Morgunblaðið - 08.09.2001, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 08.09.2001, Blaðsíða 61
nýjum felgum og svo framvegis. Alls eru um 200 bílar í leiknum en þess ber þó að geta að sumir þeirra eru aðeins mismunandi útgáfur af sama bílnum. Í hverjum keppnis- flokki er ein keppni bara fyrir framhjóladrif, ein keppni fyrir fjórhjóladrif og svo framvegis. Ef spilendur halda rétt á spil- unum ættu þeir að eiga að minnsta kosti einn virkilega góðan bíl fyrir hvern flokk þegar þeir ná atvinnumanns- prófinu. Nái spilendur að klára öll 40 mótin í byrjanda- og viðvan- ingsflokkunum opnast falin Formúlu 1-keppni; sex Form- úlu 1 bílar eru alls faldir í leiknum, allir byggðir á bílum sem kepptu á árunum 1986- 1994. Formúlu 1-keppnin er ótrúlegt verkefni út af fyrir sig þar sem alls eru um 10 kapp- akstrar þar sem spilendur þurfa að fara 25-78 hringi. Polyphony bætti einnig inn svokölluðu „arcade mode“ þar sem spilendur geta keppt hver við annan eða við tölvuna með bílum sem þeir geta ekki notað í leiknum sjálfum. Einnig er FLESTIR bílaleikir eru ein- faldir; spilendur geta keppt á örfáum brautum til að byrja með og nái þeir að klára þær geta þeir spilað fleiri brautir og unnið nýja bíla. Í Gran Tur- ismo þurfa spilendur aftur á móti að taka bílpróf til þess að fá að keppa í alþjóðlegum- eða atvinnumótum og kaupa eigin bíla. Alls eru um 60 mót í byrj- enda-, viðvaninga- og atvinnu- mannahlutum leiksins auk 10 rallýmóta og 10 þolmóta. Hver keppni samanstendur af allt að 10 kappökstrum og hver kappakstur getur verið allt að 10 hringir. Til að byrja með eru hringirnir þó yfirleitt ekki nema tveir til þrír. Gran Turismo er sem sagt ekki leik- ur sem fólk klárar á einni nóttu og að auki er keppnin stundum ekki nema fyrir sér- staka bíla svo spilendur verða að vinna sér inn pening fyrst. Spilendur geta unnið bíla fyrir að ljúka keppni en aðal- fjörið er að kaupa sér nýja bíla og bæta á þá aukahlutum eins og forþjöppu, betri bremsum, hægt að velja bíla úr „bíl- skúrnum“ þar sem bílar spil- andans eru geymdir. Í arcade mode byrja spilendur með um sex brautir en geta unnið fjöl- margar aðrar auk fleiri bíla. Gran Turismo 3 er stórt skref frá síðasta GT fyrir PlayStation 1, bæði mynd- vinnsla og hljóð leiksins hefur batnað ótrúlega en þó virðast nokkur atriði ekki breytast; gervigreind andstæðinga og stjórn leiksins hefur breyst mjög lítið. Fari andstæðingar til dæmis samhliða í beygju gera þeir enga tilraun til þess að forðast hvorn annan heldur ýta þeir hvorum öðrum út í vegarkantinn þar til þeir missa nær allan hraða. Gran Turismo 3 er án vafa besti leikur sem komið hefur út fyrir PS2, auk þess að vera besti bílaleikur allra tíma að mínu viti. Þótt fólk spili ekki leikinn til að klára hann er endalaust hægt að dútla sér við að skoða sig um og prófa nýjar brautir og bíla. Besti bílaleikur allra tíma Leikir Gran Turismo 3 Polyphony Digital lauk nýlega hönnun Gran Turismo 3 fyrir Play- Station 2. Gran Turismo er bíla- leikur sem ætlað er að vera eins raunverulegur og mögulegt er. Ingvi M. Árnason FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. SEPTEMBER 2001 61 AUGLÝSINGAHERFERÐ hins uppátækjasama Absolut fyrirtækis, en framleiðslu þess er tappað á ógrynni vodka- flaskna, hefur nú teygt sig inn í poppheima. Lengi vel hefur fyrirtækið rekið tematengdar auglýsingar þar sem vodka- flöskur fyrirtækisins eru tengdar þekktum persónum og stöðum úr lista- og menningarsögunni. Það er enginn annar en hinn dýrkaði Bítill, John Lennon og kona hans Yoko Ono sem nú fá hina „algeru“ meðferð. Notast verður við hina umtöluðu mynd sem birtist af þeim hjónakornum framan á framúrstefnulegri og tilrauna- kenndri plötu þeirra, Unfinished No 1: Two Virgins, þar sem þau stóðu saman, keik og gjörsamlega klæðlaus. Mynd af flöskunni góðu verður á bak við þau. Þessi auglýsing er liður í umfangsmikilli herferð þar sem fræg dægurtónlistarumslög verða í brennipunkti. Gaman væri nú að vita hvort æringinn John hefði kunnað að meta þetta sprell? Associated Press Lenono-parið skálar fyrir nýja auglýsingasamningnum. Algerlega nakinn Lennon og Ono auglýsa vodka Stjórn: Fátt hefur breyst frá Gran Turismo 2 en þó örfá at- riði. Helstu breytingarnar eru í nýjum stýripinna tölvunnar eða Dual Shock 2 stýripinn- anum. Nú eru nefnilega allir takkar fjarstýringarinnar með þrýstingsskynjurum þannig að ef spilendum finnst óþægilegt að nota analog- púðann geta þeir bara þrýst laust á takkana. GRAFIK: Gran Turismo er fallegasti leikurinn fyrir Play- Station 2 til þessa. Einkum eru upptökur af kappökstr- unum vel gerðar en þar sjá spilendur hitaútblásturinn frá bílunum, og skuggana færast á bílunum sjálfum þegar ekið er framhjá trjám og svo framvegis, ótrúleg vinna hefur verið lögð í öll smáatriði og oft er ekki auð- velt að sjá að þetta er í raun ekki alvöru upptaka. HLJÓÐ: Annað atriði sem Polyphony hefur lagt mikla áherslu á er hljóðið og engir tveir bílar hljóma eins. Mörg hljóð eru byggð á upptökum frá bílunum sjálfum en þó ekki öll, þar sem margir bílanna eru ekki framleiddir lengur. Spilendur heyra mun á hljóðum í dekkjum bílanna eftir því hversu mjúk þau eru og hljóðin í innspýtingu betri bílanna. ENDING: Ef einhverjum er al- vara í því að klára leikinn 100 prósent þá er eins gott fyrir hann að hætta að vinna/hitta fólk/læra og gera ekkert annað en að spila dag og nótt. Þetta er leikur þar sem einn kapp- akstur getur enst í meira en þrjá tíma og þá eru 9 eftir í sama flokki. Strax á eftir jazzvöku Guðmundar Ingólfssonar: Karl Olgeirsson hljómborð, Jóel Pálsson sax, Birgir Bragason bassa, Einar Jónsson, trompet og Steingrímur Guðmundsson trommur, - allt toppspilarar og hörku stuðkarlar, enda aldir upp í jazztónlist frá blautu barnsbeini! Raggi Bjarna, Páll Óskar og Bjarni Ara syngja Mesta stuðband á Íslandi í dag heldur uppi fjörinu fram eftir nóttu! Kaffi Reykjavík og Jazzhátíð Reykjavíkur: Stórdansleikur haustsins!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.