Morgunblaðið - 09.11.2001, Page 1
257. TBL. 89. ÁRG. FÖSTUDAGUR 9. NÓVEMBER 2001 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
STOFNAÐ 1913
MORGUNBLAÐIÐ 9. NÓVEMBER 2001
TONY Blair, forsætisráðherra Bretlands, sagði í
gær að árásum bandamanna á Afganistan yrði
haldið áfram í föstumánuði múslíma, ramadan,
þrátt fyrir ákall ýmissa múslímaleiðtoga um að hlé
verði gert á hernaðaraðgerðum þann tíma.
Blair gerði grein fyrir þessu á sameiginlegum
fréttamannafundi með Pervez Musharraf, forseta
Pakistans, í London í gær, eftir að þeir höfðu átt
fund saman. Blair lagði þó áherslu á að banda-
menn gerðu sér grein fyrir að föstumánuðurinn
væri múslímum mikilvægur, en fullyrti að aðstæð-
ur krefðust þess að aðgerðunum yrði fram haldið.
Benti hann á að talibanar hefðu áður barist í föstu-
mánuðinum.
Musharraf hafði á fundi þeirra Blairs ítrekað að
hann kysi að hernaðaraðgerðum bandamanna lyki
sem fyrst, helst fyrir upphaf föstumánaðarins,
sem hefst 17. þessa mánaðar. Sagði hann að hætta
væri á að stuðningur múslímaþjóða við hernað-
arðagerðirnar færi dvínandi eftir því sem þær
stæðu lengur, einkum ef árásir héldu áfram með-
an á ramadan stæði.
Talsmaður pakistansks hóps sem barist hefur
með talibönum, Harkat-e-Jihad-e-Islami, viður-
kenndi að 85 meðlimir hópsins hefðu fallið í loft-
árásum Bandaríkjahers í gærmorgun. Árásirnar
voru gerðar á varnarlínu talibana í dalnum Darra-
e-Souf, nálægt borginni Mazar-e-Sharif í norður-
hluta Afganistans, þar sem hersveitir Norður-
bandalagsins hafa sótt fram.
Hamid Karzai, útlægur leiðtogi þjóðflokks past-
úna í Afganistan, sagði í samtali við BBC í gær að
hann væri enn í landinu, þvert á yfirlýsingar
Bandaríkjastjórnar um að honum hefði verið
naumlega bjargað undan sveitum talibana og hann
fluttur til Pakistans um síðustu helgi. Pastúnaleið-
toginn kvaðst hafa sloppið undan talibönum af
sjálfsdáðum og sagðist dvelja heill á húfi í afg-
anska héraðinu Uruzgan.
Karzai óskaði í viðtalinu við BBC eftir aðstoð
Vesturlandaþjóða og múslímaríkja við að flæma
„erlenda hryðjuverkamenn“ sem berjast við hlið
talibana burt frá Afganistan. Hvatti hann Banda-
ríkjaher þó til að binda enda á loftárásirnar á land-
ið.
Japanir senda herskip
Japönsk stjórnvöld sendu þrjú herskip af stað
áleiðis til Indlandshafs í gærkvöld. Japanskt her-
lið mun aðstoða Bandaríkjaher við liðs- og birgða-
flutninga til Afganistans, en tekur ekki þátt í árás-
um á landið.
Blair segir árásum hald-
ið áfram í föstumánuði
Islamabad, London, Tókýó. AFP, AP.
Reuters
Afgönsk kona heldur á barni sínu í flótta-
mannabúðum nærri Islamabad, höfuðborg
Pakistans, í gær. Yfir 2,5 milljónir afganskra
flóttamanna eru í Pakistan.
KARL Bretaprins varð í gær fyrir
óvæntri árás í Riga, höfuðborg
Lettlands, þegar ung kona löðrung-
aði hann með rauðri nelliku.
Karl er í sex daga ferð til Eystra-
saltsríkja í tilefni þess að tíu ár eru
liðin frá því að þau hlutu sjálfstæði
frá Sovétríkjunum. Hafði hann rétt
lokið við að leggja blómsveig við
sjálfstæðisminnismerki í miðborg
Riga þegar konan sló til hans með
nellikunni þar sem hann stóð í hópi
skólabarna. Öryggisverðir brugð-
ust skjótt við og drógu konuna á
brott. Hrópaði hún þá: „Ég mót-
mæli því að Lettland gangi í NATO
og ég er mótfallin hernaðinum í
Afganistan. Bretland er óvinurinn.“
Prinsinn lét sér hvergi bregða og
hélt áfram að heilsa viðstöddum.
