Morgunblaðið - 09.11.2001, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 09.11.2001, Blaðsíða 34
UMRÆÐAN 34 FÖSTUDAGUR 9. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ S jálfstætt og einnig ósjálfstætt fólk á Ís- landi hefur yfirleitt haft um annað þarfara að hugsa en vígaferli í öðrum löndum. En vonandi er kuldaleg afstaða Bjarts ekki dæmigerð. Hversu mikið sem við vildum geta kúrt hér í næði dugar það ekki til, óskhyggjan er ekkert skjól. Umheimurinn kemur okkur við. Og Ísland er í NATO, þess vegna á vopnlausa smáþjóðin í stríði. Aðalröksemdin gegn aðild- inni var alltaf að við ættum aldrei að taka þátt í neinu stríði. Engu skipti hvort verið væri að verjast árás eða koma nauðstaddri þjóð til hjálpar, Íslendingar ættu und- antekningalaust að fordæma all- an hernað. Því er und- arlegt að lesa lýsingar frið- arsinna og eit- ilharðra sósí- alista á árum seinni heimsstyrjaldar af hetju- legri baráttu Sovétmanna gegn innrásarliði Hitlers. Var ekki beitt vopnum á báða bóga? Sumir stuðningsmenn Sovétríkjanna ræddu jafnvel þann möguleika að Ísland segði Þýskalandi stríð á hendur þegar slík yfirlýsing var gerð skilyrði fyrir stofnaðild að Sameinuðu þjóðunum. Hugtök eins og ofbeldi og hernaður eru oft notuð af kæru- leysi en það breytir engu um vandann fyrir þá sem ekki leggja að jöfnu gott og illt eftir hent- ugleikum. Nýlega veltu Norð- menn fyrir sér þeim möguleika að hryðjuverkamenn legðu undir sig farþegaþotu og stefndu henni að Ósló með svipað markmið í huga og ódæðismennirnir 11. sept- ember. Niðurstaða stjórnvalda varð að ef til þess kæmi myndi hún verða skotin niður og rökin eru augljós: Fengju sjálfsmorð- ingjarnir að fara sínu fram gætu hundruð eða þúsundir manna týnt lífi, ef beitt yrði vopnum myndu það ekki verða aðrir en fólkið um borð sem féllu. Kannski er það svívirðilegt að minna á eitthvað sem gæti gerst hér en er næstum því of ægilegt til að hugsa það til enda. Samt væri það andlegt hugleysi að neita að taka á málinu, banda því frá sér eins og hverjum öðrum heilaspuna. Við erum fá og smá en hér á landi er erlent herlið. Einhvern tíma gætu íslenskir ráðamenn, ef til vill gamlir frið- arsinnar, orðið að taka sams kon- ar ákvörðun, segja Bandaríkja- mönnum að „skjóta“ eða „skjóta ekki“ – og lifa síðan með henni. Viðbáran sem strax gellur við núna er að þess vegna sé best að losna við bandaríska herinn, ef ekki séu til neinar herþotur í landinu sé valið einfalt. En mynd- um við í reynd sætta okkur við slíkt ástand, að fáeinir ofstæk- ismenn, sem eru reiðubúnir að fórna lífinu til að vekja athygli á skoðunum sínum, gætu þá not- fært sér varnarleysið hér? Þeir gætu reyndar valið aðra leið, tek- ið þjóðina í gíslingu og fengið þannig athygli umheimsins í nokkra daga eða vikur. Vafalaust myndu grannríki að lokum grípa í taumana. Ekki með löngum samningaviðræðum við ræn- ingjana sem allir vita nú að tækju ekki sönsum. Beitt yrði hervaldi. Blóði yrði úthellt. Hversu mörgum mannslífum er hægt að fórna ef tilgangurinn er að koma í veg fyrir enn verra tjón? Varla er hægt að ímynda sér spurningu sem erfiðara er að svara og eitt, rétt svar er ekki til, hvorki í Afganistan né annars staðar. Bandarískur prófessor í trúar- bragðafræði við Indíanaháskóla, Richard B. Miller, hefur sagt að við getum aldrei sætt okkur við að gerðar séu af ásettu ráði loft- árásir sem miði beinlínis