Morgunblaðið - 09.11.2001, Blaðsíða 50
DAGBÓK
50 FÖSTUDAGUR 9. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar:
569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156,
sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT-
STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið.
Skipin
Reykjavíkurhöfn:
Mánafoss fer í dag.
Hafnarfjarðarhöfn:
Guðmundur Ólafur kom
í gær. Nida fer í dag.
Mannamót
Aflagrandi 40. Kl. 9
vinnustofa og leikfimi,
kl. 13 bókband, kl. 14
bingó, Í kaffitímanum
mun Ágústa Sigrún
Ágústsdóttir syngja og
kynna gömul dægurlög
eftir föður sinn, Ágúst
Pétursson. Nýtt nám-
skeið í jóga hefst mið-
vikud. 14. nóv., skráning
í afgreiðslu, s. 562 2571.
Árskógar 4. Bingó kl.
13.30. Kl. 13–16.30 opin
smíðastofan. Allar upp-
lýsingar í síma 535 2700.
Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8
hárgreiðsla, kl. 8.30 böð-
un, kl. 9–12 bókband, kl.
9–16 handavinna, kl. 9–
17 fótaaðgerð, kl. 13 spil-
að í sal og glerlist.
Eldri borgarar í Mos-
fellsbæ, á Kjalarnesi og í
Kjós. Félagsstarfið,
Hlaðhömrum, er á
þriðju- og fimmtudögum
kl. 13–16.30, spil og fönd-
ur. Jóga á föstudögum
kl. 13.30. Kóræfingar hjá
Vorboðum, kór eldri
borgara í Mosfellsbæ, á
Hlaðhömrum á fimmtu-
dögum kl. 17–19. Uppl.
hjá Svanhildi í s.
586 8014 kl. 13–16. Uppl.
um fót-, hand- og and-
litssnyrtingu, hár-
greiðslu og fótanudd í s.
566–8060 kl. 8–16.
Félagsstarf aldraðra,
Dalbraut 18–20. Kl. 9–12
aðstoð við böðun, kl. 9–
16.45 hárgreiðslustofan
opin, kl. 9 opin handa-
vinnustofan.
Félag eldri borgara í
Kópavogi. Félagsvist
spiluð í Fannborg 8 (Gjá-
bakka) kl. 20.30. Félag
eldri borgara í Kópavogi
verður með opið hús í
Gjábakka 13 laugardag-
inn 10. nóvember. Kaffi-
veitingar, harmónikku-
leikur o.fl.
Félagsstarf aldraðra,
Lönguhlíð 3. Kl. 8 böðun,
kl. 10 hársnyrting, kl.
10–12 verslunin opin, kl.
13 „opið hús“, spilað á
spil.
Félag eldri borgara í
Hafnarfirði, Hraunseli,
Reykjavíkurvegi 50.
Leikfimi í Íþróttahúsinu
kl. 11.30, myndlist kl. 13,
bridge kl. 13:30.
Sækja þarf miðana á
Mávahlátur í dag. Á
morgun er ganga kl. 10.
Á mánudag hefst tölvu-
námskeið í Flensborg-
arskóla kl. 17. Kennt
verður mánudaga og
miðvikudaga kl. 17.
Félag eldri borgara,
Reykjavík, Ásgarði
Glæsibæ. Kaffistofan op-
in virka daga frá kl. 10–
13. Kaffi – blöðin og mat-
ur í hádegi. Sunnudagur:
Félagsvist kl. 13.30, 4ra
daga keppni annan
hvern sunnudag. Dans-
leikur kl. 20, Caprí-tríó
leikur fyrir dansi.
