Morgunblaðið - 09.11.2001, Blaðsíða 39
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. NÓVEMBER 2001 39
✝ Jónína ÁstríðurJónsdóttir fædd-
ist í Suðurhúsum í
Borgarhöfn í Suður-
sveit 28. ágúst 1912.
Hún lést á Hjúkrun-
arheimilinu Skjól-
garði á Höfn 29.
október síðastliðinn.
Hún var yngst 15
barna Jóns Guð-
mundssonar og Guð-
rúnar Bergsdóttur.
Hinn 25. desember
1934 giftist Jónína
Gunnari Snjólfssyni.
Hann var starfsmað-
ur KASK frá stofnun þess, póst-
afgreiðslumaður og hreppstjóri,
ásamt fleiru. Hann
lést 30. ágúst 1983.
Saman eignuðust
þau níu börn. Þau
eru: Bertha Ingi-
björg, f. 1934, Ásta
Bryndís, f. 1935,
Svava Guðrún, f.
1936, Gísli Örn, f.
1940, Bragi, f. 1942,
lést 1961 í sjóslysi,
Steinlaug og Gunn-
hildur, f. 1943, Jón
Gunnar, f. 1948,
sveinbarn, fæddist
andvana.
Útför Jónínu fór
fram frá Hafnarkirkju 7. nóvem-
ber.
Frá því að við systkinin munum
eftir okkur voru heimsóknir til
ömmu partur af lífinu. Það var far-
ið reglulega og stundum óreglu-
lega, en alltaf var þó farið. Heim-
sóknirnar hófust yfirleitt á því að
heilsa upp á ömmu í eldhúsinu og
skiptast á nokkrum fréttum úr
daglega lífinu, en eftir það hófst
kapphlaupið mikla; hver yrði fyrst-
ur til að ná ruggustólnum hennar!
Sá heppni eyddi megninu af heim-
sókninni í að rugga sér fram og
aftur og sleppti ekki stólnum nema
í algjörri neyð. Fyrir þá tvo sem
eftir voru hófst þá kapphlaup um
næstbesta kostinn og það var að
fara niður í kjallra og spila nokkra
vel valda tóna á orgelið. Og þá var
einn kostur eftir. Það var að fara
og renna sér í stiganum. Magnað
hvað maður gat farið hratt í þess-
um bratta stiga og enn magnaðra
að enginn skyldi slasast alvarlega!
Flest börn í fjölskyldunni hafa þó
náð sér í eina væna kúlu úr þeim
stiga, en það var allt í lagi því að
hún amma kom alltaf fljótt með
kaldan þvottapoka og klapp á kinn
og þá lagaðist allt undrafljótt. Svo
fannst líka yfirleitt eitthvað gott í
kökuskápnum, ekki síst ef ástand-
ið var verulega slæmt!
Heimsókn til ömmu og afa á
Hafnarbrautina var ávallt ómiss-
andi hluti af jólahaldi. Eftir pakka-
spennu aðfangadagskvölds var
sérstakt tilhlökkunarefni að heim-
sækja þau og hitta þar stóra og
litla frændur og frænkur og þá var
gjarnan setið í krókum og kimum
og bragðað á lystisemdum sem
amma töfraði fram fyrir allan hóp-
inn. Ekki skorti fjörið í þessum
stóra hópi. Í seinni tíð einkenndust
heimsóknirnar af mun meiri róleg-
heitum, spjalli og samveru og allt-
af voru móttökurnar jafn hlýlegar
og góðar. Jafnvel þó aldurinn
færðist yfir ömmu og litlu og stóru
frændurna og frænkurnar var jóla-
heimsóknin jafnstór hluti af tilver-
unni sem fyrr.
Amma var orðin langamma, litlu
frændurnir og frænkurnar pabbar
og mömmur og þau stóru afar og
ömmur og ný börn farin að rúlla
niður stigann á Hafnarbrautinni.
Þetta er sannkölluð hringrás lífs-
ins; hringrás með upphafi og
hringrás með endi. Á þessum enda
kveðjum við með söknuði ömmu
okkar og þökkum henni fyrir allar
gleðistundirnar.
Elsku amma, Guð geymi þig.
Högni, Ragnar og Jónína.