að því að óbreyttir borgarar falli. Þegar búið sé með loftárásum að granda afmörkuðum hernaðartakmörk- um, skriðdrekum og öðru slíku, geti vandinn falist í því að ekki sé hægt að varpa fleiri sprengjum án þess að fyrirsjáanlegt mann- tjón meðal saklausra borgara verði meira en hægt sé að una við. Hann taldi því á sínum tíma vafa- samt að hægt væri að verja árásir NATO á ýmsa innviði þjóðlífsins í Serbíu, rafstöðvar og fleira. Þetta sagði Miller. En enginn ætti að komast upp með jafnódýr svör eins og þau að segjast bara vera á móti ofbeldi og hernaði. Fyrir nokkrum árum voru frið- argæsluliðar Sameinuðu þjóð- anna í bænum Srebrenica í Bosn- íu. Samtökin höfðu heitið því að íbúarnir, sem voru múslímar, myndu eiga þarna griðastað. Vopnaðir Bosníu-Serbar smöluðu saman öllum karlmönnum stað- arins, einnig ungum drengjum, fóru með þá afsíðis og skutu til bana. Yfir 7.000 óbreyttir borg- arar voru myrtir í Srebrenica. Ef gæsluliðarnir hefðu haft öfl- ug vopn og mátt nota þau er ljóst að komið hefði til bardaga, menn hefðu fallið úr röðum beggja. Samviskan kvelur enn gæslulið- ana sem ekki gátu gert neitt en ætti að kvelja okkur hin, góð- borgarana. Sameinuðu þjóðirnar vildu snyrtilegan og ókeypis frið, reyndu að beita valdi án ofbeldis og þetta varð niðurstaðan. Ekki í ímynduðum heimi friðarsinnans heldur raunveruleikanum. Þeir sem fordæma undantekn- ingalaust allar hernaðaraðgerðir hljóta að segja að í Srebrenica hefði ekki komið til mála að láta vopnin tala. En kaþólska kirkjan hefur í meira en þúsund ár sagt að hægt sé að verja að beitt sé of- beldi ef ljóst sé að um sjálfsvörn sé að ræða eða verið sé að koma minni máttar til hjálpar. Ég ætla að taka undir með páf- anum sem mun hafa sagt að hann væri ekki friðarsinni og átt þá við það sem á útlendum málum heitir pacifisti. Þar með er hann áreið- anlega ekki að skamma fólk fyrir heiðarlega friðarást heldur með óbeinum hætti að mótmæla ein- földunum þeirra sem annaðhvort friða eigin samvisku með inn- antómu orðagjálfri eða gera öðr- um upp mannvonsku og stundum hvorttveggja. Heimurinn sem við búum í er stundum flóknari en svo að við getum látið duga að segja pass og látið þar við sitja. Vopnlaus í stríðinu „Spurt hef ég tíu miljón manns sé myrtir í gamni utanlands, sannlega mega þeir súpa hel, ég syrgi þá ekki, fari þeir vel.“ VIÐHORF Eftir Kristján Jónsson Bjartur í Sumarhúsum. kjon@mbl.is ÞORSTEINN Þor- steinsson, varaformað- ur Rannsóknarnefnd- ar flugslysa (RNF), sendi frá sér yfirlýs- ingu um rannsókn RNF á flugslysinu í Skerjafirði, sem birt- ist í Morgunblaðinu sl. sunnudag. Ekki er annað að skilja á skrifum Þorsteins en að hann sé að tjá sig fyrir hönd nefndarinn- ar. Það er ekki svo og hefur nýskipaður for- maður hennar, Þor- móður Þormóðsson, staðfest það skriflega. Í skrifum sínum veður varafor- maðurinn, sem nú hefur sagt starfi sínu lausu, á súðum og rekur hver staðleysan aðra. Erfitt er að gera sér grein fyrir því hvenær Þor- steinn Þorsteinsson missti sjónar á máli þessu. Þar sem skekkjur Þor- steins í yfirlýsingu hans fylla nærri annan tuginn er ljóst að ekki er hægt í stuttri grein að leiðrétta þær allar. Rangfærslur og mistúlkanir? Ástæða greinar undirritaðra, sem kom svo mjög við Þorstein, var sú staðreynd að RNF tók ekki skýrslur af lykilvitnum þegar það bar að gera og á það því miður ekki einungis við um kafarana sem unnu