Morgunblaðið - 09.11.2001, Blaðsíða 29
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. NÓVEMBER 2001 29
Verðtryggð skuldabréf Kaupþings hf.,
3. flokkur 2001, á Verðbréfaþing Íslands.
Verðbréfaþing hefur samþykkt að taka skuldabréf
Kaupþings hf., 3. flokk 2001, á skrá þingsins.
Bréfin verða skráð 13. nóvember nk.
Skuldabréfin ásamt áföllnum vöxtum greiðast í einu lagi
25. júlí 2006. Skuldabréfin bera 7,25% fasta flata
ársvexti og eru bundin vísitölu neysluverðs.
Bréfin eru innkallanleg þann 27. janúar 2004 og eru
með innlausnarheimild þann 5. febrúar 2004.
Skráningarlýsingu og þau gögn sem vitnað er til í henni
er hægt að nálgast hjá Kaupþingi hf.
Ármúla 13A, 108 Reykjavík
Sími 515 1500, fax 515 1509
CORKY Romano (Chris Kattan),
lætur ekki mikið fara fyrir sér, sátt-
ur við guð, menn og ferfætlinga.
Enda dýralæknir og friðsemdar-
náungi – þó svo að hann sé sonur
„Pops“ Romano (Peter Falk), eins
forhertasta mafíósa og glæpafor-
ingja landsins. Pops leist engan veg-
in á sonarnefnuna sem frekar vildi
hugsa um heimilisköttinn en gerast
bófi og gerði strákinn brottrækan
úr fjölskyldunni. Nú eru blikur á
lofti í glæpaheiminum, Pops er gert
skylt að mæta fyrir dómstólunum að
hálfum mánuði liðnum og bendir
flest til að lög og regla komi til með
að veita honum fæði og húsnæði um
ókomna framtíð.
Pops er ekki á því að gefast upp
og minnist nú afmánarinnar Corkys
og útbýr ásamt sonum sínum og
glæpaspírum, Paulie (Peter Berg)
og Peter (Chris Penn), kænsku-
bragð til að sleppa við múra réttvís-
innar. Það felst í því að villa heim-
ildir á dýralækninum, dubba hann
upp í spæjara Alríkislögreglunnar,
að sjálfsögðu á fölskum pappírum.
Corky finnst hann hafa himin hönd-
um tekið, að fá að sanna sig sem út-
valinn frelsari Rómanóanna og legg-
ur ótrauður út í svartnætttið.
Ekki gengur það átakalaust fyrir
sig að smygla ættarskömminni í
raðir ofurvarða laganna, en það
hefst og við tekur ævintýraleg at-
burðarás þar sem oft skellur hurð
nærri hælum. Gamanleikarinn
Chris Kattan er góðkunningi allra
þeirra sem horfa á skemmtiþættina
vinsælu, Saturday Night Live, sem
jafnframt hefur verið ein öflugasta
uppeldisstöð gamanleikara í Vest-
urheimi. Kattan hefur verið fasta-
maður í SNL í fimm ár og er farinn
að hasla sér völl á hvíta tjaldinu, að
hætti forvera sinna í þáttunum, eins
og Eddie Murphy, Chevy Chase og
Bill Murray, svo aðeins örfáir séu
nefndir.
Leikarar: Chris Kattan (A Night at the
Roxbury, The House on Haunted Hill);
Peter Berg (Cop Land, The Great
White Hype, The Last Seduction);
Chris Penn (The Funeral, Rush Hour,
Reservoir Dogs); Richard Roundtree
(Shaft, City Heat, Seven); Vanessa
Shaw (Eyes Wide Shut); Fred Ward
(Henry and June, Tremors, Miami
Blues). Leikstjóri: Rob Pritts (frum-
raun).
Sjálf ættar-
skömmin kemur
til skjalanna
Chris Kattan í kvikmyndinni
Corky Romano.