Heilsa og hamingja laug-
ardaginn 10. nóvember
nk. í Ásgarði, Glæsibæ,
hefst kl. 13.30, Laufey
Steingrímsdóttir nær-
ingarfræðingur ræðir
um hollt mataræði og
mikilvægi þess til að
halda góðri heilsu. Ás-
geir Theódórs læknir,
sérfræðingur í melting-
arsjúkdómum, forfall-
aðist en í staðinn verður
Tómas Jónsson, sér-
fræðingur í rist-
ilsjúkdómum. Á eftir
hverju erindi gefst tæki-
færi til spurninga og um-
ræðna. Strindberg-
hópurinn býður Félagi
eldri borgara afslátt á
miðum á sýningu á
Dauðadansinum á Litla
sviði Borgarleikhússins
laugardaginn 10. nóv-
ember kl. 20. Skráning á
skrifstofu FEB. Silf-
urlínan er opin á mánu-
dögum og mið-
vikudögum frá kl. 10–12
f.h. Skrifstofa félagsins
er flutt að Faxafeni 12,
sama símanúmer og áð-
ur. Félagsstarfið er
áfram í Ásgarði,
Glæsibæ. Upplýsingar á
skrifstofu FEB kl. 10–
16, sími 588 2111.
Félagsstarfið, Hæð-
argarði 31. Kl. 9–16.30
myndlist og rósamálun á
tré, kl. 9–13 hárgreiðsla,
kl. 9.30 gönguhópur, kl.
14 brids. Opið alla
sunnudaga frá kl. 14–16,
blöðin og kaffi.
Félagsstarfið, Furu-
gerði. Kl. 9 aðstoð við
böðun, smíðar og út-
skurður, kl. 14 bingó.
Gjábakki, Fannborg 8.
Kl. 9.30 málm- og silf-
ursmíði, kl. 13 bókband,
kl. 9.15 rammavefnaður.
Gullsmári, Gullsmára
13. Glerlistahópur kl. 10.
Gleðigjafarnir syngja í
Gullsmára kl. 14.
Hraunbær 105. Kl. 9–12
baðþjónusta, kl. 9–17
hárgreiðsla og fótaað-
gerðir, kl. 9 handavinna,
bútasaumur, kl. 11 leik-
fimi og spurt og spjallað.
Hvassaleiti 56–58. Kl. 9
böðun, leikfimi og postu-
lín, kl. 12.30 postulín.
Fótsnyrting og hár-
snyrting.
Norðurbrún 1. Kl. 9–13
tréskurður, kl. 9–17 hár-
greiðsla, kl. 10 boccia.
Vesturgata 7. Kl. 9–16
fótaaðgerðir og hár-
greiðsla, kl. 9.15 handa-
vinna, kl. 13.30 sungið
við flygilinn, kl. 14.30
kaffi og dansað í aðalsal.
Föstudaginn 9. nóv-
ember kl. 14.30–16 leik-
ur Ragnar Páll Ein-
arsson á hljómborð.
Rjómaterta með kaffinu.
Flóamarkaður verður
haldinn fimmtudaginn 8.
nóvember og föstudag-
inn 9, nóvember frá kl.
13–16. Gott með kaffinu,
allir velkomnir.
Vitatorg. Kl. 9 smíði og
hárgreiðsla, kl. 9.30 bók-
band og morgunstund,
kl. 10 leikfimi og fótaað-
gerðir, kl. 12.30 leir-
mótun, kl.13.30 bingó.
Háteigskirkja, aldraðir.
Samvera í Setrinu kl.
13–15. Söngur með Jónu,
vöfflur með kaffinu.
Bridsdeild FEBK, Gjá-
bakka. Brids kl. 13.15 í
dag.
Hana-nú, Kópavogi.
Laugardagsgangan
verður á morgun. Lagt
af stað frá Gjábakka,
Fannborg 8, kl. 10.
Gott fólk, gott rölt.
Gengið frá Gullsmára 13
kl. 10 á laugardögum.
Ungt fólk með ungana
sína. Hitt húsið býður
ungum foreldrum (u.þ.b.
16–25 ára) að mæta með
börnin sín á laug-
ardögum kl. 15–17 á
Geysi, kakóbar, Að-
alstræti 2 (gengið inn
Vesturgötumegin). Opið
hús og kaffi á könnunni,
djús, leikföng og dýnur
fyrir börnin.
Borgfirðingafélagið í
Reykjavík verður með
kaffisölu og skyndihapp-
drætti á Hallveig-
arstöðum, Túngötu-
megin, sunnudaginn 11.
nóvember. Húsið verður
opnað kl. 14.30 Allir vel-
komnir.
Hrafnista í Hafnarfirði.
