Morgunblaðið - 09.11.2001, Blaðsíða 23
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. NÓVEMBER 2001 23
Bremsuklossar
3.995 kr.
Verð miðað við Corolla.
Hér er eitt verðdæmi:
Veldu rétt miðað við
aldur bílsins.
Viltu
spara?
Optifit varahlutir eru framleiddir af
Toyota og henta vel eldri gerðum
Toyotabifreiða.
VARAHLUT IR
Nýbýlavegi 8 • S: 570 5070
N
O
N
N
I
O
G
M
A
N
N
I
•
N
M
0
4
7
2
5
/s
ia
.is
FÉLAG löggiltra endurskoðenda
hélt í gær ráðstefnu um væntanlegar
breytingar á skattkerfinu, stefnu
ríkisstjórnarinnar og stöðu Íslands í
alþjóðlegu ljósi. Geir H. Haarde,
fjármálaráðherra, flutti ræðu á ráð-
stefnunni og sagði miklar skatt-
breytingar hafa orðið hér á landi síð-
astliðinn áratug og hefðu þær meðal
annars verið gerðar í því skyni að
auka samkeppnishæfni atvinnulífs-
ins. Þrátt fyrir þessar breytingar
hafi íslenskt atvinnulíf ekki lengur
það forskot í skattamálum sem það
hafi haft eftir skattbreytingar á fyrri
hluta síðasta áratugar. Þess vegna
hafi verið ráðist í þær breytingar
sem nú standi fyrir dyrum, þar sem
meðal annars eigi að lækka skatt-
hlutfall fyrirtækja úr 30% í 18%,
lækka eignarskatt um helming og af-
nema sérstaka eignarskattinn.
Þrátt fyrir þær breytingar á
skatta- og uppgjörsmálum fyrir-
tækja sem gert sé ráð fyrir að fari í
gegn á yfirstandandi þingi sagði Geir
að störfum að endurbótum skatt-
kerfisins væri hvergi nærri lokið og
lyki raunar aldrei. Nú sagði hann
rétt að doka við um stundarsakir og
sjá áhrifin af þessum breytingum, en
halda svo áfram. Geir sagði til dæmis
rétt að stefna að því að lækka tekju-
skatt fyrirtækja í 10%, en einnig að
lækka tekjuskatt einstaklinga og
fella niður hátekjuskattinn. Þá beri
að stefna að því að eignarskattar
hverfi alveg, að stofn stimpilgjalda
verði minnkaður og þau afnumin að
hluta. Fjármagnstekjuskattinum
ætti að halda óbreyttum, enda sé
hann ekki hár í alþjóðlegum saman-
burði.
Raunverulegt skatthlutfall
fyrirtækja lækkar verulega
Símon Á. Gunnarsson, formaður
Félags löggiltra endurskoðenda, fór
í erindi sínu á ráðstefnunni meðal
annars í gegnum tölulegar stað-
reyndir í sambandi við fyrirhugaða
lækkun á tekjuskatti og eignarskatti
fyrirtækja. Símon bar saman raun-
verulegt skatthlutfall fyrir og eftir
að fyrirhugaðar breytingar taka gildi
árið 2003. Raunverulegt skatthlutfall
er samanlagður tekju- og
eignarskattur fyrirtækis í
hlutfalli við hagnað fyrir
skatta. Ef arðsemi
fyrirtækis er lítil
vegur eignar-
skatturinn
þungt í
útreikningum á raunverulegu skatt-
hlutfalli, en þegar arðsemi er þokka-
leg vegur tekjuskattsgreiðslan
meira en eignarskatturinn.
Símon tók sem dæmi fyrirtæki
með 1% arðsemi eigin fjár fyrir
skatta, sem telst vera léleg arðsemi.
Fyrir skattbreytinguna er raunveru-
legt skatthlutfall slíks fyrirtækis
176,5% af hagnaði, en eftir skatt-
breytinguna verður hlutfallið 78,6%.
Fyrir breytinguna er fyrirtækið með
öðrum orðum að greiða meira en all-
an hagnað sinn í skatta, en eftir
breytinguna heldur það hluta hagn-
aðarins eftir.
Ef gert er ráð fyrir 15% arðsemi,
sem almennt þykir viðunandi, er
raunverulegt skatthlutfall
fyrir skattbreytingu
41,1%, en 22,6%
eftir lækkun
skattsins.
Skattbreytingum
verði haldið áfram
Morgunblaðið/Kristinn
Símon Á. Gunnarsson, formaður Félags löggiltra endurskoðenda, við
setningu haustráðstefnu félagsins.