Morgunblaðið - 08.09.2001, Síða 56
56 LAUGARDAGUR 8. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
BRÉF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavík Sími 569 1100
Símbréf 569 1329 Netfang bref@mbl.is
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
ÞESSAR vikurnar hef ég reynt að
ná í æfingabók fyrir 6.–7. bekk í
stærðfræði til að nota í sumarfríinu
en finn hana ekki, þótt ég hafi leitað
víða.
Starfsfólkið á bókasafninum fann
heldur engar bækur fyrir mig, að
undanskildum fjórum mjög gömlum
sem voru svona frá 1980! Mér finnst
það skrítið að það skuli vera ómögu-
legt að finna góðar bækur, en að-
eins fjórar lélegar. Ein er til þess að
kenna aðferðir sem hjálpa manni í
stærfræðinni og hinar þrjár eru
námsefni fyrir 8.–10. bekki. Í fyrstu
hélt ég að það tæki mig langan tíma
að klára bara fyrstu bókina, en eftir
að ég opnaði hana sá ég að hún var
einungis með dæmi sem tæki mig
bara smástund að klára! Það vakti
mér undrun að hún skyldi vera
gagnslaus fyrir mig.
Stærðfræðin er mjög mikilvæg
fyrir margt. Þegar geimfari er skot-
ið upp í himininn þarf fyrst að
reikna allt nákvæmlega út því ann-
ars getur allt farið úrskeiðis. Þegar
læknir gefur út lyfseðil handa sjúk-
lingi þarf hann að reikna út ná-
kvæmlega hvað sjúklingurinn má
taka mikinn skammt af lyfi, hefði
hann gefið út vitlausan lyfseðil og
sjúklingurinn dáið gæti hann verið
rekinn. Það á við líka þegar verið er
að búa til ný lyf. Ef eitthvað er of
mikið getur lyfið orðið lífshættulegt.
Venjulega grípum við líka til
stærðfræðinnar í búðum og við
ýmsar aðrar aðstæður. Þá þarf fólk
að vita hvað það þarf að borga mik-
ið, og hvort afgreiðslukonan hefur
gert mistök. Stærðfræðin tengist
líka mikið eðlisfræðinni, menn þurfa
mjög oft að nota stærðfræðina til að
reikna út hve hver skammtur má
vera stór. Þeir sem vilja verða arki-
tektar þurfa að vera góðir í stærð-
fræði, ef þeir gera allt vitlaust geta
húsin einfaldlega hrunið.
Þeir sem vinna við að gera tölvu-
leiki þurfa að reikna allt rétt svo
það komi ekki bara bull, þá myndi
enginn vilja leikinn.
En nú er ég búin að segja margt
sem kemur Íslandi ekki svo mikið
við svo ég ætla að beina athyglinni
að fiskinum sem er aðalauðlind Ís-
lands.
Sjávarfræðingar þurfa á hverju
einasta ári að reikna út hve mikinn
fisk má veiða á ári. Ef talan sem
þeir gefa upp er röng getur það
valdið því að tiltekinn fiskistofn
hrynji við landið, eins og gerðist
fyrir nokkrum mánuðum, þá sást
vel hversu nákvæm stærðfræði er
mikilvæg, því ef eitthvað er rangt
getur það haft áhrif á allt landið.
En nú er spurningin hversu góðir
Íslendingar eru í stærðfræði. Það
vitum við mjög vel því fyrir u.þ.b. 2
árum var haldin stærðfræðikeppni á
Íslandi (fyrir menntskóla að vísu).