að björgun fólksins og lyft- ingu flaksins. Við kafarana var rætt stuttlega í síma, í sumum til- fellum mörgum mánuðum eftir slysið. Við ræddum við kafarana nú í haust og urðum forviða af frásögn þeirra, sem í mörgum veigamiklum atriðum var á skjön við það sem fram kemur í skýrslu RNF. Þorsteinn segir að við höfum sagt frá atburðum á slysstað frá eigin brjósti og mistúlkað orð þeirra sem þar voru. Þorsteinn veit að þetta er rangt. RNF hefur und- ir höndum frásagnir þeirra kafara, sem að málinu komu. Þorsteinn og félagar áttu að taka skýrslur af köfurunum og öðrum lykilvitnum strax í byrjun ágúst- mánaðar árið 2000 eins og góðum rannsakendum sæmir. Þetta gerði RNF ekki. Það var ekki fyrr en eftir nýlega umfjöllun fjölmiðla að RNF hitti björgunarmenn loksins 24. okt. sl. Hafi minning þeirra eða annarra vitna verið óskýr svo löngu eftir atburðina er það ein- ungis vegna þess að ekki voru teknar vitnaskýrslur þegar það bar að gera. Hvað kafarana varðar var um þá einu að ræða, sem á slysstað komust. Þorsteinn hefði allt eins getað verið að fjallabaki þar sem flakið var neðansjávar. Enn af hreyfli GTI Skrif Þorsteins um hreyfilinn gefa ekki annað til kynna en hann hafi skellt skollaeyrum við þeim staðreyndum sem fyrir liggja, sér í lagi að RNF setti hreyfilinn beint í hendur viðhaldsaðilans og tækni- stjóra LÍO ehf. Þar fór „rannsókn- in“ á honum seinna fram, með við- haldsaðilann í aðalhlutverki. Varðandi meðferð RNF á hreyfl- inum hefur margt furðulegt þegar komið fram. Í frétt Stöðvar tvö 6. apríl sl. sagði Ísleifur Ottesen að tryggingafélag hans hafi „haft samband við sig fljótlega eftir slys- ið og beðið sig að geyma hreyfilinn í olíubaði“. Ísleifur sagðist hafa haft samband við Þorstein, eftir að hann fékk lokadrög skýrslu RNF í janúar, og spurt af hverju þeir hefðu ekki gangsett hreyfilinn heldur en að „setja upp allar þess- ar efasemdir og langlokur í skýrsl- una“. Þorsteinn hefði svarað „að rannsóknarnefndin hefði ekki fjár- muni til að standa í slíku og ég mætti gera það á minn kostnað“. Ísleifur sagði í fréttinni að hreyfill- inn væri „náttúrlega gagnslaus sem sönnunargagn eftir að hann fór frá flugslysanefnd“, sagði að hreyfillinn hefði frá fyrsta degi leg- ið „fyrir hunda og manna fótum“ og hver sem er getað „spillt þess- um gögnum“. Hreyfillinn hafi verið „færður inn á verkstæði hjá við- haldsaðila mínum, sem er tækni- stjóri og sá sem annaðist viðhald og eftirlit með þessari vél“. Ísleifur bætti við: „Því miður þá skarast þarna hagsmunir.“ Í viðtali við Mbl. 10. apríl sl. lýsti þáverandi formaður RNF, Skúli Jón Sigurðarson, afhendingu hreyfilsins, innan 96 klst. frá slys- inu þannig: „Þegar nefndin hafði fullrannsakað hreyfilinn óskaði eig- andi hans eftir að fá hann afhentan þar sem hann lá undir skemmdum eftir að hafa lent í sjó og nefndin sá ekki ástæðu til þess að halda honum þar sem rannsókn á honum var lokið, að sögn Skúla Jóns.