Sambíóin frumsýna Corky Romano með
Chris Kattan, Vanessu Shaw, Peter
Falk, Peter Berg, Chris Penn.
FRANSKI leikstjórinn og framleið-
andinn góðkunni Luc Besson stend-
ur að baki spennumyndarinnar
Yamakasi, sem stefnir í að verða ein
vinsælasta mynd í Frakklandi á
þessu ári. Hún kemur með nýja hlið
á átakamyndinni, hetjurnar eru
þrautþjálfaðir fimleika- og bardaga-
listamenn. Besson á að baki frægar
aðsóknar- og spennumyndir sem
hafa notið mikilla vinsælda hér sem
annars staðar, líkt og Leon, Subway
og La Femme Nikita.
Yamakasi-hópurinn er flokkur sjö
ungra Parísarbúa, sem hafa sérþjálf-
að sig í ýmiskonar bardagalistum,
þrautum og líkamsrækt, svo árang-
urinn minnir helst á teiknimynda-
hetjur á borð við X-Men og
Köngullóarmanninn. Rocket hleypur
á sannkölluðum eldflaugarhraða,
Tangó er nánast liðamótalaus og
Köngullóin endasendist upp lóðrétta
veggi háhýsa einsog aðrir á jafn-
sléttu. Afrek þeirra og fimi hafa gert
sjömenninga að lifandi goðsögn í
augum borgarbúa.
Unglingarnir líta á flokkinn sem
ósviknar hetjur og taka þá til fyr-
irmyndar. Einn þeirra er pilturinn
Djamel, sem reynir að líkja eftir
Köngullónni og hyggst klífa skýja-
kljúf en fær hjartaáfall á miðri leið.
Ástand Djamels er grafalvarlegt,
hann verður að fá nýtt hjarta innan
sólarhrings.
Yamakasi-hópurinn telur sig
ábyrgan og kemur drengnum til
hjálpar en tíminn er naumur.
Leikararnir hafa vakið athygli
víða um Evrópu og koma tveir þeirra
til landsins í tilefni frumsýningarinn-
ar. Munu þeir sýna listir sínar og
sýna nokkur bíræfin áhættuatriði.
Leikarar: Charles Perriere, Laurent
Piemontesi, Chau Belle, Williams Belle,
Malik Diouf, Yann Hnautra, Guylain
N’Guba-Boyeke og Maher Kamoun.
Fífldjarfir
fimleikamenn
Atriði úr frönsku kvikmyndinni Yamakasi.
Smárabíó og Stjörnubíó frumsýna
Yamakasi með Charles Perriere, Laur-
ent Piemontesi, Chau Belle, Williams
Belle og Malik Diouf.
EITT snjallasta meistaraverk
þöglu kvikmyndanna var á dagskrá
fyrir þétt setnu Háskólabíói í gær-
kvöld á svokölluðum kvikmyndatón-
leikum Sinfóníuhljómsveitar Ís-
lands, þar sem sýnt er við lifandi
hljómsveitarundirleik, líkt og tíðk-
aðist í stærstu kvikmyndahúsum er-
lendis í árdaga hreyfimynda. Raun-
ar kváðu margir kvikmynda-
fræðingar ganga svo langt að telja
Beitiskipið Potemkin beztu afurð
þögla skeiðsins (1895–1929) – sumir
m.a.s. allra tíma. Alltjent er víst, að
hvað kvikmyndatöku og formræna
uppbyggingu varðar hefur hún
haldið fullu gildi sem óþrjótandi við-
fangsefni til skoðunar og kennslu í
kvikmyndaskólum um allan heim.