Þá var það kínverskur krakki sem
lenti í 1. sæti og annar kínverskur
krakki sem lenti í 3. sæti. Vá, sögðu
allir og hrósuðu þeim, og þau urðu
svo sannarlega undrandi á að þau
skyldu vinna. En af því að ég sjálf
er frá Kína og báðir foreldrar mínir
líka, vorum við dálítið áhugasöm um
þetta. Seinna þegar pabbi minn
kom til Kína heyrði hann það að
krakkarnir sem unnu voru ekkert
annað en venjuleg í sínum bekk, og
hvorugur þeirra var bestur í stærð-
fræði í bekknum sínum. Nú er ég
ekki að meina að íslenskir krakkar
séu heimskari en þeir kínversku,
heldur er efnið sem þeir læra of
leiðinlegt, lélegt og of fáskrúðugt, ef
námsefnið væri aðeins betra þá trúi
ég nú því að íslenskir krakkar gætu
unnið þau léttilega! Annað sem ég
veit um er að íslenskir krakkar læra
mun síðar en mörg önnur lönd
stærðfræðiaðferðir, það veit ég vel
því að núna býr besta vinkona mín á
Nýja-Sjálandi og hún skrifar mér
oft.
Þú manst áreiðanlega að ég fann
aðeins fjórar gamlar bækur um
stærðfræði. Ekki bætir það úr skák
að á öllu Íslandi er bara ein stærð-
fræðibók sem hvetur mann til lestr-
ar, hún heitir Talnapúkinn. Nú
finnst mér hún svolítið létt en þó er
hún eina stærðfræðibókin sem er
með skemmtilega stærðfræði og
sögu. Þess vegna vona ég að náms-
efnið sem krökkunum stendur til
boða í framtíðinni verði mun áhuga-
verðara og þyngra. T.d. finnst
mörgum krökkum í mínum bekk
gaman að leysa mismunandi þraut-
ir, þó að þær séu miklu erfiðari en
þrautirnar í kennslubókunum. Ég
trúi því líka að áhugi margra á
stærðfræði aukist þegar þeim eru
boðin mun áhugaverðari dæmi en
þau sem eru í stærðfræðibókunum,
þau líkjast einmitt svona dæmum:
Sigga átti 600 kall. Hún eyddi 1⁄10 í
nammi og 6⁄10 í hluti, hvað átti hún
mikið eftir? Svona eru nefnilega
dæmin í kennslubókunum.
BRYNJA XIANG
JÓHANNSDÓTTIR,
Sólheimar 49, Reykjavík.
Stærðfræði
Frá Brynju Xiang Jóhannsdóttur:
ÉG á dóttur sem hefur æft listhlaup
á skautum í rúm 3 ár í skautahöll
Reykjavíkur. Ég er búin að fá miklu
meira en nóg af því hvernig rekstri
hallarinnar er háttað, og hvernig
það er látið bitna á íþróttafólkinu
sem þar æfir. Í fyrsta lagi er höllin
lokuð á sumrin, og í ár var henni
lokað í byrjun maí, og átti að opna
hana aftur í byrjun september. Þá
var höllin hins vegar leigð út til
hestamanna og er það ekki í fyrsta
skipti sem skautafólkinu er úthýst
úr eina húsinu sem hægt er að nota
fyrir íþróttir þess. Búið er að þekja
allt svellið með mold og sandi, og
höllinni þannig breytt í REIÐ-
HÖLL! Slíkt hús er einmitt til í
Víðidal og hefur verið í mörg ár. Af
hverju er hún ekki notuð? Er nauð-
synlegt að úthýsa skautafólkinu og
þá af hvaða ástæðu? Ég krefst þess
að forsvarsmenn Íþróttabandalags
Reykjavíkur svari þessu. En meðan
við bíðum eftir svari, erum við með
erlenda þjálfara á fullum launum,
og íþróttafólk sem getur ekki æft,
en á samt að hefja keppni hérlendis
og erlendis í byrjun vetrar. Af
hverju er skautahöllin eina íþrótta-
mannvirkið sem þarf að standa und-
ir sér og af hverju er skautafólk
eina íþróttafólkið sem beinlínis er
neytt til að leggja niður æfingar
stóran hluta ársins? Ég legg til að
borgin afhendi skautafélögunum
rekstur hallarinnar.
ODDNÝ INGA FORTESCUE,
Grýtubakka 6, 109 Rvk.
Skautahöll, eða hvað?
Frá Oddnýju Ingu Fortescue: