Morgunblaðið - 08.09.2001, Síða 58
DAGBÓK
58 LAUGARDAGUR 8. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar:
569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156,
sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT-
STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið.
Skipin
Reykjavíkurhöfn: Bold
og Kinsho Maru koma í
dag., Brand Polaris fer
í dag.
Hafnarfjarðarhöfn:
Arnar og Tjaldur komu
í gær. Langenes fór í
gær.
Fréttir
Stuðningsfundir fyrr-
verandi reykingafólks.
Fólk sem sótt hefur
námskeið gegn reyk-
ingum í Heilsustofnun
NLFÍ í Hveragerði,
fundur í Gerðubergi á
þriðjud. kl. 17.30.
Mannamót
Bólstaðarhlíð 43.
Haustlitaferð verður
þriðjudaginn 25. sept-
ember kl. 13. Ekið um
Kjósarskarð til Þing-
valla. Farið um Grafn-
ing og Línuveg heim.
Kaffihlaðborð í Nesbúð.
Félag eldri borgara í
Hafnarfirði, Hraunseli,
Reykjavíkurvegi 50.
Ganga frá Hraunseli kl.
10, rúta frá miðbæ kl.
9.50. Félagsmiðstöðin
er opin alla daga frá kl.
13–17. Innritun á
myndlistarnámskeið hjá
Rebekku. Greiða þarf á
mánudag dagsferð 13.
sept.
Félag eldri borgara,
Reykjavík, Ásgarði
Glæsibæ. Opið hús
verður í dag laugardag-
inn 8. september kl.
13.30 í Ásgarði Glæsibæ
þar sem félagsstarfið
verður kynnt. Söngur,
danssýning, leik-
starfsemi o.fl.
Sunnudagur: Félagsvist
kl. 13.30. Dansleikur kl.
20, Caprí-tríó leikur
fyrir dansi. Mánudagur:
Brids kl. 13. Dans-
kennsla Sigvalda fellur
niður. Þriðjudagur:
Skák kl. 13, allir vel-
komnir. Miðvikudagur:
Göngu-Hrólfar fara í
létta göngu frá Hlemmi
kl. 9.45. Haustfagnaður
FEB og ferðakynning
Heimsferða verða hald-
in föstudaginn 14. sept-
ember. Húsið opnað kl.
18.30, veislustjóri Sig-
urður Guðmundsson,
matur, Ekkókórinn
syngur, leikarar úr
Snúð og Snældu
skemmta, ferðakynn-
ingar, happdrætti,
Hjördís Geirs og Guð-
mundur Haukur sjá um
dansinn. Haustlitaferð
til Þingvalla 22. sept-
ember, kvöldverður og
dansleikur í Básnum.
Leiðsögn Pálína Jóns-
dóttir og Ólöf Þórarins-
dóttir. Skráning hafin.
Farið verður til Kan-
aríeyja 20. nóvember á
sérstökum vildar-
kjörum. Upplýsingar og
skráning á skrifstof-
unni. Upplýsingar á
skrifstofu FEB kl. 10–
16 s. 588-2111.
Félagsstarfið Furu-
gerði 1. Vetrardag-
skráin er hafin. Bók-
band verður á
mánudögum, þriðjudög-
um og miðvikudögum.
Útskurður og smíði
verður á fimmtudögum
og föstudögum. Leir-
listar- og glerskurð-
arnámskeið verða á
fimmtudögum. Almenn
handavinna byrjar um
miðjan september og
verður alla mánu- og
miðvikudaga. Leikfimin
verður á mánu- og mið-
vikudögum kl. 11.
Frjáls spilamennska
verður á þriðjudögum.
Hárgreiðslustofa er
með síma 553-6046 og
fótaaðgerðarstofan er
með síma 588-2232. All-
ar nánari upplýsingar
og skráning á námskeið
er í síma 553-6040. Allir
velkomnir.
Félagsstarf aldraðra
Garðabæ, miðvikudag-
inn 12. sept kl. 14. í
Kirkjuhvoli verður
kynning á félags- og
tómstundastarfinu í
haust. Opið verður í
vinnustofum og leið-
beinendur útskýra vetr-
arstarfið. Skráð í vetr-
arklúbba, námskeið,
vinnustofur og leikfimi.
