Morgunblaðið - 09.11.2001, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 09.11.2001, Blaðsíða 1
257. TBL. 89. ÁRG. FÖSTUDAGUR 9. NÓVEMBER 2001 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 9. NÓVEMBER 2001 TONY Blair, forsætisráðherra Bretlands, sagði í gær að árásum bandamanna á Afganistan yrði haldið áfram í föstumánuði múslíma, ramadan, þrátt fyrir ákall ýmissa múslímaleiðtoga um að hlé verði gert á hernaðaraðgerðum þann tíma. Blair gerði grein fyrir þessu á sameiginlegum fréttamannafundi með Pervez Musharraf, forseta Pakistans, í London í gær, eftir að þeir höfðu átt fund saman. Blair lagði þó áherslu á að banda- menn gerðu sér grein fyrir að föstumánuðurinn væri múslímum mikilvægur, en fullyrti að aðstæð- ur krefðust þess að aðgerðunum yrði fram haldið. Benti hann á að talibanar hefðu áður barist í föstu- mánuðinum. Musharraf hafði á fundi þeirra Blairs ítrekað að hann kysi að hernaðaraðgerðum bandamanna lyki sem fyrst, helst fyrir upphaf föstumánaðarins, sem hefst 17. þessa mánaðar. Sagði hann að hætta væri á að stuðningur múslímaþjóða við hernað- arðagerðirnar færi dvínandi eftir því sem þær stæðu lengur, einkum ef árásir héldu áfram með- an á ramadan stæði. Talsmaður pakistansks hóps sem barist hefur með talibönum, Harkat-e-Jihad-e-Islami, viður- kenndi að 85 meðlimir hópsins hefðu fallið í loft- árásum Bandaríkjahers í gærmorgun. Árásirnar voru gerðar á varnarlínu talibana í dalnum Darra- e-Souf, nálægt borginni Mazar-e-Sharif í norður- hluta Afganistans, þar sem hersveitir Norður- bandalagsins hafa sótt fram. Hamid Karzai, útlægur leiðtogi þjóðflokks past- úna í Afganistan, sagði í samtali við BBC í gær að hann væri enn í landinu, þvert á yfirlýsingar Bandaríkjastjórnar um að honum hefði verið naumlega bjargað undan sveitum talibana og hann fluttur til Pakistans um síðustu helgi. Pastúnaleið- toginn kvaðst hafa sloppið undan talibönum af sjálfsdáðum og sagðist dvelja heill á húfi í afg- anska héraðinu Uruzgan. Karzai óskaði í viðtalinu við BBC eftir aðstoð Vesturlandaþjóða og múslímaríkja við að flæma „erlenda hryðjuverkamenn“ sem berjast við hlið talibana burt frá Afganistan. Hvatti hann Banda- ríkjaher þó til að binda enda á loftárásirnar á land- ið. Japanir senda herskip Japönsk stjórnvöld sendu þrjú herskip af stað áleiðis til Indlandshafs í gærkvöld. Japanskt her- lið mun aðstoða Bandaríkjaher við liðs- og birgða- flutninga til Afganistans, en tekur ekki þátt í árás- um á landið. Blair segir árásum hald- ið áfram í föstumánuði Islamabad, London, Tókýó. AFP, AP. Reuters Afgönsk kona heldur á barni sínu í flótta- mannabúðum nærri Islamabad, höfuðborg Pakistans, í gær. Yfir 2,5 milljónir afganskra flóttamanna eru í Pakistan. KARL Bretaprins varð í gær fyrir óvæntri árás í Riga, höfuðborg Lettlands, þegar ung kona löðrung- aði hann með rauðri nelliku. Karl er í sex daga ferð til Eystra- saltsríkja í tilefni þess að tíu ár eru liðin frá því að þau hlutu sjálfstæði frá Sovétríkjunum. Hafði hann rétt lokið við að leggja blómsveig við sjálfstæðisminnismerki í miðborg Riga þegar konan sló til hans með nellikunni þar sem hann stóð í hópi skólabarna. Öryggisverðir brugð- ust skjótt við og drógu konuna á brott. Hrópaði hún þá: „Ég mót- mæli því að Lettland gangi í NATO og ég er mótfallin hernaðinum í Afganistan. Bretland er óvinurinn.