Morgunblaðið - 08.09.2001, Page 62

Morgunblaðið - 08.09.2001, Page 62
FÓLK Í FRÉTTUM 62 LAUGARDAGUR 8. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Í DAG verður reynt á flest skyn- færi gesta á Jazzhátíð Reykjavík- ur, því nú verður hlustað, borðað, dansað og jafnvel sungið. Fyrst á dagskrá dagsins er hljómsveitin Jump Monk sem held- ur „Jazz Brunch“ á Kaffi Reykja- vík sem hefst kl. 12 á hádegi og kostar 2000 krónur með mat. Sveitina skipa Haukur Gröndal altó- og sópransaxófón og klarin- ettu, Ólafur Jónsson tenórsaxófón, Davíð Þór Jónsson píanó, Tómas R. Einarsson bassa og Matthías M. D. Hemstock trommur. Hún var stofn- uð í sumar og fór í tónleikaför um landið við góðar undirtektir. Haukur og Ólafur sem leiða bandið segjast ætla að leika lög sem hafa síður heyrst, en þeir eru miklir aðdáendur allrar tónlistar Monks. „Monk er svo frábær að maður verður að prófa að spila allt sem hann hefur gert allavega einu sinni,“ segir Haukur. Skemmtilegar hrynpælingar Strákarnir segja svo marga hrifna af Monk því hann sé viss tenging úr „bebop“-djassi yfir í módern djass, að mjög stór hluti af nútíma djasshljómi komi frá Monk. „Hann var með geysilega skemmtilegar hrynpælingar,“ seg- ir Ólafur, „og lögin sem við munum flytja eru frá mjög breiðu tímabili, eða frá 1946 til um 1960.“ „Öll lögin sem við leikum eru þannig að ef maður hefur eitthvað hlustað á djass þá heyrir maður strax að þetta er Monk,“ segir Haukur að lokum. Allir eru börn Barnadjass verður leikinn frá kl. 15 á laugardaginn í Ráðhúsinu og er ókeypis inn. Og er þetta skemmtilegt tækifæri fyrir börn og foreldra til að njóta tónlistar sam- an. Anna Pálína Árnadóttir ætlar að syngja, Gunnar Hrafnsson leikur á bassa, Gunnar Gunnarsson á píanó og Pétur Grétarsson á trommur. Anna Pálína hefur í tvígang heimsótt grunnskóla víða um land á vegum Tónlistar fyrir alla; árið 1998 með dagskrána Ljóð í laginu þar sem ástin var þemað og í fyrra með Bullutröllabarnajazzinn sinn. Ljóð og lög eftir Aðalstein Ásberg Sigurðsson. „Ég mun syngja þessi barnalög í djassútsetningum, sem ég hef verið að flytja í gegnum árin, þar sem Krúsilíus og Bullutröll koma við sögu. En þau vöktu m.a. athygli fyrir að vera í djassútsetningum en ekki popp- eða rokklög.“ – Finnst börnum djass skemmti- legur? „Já, það hefur reynst mér vel að nota djasskeiminn í útsetningum. Ég er mikið að syngja texta sem þarf að skila og þá er hægt að nota djassinn því til stuðnings sem mað- ur er að segja og gera. Hann styð- ur betur við textann heldur en önn- ur tónlistarform.“ – Er skemmtilegra að syngja fyrir börn en fullorðna? „Í mínum augum eru allir börn. Ég geri ekki upp á milli og mér finnstóskaplega gaman að syngja fyrir allt fólk. Ég hef verið svo lán- söm að fá að syngja jafnt fyrir börn og fullorðna og iðulega sam- tímis, þannig að kynslóðirnar hafa getað skemmt sér saman. Mér finnst óskaplega mikil happdrættisvinningur að fá að upplifa það.“ Og það er einmitt það sem Anna Pálína og félagar stefna að, að allir geti skemmt sér og notið þess að koma í Ráðhúsið í dag. Fjölbreytt dagskrá Í kvöld kl. 20.30 verður haldin Jazzvaka í minningu Guðmundar Ingólfssonar á Kaffi Reykjavík. Guðmundar-kvartettinn skipa: Hans Kwakkernaat píanó, Björn Thoroddsen gítar, Gunnar Hrafns- son bassa og Guðmundur Stein- grímsson trommur. Gestaleikarar verða Birkir Freyr Matthíasson sem blæs í trompet og flygilhorn, Jóel Pálsson og Ólafur Jónsson í tenórsaxófóna, Sigurður Flosason í altósaxófón og Kristjana Stef- ánsdóttir syngur lög er ýmsar söngkonur sungu með Guðmundi. Aðgangur er 2.000 krónur en þegar er uppselt á tónleikana. Fyr- ir þá fjölmörgu sem frá þurftu að hverfa verða tónleikarnir end- urteknir á morgun á sama stað kl. 17. Guðmundur Ingólfsson er ein- hver ástsælasti