Fulltrúi frá Strætó
kynnir nýtt leiðakerfi.
Félag eldri borgara
Kópavogi. Púttað verð-
ur á Listatúni í dag,
laugardag, kl. 11. Mæt-
um öll og reynum með
okkur. Farið verður í
Reykjarétt á Skeiðum
laugardaginn 15. sept-
ember. Farið verður frá
Gjábakka kl. 9 og Gull-
smára kl. 9.15. Boðið
verður upp á kjötsúpu í
ferðinni. Væntanlegir
þátttakendur skrái sig
sem fyrst á þáttökulista
í Gjábakka, sími 554
3400 og í Gullsmára,
sími 564 5260
Félag fráskilinna og
einstæðra. Fundur í
kvöld kl. 21 í Konna-
koti, Hverfisgötu 105.
Nýir félagar velkomnir.
Munið gönguna mánu-
og fimmtudaga.
Gerðuberg, Sund og
leikfimiæfingar í Breið-
holtslaug á vegum ÍTR
á mánudögum og
fimmtudögum kl. 19.30,
umsjón Edda Bald-
ursdóttir íþróttakenn-
ari. Boccia á þriðjudög-
um kl. 13 og föstu-
dögum kl. 9.30, umsjón
Óla Kristín Freysteins-
dóttir. Kóræfingar hjá
Gerðubergskór eru á
mánudögum og föstu-
dögum kl. 14, stjórn
Kári Friðriksson.
Þriðjudaginn 11. sept.
byrjar glerskurður, um-
sjón Helga Vilmund-
ardóttir. Miðvikudaginn
3. okt. byrja gamlir
leikir og dansar, um-
sjón Helga Þórarins-
dóttir, föstudaginn 5.
október byrjar bók-
band, umsjón Þröstur
Jónsson. Allar veitingar
í veitingabúð Gerðu-
bergs. Upplýsingar um
starfsemina á staðnum
og í síma 575-7720.
Gullsmári Gullsmára
13. Miðvikudaginn 12.
september kl. 14 verður
kynning á vetr-
arstarfseminni í Gull-
smára. Félagsheimilið,
Félag eldri borgara í
Kópavogi, Hana-nú
ásamt ýmsum áhuga-
mannahópum munu
kynna starfsemi sína.
Skráning á námskeið
verða á kynningunni.
Leikfimin er á mánu-
dögum og mið-
vikudögum kl. 9.05, að-
eins einn hópur í
september. Allir vel-
komnir.
Norðurbrún 1. Leir-
námskeið hefst fimmtu-
daginn 5. október, frá
kl. 10–15. Innritun
stendur yfir, takmark-
aður fjöldi. Upplýsingar
í síma 568-6960.
Vitatorg. Öll starfsemi
í stöðinni er hafin og
skráning í eftirfarandi
námskeið stendur yfir,
bókband, bútasaumur,
glerbræðsla, gler-
skurður, körfugerð,
leirmótun og smíði.
Vitatorgskórinn byrjar
æfingar 5. september
kl. 15.30, nýir félagar
velkomnir.
Vesturgata 7.
Kóræfingar hefjast
mánud. 17. sept. Tréút-
skurður hefst miðviku-
daginn 12. september.
Almenn handavinna er
byrjuð eftir sumarleyfi.
Gigtarfélagið. Leikfimi
alla daga vikunnar.
Létt leikfimi, bakleik-
fimi karla, vefjagigt-
arhópar, jóga, vatns-
þjálfun. Einn ókeypis
prufutími fyrir þá sem
vilja. Nánari uppl. á
skrifstofu GÍ, s.
530 3600.
Hallgrímskirkja, eldri
borgarar. Fimmtudag-
inn 13. september verð-
ur farið frá kirkjunni
kl. 10 að Moldnúpi und-
ir Eyjafjöllum, kaffi-
veitingar þar, ekið til
Víkur í Mýrdal, komið
við á Skógum. Far-
arstjóri Pálmi Eyjólfs-
son. Verið velkomin.
Upplýsingar veitir Dag-
björt í s. 510-1034 eða
561-0408.
ÍAK, Íþróttafélag aldr-
aðra Kópavogi. Æfing-
ar/haustkynningar
verða í Digraneskirkju
11. og 13. september kl.
