Morgunblaðið - 26.10.2001, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 26.10.2001, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. OKTÓBER 2001 41 HELGI Ólafsson og Ivan Sokolov héldu skákmönnum um allan heim í spennu í annarri umferð minningar- mótsins um Jóhann Þóri. Auk þess sem áhorfendur gátu fylgst með þessari viðureign í ráðhúsi Reykja- víkur var hún sýnd á netsíðu mótsins og einnig á ICC-skákþjóninum, en þar eru sex athyglisverðustu viður- eignir hverrar umferðar sýndar. Helgi hafði svart og virtist ekki þurfa að kvarta þegar út í miðtaflið var komið. Mjög óvænt náði Sokolov hins vegar að skapa sér færi og Helgi lenti í afar erfiðri stöðu. Hann sýndi hins vegar mikla hugkvæmni í vörninni og kom áhorfendum hvað eftir annað á óvart með því að koma auga á varn- armöguleika sem öðrum hafði yfir- sést. Hann gaf drottninguna fyrir einungis hrók, en hafði sterkt frípeð á móti. Engu að síður var staðan töp- uð, en þó það flókin að í 32. leik missti Sokolov af skemmtilegri vinningsleið. Eftir þetta fóru að koma upp raddir um það, að Helgi væri að tryggja sér jafntefli, en hann var kominn með frí- peðið á d2, tryggilega valdað af hrók- um. Það verður að koma síðar í ljós hvort jafnteflið var fyrir hendi, en eftir frábæra vörn Helga varð hann loks að játa sig sigraðan eftir 70 leiki. Vonandi sjást fleiri svona baráttu- skákir í næstu umferðum. Hannes Hlífar Stefánsson hélt sínu striki í annarri umferð og sigraði Norðmanninn Leif Johannessen og er þar með kominn í hóp fimm skák- manna sem eru efstir á mótinu með tvo vinninga. Þröstur tapaði hins vegar fyrir Peter Heine Nielsen. Annars var fátt um óvænt úrslit í annarri umferð. Friðrik Ólafsson varð að sætta sig við jafntefli við hinn efnilega skákmann Dag Arngríms- son. Guðmundur Pálmason sýndi að hann er að komast í gang þegar hann gerði jafntefli við Kristján Eðvarðs- son. Röð efstu manna er þessi eftir fyrstu tvær umferðirnar: 1.-5. Peter Heine Nielsen, Jonny Hector, Ivan Sokolov, Henrik Danielsen, Hannes H. Stefánsson 2 v. 6.-14. Lars Schandorff, Murray G. Chandler, Stefán Kristjánsson, Halldór Hall- dórsson, Tomi Nyback, Jón Viktor Gunn- arsson, Ingvar Ásmundsson, Jaan Ehlvest, Jan H, Timman 1½ v. 15.-28. Leif Erlend Johannessen, Helgi Ólafs- son, Róbert Harðarson, Dagur Arn- grímsson, Þröstur Þórhallsson, Jón Árni Halldórsson, Sævar Bjarnason, Lenka Ptacnikova, Friðrik Ólafsson, Björn Þor- steinsson, Ingvar Þór Jóhannesson, Ás- kell Örn Kárason, Björn Þorfinnsson, Páll A. Þórarinsson 1 v. o.s.frv. Þriðja umferð var tefld í gærkvöldi og þá hafði Hannes hvítt gegn Soko- lov. Teflt er í ráðhúsi Reykjavíkur. Áhorfendur eru velkomnir. Teflt er SKÁK R á ð h ú s R e y k j a v í k u r MINNINGARMÓT UM JÓHANN ÞÓRI JÓNSSON 19.–21.10. 2001 Dodge Ram 2500 cummins disel, 4 dyra, sjálfsk, leður, einn með öllu. Verð 4.590 þús. Sk á ód. Einnig Chevrolet 6.5 D. 1998. Toyota Landcruiser Vx, 3.4 bensín 1999, sjálfsk., leður. Verð 3.350 þús. Eigum einnig dísel, aðrar árg. Toyota Rav 4 1999, 5 g, álfelgur, dráttarkrókur, blár, ek. 38 þ. km. Verð 1.850 þús. Lán 1.100. einnig 2000- 2001. Suzuki Vitara, Vorum að fá inn nokkra Suzuki Vitara Se 1998 á góðu stgr. verði. Musso E-32 7/2000, sjálfsk., ek. 15 þ. km, grænn. Verð 3.250 þús. Tilboð 2.900 þús. Einnig dísel. Mmc Pajero 2.8 disel turbo 1997, sjálfsk., álfelgur, dráttarkrókur, hvítur, ek. 75 þ. km. Verð 2.090 þús. Sk. á ód. Mmc Space Wagon 2.0 4x4 1/2000, sjálfsk, vínrauður, ek. 31 þ. km. Verð 1750 þús. Toyota Yaris sol 6/1999, 5 g., 5 d., vindsk, spoiler, ek. 21 þ. km. V. 980 þús. Einnig Terra. Mazda 626 Glxi 2.0 2/2000, sjálfsk., sóllúga, álfelgur, hraðastillir o.fl, blár, ek. 45 þ. km. Verð 2.090 þús. Tilboð 1.890 þús. stgr. Vw Passat 1.6 8/2001, 5 g., álfelgur, allt rafdr., krómpakki, grænn, ek. 5 þ. km. Verð 1.950, bílalán 1.400. Suzuki Sidekick 1.8 sport 1996, sjálfsk. V. 990 þús. Polo 1.4 2000. V. 1.250, 100% lán, Nissan Almera 2000. V. 1.490, lán 1.040 þús. Toyota Corolla 2000. V. 1.290, lán 900 þús. Funahöfða 1 - Fax 587 3433 www.litla.is Sími 587 7777 Skráðu bílinn á www.litla.is Mikil sala! Minningarmót Jóhanns Þóris. Önnur umferð 1 Ivan Sokolov - Helgi Ólafss. 1-0 2 Peter H. Nielsen - Þröstur Þórhallss. 1-0 3 Hannes H. Stefánss. - Leif Joh.sen 1-0 4 Tomi Nyback - Lars Schandorff ½-½ 5 Murray G. Chandler - Jón V. Gunnarss. ½-½ 6 Jón Árni Halldórss. - Jonny Hector 0-1 7 Henrik Danielsen - Róbert Harðars. 1-0 8 Arnar Gunnarss. - Jaan Ehlvest 0-1 9 Magnús Örn Úlfarss. - Jan H Timman 0-1 10 Dagur Arngrímss. - Friðrik Ólafss. ½-½ 11 Bragi Þorfinnss. - Halldór Halldórss. 0-1 12 Stefán Kristjánss. - Guðm. Kjartanss. 1-0 13 Tómas Björnss. - Ingvar Ásmundss. 0-1 14 Björn Þorsteinss. - Ingvar Þ. Jóh.ss. ½-½ 15 Davíð Kjartanss. - Guðmundur Gíslas. ½-½ 16 Olavur Simonsen - Sævar Bjarnas. 0-1 17 Páll A. Þórarinss. - Gylfi Þórhallss. 1-0 18 Áskell Ö. Káras. - Sig. P. Steindórss. 1-0 19 Hrannar Baldurss. - Björn Þorfinnss. 0-1 20 L. Ptacnikova - Guðjón H. Valgarðss. 1-0 21 Guðm. Pálmas. - Kristján Eðvarðss. ½-½ Daði Örn Jónsson daglega og umferðir hefjast klukkan 17. Þó verður frídagur 26. október.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.