Basar heimilisfólksins
verður laugardaginn 10.
nóvember kl. 13–17 og
mánudaginn 12. nóv-
ember kl. 9–16. Á bas-
arnum verður til sölu og
sýnis handavinna heim-
ilisfólksins. Allir vel-
komnir.
Kvennadeild Barð-
strendingafélagsins.
Basar og kaffisala verð-
ur sunnudaginn 11. nóv-
ember í Breiðfirð-
ingabúð, Faxafeni 14,
húsið opnað kl. 14.
Handavinna og heima-
bakaðar kökur verða á
boðstólum
Minningarkort
Styrktarfélag krabba-
meinssjúkra barna.
Minningarkort eru af-
greidd í síma 588 7555
og 588 7559 á skrifstofu-
tíma. Gíró- og kred-
itkortaþjónusta.
Samtök lungnasjúk-
linga. Minningarkort
eru afgreidd á skrifstofu
félagsins í Suðurgötu 10
(bakhúsi), 2. hæð, s.
552 2154. Skrifstofan er
opin miðvikud. og
föstud. kl. 16–18 en utan
skrifstofutíma er sím-
svari. Einnig er hægt að
hringja í síma 861 6880
og 586 1088. Gíró- og
kreditkortaþjónusta.
Minningarkort MS-
félags Íslands eru seld á
skrifstofu félagsins,
Sléttuvegi 5, 103 Rvk.
Skrifstofan er opin
mán.–fim. kl. 10–15. Sími
568 8620. Bréfs.
568 8621. Tölvupóstur
ms@msfelag.is.
FAAS, Félag aðstand-
enda alzheimer-
sjúklinga. Minning-
arkort eru afgreidd alla
daga í s. 533 1088 eða í
bréfs. 533 1086.
Í dag er föstudagur 9. nóvember,
313. dagur ársins 2001. Orð dagsins:
Og þótt þér gjörið þeim gott, sem
yður gjöra gott, hvaða þökk eigið
þér fyrir það? Syndarar gjöra
og hið sama.
(Lúk. 6, 33.)
LÁRÉTT:
1matvands manns, 4
ánægð, 7 byggingu, 8
döpur, 9 liðin tíð, 11 þefa,
13 urgur, 14 nugga, 15
þráður, 17 ófríð, 20 skot,
22 jurtin, 23 froða, 24 fífl,
25 kaka.
LÓÐRÉTT:
1 varkár, 2 gruggs, 3
þrautgóð, 4 í fjósi, 5 borg-
uðu, 6 blæs kalt, 10 gubb-
aðir, 12 elska, 13 frost-
skemmd, 15 hamingja, 16
skottið, 18 ysta brún, 19
éta upp, 20 þvingar, 21
viljug.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU:
Lárétt: 1 forhertur, 8 lokks, 9 fimma, 10 kot, 11 sundi, 13
aular, 15 hatts, 18 gilda, 21 tía, 22 fundu, 23 ráðin, 24
handlanga.
Lóðrétt: 2 orkan, 3 hyski, 4 rifta, 5 urmul, 6 flos, 7 maur,
12 dót, 14 uxi, 15 haft, 16 tunna, 17 stund, 18 garna, 19
liðug, 20 agna.
1
7
11
15
22
24
12
14
3
9
20
10
4
8
21
23
25
13
17
5
18
6
19
2
16
Víkverji skrifar...
EINU sinni voru þau öfl innan Al-þýðubandalagsins, sem seinna
urðu að Vinstrihreyfingunni – grænu
framboði, stundum kölluð talibanar í
spaugi vegna „bókstafstrúar“ á sós-
íalískar lausnir á vandamálum tilver-
unnar. Þessi nafngift þætti tæplega
við hæfi í dag, þegar myrkraverk tal-
ibana í Afganistan eru á allra vitorði.
