Morgunblaðið - 27.09.2001, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 27.09.2001, Blaðsíða 53
Nýju haust- og vetr- artískulínurnar í hár- greiðslu voru kynntar hjá stóru alþjóða- samtökunum sem skapa tískuna sunnu- daginn 16. september, hjá ICI (Haute Coiff- ure Francaise) í Louvre-safninu og af alþjóðassamtökunum Intercoiffure mánu- daginn 17. september í Imperial leikhúsinu á Avenue Wagram. Ís- lenskir hágreiðslu- meistarar eru með- limir á báðum stöðum og sóttu íslenskir þáttakendur báðar sýningarnar. Forseti íslensku sam- takanna í báðum er hárgreiðslu- meistarinn Guðbjörn Sævar (Dúddi). Sýning ICI, þar sem Frakkar hafa forystuna og nýja línan er gjarnan gefin út klárt og kvitt, var með ein- dæmum glæsileg. Rússar, Mongólar og Líbanir höfðu lagt gífurlega mik- ið í sýninguna, einkum Rússarnir sem kölluðu sitt Bolchoi og voru með fræga ballerínu þaðan, kósakka sem stökk hæð sína jafnfætis og sýning- arstúlkurnar í glæsifatnaði sem minnti á keisarahirðina með gyll- ingum og skrauti. Mongólska sýn- ingin einkenndist af fjölbreyttum skinnum og þrátt fyrir 17 ára borg- arastríð veita Líbanir sér ómældan lúxus. Þarna bar strax töluvert á klippingu með síðari lokkum fram á andlitið öðrum meg- in. Minnir á hina frægu Veroniku Lake-greiðslu fyrir hálfri öld. Og sú til- hneiging kom fram á báðum sýningunum. Búningar og músík föst í NY Intercoiffure eru aftur á móti hin stóru alþjóðlegu samtök þjóðanna, er sjálf leggja aðal tískulínuna, sem hárgreiðslumeist- arar 40 þjóða um all- an heim vinna svo úr hver á sínu heima- sviði. Íslendingar hafa lengi verið áhrifamiklir í Int- ercoiffure Mondial. Íslenska sýningin var sú fyrsta á svið- ið í Impire- leikhúsinu, þar sem lögð var áhersla á listamannsþáttinn í hárgreiðslunni og sviðssetningunni og hárgreiðslu fyrir unga fólkið. Ís- lendingarnir í sýningunni voru Sig- mundur Sigurðsson (Simbi) frá stofu Jóa og félaga, Guðrún Sverrisdóttir frá Cleo, Bjarni Björnsson frá Kar- akter, Sigrún Ægisdóttir á Hótel Sögu, Marta Teitsdóttir í Elegans í Keflavík, Arnar Tómasson í Salon VEH í Glæsibæ, Bára Kemp í Hár og Snyrting. Sendiherra Íslands í París, Sigríð- ur Snævarr, heiðraði sýninguna með nærveru sinni, þar sem Íslendingar áttu svo stóran þátt. Búið var að leggja mikið í íslensku sýninguna, þar sem komu m.a. fram balletmær, söngkona og klarinettu- leikari. En fram á síðustu stundu leit út fyrir að allt færi í vaskinn. Edda Guðmundsdóttir, hönnuður sýning- arinnar, átti að koma frá New York með alla búningana og tónlistina og sat þar föst eftir að allt flug yfir Atl- antshafið stöðvaðist vegna atburð- anna í World Trade Center. Og aðrir gengu fyrir þegar flug var leyft aft- ur. Fram á síðasta dag var öllum áhrifum beitt frá Intercoiffure- samtökunum til að ná Eddu frá New York. Allir voru því að að fara á taugum þar til hún kom með allt sem „við átti að eta“ daginn áður. Það aftraði æfingum á sviði, sem ekki varð þó merkt á þeirri glæsilegu frammistöðu Íslend- inganna þar sem sýningin gekk lið- lega og snurðulaust. Eldur og ís hjá unga fólkinu Á miðri dag- skránni var sýning unga hárgreiðslu- fólksins, sem hafði unnið samkeppni í sínu heimalandi og fengu að launum nokkurra daga dvöl í París á vegum stofnunar sem kennd er við Guill- aume, stofnanda Intercoiffure. Þar sýndi Linda Björk Þórðardóttir frá Keflavík og hlaut Guillaume-styttu. En öll sýning unga fólksins hét Ice and Fire, kennd við eld og ís og ekki að ófyr- irsynju að ætla að þar hafi íslensku áhrifin á sýningunni líka leikið sitt hlutverk. Íslenskt hárgreiðslufólk er stétt sem árum saman hefur lagt mikið í endurmenntun og aðhalda sér í fremstu röð í tískustraumum. Hvorki sparað þar fé né árlega þát- töku á alþjóðavettvangi. Verið þar góðir fulltrúar Íslands, á eigin veg- um og án nokkurs utanaðkomandi stuðnings. Íslensk hár- greiðsla í stóru hlutverki í París París. Morgunblaðið. Dæmi um dömu- og herratísku frá París. Íslenskir hárgreiðslumeistarar áttu stóran þátt í kynningunni á haust- og vetrartískunni á Intercoiffure- sýningunni í Empire-leikhúsinu á Avenue Wagram í París mánudaginn 17. september. Þar stóðu sjö íslenskar stofur að kynningarsýningu og Elsa Haraldsdóttir, listrænn stjórnandi Intercoiffure, stýrði og kynnti sýningu á alþjóðalínunni 2002 og Linda Björk Þórð- ardóttir úr Keflavík sýndi með ungu hárgreiðslufólki frá fleiri löndum á vegum Guillaume-stofnunarinnar. Morgunblaðið/Elín Pálmadóttir Linda Björk Þórðardóttir úr Keflavík, fulltrúi ungu kynslóðarinnar, með Guill- aume-styttuna sína fyrir þátttökuna. Sýning íslensku hárgreiðslustofanna vakti verðskuldaða athygli. FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. SEPTEMBER 2001 53 LAUGAVEGI, S. 511 1717KRINGLUNNI, S. 568 9017 Tískuvika Kringlunni Kringlan opin til 21 á fimmtudögum Ný sending af DIESEL gallabuxum í dag Dæmi: Laura Aime bolir/skyrtur 20% afsl. Tark buxur 3.900-4.900 Diesel peysur/bolir 20% afsl. 4-you skyrtur/peysur 20% afsl. Billi bi stígvél 20% afsl. Trend Design skór/stígvél 20% afsl. o.fl. o.fl. Í tilefni tískuviku gefum við 20% afslátt af nýjum og spennandi fatnaði í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.