JÓNÍNA ÁSTRÍÐUR
JÓNSDÓTTIR
✝ Unnur Ágústs-dóttir Schram
fæddist í Valhöll á
Bíldudal 15. desem-
ber 1915. Hún lést á
hjúkrunarheimilinu
Skjóli miðvikudag-
inn 31. október síð-
astliðinn. Foreldrar
hennar voru Jakob-
ína Pálsdóttir og
Ágúst Sigurðsson
og var hún önnur í
röð sjö systkina, en
þau voru Sigríður,
Arndís, Hjálmar,
Páll, Jakob og
Hrafnhildur. Sigríður og Páll eru
bæði látin. Sautján ára gömul
hélt Unnur til Reykjavíkur og
hóf nám í Tónlistarskóla Reykja-
víkur.
Unnur giftist árið 1940 Karli
Schram, f. 1899, d. 1963. Börn
þeirra eru: 1) Hrafnhildur, f.
1941. Hún giftist Pétri Olafssyni
en fyrir átti Ólafur soninn Har-
ald. Magnús á soninn Einar
Loga. Árið 1967 giftist Unnur
Kjartani G. Jónssyni, f. 1912, d.
1991. Synir hans frá fyrra hjóna-
bandi eru: Magnús, látinn, var
kvæntur Auði Kristmundsdóttur,
börn þeirra eru Margrét og
Kristmundur; og Bjarni, kvæntur
Írisi Vilbergsdóttur, börn þeirra
eru Kjartan, Hrönn Karitas og
Hildur Jóna.
Unnur var framkvæmdastjóri
Veggfóðrarans 1963–1976. Hún
helgaði sig snemma félags- og
mannúðarstörfum. Ung gekk
hún til liðs við Thorvaldsens-
félagið og var formaður þess í
tuttugu ár. Einnig var hún virk-
ur félagi í fleiri félögum, svo sem
Kvenfélagi Langholtssóknar,
Sjálfstæðiskvennafélaginu Hvöt
og Oddfellowstúkunni Bergþóru.
Hún var formaður Bandalags
kvenna í Reykjavík í níu ár og
framkvæmdastjóri Kvennaheim-
ilis Hallveigarstaða um árabil.
Unnur var sæmd riddarakrossi
Fálkaorðunnar árið 1975.
Útför Unnar fer fram frá Dóm-
kirkjunni í dag og hefst athöfnin
klukkan 13.30.
Riba. Þau skildu.
Börn þeirra eru
Hrafndís Tekla, f.
1970, og Karl, f.
1971. Sambýlismaður
Hrafndísar Teklu er
Mohammed Zahawi
og sonur þeirra
Hrafnkell Zagross. 2)
Ágúst Jakob, f. 1943.
Hann kvæntist Mar-
ianne Emmé og eru
dætur þeirra: Unnur
Lísa, gift Eiríki Þór-
kelssyni, synir þeirra
eru Jakob Þór og
Baldvin Ari; og Anna
Hlín, gift Lars Albrect Jensen, og
eru synir þeirra Frederik August
og Sebastian. Seinni kona Ágúst-
ar er Bára Magnúsdóttir og dótt-
ir þeirra er Þórdís. Synir Báru
og stjúpsynir Ágústar eru Ólafur
og Magnús Haraldssynir. Ólafur
er kvæntur Þóru Bjarnadóttur
og er dóttir þeirra Arndís Björg
Nú þegar göngu þinni er lokið,
kæra Unnur, er mér einungis þakk-
læti í huga, til þín og þess sem leiddi
ykkur pabba saman. Þú komst inn í
líf mitt eftir sáran móðurmissi. Sál
fjórtán ára drengs, tætt og toguð,
þar sem við mamma vorum afar sam-
rýnd. Þitt næmi skynjaði það og þú
lagðir smyrsl á sárin. Fljótlega
stokkaðist stærstur hluti þinnar fjöl-
skyldu saman við mína og samheldni
og eindrægni ríkti aftur í lífi mínu.
Ég minnist þín frá þessum árum,
sem konu, sem knúin var einhverri
sérstakri orku, ég kallaði það kjarn-
orku. Þú varst framkvæmdastjóri í
umsvifamiklu fyrirtæki, formaður
Thorvaldsensfélagsins, formaður
Kvenfélagasambandsins, móðir, hús-
freyja, stoð og stytta pabba og – ekki
síst – trúnaðarvinur minn. Stórveisl-
ur og boð, haldin fyrir félagskonur og
önnur fyrirmenni, allt galdrað fram,
að því er virtist án áreynslu. Þegar
hafði verið venju fremur mikið að
gera hjá þér og þú komst heim á Sóló
sagðir þú svona í gamni og alvöru:
„Elskurnar mínar, ég er eins og
Þingeyingur sem allt loft er farið úr,
gefið þið mér kaffi inni í stofu.“ Það
var auðvitað ljúf skylda okkar heima.