Dimitri Sjostakovitsj (1906–75)
samdi tónlist við allmargar kvik-
myndir upp úr 4. áratug. Hið kröft-
uga myndmál og hin einstaklega
skýra og áhrifamikla formskipan
hefði því vafalítið höfðað til tón-
skáldsins, hefði hann verið fenginn
til að semja við byltingaróð Sergeis
Mikhailovitsj Eisensteins í lifandi
myndum frá árinu 1925. Þá ákváðu
Sovétmenn að minnast byltingar-
tilraunarinnar 1905 og litu réttilega
á hana, þótt misheppnuð væri, sem
helzta undanfara októberbyltingar-
innar 1917. Ytri hvati hennar var
ófarir Rússa í stríðinu við Japana,
þegar augu alþýðu opnuðust fyrir
því hvað kúgunarstjórn tsarsins var
í raun völt í sessi, úr því að
austurlandaþjóð gæti náð slíkum ár-
angri gagnvart evrópsku nýlendu-
veldi. En í myndinni er grimmd yf-
irmanna og ömurlegur aðbúnaður
óbreyttra sjóliða um borð í beiti-
skipinu Potemkin á Svartahafi aftur
á móti látinn vera kornið sem fyllir
mælinn. Uppreisn þeirra varð
kveikjan að byltingu þeirri sem frá
Odessu breiddist út sem eldur í
sinu, en var á endanum kæfð í blóði.
Kvikmyndasafn Íslands stóð,
ásamt SÍ, að viðburði kvöldsins með
stuðningi frá menntamálaráðuneyt-
inu. Við stjórnvölinn var valinkunn-
ur sérfræðingur í meðferð sinfón-
ísks kvikmyndaundirleiks, þýzki
hljómsveitarstjórinn Frank Strobel,
sem undirritaður sá síðast í slíku
hlutverki fyrir tveim árum, þegar
hljómsveitin lék undir við Borgar-
ljós Chaplins. Sú ljúfsára og gáska-
blendna rómantík var af gjörólíkum
toga en það sem hér blasti við á
hvíta tjaldinu. Því fylgdi snörp og
helgrimm tónlist, sem oftast féll svo
vel að myndskeiðum Eisensteins að
halda mætti að hún væri samin sér-
staklega við myndina af einum
manni.
Það var því meira en lítið furðu-
efni að tónlistin skyldi vera púsluð
saman löngu síðar af Arnim Brunn-
er, tónlistarstjóra svissneska út-
varpsins, tónskáldi og hljómsveitar-
stjóra, er sótti tónefnið úr 4., 11. og
14. sinfóníum Sjostakovitsj, að við-
bættri „Vélartónlist“ eftir sjálfan
sig frá 1992. Eiginlega er á mörk-
unum að geta fjallað um slíka nið-
urröðun sem sjálfstætt tónverk,
enda næsta óvíst hvort það myndi
nokkurn tíma „virka“ eitt sér án
myndmáls. En sem kvikmyndatón-
list gekk púslið upp. Væri varla of
mikið sagt að mynd og tónlist hafi í
sameiningu gengið upp í enn stærri
heild, og má það alveg eins kalla
snilld – þó að hún felist mestmegnis
í „ritstjórn“.
Að uppátækið skyldi heppnast
svo vel sem raun bar vitni, var ugg-
laust mikið til fagmannlegri stjórn
Franks Strobels að þakka, sem
leiddi hljómsveitina hnífnákvæmt í
svo samtvinnaðri heildartjáningu
mynda og músíkur að undrum sætti.
Hljómsveitin lék af óvenjuinnlifaðri
snerpu og tilfinningahita, líkt og slík
sérhæfð verkefni væru henni dag-
legt brauð. Útkoman varð fyrir vik-
ið eftirminnileg í meira lagi. Helzt
mætti jafna henni við upplifun í þrí-
vídd, þar sem eldgamlar svarthvítar
skuggamyndapersónur öðluðust
göldrum líkast hold og blóð, svo við
lá að sýningargestir fyndu líka sjáv-
arseltuna og púðurreykinn í „odo-
rama“. Slíkt er ekki heiglum hent,
og ætti að hvetja margan til að vitja
léttari eftirleiks á laugardag, þegar
Sirkus meistara Chaplins verður
brugðið á tjald við sinfónískan und-
irleik.
