Morgunblaðið - 09.11.2001, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.11.2001, Blaðsíða 2
Íslensk handknattleikslið leika í Evrópukeppninni um helgina / C2 Birgir Leifur Hafþórsson er 13 undir pari eftir þrjá hringi / C1 Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.is  Sæt er heit og saklaus ást  Helgidómur í huga mínum  Eru börn besta fólk?  Úr smiðju íslenskra fatahönnuða  Sjónarhorn fjölmenningar  Auðlesið efni Sérblöð í dag 4 SÍÐUR8 SÍÐUR FRÉTTIR 2 FÖSTUDAGUR 9. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra gagnrýnir í nýju viðtali við banda- ríska fjármálablaðið The Wall Street Journal aðgerðir sem gripið hefur verið til í kjölfar hryðju- verkaárásarinnar á Bandaríkin, og sem draga úr friðhelgi einkalífsins. Davíð segir í viðtalinu að ríkis- stjórn Íslands sé dyggur stuðn- ingsmaður baráttunnar gegn hryðjuverkum en lýsir óánægju sinni með þá sem nota hana sem af- sökun til að hnýsast um of í einka- fjármál manna, með það að mark- miði að endurheimta glataðar skatttekjur í ríkiskassann. „Ef menn vilja að bankar greini yfirvöldum frá fjármálaumsvifum saklausra borgara, og að allt kapp sé lagt á að hafa hendur í hári skattsvikara, þá finnst mér að þeir eigi einfaldlega að segja það upp- hátt, fremur en halda því fram að allt sé þetta nú gert til að hand- sama hryðjuverkamenn eins og Osama bin Laden,“ segir forsætis- ráðherra í viðtalinu, sem birtist í gær. Lýsir Davíð áhyggjum af að hryðjuverkin dragi úr stuðningi Bandaríkjamanna við friðhelgi einkalífsins. Hann varar við því að eftir að búið verður að hafa hendur í hári ódæðismannanna geti reynst erfitt að snúa við þeirri þróun, að of mikið eftirlit sé haft með borg- urum og umsvifum þeirra á fjár- málamarkaði. Blaðamaður The Wall Street Journal segir að hættan á þessu sé engu síður fyrir hendi, líkt og bent hafi verið á með ágætum hætti á nýafstaðinni ráðstefnu í Reykjavík um skattamál. Ný löggjöf í Banda- ríkjunum feli í sér að nú verði hægt að hefja lögreglurannsókn á ein- staklingi jafnvel þó að ekkert til- efni sé til að gruna hann um að hafa óhreint mjöl í pokahorninu. Davíð tekur undir að ástæða sé til að hafa áhyggjur af þessari þró- un. „Það verður að bera traust til fjármálastofnana uns vísbendingar eru um að þeim sé ekki treystandi. Þegar gögn liggja fyrir um glæp- samlegt athæfi verður að grípa óð- ara til aðgerða en þau grundvall- armannréttindi, að menn séu saklausir uns sekt er sönnuð, verð- ur að hafa í fyrirrúmi.“ Skattlagning og hvalveiðar greinar af sama meiði? Greinin í The Wall Street Journ- al ber yfirskriftina Íslenska krafta- verkalyfið. Þar er fjallað um til- raunir íslenskra stjórnvalda til að halda uppi öflugri samfélagsþjón- ustu, sambærilegri við það sem þekkist á meginlandi Evrópu og í Skandinavíu, á sama tíma og reynt sé að halda skattlagningu í lág- marki. Segir blaðamaðurinn að vel- gengni ríkisstjórnar Davíðs Odds- sonar í þessu efni gefi tilefni til endurskoðunar á ríkjandi hug- myndafræði um ríkisrekna sam- félagsþjónustu. Hvalveiðar Íslendinga eru jafn- framt nefndar til sögunnar en þær segir blaðamaðurinn, Roger Bate, til marks um að Íslendingar séu óhræddir við að láta vísindaleg sjónarmið ráða gerðum sínum, jafnvel þó að þær gætu reynst óvinsælar. Slíkt sé óvenjulegt því margir ráðamenn þori ekki að hreyfa málinu, af ótta við áhrif rót- tækra umhverfisverndarsamtaka. Er haft eftir Davíð að skattlagn- ing sé í rauninni að mörgu leyti eins og hvalveiðar. „Við verðum að halda áfram að breyta rétt en ekki láta stefnu okkar á hverjum tíma ráðast af pólitískri hagkvæmni og tilfinningasjónarmiðum,“ sagði Davíð Oddsson forsætisráðherra. Davíð Oddsson ræðir hryðjuverkin í Bandaríkjunum við The Wall Street Journal Gagnrýnir aukið eftirlit með borgurum stéttum, að því er fram kemur í fréttatilkynningu. „Þegar rekstur tónlistarskólanna var alfarið færður yfir til sveitarfé- laganna árið 1989 fullyrtu sveitar- stjórnarmenn að ekki yrði síður gert við tónlistarskólakennara launalega en aðra kennara. Á þeim tíma voru laun