Ég sit hér og horfi á mynd frá
sumarbústaðnum okkar á Ríp í Star-
dalslandi og rifja upp atvik sem gerð-
ist eitt vor, þegar pabbi og Geiri voru
að gera klárt fyrir sumarið. Við
Magnús bóndi í Stardal vorum að
bera á túnin fyrir ofan vaðið sem er á
Stardalsánni, rigningarsamt hafði
verið þá um vorið og því var áin bólg-
in, svo að vart var þorandi að fara
vaðið á jeppa. Þá birtist þú á
Volkswageninum þínum, ég tók til
fótanna og ætlaði að stoppa þig, þar
sem við Magnús töldum einsýnt, að
áin væri aldeilis ekki fær, þú veifaðir
glaðlega til mín og renndir yfir vaðið
eins og ekkert væri. Þá sagði Magn-
ús: „Bíllinn fær eitthvað af kraftinum
úr henni Unni minni.“ Þannig varst
þú, ekkert óx þér í augum.
Mér er í minni sá tími, þegar þú
varst í forsvari fyrir byggingu
Vöggustofu Thorvaldsensfélagsins,
hvað þér var mikið í mun, að koma til
aðstoðar þeim sem minna máttu sín
og þurftu á aðstoð að halda. Þá komu
þínir bestu eiginleikar svo skýrt í
ljós, ekkert var sparað, í vinnu og eft-
irfylgni, þannig mun ég minnast þín
mín kæra. Ég hef oft sagt, þegar
fálkaorðan berst í tal, að ef staðallinn
væri settur við hana Unni mína, sem
að sjálfsögðu bar orðuna, væri
sjaldnar úthlutað og með betri sátt.
Við töluðum oft saman um heima
og geima en ekki varst þú mikið fyrir
að gera mikið úr hlutunum, ekki nein
sút eða barlómur frá minni, – takk
fyrir. Ég hef oft reynt að gera mér
grein fyrir því áfalli, sem þú varðst
fyrir, þegar þú ung misstir báða for-
eldra þína í Þormóðarslysinu og
tókst á hendur forsvar fyrir systk-
inahópinn en auðvitað er mér það
hulið, það veit bara Hinn hæsti.
Nokkru áður en pabbi dó fór að
bera á þeim sjúkdómi, sem síðar
ágerðist, eftir fráfall pabba. Ekki bar
svo mikið á honum í fyrstu því sá
gamli leiðrétti fyrir ýmsu, þegjandi
og af kærleik, eins og hans var vísa.
Ég lít svo til, að eftir að Alzheimer-
einkennin urðu ljósari hafir þú að
mestu horfið mér sjónum, og því
veitti ég mér þann munað, að muna
þig nokkuð hressa, og lái mér hver
sem vill.
Glæsileiki þinn, snarar gáfur og
sindrandi persónuleiki, sem voru þín
kennimerki, ættu að vera leiðarljós
þeirra kvenna sem nú krefjast að-
stæðna, sem þú áttir stóran hlut í að
skapa þeim. Það er sorglegt, að kven-
réttindakonur nútímans líti ekki til
skörunga eins og þín og þori að vera
bæði konur og brautryðjendur. Það
var svo langt frá þér að afsala þér
þínum kvenlega glæsileik, fyrir tilbú-
ið baráttunorm. Ósk mín til dætra
minna er sú, að þær taki eftir ömmu
Unni og verði sjálfstæðar dugnaðar-
konur, af glæsilegu gerðinni.
Það verður að vísu bara ein Unnur
á Sóló. Enn er slegið í vöfflur á 17.
júní en með allt öðrum hætti.
Ég þakka Honum fyrir að hafa
fengið að eiga þig að í hafróti gelgj-
unnar og á þeirri braut sem leiðir til
þroska. Ég þakka af alúð fyrir, hve
mikið þú unnir pabba og okkur strák-
unum hans. Þökk, þökk þér.
Gott er að eiga sér trú um að nú
hafir þú losnað við hlekkina og sért
farin að vinna að líknarmálum að
nýju, þér til ánægju og öllum öðrum
til þurftar. Vertu sæl mín elskaða,
vegir þínir veri sem greiðastir.
Með djúpri virðingu og þökk.
Þinn stjúpsonur,
Bjarni Kjartansson.