djassleikari sem Ís- land hefur alið. En 12. ágúst voru tíu ár liðin frá láti hans og af því tilefni mun Jazzhátíð Reykjavíkur í samvinnu við Jazzvakningu minn- ast hans með þessum tónleikum. Björn Thoroddsen gítarleikari hef- ur umsjón með tónlistarflutn- ingnum, en í hlutverki Guðmundar verður hollenski píanistinn Hans Kwakkernaat, en stíll hans minnir um margt á stíl Guðmundar. Átta manna hljómsveit leikur verk Guðmundar, Seven Special, ásamt fleiri ópusum og verður þá sjálfsagt farið að hitna í kolunum á Kaffi Reykjavík eins og svo oft á tónleikum Guðmundar sjálfs. Sveifla og dill Dagskránni lýkur svo með hljómsveitinni Milljónamæring- unum sem halda djassdansiball á Kaffi Reykjavík sem hefst hálftíma eftir miðnætti. Stuðsveitina skipa Karl Olgeirsson á hljómborð, Jóel Pálsson á saxófón, Birgir Bragason á bassa, Einar Jónsson á trompet og Steingrímur Guðmundsson á trommur. Söngvararnir eru heldur ekki af verri endanum, en þeir Páll Óskar, Bjarni Arason og Raggi sjálfur Bjarna eru þekktir fyrir að „svinga“ grimmt, ólíklegt annað en að stuðið taki völdin. Stuðið held- ur áfram Jump Monk leikur á hádegi á „Jazz Brunch“. Anna Pálína Árnadóttir og Að- alsteinn Ásberg verða í Ráðhús- inu í dag. Hans Kwakkernaat leikur á Jazzvöku Guðmundar Ingólfs- sonar. Jazzhátíð Reykjavíkur LIÐSMENN múm hafa undanfarið haft fjölmörg járn í eldinum. Leik- húsvinna, tónleikaferðalög, ballett- tónlist og Guð má vita hvað. Nú fyrir stuttu kom svo út nýr hljóðblöndun- ardiskur á vegum hinnar virtu dans- tónlistarútgáfu Morr, sem þykir með framsæknari tölvutónlistarútgáfum samtímans. Hann er titlaður hinu furðulega nafni Please Smile My Noise Bleed, inniheldur tvö flunkuný lög og umvélanir á þeim eftir Morr- fólkið Isan, Phonem, Christian Kleine, Arovane og B. Fleischmann. Allt að gerast eins og venjulega í múmkoti og Örvar og Gunni meira en lítið til í að rifja upp undangengin ævintýr. 700 manns, 200 plaköt Þeir félagar byrja á því að rifja upp dvöl sína í Berlín en þar spiluðu þeir eitt sinn á stórum tónleikum. Þar gengur auglýsingastarfsemin svolítið öðruvísi fyrir sig og vakti þetta nokkra furðu hjá piltunum. „Það komu 700 manns og það var ekkert auglýst. Orðið var bara látið ganga! Hér heima þarf alltaf að hengja upp 200 plaköt ef einhver á að koma.“ Morr-merkið á einmitt heimahaga í Þýskalandi og segjast þeir harla ánægðir með plötuna. „Með þessu merki er svo mikið af plötum sem hafa verið að koma út síðustu tvö árin, og eru þær í uppá- haldi hjá okkur,“ segir Örvar. Hann segir að þetta hafi komið til þannig að yfirmaður útgáfunnar hafi heyrt plötuna þeirra [Yesterday Was Dramatic, Today Is OK] og hafi þá endilega viljað fá þau til samstarfs. „Við ákváðum þá að hafa frekar tvö ný lög og það væri unnið út frá þeim frekar en að það væri hljóð- blandað af hinni plötunni.“ Örvar veit þó ekki hvort frekari verkefnavinna fyrir Morr standi til. „Við erum náttúrlega komin á Fat- Cat,“ segir hann og kímir. „Og erum enn ekki búin að gefa út neitt hjá þeim. Ég held því að næsta skref sé bara að gefa út plötuna okkar nýju.“ Stefnan er sett á að klára hana í nóvember og gefa út næsta vor eða sumar. Rapp í Rússlandi? Múm hefur ávallt verið iðinn við hin ýmsu samstarfsverkefni. Hæst bar á Bláa hnettinum þetta árið, barnaleikrit sem byggt er á sam- nefndri sögu Andra Snæs Magna- sonar, hvar múm samdi tónlistina. „Ég held að tónlistin skili sér bara ágætlega í leikritinu,“ segir Gunnar, aðspurður hvort það standi til að gefa hana út. „Ég held að hún þurfi ekkert að vera til á diski.