Morgunblaðið - 27.09.2001, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.09.2001, Blaðsíða 2
Gallup-könnun um hryðjuverkin NÍUTÍU prósent þeirra Íslend- inga sem tóku þátt í könnun Gallup eru þeirrar skoðunar að framselja eigi hryðjuverka- mennina sem áttu sök á hryðju- verkunum í Bandaríkjunum 11. september sl. og draga þá síðan fyrir dómstóla. Þetta hlutfall mældist hvergi hærra nema í Mexíkó en Gallup gerði könnun meðal íbúa 30 aðildarlanda sinna þar sem spurt var um hryðju- verkin. Aðeins 30% Banda- ríkjamanna sögðu að framselja ætti ódæðismennina en 54% vildu gera árás á það land sem hýsir hryðjuverkamennina. 77% Ísraela vildu gera árás. Úrtakið á Íslandi var 987 manns á aldrinum 16 til 75 ára sem valdir voru tilviljanakennt úr þjóðskrá. Svarhlutfallið var tæplega 70%. Önnur spurning vék að því hvort Bandaríkin ættu að ráðast aðeins á hernaðarsvæði eða bæði hernaðarsvæði og borg- araleg svæði kæmi til árásar og svöruðu 80% íslensku þátttak- endanna að aðeins ætti að ráðast á hernaðarsvæði. Hlutfallslega fæstir svöruðu á þessa leið í Bandaríkjunum, Ísrael og Pak- istan. Skiptar skoðanir um hernaðaraðgerðir Afstaða til þess hvort viðkom- andi lönd ættu að taka þátt í hernaðaraðgerðum með Banda- ríkjunum gegn hryðjuverkum var misjöfn eftir löndum þar sem stuðningur var mestur í Danmörku, Bretlandi og Ind- landi en minnstur í Finnlandi og Venesúela. 41% Íslendinga er hlynnt því að Ísland taki þátt í hernaðaraðgerðum, 51% er and- vígt og 9% tóku ekki afstöðu eða neituðu að svara. Könnunin sýnir einnig að 40% landsmanna telja að efnahags- kreppa fylgi í kjölfarið en 48% eru á þeirri skoðun að hryðju- verkin komi ekki til með að hafa langtímaáhrif á efnahag heims- ins. Þessari skoðun var deilt með yfir 50% íbúa Danmerkur, Noregs og Finnlands. Draga á ódæðis- mennina fyrir dóm FRÉTTIR 2 FIMMTUDAGUR 27. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.isGunnar hafði betur í Íslendinga- slagnum í Frakklandi / B4 ÍR, Valur og Haukar unnu leiki sína í handboltanum / B2, B3 4 SÍÐUR16 SÍÐUR Sérblöð í dag VIÐSKIPTABLAÐ MORGUNBLAÐSINS S É R B L A Ð Á F I M M T U D Ö G U M U M V I Ð S K I P T I , S J Á V A R Ú T V E G & A T H A F N A L Í Sveiflur á mörkuðum erlendis meiri en hér / C1 Hvergi skjól fyrir sköttum / C8 Með Morgun- blaðinu í dag fylgir blað frá Garðabæ, „Atvinnulíf í Garðabæ“. Blaðinu verður dreift á höfuðborgar- svæðinu. FLUGFÉLÖGIN Atlanta og Flug- leiðir hafa hert verulega allar ör- yggisreglur um borð í vélum sínum vegna hryðjuverkanna í Bandaríkj- unum 11. september sl. Félögin gefa þó mismiklar upplýsingar um til hvaða ráðstafana þau grípa. Samkvæmt upplýsingum frá Atlanta var þeim skilaboðum ný- lega komið á framfæri við allar áhafnir félagsins að dyr að flug- stjórnarklefa verða framvegis ekki aðeins að vera lokaðar heldur einn- ig læstar. Þá er umgangur farþega fram í klefann bannaður og reglur hertar um það hverjir eigi að vera inni í klefanum meðan á flugi stendur. Meðferð hvers konar bit- vopna og oddhvassra hluta verður bönnuð um borð og flugliðar verða ætíð að vera til taks á efra þilfari í Boeing 747 vélum sem félagið flýg- ur. Að sögn Guðjóns Arngrímssonar, upplýsingafulltrúa Flugleiða, starf- ar félagið eftir alþjóðlegum stöðlum í öryggismálum um borð í flugvél- unum. Eftir árásina í Bandaríkj- unum hefur því verið komið á fram- færi til áhafna, bæði í Evrópuflugi og ekki síst í flugi til Bandaríkj- anna, að herða á öllu eftirliti og fylgja strangt eftir þeim reglum sem gilda. Ákvörðun hefur verið tekin um að taka úr sölu ákveðnar vörur um borð í flugvélunum sem nota má sem vopn, t.d. skæri í snyrtiveskjum. Að öðru leyti segir Guðjón að öryggisráðstafanir verði ekki ræddar opinberlega, það sé hluti af sömu ráðstöfunum. Vopnaleit á Reykja- víkurflugvelli Hert öryggisgæsla hefur verið á Keflavíkurflugvelli að undanförnu, að sögn Jóhanns R. Benediktssonar sýslumanns, og hafa farþegar og starfsmenn flugvallarins og flug- félaga sýnt mikinn skilning á þeim aðstæðum. Á þetta einkum við um flug til Bandaríkjanna. Til að fylgja eftir aukinni öryggisgæslu í bygg- ingunni eru þar vopnaðir lögreglu- menn sem starfa hjá sýslumanns- embættinu. Einnig stendur til að herða