Morgunblaðið - 27.09.2001, Síða 2

Morgunblaðið - 27.09.2001, Síða 2
Gallup-könnun um hryðjuverkin NÍUTÍU prósent þeirra Íslend- inga sem tóku þátt í könnun Gallup eru þeirrar skoðunar að framselja eigi hryðjuverka- mennina sem áttu sök á hryðju- verkunum í Bandaríkjunum 11. september sl. og draga þá síðan fyrir dómstóla. Þetta hlutfall mældist hvergi hærra nema í Mexíkó en Gallup gerði könnun meðal íbúa 30 aðildarlanda sinna þar sem spurt var um hryðju- verkin. Aðeins 30% Banda- ríkjamanna sögðu að framselja ætti ódæðismennina en 54% vildu gera árás á það land sem hýsir hryðjuverkamennina. 77% Ísraela vildu gera árás. Úrtakið á Íslandi var 987 manns á aldrinum 16 til 75 ára sem valdir voru tilviljanakennt úr þjóðskrá. Svarhlutfallið var tæplega 70%. Önnur spurning vék að því hvort Bandaríkin ættu að ráðast aðeins á hernaðarsvæði eða bæði hernaðarsvæði og borg- araleg svæði kæmi til árásar og svöruðu 80% íslensku þátttak- endanna að aðeins ætti að ráðast á hernaðarsvæði. Hlutfallslega fæstir svöruðu á þessa leið í Bandaríkjunum, Ísrael og Pak- istan. Skiptar skoðanir um hernaðaraðgerðir Afstaða til þess hvort viðkom- andi lönd ættu að taka þátt í hernaðaraðgerðum með Banda- ríkjunum gegn hryðjuverkum var misjöfn eftir löndum þar sem stuðningur var mestur í Danmörku, Bretlandi og Ind- landi en minnstur í Finnlandi og Venesúela. 41% Íslendinga er hlynnt því að Ísland taki þátt í hernaðaraðgerðum, 51% er and- vígt og 9% tóku ekki afstöðu eða neituðu að svara. Könnunin sýnir einnig að 40% landsmanna telja að efnahags- kreppa fylgi í kjölfarið en 48% eru á þeirri skoðun að hryðju- verkin komi ekki til með að hafa langtímaáhrif á efnahag heims- ins. Þessari skoðun var deilt með yfir 50% íbúa Danmerkur, Noregs og Finnlands. Draga á ódæðis- mennina fyrir dóm FRÉTTIR 2 FIMMTUDAGUR 27. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.isGunnar hafði betur í Íslendinga- slagnum í Frakklandi / B4 ÍR, Valur og Haukar unnu leiki sína í handboltanum / B2, B3 4 SÍÐUR16 SÍÐUR Sérblöð í dag VIÐSKIPTABLAÐ MORGUNBLAÐSINS S É R B L A Ð Á F I M M T U D Ö G U M U M V I Ð S K I P T I , S J Á V A R Ú T V E G & A T H A F N A L Í Sveiflur á mörkuðum erlendis meiri en hér / C1 Hvergi skjól fyrir sköttum / C8 Með Morgun- blaðinu í dag fylgir blað frá Garðabæ, „Atvinnulíf í Garðabæ“. Blaðinu verður dreift á höfuðborgar- svæðinu. FLUGFÉLÖGIN Atlanta og Flug- leiðir hafa hert verulega allar ör- yggisreglur um borð í vélum sínum vegna hryðjuverkanna í Bandaríkj- unum 11. september sl. Félögin gefa þó mismiklar upplýsingar um til hvaða ráðstafana þau grípa. Samkvæmt upplýsingum frá Atlanta var þeim skilaboðum ný- lega komið á framfæri við allar áhafnir félagsins að dyr að flug- stjórnarklefa verða framvegis ekki aðeins að vera lokaðar heldur einn- ig læstar. Þá er umgangur farþega fram í klefann bannaður og reglur hertar um það hverjir eigi að vera inni í klefanum meðan á flugi stendur. Meðferð hvers konar bit- vopna og oddhvassra hluta verður bönnuð um borð og flugliðar verða ætíð að vera til taks á efra þilfari í Boeing 747 vélum sem félagið flýg- ur. Að sögn Guðjóns Arngrímssonar, upplýsingafulltrúa Flugleiða, starf- ar félagið eftir alþjóðlegum stöðlum í öryggismálum um borð í flugvél- unum. Eftir árásina í Bandaríkj- unum hefur því verið komið á fram- færi til áhafna, bæði í Evrópuflugi og ekki síst í flugi til Bandaríkj- anna, að herða á öllu eftirliti og fylgja strangt eftir þeim reglum sem gilda. Ákvörðun hefur verið tekin um að taka úr sölu ákveðnar vörur um borð í flugvélunum sem nota má sem vopn, t.d. skæri í snyrtiveskjum. Að öðru leyti segir Guðjón að öryggisráðstafanir verði ekki ræddar opinberlega, það sé hluti af sömu ráðstöfunum. Vopnaleit á Reykja- víkurflugvelli Hert öryggisgæsla hefur verið á Keflavíkurflugvelli að undanförnu, að sögn Jóhanns R. Benediktssonar sýslumanns, og hafa farþegar og starfsmenn flugvallarins og flug- félaga sýnt mikinn skilning á þeim aðstæðum. Á þetta einkum við um flug til Bandaríkjanna. Til að fylgja eftir aukinni öryggisgæslu í bygg- ingunni eru þar vopnaðir lögreglu- menn sem starfa hjá sýslumanns- embættinu. Einnig stendur til að herða öryggisgæslu