11.15.
GA-fundir spilafíkla,
eru kl. 18.15 á mánu-
dögum í Seltjarnar-
neskirkju (kjallara), kl.
20.30 á fimmtudögum í
fræðsludeild SÁÁ, Síðu-
múla 3–5 og í Kirkju
Óháða safnaðarins við
Háteigsveg á laug-
ardögum kl. 10.30.
Samtök þolenda kyn-
ferðislegs ofbeldis,
fundir alla mánudaga
kl. 20 á Sólvallagötu 12,
Reykjavík. Stuðst er
við 12 spora kerfi AA-
samtakanna.
Minningarkort
Líknarsjóður Dóm-
kirkjunnar, minning-
arspjöld seld hjá
kirkjuverði.
Minningarkort Stóra-
Laugardalssóknar,
Tálknafirði, til styrktar
kirkjubyggingarsjóði
nýrrar kirkju í Tálkna-
firði eru afgreidd í síma
456-2700.
Minningarspjöld Frí-
kirkjunnar í Hafn-
arfirði fást í Bókabúð
Böðvars, Pennanum í
Hafnarfirði og Blóma-
búðinni Burkna.
Í dag er laugardagur 8. september,
251. dagur ársins 2001. Maríumessa
hin s. Orð dagsins: Glatt hjarta veit-
ir góða heilsubót, en dapurt geð
skrælir beinin.
(Orðskv. 17, 22.)
K r o s s g á t a
6
8
11
15
22
1
24
12
3
10
17
21
4
9
13
18
23
14
5
19
7
20
2
16
Víkverji skrifar...
SJALDAN hafa íslenskir knatt-spyrnuunnendur, og jafnvel hinir
líka, beðið með eins mikilli eftirvænt-
ingu eftir einum leik og leik íslenska
karlalandsliðsins á móti Norður-Írum
í Belfast. Ástæðan er vitanlega stór-
kostleg frammistaða liðsins á Laug-
ardalsvellinum gegn snillingunum frá
Tékklandi um síðustu helgi. Að sjálf-
sögðu hleypur mönnum kapp í kinn
við slík úrslit og á slíkum stundum
virðist allt hægt og enginn ósigrandi.
Með því hugarfari var farið í tví-
sýnan útileik á móti liði skipuðum at-
vinnumönnum sem leika í hinum
mjög svo sterku og erfiðu deildum í
Englandi. Ég er þó ekki viss um að ís-
lensku leikmennirnir hafi verið svona
sigurvissir. Þeir þekktu alveg and-
stæðinga sína og hvaða getu þeir búa
yfir. En aðrir, íslenska þjóðin sem
fylgdist svo spennt með, var komin á
flug og þegar það gerist þá fær ekk-
ert stoppað hana. Væntingarnar
verða þá svo yfirmáta óraunhæfar og
pressan svo mikil að jaðrar við ósann-
girni í garð „strákanna okkar“. Sjáið
bara hvaða kröfur við gerum ætíð til
handboltalandsliðsins. Sættum okkur
ekki við annað en að leika á hverju
einasta heimsmeistaramóti og ólymp-
íuleikum.
Á slíku flugi skipta jarðbundnar
staðreyndir eins og hversu fámenn
þjóðin er okkur engu. Hversu miklu
færri eru gjaldgengnir í íslenska
landsliðið en nær öll önnur sem það
etur kappi við. Auðvitað er alltaf sárt
að tapa. Við megum samt ekki gleyma
því í sárindunum hversu magnað það
er að liðinu okkur takist yfir höfuð að
standa uppi í hárinu og jafnvel ná að
yfirbuga miklu fjölmennari þjóðir –
þjóðir sem eru í hópi þeirra fremstu í
heiminum.
x x x
Í ÖLLU svekkelsinu yfir leiknumvið Norður-Íra þá er ömurlegt að
horfa upp á að fólk er svo gott sem bú-
ið að gleyma afrekinu um síðustu
helgi. Þegar litið verður til baka mun
það hinsvegar standa upp úr sem eitt
hið stórkostlegasta í sögu íslenskrar
knattspyrnu. Það er gefið. Við meg-
um ekki gleyma að gefa strákunum
sem unnu það hressilegt klapp á bak-
ið. Þeir eiga það svo sannarlega skilið
og það núna, en ekki með einhverri
viðhöfn eftir þrjátíu ár þegar þeir
þurfa síður á því að halda.
