Morgunblaðið - 09.11.2001, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 09.11.2001, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 FÖSTUDAGUR 9. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ GÍSLI S. Einarsson var málshefjandi í umræðunni og gagnrýndi harðlega að ekki fengjust upplýsingar um notkun flugvélarinnar sem hann sagði að ættu að vera sjálfsagðar. Sagði þingmaðurinn afgreiðslu máls- ins vera „klúður“ og og vísaði til upp- lýsingaskyldu ráðuneyta sem fæli m.a. í sér þá skyldu, sbr. reglur um þjóðskjalasöfnun, að varðveita ætti farþegalista vélarinnar. Þá lét Gísli í ljós þá afstöðu að eðli- legra væri að ríkið byði út ýmis verk- efni sem vélinni væru ætluð, svo sem þau er vörðuðu öryggismál og flug- vallaraðstæður og eðlilegra væri að leitað væri til starfandi flugfélaga um flutning á embættismönnum sem TF- FMS væri notuð til. Velti hann auk- inheldur upp tryggingastöðu þeirra einstaklinga sem ferðuðust sem gest- ir í umræddri vél og hversu margir samstarfssamningar hefðu verið gerðir um notkun vélarinnar. Flugvélin sinnir einungis vel skilgreindum verkefnum Sturla Böðvarsson (D) sagði flug- vélina einungis sinna vel skilgreind- um verkefnum fyrir opinbera aðila, öðru ekki. Þar á meðal flutningum á æðstu embættismönnum ríkisins um landið. Sagði hann það hagkvæmt fyrir ríkið að nota vélina til slíkra hluta þegar hún væri ekki bundin í öðrum verkefnum og áætlunarflug dygði ekki til vegna anna ráðherra. Sagði Sturla að einungis 12% ár- legs flugtíma TF-FMS á árunum 1998–2001 hefði farið í flutninga með æðstu embættismenn þjóðarinnar. Varðandi þá skyldu að varðveita far- þegalista vélarinnar sagði ráðherra sjálfsagt mál að flugmálastjóri færi yfir það með þjóðskjalaverði í hvaða farvegi það mál skyldi vera. Sagði Sturla Böðvarsson að verið væri að semja í samgönguráðuneyt- inu frumvarp um mannflutninga í lofti og þar væri kveðið á um skyldu um varðveislu farþegalista. Það ætti þó ekkert skylt við umræðuna nú. Óskiljanleg afstaða til verkefna og starfsskilyrða ráðherra Samgönguráðherra sagði um- ræðuna bera öll einkenni þess að Gísli S. Einarsson gerði eðlilega notkun flugvélar Flugmálastofnunar tor- tryggilega. „Ég tel að það séu ekki miklar fréttir fyrir þingmenn að tími ráðherra er oft knappur til þeirra mörgu verkefna sem þeim eru ætluð vítt og breitt um landið. Þá skiptir verulega miklu máli að velja farar- máta sem sparar tíma og auðveldar ráðherrum að gegna störfum sínum,“ sagði Sturla og bætti því við að flug- vél Flugmálastjórnar gæfi ráðherr- um kost á að fara um landið, sinna er- indum og verða við óskum um að mæta á mannamót sem væri hluti af starfsskyldum ráðherra. „Að þing- maðurinn skuli hafa leyft sér að tala um þægindaflug ráðherra, líkt og hann hefur látið hafa eftir sér, er óskiljanleg afstaða til verkefna ráð- herra og starfsaðstöðu þeirra,“ sagði Sturla ennfremur og sagði það und- arlegt hjá þingmanninum að höfða til þeirra „gamaldags viðhorfa“ að flug- ferðir hljóti að vera munaður. Sagði hann allan málatilbúnað Gísla til þess fallinn að ýta undir fordóma í garð stjórnmálamanna, en fyrst og fremst lýsti hann þó málefnafátækt Sam- fylkingarinnar. Augljóslega pottur brotinn Auk málshefjanda og ráðherra tóku fjölmargir þingmenn