AP
Prinsinn
löðrungaður
ENGLANDSBANKI lækkaði í
gær vexti um hálft prósentustig í
4% og Evrópski seðlabankinn sína
vexti um það sama, úr 3,75% í
3,25%. Danski seðlabankinn kom
síðan í kjölfarið og voru vaxta-
breytingarnar hjá honum þær
sömu og hjá Evrópska seðlabank-
anum. Evrópskir stjórnmálamenn,
talsmenn atvinnulífsins og verka-
lýðsleiðtogar fögnuðu þessum
lækkunum innilega og kváðu þær
hafa verið orðnar löngu tímabærar
eins og nú horfði í efnahagsmál-
unum.
Vaxtalækkanirnar í Evrópu
koma á hæla vaxtalækkunar í
Bandaríkjunum á þriðjudag þegar
vextir voru lækkaðir um hálft pró-
sentustig í 2%. Í Englandi og
Bandaríkjunum hafa vextir ekki
verið lægri um 40 ára skeið.
Aðgerðirnar sagðar
óhjákvæmilegar
Meginástæðan fyrir vaxtalækk-
uninni er versnandi horfur en því
er nú almennt spáð, að efnahags-
lægðin verði dýpri og vari lengur
en áður var talið. Ljúka allir upp
einum munni um, að vaxtalækkan-
irnar hafi verið óhjákvæmilegar
með tilliti til ástandsins og í Bret-
landi sögðu sumir, að loksins hefði
seðlabankinn áttað sig á, að tug-
þúsundir manna hefðu misst vinn-
una og aðrar tugþúsundir myndu
missa hana á
næstu mánuðum.
Wim Duisen-
berg, bankastjóri
Evrópska seðla-
bankans, sagði í
gær, að hann sæi
ekki fyrir sér
eiginlegan sam-
drátt á evru-
svæðinu en til
þess þarf hag-
vöxtur að vera neikvæður tvo árs-
fjórðunga í röð. Augljóst væri aftur
á móti, að hann yrði mjög lítill. Enn
væri þó gert ráð fyrir, að hann yrði
rúmlega 2% á þessu ári og því
næsta og líklegt, að verðbólga yrði
undir 2% á næsta ári.
Athygli vekur, að vaxtalækkan-
irnar í Evrópu eru þær sömu og í
Bandaríkjunum og geta sumir sér
þess til, að bandaríski seðlabankinn
hafi hvatt aðra seðlabanka til að
fara að dæmi sínu. Duisenberg ber
þó á móti því og segir, að ekkert
samráð hafi verið með bönkunum.
Danir lækkuðu sína vexti eins og
fyrr segir úr 3,75% í 3,25% en þeir
eru ekki í Evrópska myntbandalag-
inu. Gengi dönsku krónunnar er
hins vegar bundið gengi evrunnar
en getur hreyfst um 2,25% upp eða
niður. Seðlabanki Litháens til-
kynnti í gær, að frá og með 1. febr-
úar nk. yrði gengi litháíska litasins
bundið gengi evrunnar.
Verulegar
vaxtalækk-
anir í Evrópu
Fagnað sem réttum viðbrögðum
við versnandi horfum
London, Frankfurt. AP, AFP.
Wim
Duisenberg
AÐSKILNAÐARHREYFING
Baska, ETA, hugðist sprengja
hæstu bygginguna í Madrid fyrir
tæpum tveimur árum en lögregl-
an kom í veg fyrir tilræðið, að því
er lögreglustjórinn Juan Cotino
skýrði frá í gær.
Lögreglustjórinn sagði að kona,
sem var handtekin fyrr í vikunni,
hefði staðfest þetta við yfir-
heyrslu. Konan, Ana Belen Egu-
es, er grunuð um að hafa komið
fyrir sprengju sem sprakk í bíl í
Madrid á þriðjudag og var hand-
tekin skömmu síðar ásamt öðrum
félaga í hreyfingunni. Talið er að
hún hafi stjórnað hryðjuverka-
hópi ETA í Madrid í nokkur ár.
Lögreglan fann 1,7 tonn af
sprengiefni í tveimur sendiferða-
bílum 21. desember 1999. „Ana
Belen Egues viðurkenndi að nota
hefði átt bílana í sprengjuárás á
Picasso-turninn,“ sagði Cotino á
blaðamannafundi í Madrid.
Picasso-turninn er 157 metra
há skrifstofubygging og 43 hæða.
Arkitekt byggingarinnar, Minoru
Yamasaki, hannaði einnig tvo
turna World Trade Center í New
York sem hrundu eftir árásir
hryðjuverkamanna 11. septem-
ber. Um 5.000 manns starfa í
Picasso-turninum.
Hugðist sprengja
Picasso-turninn
Madrid. AFP.
Riga. AFP.