Morgunblaðið - 09.11.2001, Blaðsíða 38
MINNINGAR
38 FÖSTUDAGUR 9. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Afi okkar Jón Ísak
Sigurðsson, hafnsögu-
maður frá Látrum í
Vestmannaeyjum,
hefði orðið níræður 7.
nóvember sl. ef hann
hefði lifað, og langar
okkur að minnast hans
með nokkrum orðum.
Afi Jón var mikill húmoristi og það
var alltaf jafn yndislegt fyrir okkur
að koma á Látra til ömmu og afa. Afi
lagði jafnan fyrir okkur gátur, orða-
leiki eða stærðfræðiþrautir: „Hvað
er það sem hoppar og skoppar yfir
heljarbrú? … o.s.frv. Eftir að við
höfðum svarað glotti afi alltaf og
sagði: Já, nálægt fórstu!
Afi var mikill áhugamaður um
JÓN ÍSAK
SIGURÐSSON
✝ Jón Ísak Sigurðs-son fæddist 7.
nóvember 1911.
Hann lést 28. júní
2000 og fór útför
hans fram frá
Landakirkju í Vest-
mannaeyjum 15. júlí.
skák og þær voru ófáar
skákirnar sem við
tefldum við hann á
Látrum. Það er okkur
ómetanlegt að hafa
fengið að sitja og ræða
málin við afa Jón. Hann
var frábær sögumaður
og kunni margar sögur
enda var hann hafsjór
af fróðleik. Hann hafði
líka sérstakt lag á að
gera sögurnar lifandi
og skemmtilegar.
Afi Jón var einstak-
lega góður maður og
ávallt reiðubúinn að
hjálpa öllum þeim sem leituðu til
hans. Hann hvatti okkur í öllu sem
við tókum okkur fyrir hendur. Látr-
ar voru okkar annað heimili og nut-
um við þeirra forréttinda að eiga afa
Jón að.
Með þessum orðum viljum við
þakka afa Jóni fyrir að hafa verið
yndislegur afi og alltaf reynst okkur
vel. Guð blessi minningu hans.
Ívar Ísak, Sara og Daði.
✝ Kristín Péturs-dóttir fæddist í
Vatnshlíð í Austur-
Húnavatnssýslu 9.
maí 1913. Hún lést í
Landsspítalanum í
Fossvogi 25. október
síðastliðinn. Foreldr-
ar hennar voru Her-
dís Grímsdóttir frá
Syðri-Reykjum í
Biskupstungum, f. 15.
nóvember 1884, d. 15.
september 1971, og
Pétur Guðmundsson,
bóndi í Vatnshlíð, f.
18. júní 1887, d. 1988.
Kristín var elst þriggja dætra
hjónanna í Vatnshlíð. Önnur var
stúlka sem dó skömmu eftir fæð-
ingu 1916 og þriðja Þuríður Pét-
ursdóttir, f. 26. maí 1920. Kristín
eignaðist soninn Pétur 13. septem-
ber 1940. Faðir hans var Ólafur
Sigurðsson, f. 1. febrúar 1915, d. 3.
apríl 1995. Hinn 29. júlí 1947 gekk
Kristín að eiga Björgvin Magnús-
son, f. 20. apríl 1922, d. 18. maí
1996. Þau skildu. Margrét, f. 18.
október 1944, er dóttir þeirra.
Eiginkona Péturs er Lisa Bang, f.
14. október 1942, og börn þeirra
Stefán Örn, f. 3. janúar 1969, og
Anna Kristín, f. 4. júlí 1977. Stefán
Örn á Pétur Arnar, f.
1. júlí 1991, og Dan-
íelu Björgu, f. 11.
september 2000. Eig-
inmaður Margrétar
var Ólafur Sigurðs-
son, f. 30. maí 1936.
Þau skildu. Börn
þeirra Guðrún, f. 30.
maí 1965, og Brand-
ur, f. 9. september
1967. Sonur Guðrún-
ar er Brynjar Björg-
vin, f. 25. júlí 1995.