Og íþróttafréttamenn velta nú fyrir
sér hvað farið hafi úrskeiðis? Eitt ein-
falt svar er að íslensku strákarnir hafi
einfaldlega ekki átt góðan dag. Annað
að óeðlilega mikil pressa hafi verið á
þeim. Munurinn á Tékkaleiknum og
þeim í Belfast er nefnilega sá að
pressan var á andstæðingunum í hin-
um fyrri en Íslendingum seinni. Og
því á íslenskt knattspyrnulandslið
vart að venjast – allrasíst á útivelli,
móti „alvöru“ landsliði skipuðu nafn-
kunnum atvinnumönnum.
Störf Atla Eðvaldssonar landsliðs-
þjálfara verða sjálfsagt sett enn eina
ferðina undir smásjána. Var rétt
ákvörðun að nota óbreytt lið frá því á
móti Tékkum? Lét hann strákana æfa
of stíft á milli svo þéttskipaðra og
þýðingarmikilla leikja? Beitti hann þá
ekki nægilegum aga? Átti Guðni að
vera með? Átti að skipta öðrum leik-
mönnum inn á og það fyrr? Eða
seinna? Léku þeir of mikinn sóknar-
leik eða of lítinn? Þetta eru spurn-
ingar sem Atli þarf vafalítið að svara.
En enginn spurði þeirra eftir leikinn
á móti Tékkum. Þá fannst öllum hóp-
urinn á vellinum sá eini rétti og leik-
stíllinn einnig. Þá saknaði enginn
Guðna eða velti fyrir sér hvort of mik-
ið eða lítið hafi verið æft fyrir leik. Þá
var Atli málið.
x x x
ÞAÐ að strákarnir hafi náð að halainn 13 stigum í svo sterkum riðli
má ekki léttvægt gera. Fjórða sætið í
riðlinum er staðreynd og því er öllum
fyrir bestu að njóta leiksins á móti
Dönum. Pressan verður á þeim.
ÞAÐ vekur óneitanlega
undrun mína öll þessi um-
ræða þrýstihópa um að
lækka beri vexti tafarlaust –
og að skella eigi allri skuld á
Seðlabankann og kenna
honum alfarið um að nokkur
fyrirtæki séu að fara í gjald-
þrot.
Ég man ekki betur en
þessir sömu menn sem nú
eru hágrátandi yfir of háum
vöxtum hafi í áraraðir verið
að dásama góðærið í landinu
og hvað það væri nú gott að
hafa svona góða ríkisstjórn
við stjórnvölinn.
Vissulega hefur ríkis-
stjórn síðustu ára séð fyrir
góðæri í landinu þótt það
hafi ekki náð til allra. En á
ekki að nota áralangt góð-
æri til þess meðal annars að
baktryggja sig fjárhagslega
og vera viðbúinn smá mót-
læti ef illa árar.
Þessir þrýstihópar sem
hafa hvað hæst núna hafa
greinilega haldið að góðærið
væri endalaust og óþarfi
væri að hafa einhverja fyr-
irhyggju og sjá nú ástæða til
að kenna öðrum um ófarir
og óstjórn sína.
Ég spyr því þessa þrýsti-
hópa: Hvað varð um allt
góðærið hjá ykkur? Hverjir
bera ábyrgð á ástandinu í
dag nema þið sjálfir.
Lalli.
Hvar er fólkið?
GUÐRÚN hafði samband
við Velvakanda og bað um
aðstoð við að leita að fólki.
Segir hún að í bruna á
Njálsgötunni hafi fundist
kassi með myndaalbúmum
og fleira sem tilheyrði henni
og hafi þetta fólk komið
þessum munum til hennar.
Hún var ekki heima þegar
kassinn kom og langar
henni að færa þessu fólki
þakklæti sitt og biður það að
hafa samband við sig í síma
554-1432.
