
15 ára
HAUSTHÁTÍÐ KFUM og KFUK
verður haldin sunnudaginn 9. sept-
ember.
Þetta er nýlunda í starfi félaganna
og markar upphaf vetrarstarfs
þeirra sem er í þann mund að hefj-
ast. Hausthátíð KFUM og KFUK
verður haldin í aðalstöðvum þeirra,
Holtavegi 28 og hefst kl. 15:00.
Félagar í Sportfélaginu Hvati,
sem er nýstofnað félagslið KFUM og
KFUK, munu sjá um knattspyrnu
og blak og foringjar úr sumarbúð-
unum munu sjá um ýmiss konar leiki
og uppákomur á útivistarsvæði
KFUM og KFUK við Holtaveg.
Kl. 17:00 verður fyrsta skóflu-
stunga tekin að nýjum leikskóla fé-
laganna við austurenda knatt-
spyrnuvallarins á svæðinu. Að því
loknu verður gengið til fjölskyldu-
samkomu í félagsheimili KFUM og
KFUK. Aðgangur að allri dag-
skránni er ókeypis.
Hausthátíð
KFUM og
KFUK
BISKUP Íslands hefur kallað
sr. Halldór Reynisson, prest í
Neskirkju í Reykjavík, til
starfa á Biskupsstofu. Hann
mun gegna starfi verkefnis-
stjóra fræðslumála, auk þess að
sinna upplýsingamálum. Sr.
Halldór tekur til starfa 1. októ-
ber nk. og er ráðinn til eins árs.
Um leið fer sr. Halldór í launa-
laust leyfi frá prestsþjónustu í
Neskirkju.
Sr. Halldór hefur verið
prestur í Neskirkju sl. 6 ár en
áður var hann sóknarprestur í
Hruna. Hann hefur auk guð-
fræðimenntunar meistara-
gráðu í fjölmiðlun og var við
nám í markaðsfræðum við End-
urmenntunarstofnun HÍ.
Hefur
störf á Bisk-
upsstofu
KÍNAKLÚBBUR Unnar kynnir
Kínaferðir sunnudaginn 9. septem-
ber kl. 20:00 í veitingahúsinu
Shanghæ, Laugavegi 28.
Unnur Guðjónsdóttir mun sýna
litskyggnur úr fyrri ferðum klúbbs-
ins til Kína, jafnframt því að afhenda
dagskrá ferðarinnar, einnig verður
skyndihappdrætti með kínverskum
vinningum. Kínaklúbburinn stendur
fyrir tveim ferðum á næsta ári, í maí
og september. Eftir að kynningar-
fundi lýkur, geta fundargestir fengið
sér að borða kínverskan mat. Allir
sem hug hafa á að fara til Kína, undir
fararstjórn Unnar, eru velkomnir á
fundinn, segir í fréttatilkynningu.
Kynning á
Kínaklúbbi
Unnar
HEILARINN Patricia Howard
verður með helgarnámskeið í Nudd-
stofunni Umhyggju á Vesturgötu 32
í Reykjavík, helgina 15. og 16. sept-
ember og einkatíma vikuna 10.–14.
september.
Patricia Howard er útskrifuð úr
Barbara Brennan School of Healing
í Bandaríkjunum. Hún var hér sl. vor
með námskeið ásamt Karinu Becker
og Bobbie Hutchinsson.
„Á námskeiðunum verður unnið
með erfiðleika úr æsku, skoðað
hvernig við notum vanabundna
hegðun til að skilgreina okkur, nýjar
leiðir skoðaðar til þess að finna til ör-
yggis og hlusta á okkur sjálf, við lær-
um að taka á móti og gefa af okkur í
stað þess að stjórna, endur-
uppbyggja okkur og finna hvernig
við getum notið lífsins,“ segir í
fréttatilkynningu.
Helgarnám-
skeið í sjálfs-
uppbyggingu
KENNT verður í vetur hjá Dans-
íþróttafélagi Hafnarfjarðar í Bjark-
arhúsinu við Haukahraun (gamla
Haukahúsið). Kennsla hefst mánu-
daginn 10. sept. Kennsluönnin er 14.
vikur
Keppnishópur K og F verða með
fastar æfingar þrisvar sinnum í viku.
Barna-, unglinga- og hjónahópar fyr-
ir byrjendur og framhald. Grétar
Berg verður með breaknámskeið.
Brynjar Örn verður með freestyle-
námskeið.
Skólastjóri Dansíþróttafélags
Hafnarfjarðar er Auður Haralds-
dóttir danskennari. Opið hús verður
sunnudaginn 9. sept frá kl. 14:00-
17:00 í Haukahúsinu við Hauka-
hraun.
Dans í
Hafnarfirði
MÁNUDAGINN 10. september kl.
14 verður haldið opið málþing í Há-
tíðasal Háskóla Íslands um áhrif há-
skóla á samfélög. Málþingið fer fram
á ensku. Fluttir verða fyrirlestrar og
að þeim loknum verða almennar um-
ræður.