Seinni maður Mar-
grétar er Haraldur
Bessason, f. 14. apríl
1931. Dóttir þeirra Sigrún Stella,
f. 23. mars 1979.
Kristín ólst upp í Vatnshlíð og
stundaði nám við Kvennaskóla
Húnvetninga á Blönduósi og síðar
við Alþýðuskólann á Laugarvatni.
Hún flutti ung til Reykjavíkur og
vann m.a. á Hótel Íslandi og lærði
síðar á Hotel Tre Falke í Kaup-
mannahöfn. Um miðjan aldur hóf
Kristín störf hjá Eimskipafélagi
Íslands, var lengst af þjónn á Gull-
fossi og síðar þerna á millilanda-
skipum félagsins.
Útför Kristínar fer fram frá
Fossvogskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 15.
Kristín Pétursdóttir fæddist og
ólst upp í Vatnshlíð, sem er fyrsti
bær austan megin Vatnsskarðs en
þó ekki hluti af Skagafjarðarsýslu
heldur Austur-Húnavatnssýslu (nú
eru notuð önnur nöfn um þessa
landshluta). Vegna landfræðilegrar
staðsetningar hafa Skagfirðingar oft
hneigst til að telja Vatnshlíð hluta af
sinni sýslu, enda er þar fagurt um að
litast, bæjarhús á bakka stöðuvatns
sem heitir Vatnshlíðarvatn. Það nafn
er hljómmikið en ekki er mér að
fullu ljóst hvort vegur þyngra í
þessu óvenjulega heiti, vatnið eða
hlíðin. Vatnið er þó tvítekinn liður í
heitinu, enda silungsveiði þar með
ágætum og á því austanverðu gnæfa
ráðríkir svanir yfir aðra fugla. For-
eldrar Kristínar, Herdís og Pétur,
bjuggu þar rausnarbúi, húsuðu bæ
sinn fyrr og betur en annars staðar
tíðkaðist, brugðu þó búi síðla á
fjórða áratug síðustu aldar og flutt-
ust út á Sauðárkrók.
Vatnshlíðarfólkið nýtti sér óvenju-
lega aðstöðu sína með mörgum
hætti. Svo að litið sé til hefðbund-
innar menningar þá gengu þær
Vatnshlíðarsystur, dætur Herdísar
og Péturs, á skóla í Bólstaðarhlíð-
arhreppi, og síðar á Blönduósi á
kvennaskólann hjá frú Huldu Stef-
ánsdóttur. Lögum samkvæmt var
Blönduós höfuðstaður þeirra. Í land-
fræðilegum skilningi gegndi Sauðár-
krókur hins vegar því hlutverki.
Þangað var greiðari vegur heldur en
á Blönduós ellegar Skagaströnd.
Kristín Pétursdóttir naut þessar-
ar aðstöðu á margan hátt. Í skólum
vestan Vatnsskarðs hlaut hún stað-
góða menntun í æsku og eignaðist
fjölda vina. Lagði hún síðan mikla
rækt við hvort tveggja, skólauppeldi
og vináttubönd. Meðal vinkvenna
hennar var frú Hulda Stefánsdóttir,
sem hún ung hafði numið margt af
við Kvennaskóla Húnvetninga. Lög-
um samkvæmt hlaut hún einnig
kirkjulegt uppeldi Húnaþings meg-
in. Séra Gunnar Árnason á Æsustöð-
um fermdi hana og prestsfrúin, Sig-
ríður Stefánsdóttir, varð henni afar
minnisstæð. Austan megin Vatns-
skarðs stóð söng- og tónlistarlíf í
miklum blóma á æskuárum Kristín-
ar. Faðir hennar Pétur var með af-
brigðum músíkalskur. Lærði ungur
organleik, varð eftirsóttur hljómlist-
armaður og sagði síðan öðrum til í
listinni. Í grenndinni var Bændakór-
inn stofnaður og segja má að sungið
væri og spilað á öðrum hverjum bæ.
