Morgunblaðið - 08.09.2001, Page 59
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. SEPTEMBER 2001 59
DAGBÓK
Rauðagerði 26, sími 588 1259
NÝTT
• HAUST
• VETUR
2001
Opið í Rauðagerði 26
frá kl. 10-18 í dag,
laugardag.
Verið velkomin og fáið frítt
eintak af nýja haustlistanum.
Dömufatnaður
í stærðum 36-48.
Glæsileg herralína.
Eldri vörur seldar með
góðum afslætti.
- Visa - Euro -
- Verið velkomin -
LJÓÐABROT
VORHVÖT
Þú, vorgyðja, svífur úr suðrænum geim
á sólgeisla vængjunum breiðum
til Ísalands fannþöktu fjallana heim
að fossum og dimmbláum heiðum.
Ég sé, hvar í skýjum þú brunar á braut.
Ó, ber þú mitt ljóð heim í ættjarðar skaut.
Og kveð þar fyr gumum í gróandi dal
við gullskæra hörpunnar strengi
um þjóðvorið fagra, sem frelsi vort skal
með fögnuði leiða’ yfir vengi.
Þá vaxa meiðir, þar vísir er nú. –
Svo verður, ef þjóðin er sjálfri sér trú.
– – –
Steingrímur Thorsteinsson
STAÐAN kom upp á HM
ungmenna sem lauk nýverið
í Aþenu. Levon Aronjan
(2562) hafði hvítt gegn Gab-
or Papp (2291). 25. Hxf7!
Rökrétt fórn í yfirburðatafli.
25...Kxf7 26. Dh7! Svarti
kóngurinn sleppur ekki úr
hremmingum sín-
um eftir þetta.
26... Hxd6 Svart-
ur yrði mát eftir
26... Kf6 27. Hf1+
Ke5 28. Df5+
Kd4 29. Dd3+
Ke5 30. Hf5#. 27.
cxd6 Kf6 28.
Hf1+ Ke5 29. d7
Dxd7 30. Df5+ og
svartur gafst upp
enda fátt til varn-
ar. 9. umferð
Skákþing Ís-
lands, landsliðs-
flokki, fer fram 8.
SKÁK
Umsjón Helgi Áss
Grétarsson
Hvítur á leik.
september kl. 13.00 í
íþróttahúsinu við Strand-
götu. Þetta er lokaumferðin
bæði í landsliðsflokki og
kvennaflokki. Áhorfendur
eru velkomnir til að fylgjast
með spennandi umferð en
aðstaða fyrir áhorfendur er
ákjósanleg ásamt því að
þeirra bíður kaffi og með-
læti. Áhugasamir geta einn-
ig fylgst með skákunum á
netinu. Nánari upplýsingar
veitir skak.is.
Árnað heilla STJÖRNUSPÁeft ir Frances Drake
MEYJA
Afmælisbarn dagsins:
Þú átt auðvelt með að um-
gangast aðra og vera þeim
gleðigjafi en mátt ekki
gleyma sjálfum þér í öllum
vinsældunum.
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Þér gengur vel og fólk dáist að
dugnaði þínum og árangri.
Mundu bara að nota velgengn-
ina sem hvata til að bæta þig
en ekki sem afsökun til að slá
slöku við.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Þótt smáóreiða sé ekki skað-
leg, eru hlutirnir undra fljótir
að fara úr böndunum, þegar
skriðan fer af stað. Haltu því
öllu í röð og reglu.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Þú getur alveg framkvæmt þá
hluti sem þér eru faldir, þótt
þeir virðist flóknir við fyrstu
sýn. Byrjaðu bara og svo kem-
ur hitt af sjálfu sér.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Einlægni er það sem þú þarft
að hafa í huga, þegar þú talar
fyrir þeim málefnum, sem þú
berð fyrir brjósti. Leikara-
skapur fellur bara um sjálfan
sig.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Nú þegar þú hefur lagt að baki
erfiða leið að settu marki
skaltu leyfa þér að njóta
ávaxtanna af erfiði þínu en svo
tekur alvaran aftur við.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Byrjaðu bara með það sem þú
hefur við hendina og annað
mun berast þér eftir því sem
við á, þegar verkefninu fer að
miða eitthvað.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Það hefur eitt og annað gengið
á hjá þér að undanförnu en nú
virðist þú vera kominn með
tök á hlutunum og átt því að
sigla lygnan sjó.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Þegar um er að ræða val eins
og það sem þú stendur frammi
fyrir, er algjört skilyrði að
gefa sér nægan tíma til þess
að velta fyrir sér öllum mögu-
leikum.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Það getur reynst mikil kúnst
að segja nei, þegar það á við.
Hertu upp hugann, því enda-
laus undanlátssemi skilar þér
bara örðugleikum.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Láttu ekki aðra hrifsa til sín
það sem í raun er þinn hlutur.