Dagskrá verður sem hér segir
samkvæmt fréttatilkynningu: Frum-
mælendur: Björn Wittrock, prófess-
or við Háskólann í Uppsölum í Sví-
þjóð: „The Modern University: The
Three Transformations“.
Gordon Graham, prófessor við
Háskólann í Aberdeen í Skotlandi:
„Freedom and Criticism: Recover-
ing the University’s Social Role“.
Málþingið er öllum opið og er
haldið í tengslum við fund stjórnar-
nefndar samstarfs rektora nor-
rænna háskóla sem haldinn verður í
Reykjavík um næstu helgi.
Málþing um
áhrif háskóla
á samfélagið
DAGANA 7. - 9. september er haldið
Norðurlandamót grunnskólasveita í
skák 2001. Skáksveit Hagaskóla
vann sér þátttökurétt í mótinu með
sigri á Íslandsmóti grunnskólasveita
sl.vor.
Þátttaka í Norðurlandamótum
skólaskákar hefur jafnan verið ríkur
þáttur í starfi þeirra aðila sem koma
að skákkennslu í skólum og hefur
jafnan verið mikið keppikefli að tefla
fyrir Íslands hönd á þessum mótum.
Íslensk ungmenni hafa jafnan
staðið sig með miklum sóma á þess-
um mótum og unnið marga Norður-
landameistaratitla.
Teflt verður í samkomusal Haga
laugardag og sunnudag kl. 9:00 og
15:00. Aðangur öllum heimill meðan
húsrúm leyfir.
Norðurlanda-
mót grunn-
skóla í skák
GESTAFYRIRLESARI Jarðhita-
skóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna
á þessu ári er Hilel Legmann, verk-
fræðingur, en hann er markaðsstjóri
Ormat Industries Ltd. í Ísrael. Orm-
at hefur um árabil verið meðal
helstu framleiðenda búnaðar fyrir
jarðgufstöðvar í heiminum og í far-
arbroddi í framleiðslu tvívökva
stöðva. Á síðari árum hefur Ormat í
mörgum tilfellum ekki aðeins lagt til
vélbúnað í jarðgufuvirkjanir heldur
einnig verið aðaleigandi virkjan-
anna.
Hilel Legmann nam vélaverk-
fræði við tækniháskólann í Achen í
Þýskalandi og útskrifaðist 1976.
Hann hefur starfað hjá Ormat frá
1983 og verið lykilmaður fyrirtæk-
isins í fjölmörgum verkefnum, m.a. í
Svartsengi, á Nýja Sjálandi, Kína,
Skotlandi, Svíþjóð og Þýskalandi.
Dagana 10.-14. september n.k.
mun hann flytja fimm fyrirlestra á
Sal Orkustofnunar, Grensásvegi 9
(3. hæð) og hefjast þeir kl. 10. „Í fyr-
irlestrunum mun hann fjalla um tví-
vökva gufuvirkjanir, lýsa eiginleik-
um vélbúnaðarins, umhverfisþátt-
um, hvernig staðið er að fjármögnun
og uppbyggingu virkjana og verk-
efnastjórnun. Hann mun nota 60
MW jarðgufuvirkjun í Mokai á Nýja
Sjálandi sem dæmi.
Fyrirlestranir eru öllum opnir,“
segir í fréttatilkynningu frá jarð-
hitaskólanum.
Fyrirlestrar
um jarðhita
„SKÁKÆFINGAR fyrir börn og
unglinga hjá Taflfélagi Reykjavíkur,
svokallaðar laugardagsæfingar,
hefjast að nýju eftir sumarleyfi laug-
ardaginn 8. september kl.14:00. Æf-
ingarnar eru opnar öllum 14 ára og
yngri.
Vegna þess að þetta er fyrsta æf-
ing vetrarsins verður boðið upp á
kók og pizzur, auk þess sem dregin
verða út aukaverðlaun. Að venju
verða veitt verðlaun fyrir þrjú efstu
sætin,“ segir í fréttatilkynningu frá
Taflfélagi Reykjavíkur.
Skákæfingar
fyrir börn og
unglinga
„FRÉTTAVEFUR Vöku, félags lýð-
ræðissinnaðra stúdenta, hefur verið
færður í nýjan búning. Slóð Vöku-
vefsins er www.vaka.hi.is. Þar munu
í vetur birtast fréttir af hagsmuna-
baráttu stúdenta, af starfsemi Vöku
og þar verða auk þess auglýstir at-
burðir á vegum Vöku, svo sem há-
degisfundir og skemmtikvöld,“ segir
í fréttatilkynningu.
Vökuvefurinn
í nýjan búning
♦ ♦ ♦
♦ ♦ ♦
♦ ♦ ♦
♦ ♦ ♦
♦ ♦ ♦
♦ ♦ ♦