Kristín var miklum hæfileikum búin
á sviði tónlistar og söngs. Hljómlist-
arnám sitt hóf hún í heimahúsum og
naut síðan tilsagnar Péturs Sigurðs-
sonar tónskálds frá Geirmundar-
stöðum í Sæmundarhlíð. Pétur tón-
skáld dó rúmlega þrítugur að aldri
snemma hausts 1931. Sagðist Krist-
ínu svo sjálfri frá að dánardægur
hans hefði verið myrkasti dagur
æskuára sinna. Tónskáldið var þó
síður en svo með öllu horfið nem-
anda sínum á þeim myrka degi.
Kristín sýndi tónsmíðum Péturs Sig-
urðssonar hina mestu virðingu alla
tíð og spilaði lög hans fyrir gesti sína
á píanó og var þá einatt tekið undir
af þeim sem höfðu rödd til slíks.
Orðsins list átti ekki undir högg að
sækja á æskuslóðum Kristínar. Fólk
sagði sögur, orti vísur og ljóð. Hún
nam hvort tveggja og varð afar ljóð-
næm. Marga gamanvísuna kunni
hún og þá eins víst að hagyrðing-
urinn Kári í Valadal væri höfundur
að þeim kveðskap. Hún kunni líka
gullfalleg ljóð eftir séra Tryggva
Kvaran á Mælifelli og oft greip hún
til minningabóka frú Huldu og las
upphátt fyrir viðstadda. Hún var
bókmenntakona og las viðstöðulaust
til hinstu stundar. Brageyra hafði
hún næmt, þótti vænt um ljóðstafi og
rím en lét í ljós efasemdir um text-
ann við lagið „Birta“. Hún skrifaði
þó þann texta upp. Er sú uppskrift
til vitnis um húmor hennar fremur
en vandlætingu. Þó var hún vandlát
á íslenskt mál og setti saman langa
lista af ambögum sem hún sagðist
hafa safnað úr fjölmiðlum.
Kristín var sagnakona og leyfði
smáatriðum að njóta sín með því að
fella þau í viðeigandi samhengi.
Sumar sögurnar voru úr Skagafirði
eða Húnavatnsþingi, aðrar úr
Reykjavík þar sem hún lengstum
átti heima. Drjúgan hluta mætti þó
nefna „Sögur af sjó“. Eftir alllangt
nám í brauðskurðarlist við virta
stofnun í Kaupmannahöfn réð Krist-
ín sig til starfa hjá Eimskipafélagi
Íslands og vann síðan áratugum
saman við þjónustustörf á milli-
landaskipum þess. Kynntist hún þá
náið stórborgum Evrópu og Norður-
Ameríku og fjölda fólks af íslenskum
og erlendum uppruna. Við sem
þekktum Kristínu ættum að reyna
að festa á blað það sem við kunnum
að muna úr þessum sagnaflokki
hennar til þess hann hverfi ekki al-
veg á braut með henni.
Á áttunda og níunda áratug nýlið-
innar aldar dvaldist Kristín stundum
langdvölum á heimili okkar Mar-
grétar dóttur sinnar í Kanada. Þar
um slóðir eignaðist hún fjölda vina.
Fyrr á þessu hausti skrapp ég vest-
ur á hennar gömlu slóðir. Fékk hún
mér þá fimmtán pör af íslenskum
ullarvettlingum sem hún hafði
prjónað á stórfjölskyldu sína þar
vestra. Á komandi vetri munu gæði
íslenskrar ullar og hlýhugur gefanda
verja hendur þessa stóra hóps nöpr-
um kulda.
Æviskeiði Kristínar Pétursdóttur
mætti lýsa eitthvað á þá leið að hún
sækti einatt hamingju í öll sín störf
og hafi vaxið af þeim og þroskast.