“ Prinsinn lét sér hvergi bregða og hélt áfram að heilsa viðstöddum. AP Prinsinn löðrungaður ENGLANDSBANKI lækkaði í gær vexti um hálft prósentustig í 4% og Evrópski seðlabankinn sína vexti um það sama, úr 3,75% í 3,25%. Danski seðlabankinn kom síðan í kjölfarið og voru vaxta- breytingarnar hjá honum þær sömu og hjá Evrópska seðlabank- anum. Evrópskir stjórnmálamenn, talsmenn atvinnulífsins og verka- lýðsleiðtogar fögnuðu þessum lækkunum innilega og kváðu þær hafa verið orðnar löngu tímabærar eins og nú horfði í efnahagsmál- unum. Vaxtalækkanirnar í Evrópu koma á hæla vaxtalækkunar í Bandaríkjunum á þriðjudag þegar vextir voru lækkaðir um hálft pró- sentustig í 2%. Í Englandi og Bandaríkjunum hafa vextir ekki verið lægri um 40 ára skeið. Aðgerðirnar sagðar óhjákvæmilegar Meginástæðan fyrir vaxtalækk- uninni er versnandi horfur en því er nú almennt spáð, að efnahags- lægðin verði dýpri og vari lengur en áður var talið. Ljúka allir upp einum munni um, að vaxtalækkan- irnar hafi verið óhjákvæmilegar með tilliti til ástandsins og í Bret- landi sögðu sumir, að loksins hefði seðlabankinn áttað sig á, að tug- þúsundir manna hefðu misst vinn- una og aðrar tugþúsundir myndu missa hana á næstu mánuðum. Wim Duisen- berg, bankastjóri Evrópska seðla- bankans, sagði í gær, að hann sæi ekki fyrir sér eiginlegan sam- drátt á evru- svæðinu en til þess þarf hag- vöxtur að vera neikvæður tvo árs- fjórðunga í röð. Augljóst væri aftur á móti, að hann yrði mjög lítill. Enn væri þó gert ráð fyrir, að hann yrði rúmlega 2% á þessu ári og því næsta og líklegt, að verðbólga yrði undir 2% á næsta ári. Athygli vekur, að vaxtalækkan- irnar í Evrópu eru þær sömu og í Bandaríkjunum og geta sumir sér þess til, að bandaríski seðlabankinn hafi hvatt aðra seðlabanka til að fara að dæmi sínu. Duisenberg ber þó á móti því og segir, að ekkert samráð hafi verið með bönkunum. Danir lækkuðu sína vexti eins og fyrr segir úr 3,75% í 3,25% en þeir eru ekki í Evrópska myntbandalag- inu. Gengi dönsku krónunnar er hins vegar bundið gengi evrunnar en getur hreyfst um 2,25% upp eða niður. Seðlabanki Litháens til- kynnti í gær, að frá og með 1. febr- úar nk. yrði gengi litháíska litasins bundið gengi evrunnar. Verulegar vaxtalækk- anir í Evrópu Fagnað sem réttum viðbrögðum við versnandi horfum London, Frankfurt. AP, AFP. Wim Duisenberg AÐSKILNAÐARHREYFING Baska, ETA, hugðist sprengja hæstu bygginguna í Madrid fyrir tæpum tveimur árum en lögregl- an kom í veg fyrir tilræðið, að því er lögreglustjórinn Juan Cotino skýrði frá í gær. Lögreglustjórinn sagði að kona, sem var handtekin fyrr í vikunni, hefði staðfest þetta við yfir- heyrslu. Konan, Ana Belen Egu- es, er grunuð um að hafa komið fyrir sprengju sem sprakk í bíl í Madrid á þriðjudag og var hand- tekin skömmu síðar ásamt öðrum félaga í hreyfingunni. Talið er að hún hafi stjórnað hryðjuverka- hópi ETA í Madrid í nokkur ár. Lögreglan fann 1,7 tonn af sprengiefni í tveimur sendiferða- bílum 21. desember 1999. „Ana Belen Egues viðurkenndi að nota hefði átt bílana í sprengjuárás á Picasso-turninn,“ sagði Cotino á blaðamannafundi í Madrid. Picasso-turninn er 157 metra há skrifstofubygging og 43 hæða. Arkitekt byggingarinnar, Minoru Yamasaki, hannaði einnig tvo turna World Trade Center í New York sem hrundu eftir árásir hryðjuverkamanna 11. septem- ber. Um 5.000 manns starfa í Picasso-turninum. Hugðist sprengja Picasso-turninn Madrid. AFP. Riga. AFP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.