Morgunblaðið - 09.11.2001, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 09.11.2001, Blaðsíða 14
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 14 FÖSTUDAGUR 9. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Epal hf. Skeifan 6 s: 568 7733 epal@epal.is www.epal.is Ráðgjafi frá Erik Jörgensen verður í versluninni í dag og morgun ykkur til aðstoðar. Nýir stólar hannaðir af Pétri B. Lútherssyni eru til sölu og sýnis í versluninni. Íslensk framleiðsla. Ótrúlega hagstæð verð! LITRÍK listaverk unnin úr alls kyns efnum og með ólíkum aðferðum voru til sýnis og sölu á íslenskum handverksmarkaði á Garðatorgi í Garðabæ um helgina. Krúsir, könnur og kynstrin öll af leirmunum voru meðal þess sem gladdi augað og þá voru munir er minna á jólin nokkuð áber- andi. Margir létu sér nægja að virða dýrðina fyrir sér, aðrir sýndu fyrirhyggju og keyptu handverk til jóla- gjafa eða bara til þess að prýða eigin heimili. Þó að úti blésu hrollkaldir vindar og snjó kyngdi niður var hlýtt og notalegt á yf- irbyggðu torginu. Morgunblaðið/Árni Sæberg Krúsir, könnur og kynstrin öll af leirmunum voru meðal þess sem gladdi augað á handverksmarkaði á Garðatorgi. Íslenskt handverk á Garðatorgi Garðabær kvæmdir voru stöðvaðar. Í fyrirspurninni segir: „Á fundi fræðsluráðs með byggingar- deild borgarverkfræðings ný- lega var lauslega minnst á þann möguleika að tefja þyrfti framkvæmdir við nokkra skóla. Fulltrúi Sjálfstæðis- flokks spurðist sérstaklega fyrir um þetta og var tjáð að málið yrði kynnt fræðsluráði á næstunni og ákvarðanir tekn- ar í framhaldi af því.“ Fulltrúar Sjálfstæðisflokks segja að hátíðarsalur Árbæj- arskóla hafi átt að verða tilbú- inn til notkunar í haust en það FULLTRÚAR Sjálfstæðis- flokks lögðu fram fyrirspurn á fundi fræðsluráðs á mánudag um hvaða breytingar bygg- ingardeild borgarverkfræð- ings hygðist leggja til varð- andi verkáætlanir við skóla- byggingar, bæði hvað fjár- magn og framkvæmdir snert- ir. Í fyrirspurninni kom fram að framkvæmdir við Árbæjar- skóla hafi verið stöðvaðar án vitneskju fræðsluráðs og að skólastjóri hafi fengið að vita af því daginn áður en fram- hafi ekki staðist. Nú hafi skólastjóra verið tilkynnt að framkvæmdum sé frestað fram yfir áramót. „Sjálfstæð- ismenn lýsa furðu á svona verklagi, sem er óviðunandi gagnvart öllum sem að skól- anum koma. Það er mjög brýnt að halda áætlun við framkvæmdir sem trufla allt starf skóla og lágmarkskrafa að skólastjórnendur fái með góðum fyrirvara upplýsingar um óhjákvæmilegar breyting- ar á verkáætlunum.“ Framkvæmdir við Árbæj- arskóla fram úr áætlun Í bókun fulltrúa Reykjavík- urlistans í fræðsluráði segir að fjármagn til skólabygginga hafi hækkað frá 5 ára áætlun um 50-60% eða úr milljarði á ári í 1,6 milljarða fyrir árið 2002. „Framkvæmdir við Ár- bæjarskóla fara um 30 millj- ónir fram úr áætlun í ár, þannig að það er fráleitt að verið sé að skerða fjármagn til skólans.“ Þá er ásökunum fulltrúa Sjálfstæðisflokks um að illa hafi verið að málum staðið varðandi kynningu á áætlun um stofnkostnað skóla vísað á bug. „Sérstakur fund- ur var haldinn 1. október í fræðsluráði til að kynna helstu framkvæmdir næsta árs. Engar tillögur hafa kom- ið fram hjá Sjálfstæðismönn- um um forgangsröðun innan ramma um skólabyggingar – hvorki nú né á síðustu árum,“ segir ennfremur í bókuninni. Telja verklag vegna Ár- bæjarskóla óviðunandi Árbær TILLAGA Björns Ólafs og V.A. arkitekta varð hlut- skörpust í lokaðri sam- keppni um rammaskipulag suðurhlíða Úlfarsfells, Halla- og Hamrahlíðarlanda. Tilkynnt var um niðurstöðu í samkeppninni í Ráðhúsi Reykjavíkur á miðvikudag en sérstakur rýnihópur valdi tillöguna úr hópi sex tillagna arkitektastofa sem höfðu verið valdar til samkeppn- innar í forvali fyrr á árinu. Í umsögn rýnihópsins seg- ir að höfundum tillögunnar sem varð hlutskörpust hafi tekist að skapa heildstæða byggð með hefðbundnum bæjarbrag sem sé í góðum tengslum við náttúru svæð- isins. Áhersla sé lögð á að skapa fjölbreytt og lifandi borgarumhverfi en megin- forsendur þess séu þéttleiki og blönduð nýting. „Heildarhugmynd tillög- unnar er einföld og þroska- vænleg og uppfyllir vel þær óskir sem settar eru fram í forsögn rammaskipulagsins. Sýnin á heilstæðan borgar- hluta með lífvænlegri miðju er mjög áhugaverð og gefur fyrirheit um nýjar áherslur í skipulagi borgarinnar,“ seg- ir í umsögninni. Tillagan verður notuð sem rammi fyrir áframhaldandi skipulagsvinnu byggðar í Úlfarsfelli en búist er við að byrjað verði að úthluta lóð- um á svæðinu á næsta ári. Gert er ráð fyrir að reisa um það bil 3000 íbúðir í suð- urhlíðum Úlfarsfells á næstu árum en skipulagssvæðið er í heild um 450 hektarar að flatarmáli. Gert er ráð fyrir blandaðri byggð íbúða og at- vinnustarfsemi auk þess sem áhersla er lögð á að öll þjón- usta verði innan göngufæris. Við gerð svæðisskipulags er litið til mikilvægi suðurhlíð- ar Úlfarsfells sem lið í þétt- ingu og eflingu byggðar á norðurhluta höfuðborgar- svæðisins. Sveitarfélögin Reykjavík og Mosfellsbær eru sammála um að mikil- vægt sé að byggja upp öfl- ugan þjónustukjarna á mörkum sveitarfélagana og er litið svo á að samvinna sé þar mikilvæg til að ná sett- um markmiðum um eflingu norðurhluta höfuðborgar- svæðisins. Heildstæð byggð með hefðbundnum bæjarbrag Úlfarsfell Morgunblaðið/Ásdís Arkitektarnir Richard Briem og Karl Magnús Karlsson hjá VA-arkitektum ásamt Birni Ólafs arkitekt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.