Námsferill hennar á æskuárum varð
ekki langur en hún nýtti sér hann
vel. Hún var félagslynd, kunni vel að
umgangast háa sem lága, aldna sem
unga og fór aldrei í manngreinarálit.
Hún var skemmtileg kona og vin-
mörg, mikill höfðingi heim að sækja
og fór allt vel úr hendi. Oft velti ég
því fyrir mér hvort hún hefði lifað líf-
inu samkvæmt vísvituðu lífspeki-
kerfi eða hvort meðfæddur persónu-
leiki og upplag hefðu ráðið ferðinni.
Hið síðara hygg ég að hafi vegið
þyngra.
Meðal þeirra listaverka sem
prýddu vistarverur þær í Grænuhlíð
14 í Reykjavík sem Kristín hefur nú
kvatt er veggmynd eftir listakonuna
Þorgerði Sigurðardóttur. Mynd
þessi rekur í stórum dráttum ævi
þess mæta dýrlings, Heilags Mar-
teins frá Tours. Kristín hafði gert
það að venju að bjóða vinum og
vandamönnum til veislu á messudegi
Heilags Marteins hinn 11. nóvem-
ber. Í þeim veislum skipuðu ljóðlist
og tónlist veglegan sess. Meðal
þeirra bóka sem hún þá tók ofan af
hillu voru þýðingar Magnúsar Ás-
geirssonar. Á píanóið lék hún meðal
annars lög eftir meistara sinn Pétur
Sigurðsson og ekki man ég betur en
að frásagnir frú Huldu Stefánsdótt-
ur bæri þar á góma. Veislukostur
hafði að nokkru leyti á sér danskt yf-
irbragð.
Tilviljun kann að hafa ráðið því að
útfarardag Kristínar ber upp á ald-
arafmæli Magnúsar Ásgeirssonar og
þá aðeins tveir dagar ófarnir að
Marteinsmessu, þeirri hátíð sem
Kristín mun þessu sinni halda hinum
megin landamæra. Í þeim fagnaði
mun þess ekki gerast þörf að taka
ljóðabækur ofan af hillu því að skáld-
ið Magnús verður þar sjálfur mætt-
ur til leiks. Pétur Sigurðsson mun
sjálfur annast tónlistaratriðin og illa
er ég svikinn ef frú Hulda Stefáns-
dóttir lætur ekki eitthvað í sér
heyra.
Við kveðjum Kristínu Pétursdótt-
ur með djúpri þökk og virðingu.
Haraldur Bessason.
Ég heyrði fyrst um frú Kristínu í
Grænuhlíð þegar ég kom til Kanada
ungur námsmaður fyrir tuttugu ár-
um og naut gistivináttu Margrétar
dóttur hennar og tengdasonarins
Haralds Bessasonar á West Lake í
Winnipeg. Í húsi Kristínar við
Grænuhlíð í Reykjavík höfðu þau
hjón kynnst, hann að heimsækja vin
sinn Svein Skorra á neðri hæðinni,
hún að vitja móður sinnar á loftinu.
Þeir prófessorarnir sjálfsagt að
huga að fræðum og segja sögur. Þær
mæðgur að lesa hvor annarri ljóð,
spila á gítar og syngja eða slá slag-
hörpuna. Þannig sé ég þetta fyrir
mér. Og svo hafa þau Haraldur og
Margrét kannski hist í stiganum eða
Margrét skroppið niður að fá lánað
hveiti í bolla hjá Skorra og Vigdísi og
þá rétt tyllt sér á stólhorn til að
heilsa upp á gestinn frá Winnipeg.
Og eftir það komið fljótt aftur að fá
lánað egg. Ekki hafa þau kynnst á
tröppunum á meðan þau biðu eftir að
þeim yrði hleypt inn því að dyrnar
stóðu ævinlega opnar. Þangað til
fréttir um innbrot og misindismenn
voru orðnar svo tíðar að fólkið í
Grænuhlíð var knúið til að setja al-
mennilega læsingu á útidyrnar.