þátt í um- ræðunni. Ögmundur Jónasson (Vg) sagði þannig hið besta mál að Flug- málastjórn ræki flugvél og að stjórn- sýslan nýtti hana á stundum. „Frá sjónarhóli opins lýðræðissamfélags er augljóslega pottur brotinn,“ sagði Ögmundur og sagði ljóst að halda ætti farþegalista og þeim síðan haldið til haga. Þegar um þær væri beðið á Alþingi ætti að reiða þær fram. Kristinn H. Gunnarsson (B) sagði ekki deilt um þörf fyrir vélina, að reglur um hana væru skýrar og að Ríkisendurskoðun fylgist með því að þeim sé fylgt. Sagði hann ekkert liggja fyrir um það að um misnotkun hafi verið að ræða og kvaðst treysta Ríkisendurskoðun til þess að skera úr um það. Sagði Kristinn það skoðun sína að málshefjandi gengi fulllangt í því að varpa rýrð á ráðherra í þessum efnum, en engu að síður væri það sín skoðun að upplýsingar um farþega vélarinnar ættu að liggja fyrir. Sverrir Hermannsson, formaður Frjálslynda flokksins, sagðist ekki kannast við það að ríkisstjórnin hefði verið vænd um misnotkun. Ráðherra hefði að því er sér virtist tekist að klúðra þessu máli. Vísaði Sverrir, sem sjálfur var lengi ráðherra, að eins væri komið með samgönguráð- herra og landbúnaðarráðherra um sölu ríkisjarða, að þeir neiti löggjaf- arsamkomunni um umbeðnar upplýs- ingar. Á hinn bóginn sagði Sverrir sjálfsagt að ríkisstjórnin nýtti sér flugvélina þegar þurfa þætti, en hér áður fyrr hefði það ekki verið svo að menn þyrftu að „vígja vegi nýja beggja megin eða klippa borða yfir brú“. Aðrir þingmenn, þau Bryndís Hlöðversdóttir, Guðmundur Hall- varðsson, Páll Pétursson félagsmála- ráðherra, Jóhanna Sigurðardóttir og Arnbjörg Sveinsdóttir gagnrýndu ekki notkun vélarinnar í sjálfu sér en töldu flestir sjálfsagt að skrá um far- þega hennar yrði varðveitt og að upp- lýsingar um notkun vélarinnar yrðu veittar greiðlega svo ekki þyrfti að sá fræjum tortryggni um afnot ríkis og ráðuneyta af henni. Sagði félagsmálaráðherra þó að kröfur um að Þjóðskjalasafn varðveiti farþegalista „væru út yfir allan þjófa- bálk“, eins og hann orðaði það. Að leyna upplýsingum skapar tortryggni Í lok umræðunnar sagði Gísli þing- umræðuna hafa kristallast í því að upplýsingum væri leynt og það skap- aði tortryggni. Flugmálastjórn og síðar ráðuneyti hefði ekki veitt um- beðnar upplýsingar. Væri það sam- merkt öllum opinberum stofnunum nema embætti forseta Íslands að veita ekki upplýsingar um ferðalög. Sturla Böðvarsson átti lokaorðið og sagðist þakklátur fyrir umræðuna þar sem hún hefði leitt í ljós að ekki væri um þvílíkt stórmál að ræða sem látið hefði verið í veðri vaka og ástæðulaust hefði verið að reiða eins hátt til höggs og gerð hefði verið til- raun til. Umræður utan dagskrár um notkun flugvélar Flugmálastjórnar TF-FMS 12% flugtíma vegna æðstu embættismanna Morgunblaðið/Kristinn Sturla Böðvarsson samgönguráðherra sagði Gísla S. Einarsson, þing- mann Samfylkingarinnar, ýta undir fordóma í garð stjórnmálamanna. Gísli S. Einarsson, þingmaður Samfylk- ingar, gagnrýndi í gær vöntun á upplýs- ingum um notkun flugvélar Flugmálastjórn- ar. Samgönguráðherra sagði Gísla gera eðlilega notkun vélarinnar tortryggilega. ÞINGMENN Samfylkingarinnar gagnrýndu harðlega við upphaf þingfundar á Alþingi í gær, að heilbrigðis- og trygginganefnd hefði