“ Þá vekur sérstaka athygli okkar að Þorsteinn Þorsteinsson segir að formaður RNF hafi í janúar heyrt af sölu hreyfilsins til Ísleifs og fyr- irhugaðan útflutning hans og hafi lögreglan þá verið látin vita af því. Var þá kannski ekki allt „gúdd og dandý“ (svo notuð séu orð fyrrum yfirmanns hjá Flugmálastjórn) með örlög hreyfilsins? Vissi nefnd- in eitthvað misjafnt varðandi hreyfilinn? Þeir hringdu jú í lög- regluna! Hins vegar er rétt að ítreka enn og aftur að öll meðferð RNF á hreyflinum var ámælisverð. Þorsteinn Þorsteinsson hefur ítrekað sagt að flugvélin hafi ekki verið lofthæf, skrifað það í frum- skýrslu nefndarinnar og endurtek- ið þau orð sín síðar. Ófullnægjandi vinnubrögð Í skrifum sínum gerir Þorsteinn okkur upp skoðanir og rangtúlkar að eigin smekk málflutning okkar. Til dæmis segir hann engu líkara en að við teljum mótorstopp einu orsök slyssins. Aðeins þarf að vísa til skrifa undanfarin misseri þar sem einmitt hið gagnstæða kemur fram, að orsakirnar hafi verið margvíslegar og að RNF hafi kosið að líta framhjá fjölmörgum atrið- um í endanlegri skýrslu sinni. Fengnir voru erlendir sérfræðing- ar til rannsóknar málsins einmitt vegna ófullnægjandi vinnubragða RNF og flugmálayfirvalda. Stað- reyndirnar liggja fyrir og tala sínu máli. Vaðið á súðum Friðrik Þór Guðmundsson Flugslys Þorsteinn gerir okkur upp skoðanir, segja Friðrik Þór Guðmundsson og Jón Ólafur Skarphéðinsson, og rangtúlkar að eigin smekk málflutning okkar. Friðrik er blaðamaður og Jón Ólafur er prófessor. Jón Ólafur Skarphéðinsson Í ÁRARAÐIR hefur verið rætt um kosti þess að gefið sé al- mennt frí í eina viku yfir veturinn í skólum á Íslandi. Með því fengju fjölskyldur tækifæri til þess að fara saman í frí, t.d. á skíði eða til að njóta almennt útivistar yfir veturinn. Á vinnu- markaði kemur það sér ennfremur víða vel að starfsmenn taki hluta orlofs að vetri til. Fólk hefur auðvit- að farið í hópum í skíðaferðir og þá þurft að taka börn úr skólum, oft við litlar vinsældir. Við síðustu kjarasamninga kenn- ara er gert ráð fyrir fríi sem þessu í skólum en hverjum skóla er í sjálfs- vald sett hvernig þessum dögum er ráðstafað. Nú í byrjun nóvember gáfu margir skólar 2–3 daga frí og munu væntanlega dreifa öðrum dögum yfir veturinn. Þessi tilhögun veldur miklum vonbrigðum þar sem dreifðir frídagar valda útivinnandi foreldrum venjulega vandræðum í stað þess að viku frí í febrúar–mars gæti gefið bæði fjölskyldum ánægjuleg tækifæri til skíðaiðkunar og/eða almennrar útivistar. Íslendingar ferðist meir um eigið land Yfir vetrartímann standa gististaðir illa nýttir víða um land auk þess sem önnur starfsemi í ferðaþjón- ustu er í lágmarki vegna skorts á eftir- spurn og hefur oft ver- ið rætt um hvernig hægt sé að blása lífi í viðskiptin á þessum tíma. Innan íslenskrar ferðaþjónustu hefur því vetrarfrí í skólum þótt ákjósanlegt hugmynd þar sem það hvetur Íslendinga til þess að ferðast um eigið land yfir vetrartímann og er tækifæri fyrir hótel, afþreyingarfyrirtæki og fleiri fyrirtæki í ferðaþjónustu að koma með alls kyns verðtilboð á tímum sem hingað til hafa verið með lé- lega nýtingu. Ef slíkt vetrarfrí er gefið með góðum fyrirvara mun ekki standa á ferðaþjónustufyrir- tækjum að koma fram með hag- stæð tilboð. Ég hvet alla skóla í landinu til þess að huga að því hvort ekki sé heppilegt fyrir fjölskyldurnar að gefið sé einnar viku vetrarfrí yfir þann árstíma sem hentugast er að fara á skíði eða í aðra vetrarútivist. Slíkt myndi jafnframt gefa ferða- þjónustunni tækifæri til þess að koma til móts við fjölskyldurnar. Vetrarfrí í skólum Erna Hauksdóttir Vetrarfrí Ég hvet alla skóla í landinu til þess að huga að því, segir Erna Hauksdóttir, hvort ekki sé heppilegt fyrir fjöl- skyldurnar að gefið sé einnar viku vetrarfrí. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.