Góð þjónusta
hjá Toyota
VIÐ hjónin keyptum okkur
notaðan bíl hjá Toyota um-
boðinu og fylgdi bílnum 6
mánaða ábyrgð. Lentum við
í því að bílinn bilaði og leit-
uðum við til Toyota með við-
gerð. Fengum við alveg frá-
bæra þjónustu hjá þeim og
reyndist Jón Vikar í deild
notaðra bíla alveg frábær-
lega. Viljum við koma á
framfæri þakklæti okkar
fyrir góða þjónustu.
Haraldur og Úlla.
Góð þjónusta
MIG langaði til að láta vita
af mjög góðri þjónustu í
Bókabúð Jónasar. Þannig
var að ég pantaði þar bækur
á þriðjudagsmorguninn. Ég
bý á Selfossi þannig að ég
bað afgreiðslukonuna um að
senda mér þær, ekkert mál,
ég sendi þær strax var svar-
ið sem ég fékk, frá þessari
mjög svo almennilegu konu.
Morguninn eftir var svo
bankað hjá mér og fyrir ut-
an var pósturinn með bæk-
urnar. Tæpum sólarhring
seinna! Þetta fannst mér al-
veg frábær þjónusta! Og vil
þakka kærlega fyrir.
A.S.
Dýrahald
Svört læða týndist
í Hafnarfirði
ÁRSGÖMUL svört og svo-
lítið loðin læða, ómerkt,
týndist frá Háholti 14 í
Hafnarfirði þar sem hún var
í heimsókn. Þeir sem hafa
orðið hennar varir í hverfinu
vinsamlega hafi samband í
síma 849-1810.
Tapað/fundið
Úlpa í óskilum
BLÁ Regatta-útivistarúlpa
karlmannsstærð hefur verið
í óskilum á göngudeild
krabbameinslækninga,
Landspítalanum við Hring-
braut síðan í vor. Uppl. í
síma 560-1201.
Svart seðlaveski
týndist
SVART seðlaveski tapaðist
sl. mánudag á leiðinni frá
hraðbanka í Hamraborg að
Kjarrhólma í Kópavogi.
Veskið er merkt Haraldi
Marteinssyni. Skilvís finn-
andi hafi samband í s: 564-
0375 gsm: 691-2475
Afturhleri týndist
AFTURHLERI af fólks-
bílakerru frá Víkurvögnum
(galvaniseraður) stærð:
113x40 cm. tapaðist á leið-
inni Reykjavík(miðbær)-
Stykkishólmur að kvöldi 21.
ágúst sl. Finnandi vinsam-
legast látið vita í síma 438-
1236 eða 438-1191.
Hvítur plastpoki
týndist
17. júlí tapaðist hvítur plast-
poki merktur Vinnufata-
búðinni, líklega á Laugaveg-
inum. Í pokanum var grár
stakkur og bolur. Skilvís
finnandi hafi sambandi í
síma 462-1221 eða 862-3848.
Svartur leðurjakki
týndist
SVARTUR leðurjakki
(karlmanns) týndist í miðbæ
Reykjavíkur sl. laugardag. Í
jakkanum var gsm-sími og
lyklar. Skilvís finnandi hafi
samband í síma 588-1983.
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15.
Netfang velvakandi@mbl.is
Hvað varð
um góðærið?
LÁRÉTT:
1 akfeita, 8 nær í, 9 krús,
10 fugls, 11 mæta, 13
rödd, 15 fáks, 18 krossa
yfir, 21 snák, 22 matar-
skeið, 23 kjáni, 24 spar-
semi.
LÓÐRÉTT:
2 laumuspil, 3 manna, 4
bál, 5 munnum, 6 mynn-
um, 7 at, 12 smábýli, 14
æsti, 15 ræma, 16 óhreint
vatn, 17 afkomandi, 18
svívirða, 19 láns, 20 pen-
inga.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU:
Lárétt: 1 rölta, 4 holds, 7 tetur, 8 ólmur, 9 sef, 11 nánd,
13 orri, 14 ýlfur, 15 fals, 17 Frón, 20 ari, 22 taðan, 23 lít-
ur, 24 kerla, 25 tíran.
Lóðrétt: 1 rætin, 2 látún, 3 aurs, 4 hróf, 5 lemur, 6 sorti,
10 elfur, 12 dýs, 13 orf, 15 fátæk, 16 lúður, 18 rætur, 19
nýrun, 20 anga, 21 illt.