Tengdamóðir mín Unnur Ágústs-
dóttir Schram er látin.
Mig langar að minnast þessarar
merku konu með nokkrum orðum.
Mér varð það ljóst eftir að ég kynnt-
ist Unni hvað fólst í orðinu „kven-
skörungur“. Hafi ég kynnst einum
slíkum þá var það Unnur. Aðdáun
mín óx jafnt og þétt með nánari
kynnum af þessari yndislegu og dug-
legu konu sem ekkert aumt mátti sjá
og allt vildi bæta. Og það gerði hún
svo sannarlega því ekki hafa margir
farið bónleiðir af hennar fundi. Þvílík
atorka og framkvæmdagleði er vand-
fundin enda valdist hún fljótt til for-
ystu í hinum ýmsu líknar- og mann-
úðarmálum eins og líf hennar og
störf bera vitni um. Það var því öllum
mikill harmur þegar Unnur greindist
með ólæknandi heilarýrnunarsjúk-
dóm og fjarlægðist okkur jafnt og
þétt eftir því sem sjúkdómurinn
ágerðist. Það er mikil lífsreynsla og
raun að sjá ástvin sinn hverfa frá sér
á þennan hátt, en jafnvel eftir að hún
hætti að þekkja fólk skein hennar fal-
lega sál í gegn, aldrei nema falleg orð
hrutu af hennar vörum, eitthvað gott
og uppbyggilegt eins og „já já það er
gott“, og „en hvað þú ert falleg“ sagði
hún við hjúkrunarkonuna eitt sinn er
ég var hjá henni. Svona var Unnur;
jafnvel þegar hún gat ekki lengur
mótað orð í setningar skein góðvild
hennar í gegn.
Þegar litið er yfir farinn veg er
margs að minnast frá hennar fallega
heimili á Sóleyjargötunni sem var
nokkurs konar miðstöð fjölskyldunn-
ar. Þar var gott að koma og allir au-
fúsugestir. Unnur var mikil fjöl-
skyldukona og lét sig varða um hag
og heill allra sinna og gott var að eiga
hana að vini.
Unnur upplifði mikla sorg á unga
aldri er hún missti báða foreldra sína
í sjóslysi og axlaði mikla ábyrgð í
stórum systkinahópi. Þessi lífs-
reynsla hvarf aldrei frá Unni og mót-
aði skapgerð hennar vafalaust en
ekki til þess verra í biturð og sjálfs-
vorkunn, þvert á móti í óþrjótandi
umhyggju fyrir öllum sem henni
þótti vænt um og óþreytandi var hún
að greiða götu ástvina sinna í stóru
og smáu sem og annarra sem leituðu
til hennar.
Unnur mín, ég þakka þér sam-
fylgdina gegnum árin og ég er þakk-
lát fyrir að þú skyldir þiggja að búa á
heimili okkar Ágústar síðasta árið
áður en þú fórst á hjúkrunarheimilið,
það var okkur mikils virði, ekki síst
ömmubörnunum.
Far þú í friði, þín tengdadóttir,
Bára.
Það var á haustdögum árið 1970
sem maðurinn minn Magnús Kjart-
ansson kynnti mig fyrir stjúpmóður
sinni og verðandi tengdamóður
minni Unni Ágústsdóttur. Unnur var
seinni kona Kjartans G. Jónssonar
kaupmanns og hafði hún gengið son-
um hans Magnúsi og Bjarna í móð-
urstað eftir lát móður þeirra. Á þess-
um tíma var Unnur framkvæmda-
stjóri Veggfóðrarans í Reykjavík og
mjög þekkt í viðskiptalífinu.
Ég verð að viðurkenna að ég var
hálffeimin við þessa glæsilegu og
virðulegu konu, en það reyndist al-
gjör óþarfi því Unnur tók mér opnum
örmum eins og hennar var von og
vísa.
Þessi fyrstu kynni urðu upphaf að
ævilangri vináttu.
Unnur og Kjartan bjuggu allan
sinn búskap á Sóleyjargötu 23 í
Reykjavík.
Það var aldrei nein lognmolla í
kringum Unni. Hún stjórnaði Vegg-
fóðraranum af miklum skörungs-
skap, en einnig var hún mjög virk í
kvennahreyfingunni og við störf að
líknarmálum. Hún var til margra ára
formaður Thorvaldsensfélagsins í
Reykjavík og einnig var hún formað-
ur Bandalags kvenna í Reykjavík.