ekki sinnt beiðni stjórnar Sjúkraliðafélags Íslands um fund með nefndinni vegna kjaradeil- unnar við ríki og sveitarfélög. Kom fram í umræðunni að sjúkraliðar sendu nefndinni beiðni um fund 14. maí sl. en því erindi hefur ekki enn verið svar- að. Bryndís Hlöðversdóttir, for- maður þingflokks Samfylkingar- innar, sagðist gera sér grein fyrir því að kjaradeilur yrðu ekki leystar í sölum Alþingis eða á fundum nefnda. „Það er hins veg- ar mikilvægt að fulltrúar á lög- gjafarsamkundunni fylgist vel með því alvarlega ástandi sem er að skapast,“ sagði hún og gat þess að sjúkraliðar hefðu komið á fund þingflokks Samfylkingarinn- ar á miðvikudag til að ræða stöðu mála. Verkfall sjúkraliða hefst á mánudag, semjist ekki fyrir þann tíma. Bryndís sagði að á fund- inum hefði komið fram að sjúkra- liðar hafa fyrir löngu óskað eftir fundi með heilbrigðis- og trygg- inganefnd en þeirri beiðni hefur ekki verið svarað. Sagði hún slík vinnubrögð ólíðandi og taldi mik- ilvægt að bæta úr þessu hið fyrsta, enda gæti ekki spillt fyrir málinu að hlýða á sjónarmið sjúkraliða, þar sem verkfall þeirra hefði alvarlegar afleiðingar fyrir heilbrigðiskerfið og fjölda fólks. Katrín Fjeldsted (D), starfandi formaður heilbrigðisnefndar, gat þess að formaður nefndarinnar, Jónína Bjartmarz (B), væri er- lendis. Sagðist Katrín hafa kann- að málið eftir að fulltrúar Sam- fylkingarinnar hefðu rætt það við sig og komið hefði í ljós að for- maður nefndarinnar hefði stefnt að fundi með sjúkraliðum í næstu viku. Erindi þeirra hefði borist skömmu fyrir þinglok sl. vor og ekki hefði gefist tími til að hitta þá í upphafi þingstarfa í haust. Sagði Katrín Fjeldsted að hún hefði því beitt sér fyrir því að heilbrigðis- og trygginganefnd settist niður með fulltrúum sjúkraliða eftir helgi. Gagnrýni á heilbrigðis- og trygginganefnd KARL Steinar Guðnason, forstjóri Tryggingastofnunar ríkisins, segir að það séu ósannindi, sem fram komu í Sjónvarpinu á þriðjudags- kvöld þegar rætt var við Þórarin Jónsson formann Tannlæknafélags Íslands, að ekki hefði verið skipuð samninganefnd frá TR til að annast samningaviðræður við tannlækna. „Samninganefnd hjá Trygg- ingastofnun er starfandi allt árið og hún hefur gert um 70 samninga við hinar ýmsu heilbrigðisstéttir síðan deila við tannlækna hófst,“ segir Karl Steinar. „Einu aðilarnir sem ekki hefur tekist að semja við eru tannlæknar. Í öðru lagi hefur því verið haldið fram að Trygg- ingastofnun hafi sagt samning- unum upp, sem eru ósannindi. Hið rétta er að samningurinn rann út. Ég hef bréf frá Tannlæknafélagi Ís- lands þar sem þeir fagna því að þeir eru loksins frjálsir. Í framhaldi af þessu gerði ráðherra gjaldskrá sem hefur verið óbreytt síðan.“ „Það hefur einnig verið vikið að því af hálfu Tannlæknafélags Ís- lands, að Tryggingastofnun mi- stúlkaði reglugerðir um réttindi aldraðra og þroskaheftra, sem er dæmalaus fullyrðing sem þarf að rökstyðja. Tryggingastofnun legg- ur metnað sinn í að gera það sem mögulegt er til að aldraðir og þroskaheftir njóti fullra réttinda. Þess er ætíð gætt að láta sjúklinga njóta vafans.“ Rangt að ekki hafi verið skip- uð samn- inganefnd Morgunblaðið/Árni Sæberg Svaraði ekki fundarbeiðni sjúkraliða
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.