öryggisgæslu með millilandaflugi á Reykjavíkurflugvelli og búið er að koma þar fyrir búnaði til vopnaleit- ar. Líklegt er að samskonar ráð- stafanir verði gerðar vegna milli- landaflugs á Akureyrarflugvelli og Egilsstaðaflugvelli. Flugleiðir og Atlanta herða öryggisreglur um borð í vélum sínum Flugstjórnarklefi læstur og sala bitvopna bönnuð ALLSHERJARÞING alþjóðalög- reglunnar Interpol stendur nú yfir í Búdapest. Í sendinefnd Íslands á þinginu eru Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri, Þórir Oddsson vararíkislögreglustjóri og Smári Sigurðsson, yfirmaður alþjóðadeild- ar ríkislögreglustjóra. Meðal þess sem fram hefur komið á þinginu er að stórauka á þjónustu og upplýs- ingaöflun til aðildarlandanna vegna hryðjuverkanna í Bandaríkjunum 11. september sl. en atburðirnir hafa gerbreytt þeirri endurskipulagningu á Interpol sem stóð fyrir dyrum. Á þinginu var lögð fram og sam- þykkt ályktun um aðgerðir gegn al- þjóðlegri hryðjuverkastarfsemi. Í ályktuninni er árásin fordæmd sem „fjöldamorð framið með köldu blóði“ og talin „glæpur gegn mann- kyni“ og skorað á aðildarlöndin að veita aðstoð við rannsóknina án skil- yrða að því marki sem lög aðildar- ríkja heimila til að takast megi að hafa uppi á hverjum þeim einstak- lingi sem viðriðinn var árásina og draga hann fyrir rétt. Fram kom í ræðu nýs fram- kvæmdastjóra Interpol, Ronalds Noble, að flýta ætti þeirri endur- skipulagningu sem undirbúningur hófst á fyrir tíu mánuðum, eða frá því að hann tók við embættinu. Hann sagði að komið hefði verið á sólar- hringsþjónustu við stofnunina sem embætti ríkislögreglustjóra segir í tilkynningu um þingið að sé gjör- breyting frá því sem verið hefur þeg- ar skrifstofur Interpol hafa verið lokaðar á nóttunni. Jafnframt á að leggja aukna áherslu á að safna sam- an upplýsingum um hermdarverka- menn frá öllum aðildarlöndunum, sem nú eru 179 eftir að aðild Júgó- slavíu var samþykkt á allsherjar- þinginu. Framkvæmdastjóri Interpol skýrði einnig frá því að hann hefði beitt sér fyrir niðurfellingu skulda aðildarríkja sem ekki hafa staðið í skilum með framlög sín til stofnun- arinnar og hafa þar af leiðandi ekki getað sótt fundi. Kvað hann stofn- unina nú þurfa á öllum aðildarríkj- unum að halda ef árangur ætti að nást í þeirri baráttu sem framundan væri gegn alþjóðlegri hryðjuverka- og brotastarfsemi. Af þessu tilefni bauð hann fulltrúa Kúbu sérstaklega velkomna til þingsins en Kúba hefur ekki setið allsherjarþing Interpol um áratuga skeið. Allsherjarþing Interpol í Búdapest um hryðjuverkin í Bandaríkjunum Fordæmd sem fjöldamorð fram- ið með köldu blóðiEVRÓPSKI tungumáladagurinnvar haldinn hátíðlegur í gær. Efnt var til skemmtunar við Austurbæj- arskóla, þar sem Vigdís Finnboga- dóttir, fyrrverandi forseti, var heið- ursgestur. Hún minnti börnin á hve mikilvæg tungan er, og kenndi þeim að segja „ég elska þig“ á nokkrum tungumálum. Kynnt var örsagna- og ljóðakeppni, fernuflug, þar sem elstu bekkjum grunnskól- ans er boðið að spreyta sig á að semja sögur eða ljóð. Þá var 2001 blöðru sleppt til himins. Í Háskóla Íslands stóðu Stofnun í erlendum tungumálum og Hugvís- indastofnun fyrir dagskrá, þar sem rætt var um þýðingar, menningar- gildi þeirra og mikilvægi þess að kynnast öðrum menningarheimum. Morgunblaðið/Þorkell Ást á evr- ópskum tungu- máladegi  Börn skálda/26  Samskipti/31 TILKYNNT var um eld í mann- lausri íbúð í fjölbýlishúsi við Suður- hóla í Breiðholti um sexleytið í gær- kvöldi. Slökkvilið höfuðborgarsvæð- isins var kallað út og var talsverður viðbúnaður á staðnum. Ekki var um mikinn eld að ræða en talsverðar skemmdir urðu þó í íbúðinni, m.a. á eldhúsinnréttingu. Eldur í mann- lausri íbúð ♦ ♦ ♦ STRÆTISVAGNI var ekið á dreng í Garðabæ um klukkan fjögur í gær og var hann fluttur á slysadeild Land- spítalans í Fossvogi. Þar fengust upplýsingar um að áverkarnir hefðu verið minniháttar og drengurinn fengið að fara heim að skoðun lok- inni. Vagninum var ekið á drenginn við biðskýli skammt frá Bitabæ við Víf- ilsstaðaveg. Að sögn lögreglunnar í Hafnarfirði er ekki vitað frekar um tildrög slyssins og er málið í rannsókn. Ekið á dreng í Garðabæ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.