Um skeið var hún framkvæmdastjóri
Kvennaheimilisins á Hallveigarstöð-
um.
Vöggustofa Thorvaldsensfélagsins
naut krafta hennar um árabil svo og
barnadeild Landakotsspítala.
Unnur vildi alltaf láta gott af sér
leiða og það má með sanni segja að
hún markaði spor í sögu okkar sam-
ferðamanna hennar.
Hún hlaut fálkaorðuna fyrir störf
sín að félags- og líknarmálum 1975.
Þrátt fyrir að hún hefði í mörg
horn að líta við að sinna góðgerðar-
og félagsmálum var alveg ótrúlegt
hvað hún hafði mikinn tíma til að
sinna fjölskyldu sinni. Og fjölskyld-
unni sinnti hún af alúð. Ég man eitt
sinn er við lágum öll fjölskyldan í
flensu, þá birtist Unnur að afloknum
vinnudegi og eldaði þvílíkt magn af
kjötsúpu að dugði í marga daga því
hún ætlaði ekki að láta fólkið sitt
svelta þótt veikt væri.
Unnur og Kjartan voru mjög sam-
rýnd hjón og við stríddum Kjartani
oft með því að líklega yrði hann heið-
ursfélagi í kvennahreyfingunni áður
en yfir lyki, því hann vann ófá hand-
tökin við að hjálpa konu sinni við hin
ýmsu störf í þágu kvennahreyfing-
arinnar.
Vöffluveislurnar hennar Unnar
voru víðfrægar þegar haldnir voru
kvenfélags- og stjórnarfundir á Sól-
eyjargötunni.
Við fjölskyldan vorum alveg sann-
færð um að Unnur væri hlaðin kjarn-
orku, dugnaðurinn var slíkur. Hún
kvartaði aldrei, en hún sagði gjarnan
þegar hún var þreytt: „Æ, ég held ég
sé eins og Þingeyingur sem allt loftið
er farið úr.“ Þá vissum við að hún var
orðin þreytt að loknu dagsverki.
En Unnur kunni líka að slappa af
og láta sér líða vel. Þær voru margar
stundirnar sem við áttum saman
uppi í sumarbústað og þá naut hún
sín að vera úti í náttúrunni og eiga
samverustundir með barnabörnun-
um.
Þau Unnur og Kjartan nutu þess
að ferðast og oft dvöldu þau lang-
dvölum á sólarströnd.
Árið 1990 eyddu þau jólunum á
Mallorca en þá veiktist Kjartan og
var fluttur heim með sjúkraflugi.
Hann lést í febrúar 1991.
Lát Kjartans var mikið áfall fyrir
Unni. Hann hafði verið kjölfestan í
lífi hennar í mörg ár.
Hún valdi þeim fallegan legstað í
Fossvogskirkjugarði þar sem hún
mun nú hvíla við hlið Kjartans sem
hún bar ávallt svo mikla umhyggju
fyrir.
Fyrir um það bil tíu árum veiktist
Unnur af Alzheimer-sjúkdómnum.
Síðustu árin dvaldi hún á Hjúkrunar-
heimilinu Skjóli.
Móðir mín, sem var haldin sama
sjúkdómi, dvaldi einnig á sömu stofn-
un. Þarna voru konurnar tvær sem
mótuðu stóran hluta lífs míns,
mamma á þriðju hæðinni og Unnur á
þeirri fjórðu.
Hjúkrunarheimilið Skjól er þeirr-
ar gæfu aðnjótandi að þar vinnur al-
veg einstakt starfsfólk. Það vinnur
starf sitt af einstakri alúð og hlýju.
Því má með sanni segja að auðlegð
þeirrar stofnunar felist í starfs-
fólkinu sem þar vinnur. Hafið þökk
fyrir.
Nú þegar ég kveð elskulega
tengdamóður mina og ömmu
barnanna minna er mér efst í huga
þakklæti fyrir allt það sem hún var
okkur.
Hún umvafði okkur ást og um-
hyggju. Hún var alltaf til staðar þeg-
ar eitthvað bjátaði á og hún var okk-
ur sannkölluð fyrirmynd í öllu sínu
lífi.
Guð blessi þig elsku Unnur. Minn-
ing þín mun fylgja okkur um ókomna
daga.
Auður Kristmundsdóttir.
UNNUR ÁGÚSTS-
DÓTTIR SCHRAM
Fleiri minningargreinar um
Unni Ágústsdóttur Schram bíða
birtingar og munu birtast í blaðinu
næstu daga.