Morgunblaðið - 27.09.2001, Side 53

Morgunblaðið - 27.09.2001, Side 53
Nýju haust- og vetr- artískulínurnar í hár- greiðslu voru kynntar hjá stóru alþjóða- samtökunum sem skapa tískuna sunnu- daginn 16. september, hjá ICI (Haute Coiff- ure Francaise) í Louvre-safninu og af alþjóðassamtökunum Intercoiffure mánu- daginn 17. september í Imperial leikhúsinu á Avenue Wagram. Ís- lenskir hágreiðslu- meistarar eru með- limir á báðum stöðum og sóttu íslenskir þáttakendur báðar sýningarnar. Forseti íslensku sam- takanna í báðum er hárgreiðslu- meistarinn Guðbjörn Sævar (Dúddi). Sýning ICI, þar sem Frakkar hafa forystuna og nýja línan er gjarnan gefin út klárt og kvitt, var með ein- dæmum glæsileg. Rússar, Mongólar og Líbanir höfðu lagt gífurlega mik- ið í sýninguna, einkum Rússarnir sem kölluðu sitt Bolchoi og voru með fræga ballerínu þaðan, kósakka sem stökk hæð sína jafnfætis og sýning- arstúlkurnar í glæsifatnaði sem minnti á keisarahirðina með gyll- ingum og skrauti. Mongólska sýn- ingin einkenndist af fjölbreyttum skinnum og þrátt fyrir 17 ára borg- arastríð veita Líbanir sér ómældan lúxus. Þarna bar strax töluvert á klippingu með síðari lokkum fram á andlitið öðrum meg- in. Minnir á hina frægu Veroniku Lake-greiðslu fyrir hálfri öld. Og sú til- hneiging kom fram á báðum sýningunum. Búningar og músík föst í NY Intercoiffure eru aftur á móti hin stóru alþjóðlegu samtök þjóðanna, er sjálf leggja aðal tískulínuna, sem hárgreiðslumeist- arar 40 þjóða um all- an heim vinna svo úr hver á sínu heima- sviði. Íslendingar hafa lengi verið áhrifamiklir í Int- ercoiffure Mondial. Íslenska sýningin var sú fyrsta á svið- ið í Impire- leikhúsinu, þar sem lögð var áhersla á listamannsþáttinn í hárgreiðslunni og sviðssetningunni og hárgreiðslu fyrir unga fólkið. Ís- lendingarnir í sýningunni voru Sig- mundur Sigurðsson (Simbi) frá stofu Jóa og félaga, Guðrún Sverrisdóttir frá Cleo, Bjarni Björnsson frá Kar- akter, Sigrún Ægisdóttir á Hótel Sögu, Marta Teitsdóttir í Elegans í Keflavík, Arnar Tómasson í Salon VEH í Glæsibæ, Bára Kemp í Hár og Snyrting. Sendiherra Íslands í París, Sigríð- ur Snævarr, heiðraði sýninguna með nærveru sinni, þar sem Íslendingar áttu svo stóran þátt. Búið var að leggja mikið í íslensku sýninguna, þar sem komu m.a. fram balletmær, söngkona og klarinettu- leikari. En fram á síðustu stundu leit út fyrir að allt færi í vaskinn. Edda Guðmundsdóttir, hönnuður sýning- arinnar, átti að koma frá New York með alla búningana og tónlistina og sat þar föst eftir að allt flug yfir Atl- antshafið stöðvaðist vegna atburð- anna í World Trade Center. Og aðrir gengu fyrir þegar flug var leyft aft- ur. Fram á síðasta dag var öllum áhrifum beitt frá Intercoiffure- samtökunum til að ná Eddu frá New York. Allir voru því að að fara á taugum þar til hún kom með allt sem „við átti að eta“ daginn áður. Það aftraði æfingum á sviði, sem ekki varð þó merkt á þeirri glæsilegu frammistöðu Íslend- inganna þar sem sýningin gekk lið- lega og snurðulaust. Eldur og ís hjá unga fólkinu Á miðri dag- skránni var sýning unga hárgreiðslu- fólksins, sem hafði unnið samkeppni í sínu heimalandi og fengu að launum nokkurra daga dvöl í París á vegum stofnunar sem kennd er við Guill- aume, stofnanda Intercoiffure. Þar sýndi Linda Björk Þórðardóttir frá Keflavík og hlaut Guillaume-styttu. En öll sýning unga fólksins hét Ice and Fire, kennd við eld og ís og ekki að ófyr- irsynju að ætla að þar hafi íslensku áhrifin á sýningunni líka leikið sitt hlutverk. Íslenskt hárgreiðslufólk er stétt sem árum saman hefur lagt mikið í endurmenntun og aðhalda sér í fremstu röð í tískustraumum. Hvorki sparað þar fé né árlega þát- töku á alþjóðavettvangi. Verið þar góðir fulltrúar Íslands, á eigin veg- um og án nokkurs utanaðkomandi stuðnings. Íslensk hár- greiðsla í stóru hlutverki í París París. Morgunblaðið. Dæmi um dömu- og herratísku frá París. Íslenskir hárgreiðslumeistarar áttu stóran þátt í kynningunni á haust- og vetrartískunni á Intercoiffure- sýningunni í Empire-leikhúsinu á Avenue Wagram í París mánudaginn 17. september. Þar stóðu sjö íslenskar stofur að kynningarsýningu og Elsa Haraldsdóttir, listrænn stjórnandi Intercoiffure, stýrði og kynnti sýningu á alþjóðalínunni 2002 og Linda Björk Þórð- ardóttir úr Keflavík sýndi með ungu hárgreiðslufólki frá fleiri löndum á vegum Guillaume-stofnunarinnar. Morgunblaðið/Elín Pálmadóttir Linda Björk Þórðardóttir úr Keflavík, fulltrúi ungu kynslóðarinnar, með Guill- aume-styttuna sína fyrir þátttökuna. Sýning íslensku hárgreiðslustofanna vakti verðskuldaða athygli. FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. SEPTEMBER 2001 53 LAUGAVEGI, S. 511 1717KRINGLUNNI, S. 568 9017 Tískuvika Kringlunni Kringlan opin til 21 á fimmtudögum Ný sending af DIESEL gallabuxum í dag Dæmi: Laura Aime bolir/skyrtur 20% afsl. Tark buxur 3.900-4.900 Diesel peysur/bolir 20% afsl. 4-you skyrtur/peysur 20% afsl. Billi bi stígvél 20% afsl. Trend Design skór/stígvél 20% afsl. o.fl. o.fl. Í tilefni tískuviku gefum við 20% afslátt af nýjum og spennandi fatnaði í

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.