Púslið sem
heppnaðist
TÓNLIST
H á s k ó l a b í ó
„Beitiskipið Potemkin“ í leikstjórn
S. M. Eisensteins. Tónlist eftir
Sjostakovitsj og Brunner. Sinfón-
íuhljómsveit Íslands u. stj. Franks
Strobels. Fimmtudaginn 8. nóv-
ember kl. 19.30.
KVIKMYNDA-
TÓNLEIKAR
Ríkarður Ö. Pálsson
Hafnarborg
Þremur sýningum lýkur í Hafnar-
borg á sunnudag: Myndlistarsýn-
ingu 20 heimsþekktra listamanna
sem sýna verk sín á vegum WHO,
Alþjóðlegu heilbrigðisstofnunarinn-
ar til stuðnings baráttunni gegn tób-
aksreykingum – leiðsögn verður um
sýninguna kl. 14 þann dag –, sýningu
Jónínu Guðnadóttur í Apóteki og
sýningu Kristjáns Péturs Guðnason-
ar í Sverrissal.
Sýningarnar eru opnar alla daga
nema þriðjudaga frá kl 11-17.
Sýningum
lýkur
„SVÖRTU skólar – trú og töfrar“
nefnist erindi sem Matthías Viðar
Sæmundsson, dósent við Háskóla Ís-
lands flytur að Skriðuklaustri í kvöld
kl. 20.30. Þar fjallar hann um töfra-
heim íslenskra rúna, merkingu
þeirra og hlutverk fyrr og nú.
Matthías Viðar er dósent í íslensk-
um bókmenntum en hefur undanfar-
in ár rannsakað íslenska galdra-
menningu og gefið út bækur um það
efni.
Erindi um
íslenskar rúnir
SÝNINGAR á verki Lars Norén,
Laufin í Toskana, hefjast á ný í Þjóð-
leikhúsinu í kvöld. Verkið var frum-
sýnt í mars á síðasta leikári.
Leikendur eru Ragnheiður Stein-
dórsdóttir, Sigurður Skúlason, Guð-
rún S. Gísladóttir, Valdimar Örn
Flygenring, Erlingur Gíslason,
Hjalti Rögnvaldsson, Atli Rafn Sig-
urðarson, Stefán Jónsson og Nanna
Kristín Magnúsdóttir.
Laufin í Toscana
aftur á svið
♦ ♦ ♦
♦ ♦ ♦
HÁTÍÐARKÓR Vestmannaeyja og
Sinfóníuhljómsveit áhugamanna
ásamt einleikurunum Helgu Bryn-
dísi Magnúsdóttur, píanó, og Védísi
Guðmundsdóttur, þverflautu, undir
stjórn Guðmundar H. Guðjónssonar,
halda tónleika í Höllinni, Vest-
mannaeyjum, á morgun kl. 16. Ein-
söngvari verður Anna Cwalinska.
Í Hátíðarkórnum eru félagar úr
Kór Landakirkju og Samkór Vest-
mannaeyja ásamt söngnemum í Tón-
listarskóla Vestmannaeyja.
Tónlistarveisla
í Vestmannaeyjum BÓKAÚTGÁFAN Forlagið heldur
sitt árlega „festíval“ í Iðnó í kvöld kl.
20.30. Forlagshöfundar lesa úr
væntanlegum og útkomnum jólabók-
um. Þátttakendur eru: Jón Atli Jón-
asson – Brotinn taktur; Stefán Máni
– Hótel Kalifornía; Magnús Guð-
mundsson – Sigurvegarinn og Guð-
bergur Bergsson – Anna.
Þá mun Gunnar Lárus Hjálmars-
son rekja íslenska rokksögu með
tóndæmum á kortéri. Sérstakur
gestur er Oddný Sturludóttir auk
leynigesta.
Kynnir er Kristján B. Jónasson.
Forlagshöfundar lesa