Víkverji varð því svolítið hissa að sjá
í brezka dagblaðinu The Daily Tele-
graph að þingfréttaritari blaðsins
líkti brezka Íhaldsflokknum „sem
blaðið hefur a.m.k. hingað til verið
heldur vinveitt“ við talibana. Það var
reyndar ekki vegna bókstafstrúar
íhaldsmanna (t.d. í Evrópumálum,
sem hefur enn farið vaxandi með
kjöri nýs leiðtoga flokksins og gert
Íhaldsflokkinn að jaðarflokki í
brezkum stjórnmálum) heldur datt
þingfréttaritaranum þetta í hug
vegna þess að íhaldsmenn hafa að
undanförnu reynt að berjast gegn
„Norðurbandalaginu“ í brezkri póli-
tík, þ.e. þingmönnum Skota. Skot-
land á sína fulltrúa á brezka þinginu í
London, auk þess að hafa nú sitt eig-
ið þing. Íhaldsmenn hafa viljað
fækka skozku fulltrúunum í London,
með þeim rökum að Skotland ráði nú
meiru í eigin málum en áður (sem
Íhaldsflokkurinn var reyndar alla tíð
á móti). Þingfréttaritari Telegraph
bendir á að Verkamannaflokkurinn
hafi fyrst náð völdum í norðurhér-
uðum Bretlands (þ.e. Skotlandi) og
hafi þaðan gert út herflokka til að
leggja allt landið undir sig. Til varn-
ar í suðurhéruðunum séu svo talib-
anarnir „íhaldsmenn“. Í brezkum
fjölmiðlum er hefð fyrir grófara gríni
en í þeim íslenzku, en Víkverja finnst
þessi samlíking nú samt á mörkun-
um og að brezkir íhaldsmenn eigi
þetta tæplega skilið.
x x x
Á HÓTELI, sem Víkverji gisti er-lendis, var boðið upp á útsend-
ingar nokkurra arabískra stöðva, þar
á meðal al Jazeera í Katar, sem hefur
vakið athygli að undanförnu vegna
þess að al Queda, hryðjuverkasam-
tök Osamas bin Ladens, hafa komið
myndbandsspólum með áróðri sínum
til stöðvarinnar, sem hefur sýnt upp-
tökurnar óstyttar. Bandaríkjamenn
hafa hamazt gegn al Jazeera og talið
stöðina flytja andvestrænan áróður.
Víkverji sat því alllengi og horfði á
útsendingar stöðvarinnar til að
reyna að átta sig á hvort um slíkt
væri að ræða. Nú verður Víkverji að
viðurkenna að arabískukunnátta
hans er með slakara móti, en af vali
og framsetningu myndefnis varð
ekki annað ráðið en að þarna væri
um vandaða fréttastöð að ræða, sem
ekki flytti einhliða áróður, heldur
kynnti mismunandi sjónarmið. M.a.
virtist myndefni stöðvarinnar frá
átökunum í Afganistan betra en það
sem Víkverji sá á CNN og Sky, en
svipað og það sem BBC hafði yfir að
ráða. Það kom Víkverja raunar
nokkuð á óvart, hversu víðtækur og
fjölbreyttur fréttaflutningur stöðv-
arinnar af heimsmálunum var og
sennilega gætu margar bandarískar
sjónvarpsstöðvar tekið sér al Jaz-
eera til fyrirmyndar að því leyti.
x x x
BJÖRK og ýmsar yngri popp-sveitir íslenzkar fá heilmikla
umfjöllun í Bretlandi og sjálfsagt er
tónlist þeirra mikið spiluð opinber-
lega, þótt Víkverji sé orðinn svo
gamall, a.m.k. í anda, að hann kemur
sjaldnast á þá staði þar sem nýjasta
poppið er spilað. Þegar Víkverji hef-
ur lagt leið sína til Bretlands und-
anfarin ár hefur hann hins vegar
komizt að því að íslenzk tónlist, sem
á níunda áratugnum náði vinsældum
í Bretlandi, lifir þar enn góðu lífi.
Hér er auðvitað um að ræða verk
hinna frábæru tónlistarmanna í
Mezzoforte, sem heyrist spiluð sem
„bakgrunnsmúsík“ á veitingastöð-
um, í verzlunum og hótelanddyrum.
Þetta hefur hlýjað Víkverja um
hjartarætur sem gömlum aðdáanda
Mezzoforte og hann er sannfærður
um að tónlist sveitarinnar á eftir að
lifa lengi áfram, enda dæmalaust
vönduð og aðgengileg.
Hvers vegna er
okkur mismunað?
