Morgunblaðið - 09.11.2001, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 09.11.2001, Blaðsíða 35
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. NÓVEMBER 2001 35 Í DAG vekur verkalýðshreyfingin um víða veröld athygli á þeim for- sendum sem hún vill að alþjóðavæð- ing byggist á. Dagsetningin er valin með tilliti til þess að nú er að hefjast ráðherrafundur Alþjóðaviðskipta- stofnunarinnar (WTO). Sú stofnun hefur verið vettvangur samninga og skoðanaskipta um afnám hvers kyns hafta á viðskipti og fjármagn. Minna hefur farið fyrir félagslegum þáttum og hefur Alþjóðaviðskipta- stofnunin orðið eins konar tákn fyr- ir hráa markaðsvæðingu. Af þess- um sökum hafa almannnasamtök víðsvegar um heiminn, ekki síst verkalýðshreyfingin, farið að fylgj- ast vel með starfi stofnunarinnar og haft í frammi mótmæli þegar þurfa þykir. Það hefur verið æði oft. Alþjóðlegur baráttudagur Það er Alþjóðasamband frjálsra verkalýðsfélaga (ICFTU) sem hef- ur forgöngu um að gera þennan dag að alþjóðlegum baráttudegi fyrir því að mannréttindi verði ekki fót- um troðin þegar búið er í haginn fyrir alþjóðavæðingu fjármagnsins. Í yfirlýsingu frá sambandinu er lögð áhersla á mikilvægi þess að í öllum alþjóðlegum viðskiptasamningum séu réttindi launafólks tryggð og að félagslegir þættir séu settir í for- grunn. Sérstöku kastljósi er beint að Alþjóðabankanum, Alþjóðagjald- eyrissjóðnum auk Alþjóðaviðskipta- stofnunarinnar og áhersla lögð á að mikilvægt sé að félagslega sinnað fólk og samtök þess reyni að hafa áhrif á stefnumótun þessara aðila. Minnt er á að í tengslum við fund Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar í Seattle árið 1999 hafi fulltrúar verkalýðshreyfingar hvaðanæva úr heiminum safnast saman og efnt til fjöldafunda með tugþúsundum fé- laga í bandarísku verkalýðshreyf- ingunni. Þetta hafi farið mjög fyrir brjóstið á skipuleggjendum ráð- stefnunnar og megi leiða líkum að því að ástæðan fyrir því að Qatar í Miðausturlöndum hafi nú orðið fyr- ir valinu sem fundarstaður sé ein- mitt sú að sá staður sé vel til þess fallinn að takmarka aðgang al- mannasamtaka að fundinum. Að- eins fulltrúar þeirra aðila sem eiga beina aðild að honum verður hleypt inn í landið og aðeins einn fulltrúi hverra verkalýðssamtaka fái að- gang. Alþjóðaviðskiptastofnunin vill vera í felum Augljóst er, segir ennfremur í yf- irlýsingu ICTFU, að þessi háttur sem Alþjóðaviðskiptastofnunin ætl- ar að hafa á mun gera alla starfs- hætti stofnunarinnar ógagnsærri en þeir hafa verið. Fyrir hafi vinnu- brögðin verið slæm að þessu leyti og sé ekki á bætandi. Í ljósi alls þessa hvetur hin alþjóðlega verka- lýðshreyfing almenning um heim allan að halda vöku sinni. Því má bæta við að ákvarðanir sem teknar eru á vettvangi Alþjóða- viðskiptastofnunarinnar snerta alla heimsbyggðina því þær snerta öll ríki heims og geta haft áhrif á tolla, skattkerfi og innra skipulag ríkja. Á þessum bæ, og ekki síður nágranna- bæjunum Alþjóðabankanum og Al- þjóðagjaldeyrissjóðnum, hefur ver- ið vélað um einkavæðingu sem komið hefur hart niður á mörgum fátækustu ríkjum heimsins. Þeim hefur bókstaflega verið þröngvað til þess að afhenda dýrmætar al- mannaeignir fjölþjóðlegum auð- hringum. Andóf gegn þessu hefur iðulega verið keyrt niður af mikilli hörku. Ýmsar spurningar vakna óhjákvæmilega um fréttaflutning á heimsvísu við lestur blaða og tíma- rita sem verkalýðsfélög víðs vegar í heiminum gefa út. Þar segir frá fjöldmót- mælum gegn einka- væðingunni og harð- vítugum átökum. Lítið fer fyrir slíkum frétt- um í íslenskum fjöl- miðlum. Ekki er þó sanngjarnt að skella skuldinni algerlega á þá því stóru frétta- stofurnar sem fóðra fjölmiðlana hér með myndefni og fréttum virðast ekki mjög áhugasamar um þessi efni. Þegar reiðin verður sýnileg Áhuginn vaknar aðeins þegar reiðin verður sýnileg og brýst út í fjöldamótmælum í tengslum við fundi WTO fyrst í Seattle og síðan Wash- ington, Prag og Genúa. Nú hefur verið reynt að girða fyrir að and- staðan gegn því að skipuleggja heiminn á forsendum fjármagns- ins, verði heiminum ljós, með því að funda undir lögregluvernd í Qatar í eyðimörk Arab- íuskagans. En það breytir ekki hinu að vert er að grennslast fyrir um orsakir þess- arar andstöðu og þess- arar reiði og spyrja hvort hún kunni að eiga sér rétt- mætar skýringar. Alþjóðavæðingin og verkalýðshreyfingin Ögmundur Jónasson Verkalýðsbarátta Áhuginn vaknar aðeins, segir Ögmundur Jónasson, þegar reiðin verður sýnileg og brýst út í fjöldamótmælum. Höfundur er formaður BSRB.                                 
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.