Þetta hús í Grænuhlíð hafði annan
óm í sögum vestur á sléttunni miklu
en önnur hús. Börn Margrétar af
fyrra hjónabandi, Brandur og Guð-
rún, höfðu það í hávegum æsku-
minninga sinna og fyrir þeim hjón-
um Haraldi og Margréti var þetta
aðalhúsið í Reykjavík. Þar sem allt
gerðist. Þar sem frú Kristín stýrði
húshaldi af skörungsskap og lifði líf-
inu lifandi eftir að hún hætti sigl-
ingum sem skipsþerna á Gullfossi og
eftir að hún lagði niður símann og
talstöðvar sem hún notaði til að
stjórna leigubílaumferð Reykjavík-
urborgar.
Í Grænuhlíðinni gat hún algjör-
lega helgað sig þeim póetísku
stemmningum sem hún bjó til í
kringum sig og sína. Hvert orð, hver
hending, hver tónn, hver laglína
fengu að njóta sín; voru tekin út og
mæld í félagi við góða vini.
Frú Kristín staldraði við til að
njóta fegurðarinnar, bera hana upp í
ljósið og dást að henni og deila með
öðrum. Gilti þá einu þótt kvæðið
hefði ekki verið ort í gær og þótt það
hefði verið sungið áður. Þeir dem-
antar sem töldust nógu fægðir til að
upphefjast af fegurðarskyni frú
Kristínar misstu aldrei ljóma sinn.
Til áréttingar spilaði hún á gítar og
söng eftirlætiskvæði sín, eða á píanó;
ekki bara gömul og æfð lög heldur
sótti hún á brattann í píanóleik sín-
um og jók stöðugt við repertúarið
með nýjum nótum sem hún varð sér
úti um. En henni leiddist hvað henn-
ar nánustu höfðu tilhneigingu til að
setjast að langt í burtu, í Winnipeg
og á Akureyri, þar sem þurfti að
beita tæknibrellum til að komast í
samband og upphefjast í réttu
stemmningarnar. Þegar síminn
dugði ekki til lagðist hún því í lang-
ferðir og hélt þannig fast í fjöl-
skylduböndin.
Venjulegt þras í þjóðfélaginu stóð
ekki hjarta slíkrar konu mjög nærri.
Hún fylgdist með heilsufari katta
vina sinna af meiri innlifun en frá-
sögnum fjölmiðla af upphlaupi
stjórnmálanna. Skynfæri hennar
voru ævinlega opin og fundu til með
lítilmagnanum hvar sem var og hún
þefaði uppi nýjan skáldskap sem
mætti fegurðarkröfum hennar; upp-
veðraðist til dæmis öll þegar hún
heyrði ljóð Þórðar Helgasonar með
æskuminningum drengs í Fljótshlíð-
inni.
Var friðlaus þangað til hún hafði
útvegað sér þessa nýju bók. Sumum
gæti fundist að smekkur Kristínar
hefði verið nokkuð sérstæður eins og
hann birtist í ómældri aðdáun henn-
ar á utangáttahúmor vinkvenna
Margrétar í áhugamannaleikfélag-
inu Hugleik. Frú Kristínu þóttu leik-
rit Hugleiks innilega grátbrosleg og
ekki nema von að hún hafi verið
heiðursfélagi í því leikfélagi svo
mjög sem hún og Hugleikur áttu
skap saman. Enda var frú Kristín
staðráðin í því að draga það ekki á
langinn að skemmta sér og sínum í
Hugleik, ætlaði ekki að bíða þangað
til seinna með þann söng og dans og
hljóðfæraslátt sem lífið hafði upp á
bjóða.