með millilandaflugi á Reykjavíkurflugvelli og búið er að koma þar fyrir búnaði til vopnaleit- ar. Líklegt er að samskonar ráð- stafanir verði gerðar vegna milli- landaflugs á Akureyrarflugvelli og Egilsstaðaflugvelli. Flugleiðir og Atlanta herða öryggisreglur um borð í vélum sínum Flugstjórnarklefi læstur og sala bitvopna bönnuð ALLSHERJARÞING alþjóðalög- reglunnar Interpol stendur nú yfir í Búdapest. Í sendinefnd Íslands á þinginu eru Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri, Þórir Oddsson vararíkislögreglustjóri og Smári Sigurðsson, yfirmaður alþjóðadeild- ar ríkislögreglustjóra. Meðal þess sem fram hefur komið á þinginu er að stórauka á þjónustu og upplýs- ingaöflun til aðildarlandanna vegna hryðjuverkanna í Bandaríkjunum 11. september sl. en atburðirnir hafa gerbreytt þeirri endurskipulagningu á Interpol sem stóð fyrir dyrum. Á þinginu var lögð fram og sam- þykkt ályktun um aðgerðir gegn al- þjóðlegri hryðjuverkastarfsemi. Í ályktuninni er árásin fordæmd sem „fjöldamorð framið með köldu blóði“ og talin „glæpur gegn mann- kyni“ og skorað á aðildarlöndin að veita aðstoð við rannsóknina án skil- yrða að því marki sem lög aðildar- ríkja heimila til að takast megi að hafa uppi á hverjum þeim einstak- lingi sem viðriðinn var árásina og draga hann fyrir rétt. Fram kom í ræðu nýs fram- kvæmdastjóra Interpol, Ronalds Noble, að flýta ætti þeirri endur- skipulagningu sem undirbúningur hófst á fyrir tíu mánuðum, eða frá því að hann tók við embættinu. Hann sagði að komið hefði verið á sólar- hringsþjónustu við stofnunina sem embætti ríkislögreglustjóra segir í tilkynningu um þingið að sé gjör- breyting frá því sem verið hefur þeg- ar skrifstofur Interpol hafa verið lokaðar á nóttunni. Jafnframt á að leggja aukna áherslu á að safna sam- an upplýsingum um hermdarverka- menn frá öllum aðildarlöndunum, sem nú eru 179 eftir að aðild Júgó- slavíu var samþykkt á allsherjar- þinginu. Framkvæmdastjóri Interpol skýrði einnig frá því að hann hefði beitt sér fyrir niðurfellingu skulda aðildarríkja sem ekki hafa staðið í skilum með framlög sín til stofnun- arinnar og hafa þar af leiðandi ekki getað sótt fundi. Kvað hann stofn- unina nú þurfa á öllum aðildarríkj- unum að halda ef árangur ætti að nást í þeirri baráttu sem framundan væri gegn alþjóðlegri hryðjuverka- og brotastarfsemi. Af þessu tilefni bauð hann fulltrúa Kúbu sérstaklega velkomna til þingsins en Kúba hefur ekki setið allsherjarþing Interpol um áratuga skeið. Allsherjarþing Interpol í Búdapest um hryðjuverkin í Bandaríkjunum Fordæmd sem fjöldamorð fram- ið með köldu blóðiEVRÓPSKI tungumáladagurinnvar haldinn hátíðlegur í gær. Efnt var til skemmtunar við Austurbæj- arskóla, þar sem Vigdís Finnboga- dóttir, fyrrverandi forseti, var heið- ursgestur. Hún minnti börnin á hve mikilvæg tungan er, og kenndi þeim að segja „ég elska þig“ á nokkrum tungumálum. Kynnt var örsagna- og ljóðakeppni, fernuflug, þar sem elstu bekkjum grunnskól- ans er boðið að spreyta sig á að semja sögur eða ljóð. Þá var 2001 blöðru sleppt til himins. Í Háskóla Íslands stóðu Stofnun í erlendum tungumálum og Hugvís- indastofnun fyrir dagskrá, þar sem rætt var um þýðingar, menningar- gildi þeirra og mikilvægi þess að kynnast öðrum menningarheimum. Morgunblaðið/Þorkell Ást á evr- ópskum tungu- máladegi  Börn skálda/26  Samskipti/31 TILKYNNT var um eld í mann- lausri íbúð í fjölbýlishúsi við Suður- hóla í Breiðholti um sexleytið í gær- kvöldi. Slökkvilið höfuðborgarsvæð- isins var kallað út og var talsverður viðbúnaður á staðnum. Ekki var um mikinn eld að ræða en talsverðar skemmdir urðu þó í íbúðinni, m.a. á eldhúsinnréttingu. Eldur í mann- lausri íbúð ♦ ♦ ♦ STRÆTISVAGNI var ekið á dreng í Garðabæ um klukkan fjögur í gær og var hann fluttur á slysadeild Land- spítalans í Fossvogi. Þar fengust upplýsingar um að áverkarnir hefðu verið minniháttar og drengurinn fengið að fara heim að skoðun lok- inni. Vagninum var ekið á drenginn við biðskýli skammt frá Bitabæ við Víf- ilsstaðaveg. Að sögn lögreglunnar í Hafnarfirði er ekki vitað frekar um tildrög slyssins og er málið í rannsókn. Ekið á dreng í Garðabæ

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.