Gættu þess að haga vænting-
um þínum alltaf í samræmi við
það sem þú veist mögulegt.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Einhverjar breytingar eru á
döfinni og þú gerir best í því
að mæta þeim með opnum
huga því þegar allt kemur til
alls hafa þær margt jákvætt í
för með sér.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Þótt þér finnist margt sækja
að þér og þú eigir erfitt um vik
skaltu ekki láta hugfallast því
þú hefur meira en nógan innri
styrk til þess að takast hlutina.
Stjörnuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
Ljósmynd/Myndrún ehf.
BRÚÐKAUP. Gefin voru
saman 25. ágúst sl. í Möðru-
vallakirkju af sr. Solveigu
Láru Guðmundsdóttur Erna
Rún Friðfinnsdóttir og
Kristinn Hólm Ásmunds-
son. Heimili þeirra er í
Heiðarlundi 2k, Akureyri.
Ljósmynd/Myndrún ehf.
BRÚÐKAUP. Gefin voru
saman 11. ágúst sl. í Akur-
eyrarkirkju af sr. Jónu Lísu
Þorsteinsdóttur Guðríður
Jónasdóttir og Þorsteinn
Hlynur Jónsson. Heimili
þeirra er á Brekkusíðu 3,
Akureyri.
Ljósmynd/Myndrún ehf.
BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 11. ágúst sl. í Akureyrar-
kirkju af sr. Jónu Lísu Þorsteinsdóttur María Sif Sævars-
dóttir og Einar Áskelsson. Á myndinni eru börn þeirra, Elín
Ása og Viktor Ari. Heimili þeirra er á Vestursíðu 22, Ak-
ureyri.
TIL að hindrunarsögn skili
hlutverki sínu verður hún
að koma andstæðingunum í
þá stöðu að þeir hafi a.m.k.
um tvo kosti að velja og
helst fleiri. „Látum þá
giska!“ er stundum sagt, en
það gildir um ágiskanir að
þær eru stundum rangar.
Karl Sigurhjartarson hafði
þetta lögmál að leiðarljósi í
Netleiknum við Dani, en
það gerði Paul Clemmensen
hins vegar ekki í sömu
stöðu:
Suður gefur; AV á hættu.
Áttum breytt.
Norður
♠ 9432
♥ 7
♦ KD
♣ 1097654
Vestur Austur
♠ D86 ♠ K10
♥ ÁK10653 ♥ DG9
♦ 975 ♦ G6432
♣D ♣Á83
Suður
♠ ÁG75
♥ 842
♦ Á108
♣KG2
Karl og Jón Baldursson
voru í NS gegn Morten Jep-
sen og Thorvald Aagaard:
Vestur Norður Austur Suður
Morten Karl Thorvald Jón
-- -- -- 1 lauf
1 hjarta 4 lauf Pass Pass
Pass
Hindrunin í fjögur lauf
heppnaðist fullkomlega.
Austur átti þrjá kosti, hann
gat passað, doblað eða sagt
fjögur hjörtu. Engin ein
sögn blasir við og hver og
ein getur verið hin „rétta“ í
þessu tilfelli. Sem sagt –
ágiskun. Thorvald kaus að
passa og eftir heldur óná-
kvæma vörn endaði Karl
einn niður: 50 til Dananna.
Á hinu borðinu fór Paul
Clemmensen offari:
Vestur Norður Austur Suður
Matthías Paul Þorlákur H.C.
-- -- -- 1 lauf
1 hjarta 5 lauf Dobl Pass
Pass Pass
Þorlákur á í rauninni að-
eins eina sögn við fimm
laufum – dobl! Engin ágisk-
un og öruggur ágóði.
Matthías kom út með
hjartaás og skipti yfir í
smáan spaða. Sagnhafi
drap kóng Þorláks, fór inn í
borð á tígul og spilaði laufi á
gosann og drottningu vest-
urs. Matthías tók þá spaða-
drottningu og gaf Þorláki
stungu. Þrír niður, 500, og
10 IMPar til Iceland Ex-
press, sem vann leikinn
með 89 IMPum gegn 65.
BRIDS
Umsjón Guðmundur Páll
Arnarson
Per-Åke óskar eftir íslensk-
um pennavinum. Hann hef-
ur áhuga á frímerkjum.
Per-Åke Boström,
Degerängsväg 39,
S-67142 Arvika,
Sverige.
Bernt óskar eftir íslensk-
um pennavinum. Hann hef-
ur áhuga á frímerkjum.
Bernt Hanson,
Trollrunan 28,
S-423 46 Torslanda,
Sverige.
Werner óskar eftir ís-
lenskum pennavinum. Hann
hefur áhuga á frímerkjum.
Werner Schestak,
Lindenstrasse,
D-86836 Klosterlech-
feld, Germany.
Heather, sem er 31 árs,
óskar eftir pennavinum á
sínum aldri. Áhugamál
hennar eru m.a. ferðalög,
lestur, tónlist, íþróttir o.fl.
Heather Baker,
18 Edgewood Drive,
Mechanicsburg,
PA 17055,
U.S.A.
Pennavinir