tónlistarskólakennara sam- bærileg launum framhaldsskóla- kennara. Í dag eru byrjunarlaun tónlistarskólakennara með BA-próf 105.694 kr. en laun framhaldsskóla- kennara með sömu menntun 179.128 kr.,“ segir í tilkynningunni. Hnallþórukeppni í verkfallsmiðstöð Í gær var brugðið á leik í verk- fallsmiðstöð tónlistarkennara í Vals- heimilinu á Hlíðarenda og efnt til svonefndrar hnallþórusamkeppni tónlistarskólastjóra víðs vegar af landinu. Keppt var í tíu flokkum, að sögn Steinunnar Birnu Ragn- arsdóttur, formanns verkfalls- stjórnar, m.a. um bragðbestu, skrýtnustu, hollustu, álitlegustu og kynþokkafyllstu hnallþórurnar o.s.frv. ,,Þetta var mjög óhefðbundin aðgerð í verkfallsmiðstöð en mjög jákvæð og uppbyggjandi. Í lokin var svo slegið upp dansleik, enda hæg heimatökin að fá góða músíkanta.“ EKKI hefur enn verið talin ástæða til að boða samninganefndir tónlist- arskólakennara og viðsemjenda þeirra til sáttafundar en upp úr við- ræðum deiluaðila slitnaði sl. mánu- dagskvöld. Kynningarnefnd Félags tónlistar- skólakennara og Félags íslenskra hljómlistarmanna stóð í gær fyrir upplýsingafundi nemenda og for- eldra barna í tónlistarskólum. Mark- miðið með fundinum var að koma upplýsingum til foreldra og nem- enda um stöðu samningamála og svara fyrirspurnum sem brenna á forráðamönnum og nemendum en verkfall tónlistarskólakennara hef- ur nú staðið á þriðju viku. Tónlistarkennarar hafa skipulagt mótmæli í tengslum við bæjarstjórn- arfundi í nokkrum sveitarfélögum í næstu viku, þ.e. í Kópavogi, Hafn- arfirði, Garðabæ og á Seltjarnar- nesi, í þeim tilgangi að leggja áherslu á að gengið verði til samn- inga við þá svo verkfalli megi ljúka. Kynningarnefnd FT og FÍH stendur fyrir mótmælaaðgerðunum. Sam- kvæmt upplýsingum FT mun for- maður verkfallsstjórnar fyrir hvern fund afhenda fulltrúum viðkomandi bæjarstjórnar áskorun um að samið verði við tónlistarskólakennara hið fyrsta og að þeim verði tryggð sam- bærileg laun og öðrum kennara- Morgunblaðið/Þorkell Sérstök dómnefnd var fengin til að skera úr um bestu og álitlegustu hnallþórurnar sem tónlistarskólastjórar víða af landinu lögðu fram í keppninni en dómnefndina skipuðu Sigmar B. Hauksson matgæðingur, Helgi E. Helgason, fulltrúi kennara, og leikkonurnar Margrét Helga Jóhannsdóttir og Edda Heiðrún Backman. Skipuleggja mótmæli Enginn sáttafundur boðaður í tónlistarkennaradeilunni Hæstiréttur þyngir dóma fyrir peningaþvætti HÆSTIRÉTTUR þyngdi í gær fangelsisdóma yfir tveimur mönnum sem sakfelldir voru í héraðsdómi vegna peningaþvættis og fíkniefna- brota í tengslum við stóra fíkniefna- málið. Þá var einn maður sýknaður af ákæru ríkissaksóknara og héraðs- dómur sem gekk í máli hans um leið staðfestur. Sömuleiðis var staðfestur 14 mánaða fangelsisdómur héraðs- dóms yfir fjórða manninum. Hæstiréttur þyngdi fangelsisrefs- ingu eins ákærða úr 15 mánuðum í 18 fyrir peningaþvætti á 12 milljónum. Sá sem þyngstan dóminn hlaut var dæmdur í 20 mánaða fangelsi en hér- aðsdómur hafði dæmt hann í 15 mán- aða fangelsi. Hann var ákærður fyrir að hafa tekið við rúmlega 6 milljón- um króna sem hann hefði mátt vita að væri ágóði af fíkniefnasölu auk þess sem talið var sannað að hann hefði keypt, neytt og deilt með öðr- um 100 grömmum af kókaíni. Sá sem sýknaður var á báðum dómstigum var ákærður fyrir að hafa gert mála- myndakaupsamning milli ákærða og höfuðpaursins í stóra fíkniefnamál- inu. Ekki var talið unnt að vefengja staðhæfingar hans um að hann hefði talið sig sinna störfum sínum sem lögfræðilegur ráðunautur ákærða. Dómarar í málunum voru Garðar Gíslason, Guðrún Erlendsdóttir, Haraldur Henrysson, Hrafn Braga- son og Pétur Kr. Hafstein. Ekið á full- orðinn mann á gangbraut EKIÐ var á eldri mann sem var að fara á reiðhjóli yfir gangbraut á Sundlaugavegi laust eftir klukkan fjögur í gærdag. Maðurinn var fluttur með sjúkrabíl á Landspítala – háskólasjúkrahús í Fossvogi þar sem hann var lagður inn. Hafði hann brotnað á nokkrum stöðum en var ekki talinn lífshættulega slasaður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.