“ Þeir segja ástæðuna fyrir því sam- starfi hafi verið þá að sveitin hafi unnið mikið með Andra í gegnum tíð- ina; gaf til dæmis út tónorðadisk í sameiningu undir heitinu Flugmað- ur. „Þetta var mjög skemmtilegt en þetta gekk ekkert áfallalaust fyrir sig,“ segir Örvar. „Þetta er mikið samvinnuferli, leikhúsið,“ bætir Gunnar við. Þeir segja að allir hafi haft sínar meiningar og mörg skondin mál komið upp. T.d. hafi þau ítrekað ver- ið beðin um rapplag en þau ávallt þverneitað. Sveitin hefur verið mikið á faralds- fæti undanfarin misseri og komið til Frakklands, Hollands, Belgíu, Dan- merkur, Finnlands og síðast en ekki síst Rússlands, ferðalags sem strák- arnir minnast sterklega. „Það er brjáluð stemmning í Pét- ursborg,“ segir Örvar og þeir skella upp úr. „Magnað að koma á tónleika þar sem áhorfendur voru líkt og kálf- ar sem hleypt er út á vorin. Bara að einhver hafi komið að spila var nóg.“ Aðgangur að tónlist er víst erfiður þar en Gunnar vill leggja sitt af mörkum til að bæta úr því. „Við erum búnir að redda okkur tengli og ætl- um að koma einhverju efni út þar.“ Hann minnist með hryllingi en létti í senn að lögreglan þar í borg, sem er víst ekki sú heiðarlegasta í heiminu, hafi reynt að svindla svínslega á hon- um. „Það var svolítið uggvænlegt að vera þarna. Tvær löggur sökuðu mig einu sinni um að vera fullur er ég var að spássera úti á götu og ætluðu með mig niður á stöð og heimtuðu af mér peninga. Það voru rússneskir vinir okkar sem björguðu mér. Þeir þurftu að tala við löggurnar í hálftíma þar til þeir slepptu mér.“ YATZY Á markaðinum nú er annar endur- hljóðblöndunardiskur, múm Remix- ed, gefinn út af Thule, sem sveitin er ekki par hrifin af sjálf. „Upprunalega áttu þetta bara að vera tvær tólftommur, gefnar út á sama tíma og platan [þ.e. Yesterday Was Dramatic, Today Is OK]. Það hefði skilað sér vel ef þær hefðu verið gefnar út á svipuðum tíma,“ upplýsir Gunnar. „En núna löngu seinna...“ segir Örvar og er ómyrkur í máli. „Að þetta sé gefið út í einhverjum vafa- sömum pakka sem við höfðum engin áhrif á...ég meina, við hefðum aldrei gert svona plötu. Við höfum gaman af því að ganga alla leið með það sem við gerum. Það er mest gefandi að fylgja þessu alla leið. Það var svo tal- að um að hún kæmi ekkert út en svo fengum við hana allt í einu í hend- urnar. Þá var hún tilbúin!“ Þeir taka það þó skýrt fram að þessi mótmæli þeirra séu ekki tón- listarlegs eðlis. „Við höfum ekkert út á þá lista- menn að setja sem koma að plöt- unni.“ segir Gunnar. „Það er bara framkvæmdin sem fer í taugarnar á okkur.“ Upptökur fyrir nýju plötuna fóru m.a. fram í Galtarvita í Súðavíkur- hreppi. Þar dvaldi sveitin í einn mán- uð í sumar og var vistin hin ævin- týralegasta. „Þetta var alveg að virka þar til að rafstöðin hætti að virka,“ segir Örvar og hlær. „Þá vorum við viku í viðbót, teiknuðum og spiluðum yatzy, þar til við ákváðum að fara heim.“ Það er nauðsynlegt að fara út í vit- ann með bát, en vistir sótti sveitin til Suðureyrar. „Það er ekkert grín að fara þarna út,“ minnist Gunnar. „Lendingar- staðurinn er frekar erfiður. Við feng- um stundum aðvaranir frá björgun- arsveitinni en létum iðulega vaða, fjögur í gúmmíbát.“ Á meðan beðið er eftir annarri „breiðskífu“ múm er Yesterday... enn á stími víðsvegar um heim. Sænska blaðið Expressen sagði hana á dögunum t.d. vera eina bestu plötu sem komið hefði út lengi á Norður- löndunum. Já, það er ekki hægt að segja ann- að en vel hafi ræst úr þessum efni- legu ungmennum sem sveitina skipa. Eða eins og sagði í dóm um Yest- erday Was Dramatic, Today Is OK í þessu blaði: „...og morgundagurinn verður stórkostlegur“. Það er fallegt við Galtarvita Rafpoppkvartettinn múm hefur vakið verskuldaða athygli hérlendis sem erlendis undanfarið eitt og hálft ár. Arnar Eggert Thoroddsen tók þá Örvar og Gunna á beinið og rakti úr þeim garnirnar. Múm: með gamla sveitaviðtækið. arnart@mbl.is Múm í helgarspjalli

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.