Morgunblaðið - 09.11.2001, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 09.11.2001, Blaðsíða 49
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. NÓVEMBER 2001 49 JÓLAKORT Soroptimistaklúbbs Grafarvogs eru komin í sölu. Kortin eru hönnuð af myndlistarkonunni Jónínu Magnúsdóttur/Ninný og heitir myndin Jólaljós. Þau fást bæði með og án texta. Verð kort- anna með umslagi er kr. 100 st. og eru þau seld tíu saman í pakka. All- ur ágóði af sölu kortanna rennur til líknarmála. Jólakort Soropt- imistaklúbbs Grafarvogs Gjafavara – matar- og kaffistell . All ir verðflokkar. - Gæðavara Heimsfrægir hönnuðir m.a. Gianni Versace. VERSLUNIN Laugavegi 52, s. 562 4244. Atvinnumál rædd hjá VG REYKJAVÍKURFÉLAG Vinstri grænna hefur opið hús á Torginu, skrifstofu Vinstri hreyfingarinnar- ,græns framboðs að Hafnarstræti 20, laugardag 10. nóvember, kl. 11 – 13. Ari Skúlason og Björk Vilhelms- dóttir halda erindi um stefnu Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs varðandi hlutverk sveitarfélaganna í atvinnuuppbyggingu. Allir eru velkomnir, segir í frétta- tilkynningu. Íslensk ærnöfn NAFNFRÆÐIFÉLAGIÐ gengst fyrir fræðslufundi, laugardaginn 10. nóvember kl. 13.15 í stofu 202 í Odda, Háskóla Íslands. Þar flytja Dagbjört Eiríksdóttir og Jóhanna Sigrún Árna- dóttir fyrirlestur um íslensk ærnöfn. Fyrirlesturinn er byggður á loka- prófsritgerð þeirra um íslensk ær- nöfn sem skrifuð var við Kennarahá- skóla Íslands vorið 2000 undir leiðsögn Sigurðar Konráðssonar pró- fessors. Meginefni ritgerðarinnar er könnun sem gerð var á nafngiftum sauðfjár í öllum landshlutum – hvað réði þeim, hversu algengar nafngiftir væru og hvort þær væru á undan- haldi. Opið hús hjá Dagvist MS OPIÐ hús verður hjá Dagvist og Endurhæfingarmiðstöð MS, Sléttu- vegi 5, laugardaginn 10. nóvember kl. 13–16. Boðið er upp á súkkulaði og rjómavöfflur gegn vægu gjaldi. Fal- legir munir sem unnir eru í dagvist- inni verða til sölu, en allur ágóði rennur í ferðasjóð dagvistarmanna sem stefna á utanlandsferð að vori, segir í fréttatilkynningu. Rangt nafn hönnuðar Í gagnrýni um sýninguna Ljóslif- andi í Handverki og hönnun var Guð- laugu Halldórsdóttur eignuð ábreiða með ullarlögðum, sem er rangt. Rétt- ur hönnuður ábreiðunnar er Tó - Tó eða Guðrún Gunnarsdóttir og Anna Þóra Karlsdóttir. Púðar með út- klipptum filtbútum eru hins vegar réttilega verk Guðlaugar Halldórs- dóttur. Beðist er velvirðingar á þessu. Ragna Róbertsdóttir í Corcoran-safninu Í frétt um umfjöllun Washington Post um sýningu á íslenskri myndlist í Corcoran-safninu í blaðinu í gær var ranglega sagt að Ragna Fróðadóttir ætti verk á sýningunni. Þarna var átt við Rögnu Róbertsdóttur. Beðist er velvirðingar á þessu. LEIÐRÉTT EPAL hefur tekið inn í verslun sína íslenska viðarofna (kamínur) og laugardaginn 10. nóvember kl. 14 verður sérstök sýning á ofnunum í versluninni í Skeifunni 6. Hannes Lárusson myndlistarmað- ur er hönnuður ofnanna. Ofnarnir eru um þessar mundir að fara í fram- leiðslu undir vörumerkinu „Vafur- logi“ fyrir innlendan markað, en Járnsteypa Héðins hf. mun sjá um framleiðslu þeirra. Ofnarnir eru að öllu leyti íslensk framleiðsla. Stefnt er að því að setja ofnana á erlendan markað seinni part næsta árs, en frumgerðir þeirra hafa þegar verið sýndar í Þýskalandi og víðar. Sýning á viðar- ofnum í Epal
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.