HERDÍS hafði samband
við Velvakanda og sagðist
vera ein af þeim sem ekki
nota kreditkort. Segist
hún ósátt við að fólki sem
greiðir með peningum sé
mismunað. Nefndi hún
sem dæmi að sé verslað
við póstverslanir bjóði
sumar fría heimsendingu
ef greitt er með kredit-
korti en ekki ef greitt er
með peningum og svo séu
verslanir hættar að bjóða
staðgreiðsluafslátt. Segir
hún að talað sé um að þeir
sem greiða með peningum
séu að greiða kostnaðinn
við kortin.
Barnaklám –
hvað er það?
VIÐ vitum það öll.
Við vitum það líka að
eitt það andstyggilegasta í
barnaklámi er foreldri sem
leggst á eigin afkvæmi.
Í dag er málið þannig
vaxið að enginn greinar-
munur er gerður á barni,
unglingi eða fullorðnum,
svo ég vísi til bréfs til
blaðsins þar sem lesandi
barmaði sér yfir því að
börn frá fimm ára aldri til
tvítugs fengju ekki hljóð-
færakennslu vegna verk-
falls. Ja, hérna!
Í veröld sem var fór ég
og mínir líkar að búa 16
ára. Í dag má sautján ára
ungmenni ekki selja eða
kaupa sígarettur – en
hann má aka bíl!
Í veröld sem var keypti
krakki tvær sígarettur og
eldspýtustokk fyrir hana
mömmu sína hjá kaup-
manninum á horninu án
þess að vera þræll sígar-
ettunnar.
Barnaklám – það eru
börn innan fermingarald-
urs.
Guðrún Jacobsen,
Bergstaðastræti 34, R.
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15.
Netfang velvakandi@mbl.is
Í DAG barst mér sím-
reikningur fyrir síðasta
mánuð sem var óvenju-
legur að því leyti að bú-
ið var að setja á hann
95 króna seðilgjald fyrir
hvern útsendan reikn-
ing. Samkvæmt bæklingi
sem fylgdi með er þetta
gert með úrskurði Úr-
skurðarnefndar fjar-
skipta- og póstmála.
Þetta gjald er lagt á án
tillits til þess hvort
reikningar eru skuld-
færðir á greiðslukort
eða gíróseðill fylgir.
Í bæklingnum segir
ennfremur að „elli- og
lífeyrisþegar sem þess
óska muni verða und-
anþegnir gjaldinu“.
Þetta fannst mér með
ólíkindum, eða eru til
einhverjir ellilífeyr-
isþegar sem endilega
vilja borga þetta gjald?
Ég þekki engan. Ég
hringdi í þjónustuver
Símans til að óska eftir
að verða undanþeginn
þessu gjaldi, og gat ekki
fengið afgreiðslu þar
heldur vísað á annað
símanúmer, sem ég hef
hringt í af og til í allan
dag, en aldrei fengið
svar.
Mér er því spurn. Af
hverju eru ekki allir
ellilífeyrisþegar und-
anþegnir þessu strax, en
ekki verið að kalla á
mörg þúsund hring-
ingar, eða er þetta gert
í þeirri trú að bækling-
urinn sé ekki lesinn og
þarna geti Síminn nælt í
nokkur hundruð þúsund
krónur frá ellilífeyr-
isþegum sem ekki vita
um þetta eða geta ekki
hringt til að fá niðurfell-
ingu? Spyr sá sem ekki
veit, og því er Síminn
beðinn um að gera grein
fyrir sinni hlið málsins.
Þá þyrfti úrskurð-
arnefndin líka að skýra
sitt mál. Á hvaða for-
sendum felldi hún sinn
úrskurð? Líklega hafa
verið tekin inn í dæmið
52,8 tonn af pappír sem
Síminn segir að 200.000
reikningar hafi vegið á
sl. ári. Þetta papp-
írsmagn mætti minnka
um helming eða meira
með því að hafa ekki
svona þykkan pappír í
reikningunum. Þá má
líka spyrja í framhaldi
af því að Orkuveita
Reykjavíkur setti á
sama gjald en aðeins á
þá sem ekki greiða með
boð- eða rafgreiðslum,
en Síminn leggur þetta
gjald á alla.
Ellilífeyrisþegi.
Því ekki undanþegnir strax?
K r o s s g á t a