Frú Kristín var svo gæfusöm að
geta verið í íbúð sinni á loftinu í
Grænuhlíð fram í andlátið. Þar hélt
hún fullri reisn og risnu við gesti
eins og henni fannst við hæfi, hvort
sem var að tilefnislausu eða til að
fagna stórviðburðum eins og messu
heilags Marteins sem hún taldi sér
skylt að halda upp á hin síðari ár eft-
ir að hún eignaðist Marteinsmynd
eftir Þorgerði Sigurðardóttur og
kynntist örlögum þessa dýrlings.
Þannig fyllti hún líf sitt stórtíðindum
og gaf atvikum hversdagslífins
merkingu sem flestum yfirsést.
Þessi lífssýn auðgaði allt umhverfi
Kristínar og gerði okkur hin að
þakklátum þátttakendum í því æv-
intýri sem hún skapaði með tilveru
sinni.
Gísli Sigurðsson.
Það kemur fyrir að lífsgátan vefst
fyrir okkur. Þá leitum við svara sem
ákafast. Við skimum í kringum okk-
ur, leggjum við hlustir og stundum
finnst okkur við hafa hitt þann sem
situr inni með svarið. Þessi leit er oft
erfið vegna þess að við vitum ekki
hvers við eigum að spyrja. Mér
fannst svarið oft liggja nærri í híbýl-
um Björns Bjarnasonar vinar míns
frá Skorrastað í Norðfirði. Um leið
og ég kynnti hann fyrir Stellu í
Grænuhlíð urðu þau vinir. Við syrgð-
um hann báðar þegar hann dó aðeins
fimmtugur fyrir þrettán árum. Á
annan hátt þykir mér eins og svarið
hafi legið í loftinu í stofunni hennar.
Ég sé hana fyrir mér við píanóið að
kenna okkur að túlka ljóð í söng, ljóð
sem henni fannst allir eiga að kunna
eða þá hún hafði fundið nýtt ljóð og
samið við það lag. Þá gat hún orðið
ströng ef ekki var rétt farið með.
Stundum þegar hún lék á gítarinn og
söng sjálf veikum rómi var eins og
lífið gæti ekki orðið betra. Gott var
að sitja á svölunum hjá henni á fal-
legum sumardegi, þiggja flatköku
með kæfu og fá hana til að rifja upp
minningar frá veru hennar í Kaup-
mannahöfn og skemmtilegu Gull-
fossdögunum. Kímni hennar var ein-
stök, frásagnargáfan leiftrandi. Hún
leit atburði og samferðafólk öðrum
augum en flestir. Hún hafði til að
bera næmi fyrir fólki. Henni þótti
vænt um það. Sumir sem máttu sín
lítils völdu þvottahúsið hennar til að
búa í um skeið. Ekki datt henni í hug
að amast við þeirri hústöku heldur
færði þessu fólki kjötsúpu eins og
það hefði sýnt henni heiður með því
að velja hennar þvottahús. Hún tók
alltaf málstað þeirra sem áttu í vök
að verjast og reiddist þegar hún
heyrði af kúgun og óréttlæti, jafnvel
þótt það væri í fjarlægum löndum.
Sjálf styrkti hún litla stúlku á Ind-
landi svo hún mætti njóta menntun-
ar. Mynd af henni hafði hún í heið-
urssessi á hillunni við hlið barna-
barna sinna.
„Við eigum á hættu að gráta, ef
við höfum látið bindast,“ segir Ant-
oine de Saint-Exupéry í Litla prins-
inum. Nú ætla ég ekki að verða
hrygg þótt hún Stella sé farin heldur
gleðjast yfir því að hafa átt hana að.
Ég vona að hún rati á sama stað og
hann Bjössi vinur okkar í víðlend-
unum hjá guði í himnasal, þá veit ég
að allt er gott. Innilegar samúðar-
kveðjur sendi ég fjölskyldu hennar
og vinum. Ég þakka fyrir mig.
Sigrún Óskarsdóttir.
KRISTÍN
PÉTURSDÓTTIR
Fleiri minningargreinar
um Kristínu Pétursdóttur bíða
birtingar og munu birtast í blaðinu
næstu daga.