Morgunblaðið - 09.11.2001, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 09.11.2001, Blaðsíða 54
FÓLK Í FRÉTTUM 54 FÖSTUDAGUR 9. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ SÍMI 564 0000 - www.smarabio.is5 hágæða bíósalir Sýnd kl. 4. Með íslensku tali Miðasala opnar kl. 15 Varúð!! Klikkuð kærasta!  E.P.Ó. Kvikmyndir.com  Empire SV Mbl  Kvikmyndir.com  Rás 2 MOULIN ROUGE! Hausverkur Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.10. B. i. 16.Sýnd kl. 3.40, 5.50, 8 og 10.10. Glæsileg leysigeislasýning á undan myndinni. Steve Zahn (Evil Woman), Paul Walker (Fast and the Furious) og Leelee Sobieski (Eyes Wide Shut) lenda í klóm geðveiks morðingja sem þau kynnast í gegnum talstöð á ferðalagi. Upphefst nú æsispennandi eltingarleikur sem fær hárin til að rísa! Einn óvæntasti spennutryllir ársins!  DV Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10. Úr smiðju snillingsins Luc Besson (Leon, Taxi 1&2, Fifth Element) kemur ein svalasta mynd ársins. Zicmu, Tango, Rocket, Spider, Weasel, Baseball & Sitting Bull eru YAMAKAZI. Þeir klifra upp blokkir og hoppa milli húsþaka eins og ekkert sé...lögreglunni til mikils ama. Ótrúleg áhættuatriði og flott tónlist í bland við háspennu-atburðarrás! ÞAÐ má með sanni segja að Stormasamt brúðkaup, opn- unarmynd Kvikmyndahátíðar í Reykjavík, hafi þegar farið sig- urför um heiminn, þótt enn eigi eft- ir að frumsýna hana víðast hvar á almennum sýningum. Myndin kom, sá og sigraði á Fen- eyjahátíðinni í haust þar sem ind- verska leikstjóranum Miru Nair var afhent hið eftirsótta Gullna ljón og áhorfendur á Tor- onto-kvikmyndahátíðinni völdu hana þá bestu sem þar var á boð- stólum í ár. Stormasamt brúðkaup er fimmta leikna kvikmynd Nair sem talin er meðal fremstu kvikmyndagerð- armanna Indlands og hún hefur getið sér gott orð fyrir myndir á borð við Salaam Bombay! sem til- nefnd var til Óskarsverðlauna árið 1989 sem besta erlenda myndin, Mississippi Masala og Kama Sutra: A Tale of Love. Nair fæddist og ólst upp í Indlandi og gekk í Háskólann í Nýju-Delhi áður en hún hélt til Bandaríkjanna til frekara náms. Að loknu félagsfræðinámi í Harvard snéri hún sér að kvikmyndunum og lærði handbragðið undir hand- leiðslu ekki ómerkari manns en D.A. Pennebaker. Eftir að hafa gert nokkrar athyglisverðar heim- ildarmyndir snéri hún aftur til heimalandsins og gerði sína fyrstu leiknu mynd, Salaam Bombay!, sem vakti heimsathygli fyrir óvenju raunsönn efnistök af indverskri mynd af vera. Nair hefur síðan skipst á að gera myndir í Indlandi og Bandaríkjunum og fellur The Monsoon Wedding í fyrri flokkinn. Enn er Nair á raunsærri nótum en starfsbræður hennar sem starfa í kvikmyndasmiðjunni afkasta- miklu Bollywood, indverskri hlið- stæðu Hollywood. Myndin segir fimm samtvinnaðar sögur sem eiga sér stað í Nýju-Delhi og draga upp og skýra mynd af Indlandi samtím- ans þar sem takast á rótgróin hefð og framfarir á sviði tækni og sam- félagslegs frjálslyndis. Sannarlega öðruvísi og einlægari mynd en áður hefur verið dregin upp af lífi Ind- verja. Miðpunktur sögunnar er ást- arsaga og brúðkaup að hætti Pun- jabi-menningarsamfélagsins og hægstígandi aðdragandi að stór- glæsilegri athöfninni þar sem allt iðar af lífi við undirleik Boollywo- od-tónlistar. Þrátt fyrir léttleikann er undirtónninn samt ætíð alvar- legur og umfram allt raunsær en þar sker myndin sig úr annarri hefðbundinni fjöldaframleiðslu í Bollywood. Þannig mætti segja að Nair sé bæði í senn að gagnrýna og hampa Bollywood og um leið að reyna að færa indverska kvik- myndahefð nær áhorfendum á vest- urlöndum, jafnvel Hollywood. Leik- arar í myndinni eru flestir í hópi stærstu kvikmyndastjarna Indlands og þar að auki virtir leikhúsmenn. Viðstaddir sýninguna í kvöld verða framleiðandi myndarinnar, Caroline Baron, og handritshöfund- urinn Sabrina Dhawan og munu þau kynna myndina fyrir opn- unargestum. Baron hefur verið meðframleiðandi að fjölmörgum nafntoguðum bandarískum mynd- um á borð við Addicted to Love, Flawless og Center Stage. Dhawan ólst upp í Nýju-Delhi en sótti há- skólamenntun sína til New York. Sjálf er hún að stíga sín fyrstu skref á kvikmyndabrautinni og hefur fyrsta stuttmynd hennar og loka- verkefni: Saanjh – As Night Falls vakið athygli og unnið til verð- launa. Monsoon Wedding er fyrsta kvikmyndahandrit hennar í fullri lengd. Sýningarstaðir og -tímar í dag eru sem hér segir: Bíóborgin Harry kemur til hjálpar (15.30) Skuggi vampírunnar (16.00) Harry kemur til hjálpar (17.45) Sálumessa draums (18.00) Skuggi vampírunnar (20.00) Harry kemur til hjálpar (20.00) Sálumessa draums (22.00) 2001: A Space Odyssey (22.15) Háskólabíó Maðurinn sem grét (18.00) Goya (20.00) Svalir og geggjaðir (20.00) Hriktir í stoðum (22.00) Laugarásbíó Monsoon Wedding (20.00) Monsoon Wedding (22.15) Pollock (22.15) Regnboginn Þögnin eftir skotið (18.00) Kviksyndi (18.00) Síamstvíburarnir (20.00) Sögur (20.00) Og mamma þín líka (22.00) Þar sem Bolly- wood og Holly- wood mætast Skrautlegt og stormasamt brúðkaup. Mira Nair með Gullna ljónið sem henni var afhent á 58. kvik- myndahátíð í Feneyjum fyrir Monsoon Wedding. Monsoon Wedding er opnunarmynd Kvikmyndahátíðar í Reykjavík Reuters
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.